Morgunblaðið - 15.10.2014, Side 18
FRÉTTASKÝRING
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Náðst hefur samkomulag, eftir
tveggja ára deilur, um innleiðingu
sameiginlegra reglna um evrópskar
eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.
Samkomulagið byggist á svokallaðri
tveggja stoða lausn milli ESB og
EFTA og þýðir að ekki verður þörf á
að breyta íslensku stjórnarskránni,
eins og talið var í fyrstu. Að sögn
Bjarna Benediktssonar, fjármála- og
efnahagsráðherra sem sótti fund
fjármálaráðherra aðildarríkja
EFTA og ESB í Lúxemborg í gær,
hefði stefnt í óefni um framtíð EES-
samstarfsins, hefði samkomulagið
ekki náðst.
Samkomulagið felur í sér að allar
bindandi ákvarðanir evrópskra eftir-
litsstofnana á fjármálamarkaði
gagnvart EFTA-ríkjunum í EES-
samstarfinu, þ.e. Íslandi, Noregi og
Liechtenstein, verða teknar af Eft-
irlitsstofnun EFTA (ESA) og að
hægt verði að bera þær undir
EFTA-dómstólinn. Þrjár nýjar eft-
irlitsstofnanir á fjármálamarkaði
innan ESB tóku til starfa árið 2011
og þeim hefur verið veitt vald til að
taka bindandi ákvarðanir gagnvart
aðildarríkjum ESB. Með samkomu-
laginu mun ESA fara með sömu
valdheimildir og eftirlitsstofnanir á
vettvangi ESB.
Málið lengi í miklum hnút
„Tekist hefur samkomulag á milli
EFTA-ríkjanna og ESB um innleið-
ingu þriggja reglugerða um evr-
ópskar eftirlitsstofnanir á fjármála-
markaði,“ segir Bjarni
Benediktsson. „Um þetta hefur verið
ágreiningur í um tvö ár og lítið geng-
ið fyrr en skriður komst á lausn á
þessu máli á grundvelli tveggja
stoða kerfisins. Það hefði stefnt í
mikið óefni með EES-samstarfið ef
ekki hefði fundist flötur á því með
hvaða hætti við innleiddum gerðirn-
ar. Þetta mál hefur verið í miklum
hnút og það var erfitt að sjá hvernig
sameiginlegur fjármálamarkaður
hefði þróast innan EES-samstarfs-
ins án þess að lausn fengist á þessu
máli.“
Önnur niðurstaða óhugsandi
Aðspurður hvort hann hefði átt
von á að lausnin yrði með þessum
hætti, svarar hann: „Við höfum
treyst á að það myndi finnast farsæl
lausn á málinu. Í mínum huga var
það óhugsandi að það yrði önnur nið-
urstaða en sú að byggt yrði á
tveggja stoða kerfinu. Enda hefði
annað kallað á stjórnarskrárbreyt-
ingu hjá okkur og hefði farið gegn
grunnhugsuninni með EES-sam-
starfinu.“
Að sögn Bjarna er aðalatriði sam-
komulagsins að allar bindandi
ákvarðanir gagnvart EFTA-ríkjun-
um í EES-samstarfinu verði teknar
af þeim eftirlitsstofnunum sem þau
eiga aðild að, svo sem Eftirlitsstofn-
un EFTA. Hægt sé að bera þær
ákvarðanir undir dómstól EFTA.
Þetta hafi það í för með sér að Ís-
land geti lögfest þá löggjöf sem
byggist á viðbrögðum við alþjóðlegu
fjármálakreppunni og þannig sam-
ræmt umhverfi fjármálastarfsemi á
Íslandi við það sem gerist í Evrópu,
sem sé mjög mikilvægt fyrir virkni
innri markaðarins.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
hefur unnið mikið af innleiðingar-
vinnunni fyrirfram, með því að skrifa
drög að innleiðingarlögum. Að sögn
Bjarna mun fjármála- og efnahags-
ráðuneytið nota næsta árið í að vinna
að og klára útfærslu reglugerðanna.
Þrjár nýjar eftirlitsstofnanir
Í ársbyrjun 2011 tóku til starfa
þrjár nýjar eftirlitsstofnanir á evr-
ópskum fjármálamarkaði. Voru þær
mikilvægur liður í umbótum á um-
gjörð og regluverki evrópsks fjár-
málamarkaðar í kjölfar fjármála-
kreppunnar. Stofnanirnar þrjár eru
Bankastofnun Evrópu (e. European
Banking Authority), Verðbréfa-
markaðsstofnun Evrópu (e. Euro-
pean Securities and Markets Autho-
rity (ESMA)) og Vátrygginga-
stofnun Evrópu (e. European
Insurance and Occupational Pen-
sions Authority). Til viðbótar starfar
kerfisáhætturáð (e. European Syste-
mic Risk Board (ESRB)).
Stofnununum er ætlað að tryggja
nánara samstarf fjármálaeftirlita að-
ildarríkjanna, auðvelda beitingu evr-
ópskra lausna vegna fjölþjóðlegra
vandamála og styðja við einsleita
beitingu og túlkun reglna. Daglegt
eftirlit með fjármálafyrirtækjum og
mörkuðum verði áfram í höndum
einstakra ríkja, að undanskildu eft-
irliti með lánshæfismatsfyrirtækjum
og miðlægum mótaðilum.
Stofnunum ESB ekki
veitt eftirlitsvald hér
Morgunblaðið/Ómar
Fjármálareglur Bjarni Benediktsson segir innleiðinguna taka um það bil ár.
Eftirlitsstofnanir ESB
» EFTA-ríkin og ESB hafa sam-
ið um innleiðingu reglna um
þrjár evrópskar eftirlitsstofn-
anir á fjármálamarkaði.
» Samkomulagið byggist á
svokallaðri tveggja stoða
lausn, þannig að allar bindandi
ákvarðanir gagnvart EFTA-
ríkjunum verða teknar af
Eftirlitsstofnun EFTA.
» Því verður ekki þörf á að
breyta íslensku stjórnar-
skránni og EES-samstarfinu
verður ekki teflt í tvísýnu.
Hefði stefnt í óefni með EES-samstarfið ef samkomulag hefði ekki náðst
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,-
Verð 34.900,-
Verð 29.900,- Verð 25.700,-
Verð 25.700,-
Verð 17.900,-
Verð 17.900,-
Verð 18.900,-
Verð 17.900,-
Verð 25.700,-
Verð 19.900,-
Verð 14.800,-
!
"#$
"%
$!
%#!!
#"#
!
$"#
!!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"#
!
"#
"!"
$ %
%%!#
%#
$
#
!%!
"
$
"#!
"!%
$ #
%#"%
%#
#
##
!"$
"#"
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Samkvæmt talningu Ferða-
mannastofu í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar fóru um 88 þúsund erlendir
ferðamenn frá landinu í september
síðastliðnum eða 15.100 fleiri en í
september á síðasta ári. Aukningin
nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn
hafa aldrei mælst fleiri í september
frá því mælingar hófust. Frá áramót-
um hafa 788.099 erlendir ferðamenn
farið frá landinu eða um 148 þúsund
fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er
að ræða 23,1% fjölgun ferðamanna
milli ára frá áramótum í samanburði
við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur
fram í greiningu IFS frá því í gær.
88 þúsund ferðamenn
frá Íslandi í september
● Dagana 3. október til og með 9.
október 2014 var 132 kaupsamn-
ingum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.
Þar af voru 99 samningar um eignir í
fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 13
samningar um annars konar eignir en
íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.186
milljónir króna og meðalupphæð á
samning 31,7 milljónir króna. Þetta er
aðeins yfir meðalveltu síðustu 12 vikna.
Hún var 4.168 milljónir króna á viku en
meðalvelta á samning er undir meðal-
veltu síðustu 12 vikna sem nam 34,6
milljónum króna. Þetta kemur fram í
tölum sem Þjóðskrá birti í gær.
132 kaupsamningum
þinglýst á viku
STUTTAR FRÉTTIR ...
Skammtímaáhrif af byggingu virkj-
ana vegna lagningar sæstrengs milli
Íslands og Bretlands yrðu líkast til
töluvert minni en í tilfelli Kára-
hnjúkavirkjunar, en fjárfesting í
henni nam 272 milljörðum á verðlagi
síðasta árs. Til samanburðar hefur
Hagfræðistofnun áætlað að fjárfest-
ing í virkjunum – jarðvarmavirkjun-
um, vatnsafli og vindorku – yrði um
132 milljarðar ef slíkur sæstrengur
verður að veruleika.
Þetta kemur fram í Hagsjá Hag-
fræðideildar Landsbankans en þar
er fjallað um þau efnahagslegu áhrif
sem verkefnið myndi hafa. Grein-
endur bankans benda á að skamm-
tímaáhrifin fælust fyrst og fremst í
þeim fjárfestingum sem farið yrði í
innanlands, en langtímaáhrifin í
þeim nettó gjaldeyristekjum sem
myndu streyma til landsins eftir að
strengurinn yrði tekinn í notkun.
Í umfjöllun Hagfræðideildar segir
að þensluáhrif af lagningu strengs-
ins yrðu væntanlega eitthvað minni
en við byggingu Kárahnjúkavirkjun-
ar og álvers Alcoa þar sem lagning
hans er ekki jafn vinnuaflsfrek, og
framkvæmdir færu fram á sjó.
Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem
var unnin í samvinnu við Landsvirkj-
un og birtist í fyrra, er gert ráð fyrir
kostnaði og fjárfestingu upp á 455
milljarða við lagningu strengsins.
Verkefnið ætti að taka átta ár og
fjárfesting í strengnum, sem áætlað
er að yrði í eigu erlendra aðila,
myndi nema um 248 milljörðum, að
mati Hagfræðistofnunar.
Morgunblaðið/Ómar
Virkjun Fjárfesting yrði helmingi
minni en í Kárahnjúkavirkjun.
Minni áhrif en
Kárahnjúkavirkjun
Lagning sæ-
strengs hefði tals-
verð þensluáhrif