Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 17
VITINN 2014
Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni
leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu-
lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda
blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.
Á Ásbrú Myndin er frá tilraunaverksmiðju Arctic Sea Minerals á Reykjanesi.
Tæki Arctic Sea Minerals hefur komið sér upp margs konar tækjabúnaði.
reynslu sinni og hvöttu þær til
dáða. Þá voru þar útsendarar há-
skóla í grenndinni í leit að efni-
legum leikmönnum. „Það átti
reyndar ekki við um þessar stelp-
ur. Það er ekki tímabært, þær
eru það ungar,“ segir Atli.
Hann segist vita til þess að
núna í haust hafi fjórir ungir ís-
lenskir körfuboltamenn fengið
háskólastyrki vestanhafs, þar af
tveir frá Grindavík. Að auki séu
allnokkrir slíkir við nám ytra á
körfuboltastyrk.
Ferð sem þessi kostar sitt og
segir Atli að stúlkurnar hafi
gengið skipulega til verks, hafið
söfnun fyrir tveimur árum og náð
að safna fyrir öllum kostnaði við
ferðina. „Þær áttu meira að segja
afgang til að kaupa sér treyjur til
að vera í úti,“ segir hann.
Merktar Stelpurnar í Sixers-bolum, sem er gælunafn Philadelphia 76ers.
Liðið var stofnað árið 1946 og er meðal þeirra elstu í NBA-deildinni.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson
hefur frá barnsaldri haft mikið dá-
læti á norðurljósunum og það
kveikti hugmyndina að norður-
ljósaturnunum,
fimm átta metra
háum turnum,
eða rörum. Með
því að horfa í
gegnum þau
fæst sjónarhorn
á himininn og
norðurljósin,
ósnortið af ljós-
mengun. Hug-
myndin er að
turnarnir verði
úr krómuðu stáli og að þeim verði
þannig komið fyrir að þeir myndi
stjörnu.
Guðmundur hefur undanfarna
mánuði unnið að fjármögnun turn-
anna og hefur hún að mestu farið
fram á vefsíðu verkefnisins;
northernlighttower.com. Áætlað
er að smíði og uppsetning turn-
anna muni kosta um fjórar millj-
ónir, nú hefur tæp ein og hálf safn-
ast og því er nokkuð í land.
Guðmundur segir viðtökur al-
mennings hafa verið góðar og að
fjölmargir einstaklingar hafi gefið
fé til verkefnisins, en hann hafi átt
von á meiri undirtektum hjá fyr-
irtækjum á svæðinu, einkum
ferðaþjónustufyrirtækjum.
Heldur ótrauður áfram
Hann segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með viðbrögð bæj-
aryfirvalda í Reykjanesbæ við
beiðni hans um styrk. „Þetta yrði
atvinnuskapandi, myndi vekja
verulega athygli á svæðinu og
skila sér margfalt til bæjarfélags-
ins. Ég hefði viljað sjá aðra nið-
urstöðu,“ segir Guðmundur.
gengið eins og vonir Guðmundar
stóðu til segist hann síður en svo
ætla að leggja árar í bát. „Ég ætla
að koma turnunum upp og ég vil
fá þá hingað á Reykjanesið. Þeir
myndu draga fjölda fólks inn á
þetta svæði, fólk í ferðaþjónust-
unni segir að eitthvað þessu líkt
vanti hérna. Ég sé fyrir mér að
Reykjanes eigni sér norðurljósin,
þannig að hérna verði vettvangur
fyrir þá sem vilja sjá þau. En til
þess að það megi verða þurfum við
að spýta í lófana.“ annalilja@mbl.is
Ekki hefur verið sótt um stað-
setningu fyrir turnanna og Guð-
mundur segir það ekki tímabært
fyrr en allt fé sé í höfn. „En ég hef
augastað á þremur stöðum sem
allir koma jafnt til greina. Einn
þeirra er uppi á berginu við Kefla-
víkurhöfn, þar sem ljósanóttin er
haldin og það myndi t.d. sjást úr
Reykjavík og víðar. Annar er í
miðbænum í Keflavík og sá þriðji
er á lítilli hæð rétt við Reykjanes-
braut, þar sem ekið er inn í Innri-
Njarðvík.“
Þrátt fyrir að söfnunin hafi ekki
Guðmundur safnar fyrir fimm átta metra háum turnum á Suðurnesjum
Verði miðstöð norðurljósanna
Ljósmynd/ludviksson.com
Turna ber við himin Myndin er tölvuteiknuð og sýnir turnana eins og
þeir gætu komið til með að líta út. Þrjár staðsetningar koma til greina.
Guðmundur Rúnar
Lúðvíksson
Stækka fyrirtækið í þrepum
HYGGJAST FRAMLEIÐA ÝMSAR TEGUNDIR AF SÖLTUM
„Við hyggjumst stækka fyrirtækið í þrep-
um. Við erum í dag að tala um litla verk-
smiðju, en hún verður stækkuð í þrepum,“
segir Egill Þórir Einarsson hjá Arctic Sea
Minerals í kynningarmyndbandi fyrirtæk-
isins. Stefnt er að verksmiðju sem fram-
leiðir um 1.000 tonn af heilsusalti, 4.000
tonn af fiskisalti eða öðrum natríum-
klóríð-söltum, 600 tonn af kalíumklóríði
og 1.000 tonn af kalsíumklóríði og snef-
ilefni.“ Egill Þórir Einarsson
Ármúla 24 • S: 585 2800
EOS fjaðurljósin frá
Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is