Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
Fréttastofa Norður-Kóreu, KCNA,
segir að einræðisherra landsins,
Kim Jong-Un, hafi í gær komið
fram opinberlega í fyrsta sinn síðan
3. september. Blöð birtu myndir af
honum í gær, hann var m.a. sýndur
fara í eftirlitsferð í nýtt hverfi fyrir
vísindamenn er hanna gervitungl og
eldflaugar. En heilsan virðist ekki í
lagi og studdist Kim, sem er 32 ára,
við staf.
Kim lýsti að sögn „mikilli ánægju
með húsakynnin í nýja hverfinu“.
Ekki voru birtar sjónvarpsmyndir
af leiðtoganum og því óljóst hve al-
varleg veikindi hans eru, hvort
hann var yfirleitt fær um að ganga
óstuddur, að sögn BBC. En vanga-
veltur um að Kim hafi verið steypt
af stóli virðast ekki hafa verið á
rökum reistar, ef marka má mynd-
irnar.
Kim tók við völdum að föður sín-
um, Kim Jong-Il, látnum árið 2011.
Í desember í fyrra rak hann valda-
mikinn frænda sinn úr embætti og
lét lífláta hann, að sögn fyrir valda-
ránstilraun. Athygli vakti í gær að
Hwang Pyong-So, hershöfðingi sem
var í fararbroddi þegar þriggja
manna nefnd háttsettra manna í
Norður-Kóreu kom óvænt í heim-
sókn til Suður-Kóreu fyrir skömmu,
var meðal þeirra sem hylltu Kim
ákaft. Nefndin ræddi ýmis sam-
skiptamál við suðurkóreska valda-
menn og var því velt upp að hún
hefði hugsanlega tekið við af Kim.
kjon@mbl.is
AFP
Leiðtogi Kim Jong-Un, með staf, skoðar nýtt vísindahverfi í höfuðborginni
Pjongjang. Æðstu embættismenn skrifa vandlega hjá sér vísdómsorðin.
Inn á sviðið eftir meira
en mánaðar fjarveru
Kim Jong-Un virðist enn vera við völd í Norður-Kóreu
Í skýrslu sem verið er að undirbúa
fyrir biskupafund hjá kaþólsku
kirkjunni kveður við nýjan og mild-
ari tón gagnvart stöðu samkyn-
hneigðra og einnig gagnvart frá-
skildu fólki. Hvatt er til þess að
kirkjan bjóði báða þessa hópa vel-
komna. Frans páfi hefur áður sagt
að ekki beri að fordæma óhefð-
bundið fjölskylduform.
Ljóst er samt að ákaft er deilt um
málið meðal biskupa og presta, að
sögn New York Times. Einnig hafa
afrískir prelátar margir verið í
fararbroddi þeirra harðlínumanna
sem vilja banna samkynhneigð með
lögum, hún sé synd sem ekki sé
hægt að fyrirgefa. Í nokkrum Afr-
íkuríkjum er dauðarefsing við sam-
kynhneigð. En páfi hefur tekið af-
stöðu og skipaði t.d. á föstudag sex
skoðanabræður sína í forystuhóp
biskupafundarins, hópurinn á að
undirbúa lokaskjal fundarins. Eng-
inn sexmenninganna er frá Afríku.
Biskuparnir segja í skýrsludrög-
unum að samkynhneigðir hafi fram
að færa ýmsa „hæfileika og eig-
inleika“. Þeir spyrja hvort kirkjan
geti ekki tekið við þeim og virt kyn-
hneigð þeirra án þess að grafa und-
an hefðbundnum kenningum kirkj-
unnar um fjölskylduna. „Hvernig
get ég sett mig í dómarasætið?“ eru
orð sem oft er vitnað til en þau lét
Frans á sínum tíma falla þegar rætt
var um samkynhneigða og trúna.
Vitað er að fjöldi kaþólikka á
Vesturlöndum álítur að stefna Róm-
arkirkjunnar varðandi þessi mál en
einnig getnaðarvarnir og hjónaskiln-
aði sé úreltar kreddur. Samkvæmt
kenningum kirkjunnar mega frá-
skildir ekki þiggja sakramenti þar
sem þeir hafa brotið gegn banni við
skilnaði. En kirkjan veitir undan-
þágur og hefur verið lagt til að heim-
ildin verði rýmkuð. kjon@mbl.is
Mildari tónn
í Páfagarði
Samkynhneigðir boðnir velkomnir
Stærsta kirkjudeildin
» Alls eru kristnir menn í
heiminum um 2,4 milljarðar,
um helmingurinn kaþólikkar.
» Ekki er ætlunin að mæla
með hjónabandi eða staðfestri
sambúð samkynhneigðra held-
ur „virða hvern einstakling“.
AFP
Nýbreytni Frans páfi hefur breytt
mjög ímynd Rómarkirkjunnar.
www.volkswagen.is
Nú bjóðum við Volkswagen Tiguan Sport & Style drekkhlaðinn af sportbúnaði,
á freistandi tilboði sem erfitt er að standast. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra bíl.
Það kæmi okkur ekki á óvart ef þú vildir taka hann með þér heim eftir rúntinn.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
VW Tiguan. Kominn
í sportgírinn.
6.750.000
kr.
Tiguan Spo
rt & Style D
iesel 2.0 TD
I
á freistandi
tilboði:
Þú sparar 7
15.000 kr.