Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 22

Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nigel Farageog breskisjálfstæð- isflokkurinn, UKIP, eru á miklu skriði þessa dag- ana. Eftir að hafa náð til sín sínum fyrsta þingmanni á kostnað Íhaldsflokksins, og verið rúmum 600 atkvæðum frá því að ná öðrum á kostnað Verkamannaflokksins, geta forystumenn hans nú loksins sagt við kjósendur að þeir séu komnir með fótinn inn fyrir dyrnar, og að atkvæði greitt þeim sé ekki sjálfkrafa kastað á glæ. Góðar líkur eru á því að flokkurinn muni bæta öðrum þingmanni við sig, en Mark Reckless, þingmaður Íhalds- flokksins, ákvað að flýja yfir til UKIP í síðasta mánuði. Þing- sæti hans er því nú laust, þar til aukakosningar verða haldn- ar í lok nóvember, en allt bendir til þess að Reckless muni halda sæti sínu örugg- lega. Eftir þennan árangur hefur flokkurinn tekið kipp upp á við í könnunum, og mælist nú með um 15% fylgi. Skýtur hann þar með frjálslyndum demókrötum ref fyrir rass sem þriðji stærsti flokkurinn. Farage og félagar áætla að haldist fylgið á svipuðum slóðum eigi UKIP raunhæfa möguleika á að ná til sín 25 þingmönnum, bæði í suðri, þar sem Íhaldsmenn hafa betur, og í norðri, höf- uðvígi Verkamannaflokksins. Þar með er David Cameron kominn í vonda stöðu. Þó að Fa- rage hafi á seinni misserum lagt aukna áherslu á að ná einnig til óánægðra stuðningsmanna Verkamannaflokksins er lík- legt að lunginn af þeim sem kjósa UKIP í næstu kosn- ingum muni koma frá stjórn- arflokkunum tveimur, einkum Íhaldsflokknum. Cameron reynir því ákaft að snúa straumnum við með öllum ráð- um, og hefur sagt ítrekað í fjölmiðlum síðustu daga, að at- kvæði greitt UKIP sé atkvæði greitt Ed Miliband, formanni Verkamannaflokksins. En þrátt fyrir þessi vand- ræði stjórnarflokkanna bresku getur Miliband ekki hugsað sér gott til glóðarinnar. Eftir mis- heppnað flokksþing á dögunum gerast þær raddir háværari að Miliband sé veikburða formað- ur, og tvisvar sinnum fleiri Bretar vilja að Cameron verði áfram forsætisráðherra en að Miliband fái lyklana að Down- ingstræti 10. Ekki er því ólík- legt að niðurstaða næstu al- mennu þingkosninga verði aftur sú að enginn flokkur fái hreinan meirihluta. Nái UKIP að spila rétt úr stöðunni gæti flokkurinn því staðið með pálmann í höndunum, og jafn- vel haft úrslitaáhrif á það hverjir fari með völdin á næsta kjörtímabili. Fari svo getur Cameron velt því fyrir sér hvers vegna hann stóð ekki við fyrirheit sín í Evrópumálum. Kjósendur eiga leik- inn í kosningum telji þeir sig illa svikna} Pólitískur landskjálfti yfirvofandi í Bretlandi Enn hefur eng-um böndum tekist að koma á ebólu-faraldurinn skelfilega, sem nú hefur lagt nálega 4.500 manns í valinn og fellir um sjö af hverjum tíu sem smitast. Ekkert lát virðist vera á nýjum tilfellum, og hefur Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, nú varað við því að gera megi ráð fyrir allt að 10.000 nýjum tilfellum af ebólu í hverri viku á næstu tveimur mánuðum. Sérstök sendinefnd Samein- uðu þjóðanna, sem ætlað er að takast á við ebólu-faraldurinn í Vestur-Afríku, hefur gefið það út að takmark næstu 60 daga sé að einangra 70% af þeim sem eru grunaðir um að hafa ebólu og grafa 70% af þeim sem deyja úr sjúkdómnum á öruggan hátt. Þessi markmið sem nefnast 70-70-60 þykja há- leit, en ætlunin er að upp úr áramót- um verði böndum komið á farald- urinn. Fregnir af nýj- um og óútskýrðum tilfellum á Vesturlöndum eru ekki til þess fallnar að auka trú manna á að nýjum tilfellum fari að fækka eftir fáeina mánuði. Þó vekur það vonir að þjóðir heims eru loks farnar að taka við sér og senda umtalsverða aðstoð til þeirra ríkja Afríku þar sem ebólan er útbreiddust. Mikil- vægt er að það takist að hemja faraldurinn þar og koma í veg fyrir að hann fari að smitast í auknum mæli víðar um lönd. Ný tilfelli í Evrópu og Banda- ríkjunum mættu gjarnan verða til að minna yfirvöld þar og víðar á að enginn er óhultur ef ebólu-faraldrinum er ekki mætt af fullri alvöru þar sem hann geisar nú. Ný tilfelli í Evrópu og Bandaríkjunum vekja ugg} Ebólan gefur engin grið Þ að bar við fyrir viku að kynnt var skoðanakönnun sem fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR, hafði gert um afstöðu Ís- lendinga 18 ára og eldri til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja húsnæði til trúariðkunar hér á landi. Niðurstöðurnar voru forvitnilegar og það var líka forvitnilegt að sjá hvernig fjölmiðlar sögðu frá niðurstöðu könnunarinnar. „42 prósent á móti mosk- ubyggingu“, sagði einn, „42,3% andvíg bygg- ingu mosku“ sagði annar og „Rúmlega fjöru- tíu prósent andvíg byggingu mosku“ sá þriðji. Allt rétt og satt, en kjarni málsins kom þó fram í Facebook-færslu minnsta fjölmiðilsins: „Næstum 30% Íslendinga vilja fylgja stjórn- arskránni“, sagði á Facebook-síðu frétta- tímaritsins Grapevine. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að birta spurninguna sem rætt er um: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að eftirfarandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi“, spurði MMR og fékk það svar að 29,7% væru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að reisa sér trúarbyggingu, en trúarbygg- ingar múslima eru jafnan kallaðar moskur. Ég veit ekki með þig, kæri lesandi, en þetta viðhorf svo stórs hluta þjóðarinnar, sem er víst aðallega skip- aður kjósendum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ef marka má sömu könnun, til stjórnarskrárvarinna mann- réttinda kemur mér í opna skjöldu. Ekki flaug mér í hug að framsóknar- og sjálfstæðismenn settu sig upp á móti 63., 64. og 65. grein stjórnarskrárinnar á þennan hátt og þú fyrirgefur mér vonandi þó ég flokki slík viðhorf sem dæmi um kynþáttahatur, eða rasisma eins og það er títt kallað. (Við þá sem amast við því að orðið rasismi sé hér notað þar sem trú sé ekki kynþáttur má segja þetta: a. Kynþættir eru ekki til. b. Þeir sem amast við múslimum tala eins og kynþættir séu til og að múslimar tilheyri öðrum kyn- þætti en þeir sjálfir og c. Rasismi er al- þjóðlega viðurkennt orð yfir það þegar fólki er mismunað vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar (þó þeir séu ekki til), litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti.) Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að hissa mig á niðurstöðum þessarar könnunar. Und- anfarna mánuði og ár hefur nefnilega talsvert borið á hatursumræðu og þá sérstaklega í garð múslima. Sú hatursumræða, sem hefur meðal ann- ars ratað inn í ráðsetta fjölmiðla, hefur gengið svo langt að sumir þeir atkvæðamestu eru farnir að greina á milli íslenskra múslima og „kynborinna Íslendinga“, hvað sem það annars er. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn fiski á gruggugu vatni, það hefur tíðkast víða um heim í gegn- um aldirnar hvort sem menn ræða flærð gyðinga, villu- trú kaþólikka, ómennsku svertingja, lævísi Asíubúa eða grimmd múslima – allt undir því yfirskyni að það þurfi að ræða „viðkvæm mál“. Að mínu viti er það aðallega við- kvæmt mál þegar rasískar bullur taka sér fyrir hendur að ákveða hvað séu viðkvæm mál og gera vanþekkingu að skoðun og fordóma að rökum. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Um viðkvæm mál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Að panta tíma hjá heilsu-gæslu, sækja um endur-nýjun lyfseðils, fylgjastmeð lyfjanotkun, skoða eigin sjúkraskrá og margt fleira er meðal þess sem einstaklingar geta gert í gegnum rafræna heilbrigðis- gátt sem nefnist Vera. Embætti landlæknis hefur, í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hugbúnaðarfyrirtækið TM Softw- are, þróað heilbrigðisgáttina Veru. Hún var tekin formlega í gagnið á heilsugæslustöðinni í Glæsibæ í síðustu viku af heilbrigðisyf- irvöldum. Á næstu tveimur mán- uðum munu fleiri heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu bætast jafnt og þétt í þann hóp. Nú þegar er hún í boði í Glæsibæ og í Mjóddinni og unnið að innleiðingu í Grafarvogi. Í lok nóvember verður Vera orðin hluti af þjónustunni á höfuðborgarsvæðinu og í byrjun febrúar á næsta ári er miðað að því að búið verði að innleiða þjónustuna fyrir alla landsmenn. Aðgangur að sjúkraskrá Rafræna heilbrigðisgáttin teng- ist vinnu Landlæknisembættisins við samtengdar sjúkraskrár lands- manna. Lög um sjúkraskrár tóku gildi 1. maí árið 2009. Í þessum lög- um er heimild fyrir því að sjúklingur geti fengið aðgang að sinni sjúkra- skrá og í breytingu á lyfjalögum frá 2012 var veitt heimild til að sjúkling- ar fengju aðgang að eigin upplýs- ingum úr lyfjagagnagrunni land- læknis. Skráning inn á Veru fer fram á vefsíðunni heilsuvera.is, þar skráir einstaklingur sig með rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru með slík þurfa að sækja um þau. Rafræn skilríki öruggust „Við metum rafrænu skilríkin sem öruggustu leiðina sem völ er á og fylgt er ströngustu öryggis- stöðlum,“ segir Ingi Steinar Ingason verkefnisstjóri hjá Landlæknisemb- ættinu. Ingi segir að með notkun Veru verði öll samskipti við heilbrigð- isþjónustu einfaldari. Sem dæmi nefnir hann að hægt sé að óska eftir endurnýjun lyfseðla. Sú beiðni berst inn á borð til læknisins. Ef læknirinn metur aðstæður með þeim hætti að sjúklingurinn þurfi að koma til skoð- unar áður, fær einstaklingurinn þau skilaboð og getur í kjölfarið pantað sér tíma, allt inni á Veru. Öll börn undir 15 ára aldri eru skráð á foreldra sína. Þar er t.d. hægt að fylgjast með bólusetningu, ofnæmi o.fl. Einstaklingar geta heimilað öðrum aðgang Þá er sú virkni í þróun að ein- staklingar geti veitt öðrum, t.d. maka eða barni, umboð til að sýsla með sín mál í Veru, endurnýja lyf eða bóka tíma. Þær upplýsingar sem eru flokk- aðar sem viðkvæmar eru ekki sjáan- legar í Veru. „Það er verið að vinna í því með hvaða hætti þær verða sýni- legar,“ segir Ingi. Ennfremur verð- ur farið af stað með kynning- arherferð þegar búið verður að innleiða Veru. Allir sem eru skráðir á þær heilsugæslu- stöðvar sem hafa innleitt Veru og hafa rafræn skil- ríki geta nýtt sér Veru. Fjöldi manns hefur skráð sig inn á Veru síðustu daga og einhverjar tíma- bókanir borist Glæsibæ úr Veru. Heilbrigðisgáttin Vera komin til að vera Skjáskot af Veru Þetta er viðmótið sem notendur Veru venjast að nota. „Þetta er liður í því verkefni að gera upplýsingar um heilbrigð- isþjónustuna aðgengilegar fyrir notandann,“ segir Geir Gunn- laugsson landlæknir um heil- brigðisgáttina Veru. Hann segir þetta nýja viðmót bæta og auðvelda samskipti milli sjúk- linga og lækna. Ennfremur tel- ur hann Veru bæta og einfalda starfsumhverfi lækna þar sem læknar geta verið í sam- skiptum við sjúklinga á raf- rænan hátt. Þá bendir hann á að Vera muni halda áfram að þróast og breytast í takt við notkun hennar. Í þessu samhengi bendir hann á viðkvæmar upplýsingar. Þær eru ekki aðgengilegar á Veru. „Vera er góð viðbót við starf heilsugæsl- unnar, þá verður ennþá hægt að hringja og leita upplýsinga.“ Bætir samskipti UPPLÝSINGAGJÖF Geir Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.