Morgunblaðið - 15.10.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Byltingarkennd
vetrar- og heilsársdekk
UMBOÐSMENNUMLANDALLT
Mikil gæði á afar
sanngjörnu verði!
Margir af þekktustu
bílaframleiðendum
í heimi kjósa að búa
nýja bíla sína dekkjum
frá Hankook.
Ástæðurnar eru mikil
gæði, frábært verð og
öryggi. Meðal þeirra
eru BMW, Audi, VW
og Ford.
Nýjasta kynslóð korna-
dekksins frá Hankook.
Frábært heilsárs
dekk. Dekkið er með
sérstaklega hertum
trefjanálum í gúmmí-
blöndunni sem grípa
í svellið og gefa aukið
grip í hálku. Mjúkt dekk
sem endist gríðalega
vel og vetrargripið
er framúrskarandi
12
mánaða
V
A
XT
ALAUSA
R
A
F
B O R G A N
I R
Korna
dekk
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Self. solning.is
W419 W606
– Síðan 1941 –
Skútuvogi 2 Sími 568 3080 www.bardinn.is 544-5000
Til að auka fjárfestingar í nýsköpun
mætti koma á fót skattalegum hvöt-
um á þeim forsendum að markaðs-
brestur sé til staðar. Þeir sem fjár-
festa í nýsköpunarfyrirtækjum njóta
ekki ávinningsins af þeim þjóðfélags-
legu verðmætum sem eru sköpuð.
Þetta kemur fram í umsögn Við-
skiptaráðs Íslands til efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis vegna til-
lögu til þingsályktunar um aðgerðir
til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki
og fyrirtæki í tækn- og hugverkaiðn-
aði. Viðskiptaráð fagnar því að gert
sé ráð fyrir því að skattalegir hvatar
nái einnig til þeirra sem fjárfesta í
nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum
fjárfestingarsjóði. Það leggst hins
vegar gegn skattaívilnunum vegna
fjárfestinga í litlum og meðalstórum
fyrirtækjum enda sé framleiðni
þeirra að meðaltali minni en stærri
fyrirtækja.
Í umsögn Viðskiptaráðs segir
hækkun á heimild lífeyrissjóða til að
fjárfesta í óskráðum verðbréfum upp
í 25% vera til bóta. Slík hækkun
kunni að vera til þess fallin að auka
aðgengi nýsköpunar- og sprotafyr-
irtækja að fjármagni.
Styður skattalega hvata til
fjárfestinga í nýsköpun
Morgunblaðið/Eggert
Nýsköpun Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en það styð-
ur hækkun á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum.
Á fyrstu níu mánuðum ársins nam
kortavelta erlendra ferðamanna á
Íslandi 93,3 milljörðum króna. Það
er ríflega tveimur milljörðum meiri
kortavelta en allt árið í fyrra, að því
er fram kemur í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka.
Alls nam kortavelta útlendinga
hér á landi 10,1 milljarði króna í
september síðastliðnum. Það er
aukning upp á 21% í krónum talið
frá því á sama tíma fyrir ári, sam-
kvæmt tölum sem Seðlabankinn
birti um greiðslumiðlun í fyrradag.
Er þessi aukning á milli ára í sam-
ræmi við fjölgun ferðamanna.
Í samanburði við kortaveltu Ís-
lendinga erlendis þá hefur korta-
velta útlendinga hérlendis verið tals-
vert meiri það sem af er ári. Þannig
er kortaveltujöfnuður orðinn já-
kvæður um 28,8 milljarða eftir
fyrstu níu mánuði ársins sem er 10
milljörðum betri útkoma en í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn
Neysla Ferðamenn hafa straujað
kortin fyrir 93,3 milljarða króna.
Kortavelta
ferðamanna
eykst enn
Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Stand-
ard and Poor’s
hefur breytt horf-
um Landsbank-
ans, Arion banka
og Íslandsbanka
úr stöðugum í já-
kvæðar. Láns-
hæfiseinkunn
allra bankanna er nú BB+/B. Þetta
kemur fram í tilkynningum sem
bankarnir sendu frá sér í gær.
Í fréttatilkynningu segist S&P
búast við traustum hagvexti á Ís-
landi næstu tvö árin og að áfram
muni draga úr ójafnvægi í þjóð-
arbúskapnum. S&P breytir einnig
horfum um þróun efnahagsáhættu á
Íslandi úr stöðugum í jákvæðar og
býst við að gæði eigna í bankakerf-
inu haldi áfram að aukast. Það er þó
skoðun S&P að lánshæfiseinkunn
ríkisins, og mat fyrirtækisins á
bankakerfinu, líði enn fyrir þá
áhættu sem fylgja muni afnámi fjár-
magnshafta. Í júlí breytti S&P horf-
um ríkissjóðs í jákvæðar vegna auk-
ins hagvaxtar og lækkandi
opinberra skulda. Langtímaeinkunn
Íslands, „BBB-“, er skör hærra en
einkunn bankanna.
Lánshæfis-
horfur batna