Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014
✝ María SigrúnGunnarsdóttir,
fæddist í Reykjavík
26.8. 1968. Hún
lést á Landspít-
alanum 1.10. 2014.
Foreldrar henn-
ar eru Gunnar
Hjörtur Gunn-
arsson, f. 1942 og
Jónína Melsted, f.
1944. Systkini Mar-
íu eru: 1) Gunn-
laugur M. Gunnarsson, f. 1963,
börn hans eru Hrafnkell Gunn-
laugsson og Jónína Melsted, 2)
Ingibjörg Gunnarsdóttir, f.
1966, maki Pétur Daníelsson f.
1975, börn Daníel, Helga Björg
og Lilja Kristín, 3) Sveinborg
hún á tvö börn og 3) Auður
Héðinsdóttir, f. 1971, hún á
tvær dætur.
María ólst upp í Breiðholti og
Seljahverfi og gekk í Fella- og
Ölduselsskóla. Hún kláraði
stúdent frá Menntaskólanum
við Sund, B.ed. í kennslufræði
frá Kennaraháskóla Íslands og
BA í þjóðfræði í Háskóla Ís-
lands. María kenndi víða á
fyrstu búskaparárunum, vet-
urinn eftir kennaranámið
kenndi hún í Hrísey 1991-92, á
Djúpavogi 1993-94, Hrafnagili
1994-96, Reykhólum 1998-2000
og frá aldamótum í Réttarholts-
skóla. Veturinn 1996-97 vann
hún á leikskóla í Tromsö, einn-
ig hafði hún starfað veturinn
1992 við leikskólann Arn-
arborg. Nokkur sumur starfaði
María við landvörslu á Þingvöll-
um.
Útför Maríu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 15. október
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Gunnarsdóttir, f.
1979, maki Eiríkur
G. Ragnars, f.
1979, barn óskírð-
ur Eiríksson. Eig-
inmaður Maríu er
Gísli Héðinsson, f.
1969, börn Ágústa
Mjöll, f. 1997,
Hjörtur Snær, f.
1997 og Una Sóley,
f. 2007. Foreldrar
Gísla eru Héðinn
Baldvinsson, f. 1940 og Ágústa
Lárusdóttir, f. 1941, systkini
Gísla eru: 1) Gunnar Pétur Héð-
insson, f. 1961, maki Ingibjörg
Valgeirsdóttir, f. 1959 þau eiga
þrjú börn og 3 barnabörn, 2)
Sigríður Héðinsdóttir, f. 1968,
María hefur kvatt, hún er far-
in í sína síðustu ferð. Það eru
margar minningar og góðar til-
finningar sem koma upp í huga
mér þegar ég horfi til þessara
tveggja áratuga sem við höfum
átt saman. Við vorum samhent í
mörgu eða eins og í góðu stjórn-
arsamstarfi sammála um veiga-
mestu atriðin sem gerði búskap
okkar farsælan. Eins og gefur
að skilja hefur hún kennt mér
margt, hún var nú kennari og
það náði lengra en til veggja
skólastofunnar. Mér er það
minnisstætt fyrsta veturinn okk-
ar þegar við kenndum á Djúpa-
vogi þá áttum við það til að fara
í helgarbíltúra þegar vel viðraði.
María nýtti þessar stundir þar
sem mér var engrar undankomu
auðið og flutti fyrir mig fyr-
irlestra um stjórnmál. Ég var
nefnilega ungur, frjáls og
áhyggjulaus. Eftir þessa bíltúra
fór ég að hallast meira að sam-
rekstri og samyrkju, mín rök
héldu lítið gegn rökum Maríu þá
og svo oft síðar. Það einkenndi
Maríu dálítið, þ.e. rökfesta,
fylgni við sannfæringu sína og
ekki síst umhyggja, bæði til
sinna nánustu og heildarinnar.
María féll frá eftir glímu við
krabbamein sem stóð yfir með
hléum frá upphafi árs 2009.
Núna, eftir að baráttu hennar er
lokið og ég lít til baka, get ég
ekki annað en dáðst að baráttu
hennar og verið henni afar
þakklátur hversu góður sjúk-
lingur hún var, eins og hún var
góð móðir og lífsförunautur.
Sjaldan kvartaði hún og aldrei
gerði hún ósanngjarnar kröfur
til okkar. Hún bar sinn harm í
hljóði og bar ekki tilfinningar
sínar á torg. Henni var umhug-
að um að halda hefðbundnu
heimilislífi og raska ekki rútínu
barnanna. Ég tel hana hafa náð
að halda sem mestum lífsgæðum
sem einstaklingur í hennar
stöðu gat átt og vona innilega að
við börnin höfum náð að gera
henni baráttuna auðveldari. Við
héldum áfram að ferðast, njóta
náttúrunnar og vera úti, þangað
sem hún sótti mikinn kraft. Hún
útskrifaði sig af krabbameins-
deildinni í sumar til að halda
beint upp í flugvél til Akureyrar
svo hún næði nokkrum dögum í
Vaglaskógi með okkur Unu og
systkinum sínum. Margur hefði
viljað taka fyrstu dagana eftir
spítalavistina rólega en María
var ákveðin að nýta þetta tæki-
færi og erum við öll ánægð að
það gekk upp þrátt fyrir nokkr-
ar hindranir.
Ég kveð þig, elsku María
mín, og þakka fyrir allar sam-
verustundirnar. Ég veit þú vakir
áfram yfir velferð okkar.
Gísli Héðinsson.
Ingibjörg, María, Helga og
Anna Sigga. Við vorum fjórar
frænkur fæddar með um árs
millibili og ólumst fyrstu árin
upp hver nálægt annarri á
Rauðarárstíg 3 í stigagangi
ömmu Helgu. Í kringum 1970
fluttum við allar í Breiðholtið og
bjuggum þar fram á unglings-
árin og jafnvel lengur. Við vor-
um leikfélagar, enda hæg
heimatökin. Oft heyrðist kallað á
okkur, einmitt öll nöfnin í romsu
ofan af svölum ömmu.
Nú er sú yngsta í hópnum
fallin frá, langt fyrir aldur fram
og verður sárt saknað af öllum
sem hana þekktu. María var
ákveðin en frekar feimin sem
krakki. Hún hafði Ingibjörgu
systur sína alltaf sér við hlið og
lét hana oft um að vera í far-
arbroddi. Minningarnar eru góð-
ar hvort sem þær eru frá Rauð-
arárstígnum, úr Breiðholtinu
eða frá Þingvöllum með ömmu
Helgu. Þegar leið á unglingsárin
tók María pönktímabilið inn,
hún fékk mikinn áhuga á tónlist
og sótti tónleika stíft. María var
að komin í Menntaskólann við
Sund þegar ég flutti utan til
náms og skrifuðumst við reglu-
lega á. Þá kom í ljós hversu orð-
hög og mikill stílisti hún var.
Það var tilhlökkunarefni að fá
bréfin frá henni og fylgjast með
því sem á daga hennar dreif.
Hún heimsótti mig til Austur-
ríkis þar sem við ferðuðumst um
landið í vikutíma á puttanum og
var það ógleymanleg ferð. María
lagði mikla áherslu á það í þessu
ferðalagi að við tækjum myndir
af okkur saman á sem flestum
viðkomustöðum. Ég held hún
hafi þarna verið á undan sinni
samtíð með því að taka „selfie“-
myndir í gríð og erg. Í dag er ég
þakklát fyrir þessar myndir.
María var náttúrubarn. Hún
lét sig dreyma um nám í lands-
lagsarkitektúr en ákvað svo að
fara í kennaranám. Þegar hún
hleypti heimdraganum og fór að
kenna hingað og þangað um
landið kom það vel í ljós. Hún
naut þessa tíma og drakk í sig
umhverfið á hverjum stað, eign-
aðist vini og uppáhaldsstaði.
María og Gísli urðu par og
skelltu sér tvö til Tromsö í Nor-
egi, þar sem Gísli nam. Þau
komu þó fjögur heim aftur því í
Tromsö fæddust tvíburarnir
Ágústa Mjöll og Hjörtur Snær.
Þar sýndi María sig í nýju hlut-
verki sem mamma og fór henni
það mjög vel. Sólargeislinn hún
Una Sóley kom svo síðar þegar
fjölskyldan var flutt í Goðheim-
ana. Meðfram kennslu vann
María við landvörslu og var
flokkstjóri í unglingavinnunni.
Það er ekki hægt að hugsa til
Maríu öðruvísi en að brosa og
rifja upp húmorinn sem aldrei
var langt undan, þegar við hitt-
umst var alltaf stutt í hlátur-
sköstin og fíflaganginn.
María veiktist fyrir 7 árum en
þrátt fyrir það dró hún ekki af
sér, heldur tók hlutunum með
jafnaðargeði, kvartaði ekki og
naut lífsins. Fjölskyldan og vin-
irnir stóðu þétt í kringum Maríu
og fjölskyldu hennar í veikind-
unum og okkur sem ekki vorum
á Reykjavíkursvæðinu var hald-
ið vel upplýstum um gang mála.
Við sem fengum að kynnast
Maríu vorum heppin og margar
góðar minningar um hana munu
lifa í hugum okkar.
Ástvinum og fjölskyldu Maríu
votta ég mína dýpstu samúð.
Anna Melsteð.
Þá hefur María frænka mín
kvatt þetta jarðlíf. Loks laus úr
líkamans þrautum eftir margra
ára baráttu við krabbamein. Þá
baráttu háði hún hetjulega og
með æðruleysi.
Við frændsystkinin vorum af
öðrum og þriðja að skyldleika,
ég lið ofar en hún samt eldri,
sem ekki er nýlunda í þessari
stóru ætt. Samgangur var mikill
hér á árum áður, sérstaklega
þegar María langamma hennar
og amma mín var á lífi. Ömm-
urnar eru jú oftast límið sem
heldur afkomendaskaranum
saman. Ég átti því láni að fagna
að eiga mikil samskipti við Ingi-
björgu ömmu hennar en hún var
föðursystir mín. Í afkomenda-
boðum Ingibjargar fékk bróð-
ursonurinn stundum að smygla
sér með og þannig má segja að
ég hafi náð að kynnast Maríu
betur heldur en gerist og geng-
ur í hraða nútímans. María var
allt frá barnæsku minni mér of-
arlega í huga. Hún hafði næmt
og hárbeitt skopskyn sem þó
særði engan og þar fann ég
mikla tengingu milli okkar
frændsystkina. Hún var því
glaðvær og skemmtileg kona og
það geymi ég alltaf í minning-
unni. María hafði til að bera afar
sterka réttlætiskennd eins og
hún á kyn til. Allt óréttlæti þar
sem gengið var á hlut þess
minnimáttar þoldi hún ekki.
Hún var því réttlát kona og
hjartahlý. Þessu tengt voru því
jafnréttismál henni einkar hug-
leikin. María var kennaramennt-
uð og starfaði við sitt fag. Hún
hafði gaman af sögu landsins,
sögu ættar sinnar og þjóðlegum
fróðleik. Hún var því ættrækin
og mikil útivistarkona. Árið 2012
lauk hún námi í þjóðfræði við
Háskóla Íslands og fjallaði loka-
ritgerð hennar um reynsluheim
og ævistarf Ingibjargar ömmu
sinnar sem húsfreyju í Ísafjarð-
ardjúpi og síðar á Akranesi.
Þetta þótti mér fróðleg og
skemmtileg ritgerð og ég er
ekki í vafa um að María hefur
haft ánægju af ritun hennar og
Ingibjörg amma hennar að
segja frá.
Ég vil hér að leiðarlokum
þakka Maríu frænku minni afar
skemmtileg og ógleymanleg
kynni. Ég er þess fullviss að við
munum finnast aftur á betri stað
með bros á vör og með gleði í
sinni.
Kæra fjölskylda; Guð veri
með ykkur og blessi ykkur öll.
Gunnar Guðjohnsen-
Bollason.
„Mamma var að benda mér á
að sækja um að komast í flugu-
veiði í Laxá í Laxárdal. Þetta
heitir Kastað til bata og mér
finnst að við eigum að fara.“
Þessi skilaboð lágu í innhólfinu
mínu frá Maríu á vordögum fyr-
ir 4 árum. Ég var að sjálfsögðu
sammála því að þangað ættum
við að fara saman, á vit ævintýr-
anna. Málin þróuðust því miður
á þá leið að ég komst í hópinn
en María ekki. Hún lét það nú
ekki á sig fá, heldur samgladdist
mér innilega og fékk síðan ít-
arlega skýrslu úr þessari frá-
bæru ferð þegar við hittumst á
orlofshelgi á Eiðum sem
Krabbameinsfélag Austfjarða
hélt þá um haustið.
Kynni okkar Maríu hófust ár-
ið 2008 þegar við lágum saman á
kvennadeild Landspítalans. Það
tókst strax með okkur góður
vinskapur, enda María með
skemmtilegri manneskjum sem
ég hef kynnst. Þegar kom að því
að María ætti að útskrifast
harðneitaði hún að fara, það
væri svo gaman hjá okkur og við
ættum eftir að tala um svo
margt. Heim fór þó María enda
farin að þrá að komast heim til
Gísla og barnanna sem hún var
svo stolt af.
Við vorum duglegar að halda
sambandi og það varð fastur lið-
ur að hittast yfir kaffisopa eða
skreppa á einhvern vænan og
grænan veitingastað þegar ég
átti leið til Reykjavíkur. Fyrir
tveimur árum, þegar lífið tók
krappa beygju hjá okkur, urðum
við þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast fámennum og sam-
heldnum hóp í Ljósinu. Þar höf-
um við átt margar gæðastundir
saman. Það er gaman að segja
frá því að María komst í veiði-
ferðina sína með Kastað til bata
í fyrra ásamt tveimur öðrum úr
hópnum. Ég var sérstaklega
ánægð með að þær fengju líka
að njóta þeirrar stórkostlegu
reynslu.
María var einstakt eintak af
manneskju. Hún var hnyttin og
gamansöm, svolítið forn, fróð
um land og þjóð, náttúrubarn og
veðurnörd sem leiddist aldrei að
spá í veðrið. Ég er óendanlega
þakklát fyrir okkar kynni og er
viss um að örlögin hafa haft eitt-
hvað með þau að segja.
Hvíl í friði, elsku vinkona,
takk fyrir samfylgdina sem var
allt of stutt.
Kæri Gísli og börn, foreldrar,
systkini og aðstandendur, megi
Guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Iðunn Geirsdóttir.
Ekkert okkar man nákvæm-
lega hvernig við kynntumst.
Þetta var eins og náttúrulögmál,
María Sigrún varð sjálfsagður
hluti af lífinu eins og hún hefði
alltaf verið með okkur og án
hennar verður tilveran ekki
söm. Mögulega hefur það verið
tónlistin sem færði okkur sam-
an, þarna þegar við fyrir til-
viljun setjumst í sama bekk, á
öðru ári í menntaskóla. Vel má
ímynda sér að við höfum öll átt
það sameiginlegt að passa illa
inn í það uppasamfélag sem þá
einkenndi Menntaskólann við
Sund. Að minnsta kosti deildum
við lífsviðhorfum – og húmor,
björtustu minningarnar eru um
linnulausan hlátur, sem oftar en
ekki orsakaðist af snörpum at-
hugunum Maríu á umhverfi
sínu. Þetta var ekki stúlka sem
hafði mikla þolinmæði gagnvart
tilgerð eða uppskafningi af
neinu tagi; sjaldan hefur orðið
hjartahrein lýst neinni mann-
eskju eins vel. Það má þó ekki
túlka sem svo að María hafi ver-
ið eitthvað einföld, hún var hrein
og bein, hlý og hugmyndarík,
óbilandi í vináttu sinni en afar
krítísk á það sem henni fannst
ekki vera lagi. Og hún hafði líka
húmor fyrir sjálfri sér, einkenni
sem gerði hana enn meira
heillandi.
Þegar þær Gunnþórunn
leigðu saman árið eftir mennta-
skólann gáfust fjölmörg tilefni
til ýmiss konar samkvæma, þar
sem María var að sjálfsögðu
hrókur alls fagnaðar. Hófsmann-
eskja ávallt, en félagsvera al-
gjörlega fram í fingurgóma með
endalausan áhuga á fólki og um-
hyggju fyrir velferð þess sem
skilaði sér í sérlega farsælum
kennsluferli hennar. Þá voru
umræðurnar við eldhúsborðið
meðan fylgst var með störfum
fisksalans á neðri hæðinni ákaf-
lega skemmtilegar, enda ekki
töluð vitleysan. Þetta voru sann-
arlega góðir dagar og vináttan
hélt áfram þó leiðir skildu í
námi, en eins og gengur þá
fækkaði samverustundum þegar
lífið leiddi fólk í ólíkar áttir og
til ólíkra landa. Síðustu árin tók-
um við þó upp reglulegar sam-
komur á ný og eignuðumst þá
fleiri ómetanlegar minningar.
Sérstaklega ber að nefna frækn-
ar matarveisluferðir í sumarbú-
stað fjölskyldunnar á Þingvöll-
um: fyrsta verkið var ævinlega
að stinga freyðivínsflösku í
frystinn.
María var stúlka sem fór sín-
ar eigin leiðir og hafði ekki þörf
fyrir að fylgja straumum og
stefnum hefða og norma. Þó var
hún ekkert endilega í uppreisn –
hún einfaldlega fylgdi sinni sýn
á sjálfa sig og heiminn og lét ut-
anaðkomandi áhrif sig litlu
skipta. Þrátt fyrir að gangast
ekki upp í því sem almennt telst
til kvenlegs hégóma átti hún þó
sinn þokka, sem fólst meðal ann-
ars í þykku og síðu ljósbrúnu
hári. Og hvað sem á dundi óx
það á ný, þétt og mjúkt, en um-
fram allt fallegt, sannkölluð höf-
uðprýði fallegrar konu sem nú
hefur horfið úr lífi okkar, allt,
allt of snemma.
María var mikil fjölskyldu-
manneskja og missir foreldra
hennar og systkina, og Gísla,
Ágústu, Hjartar og Unu er
sárari en orð fá lýst. Við vottum
þeim og öðrum aðstandendum
hennar okkar innilegustu samúð
á meðan við minnumst Maríu
með endalausri hlýju.
Gunnar Gunnarsson, Gunn-
þórunn Guðmundsdóttir,
Úlfhildur Dagsdóttir.
Það er dýrmætt á lífsleiðinni
þegar manni hlotnast að eignast
sanna og trausta vini. Við vorum
svo heppnar að kynnast Maríu á
einni af þessum stundum þar
sem ævilöng vinátta verður til.
Við vorum menntaskólapæjur í
sumarvinnu við garðyrkju í
Hljómskálagarðinum og María
var verkstjórinn okkar. Allar er-
um við ólíkar og höfum farið
mismunandi leiðir í lífinu en
eitthvað gerðist þetta sumar í
miðri Reykjavíkurborg sem varð
til þess að við stofnuðum sauma-
klúbb og bundumst órjúfanleg-
um vináttuböndum sem hafa nú
haldið í tæp þrjátíu ár.
María var elst í hópnum og
mikill áhrifavaldur. Tónlist var
henni mikilvæg alla tíð og hún
fylgdist vel með nýjustu tónlist-
arstraumunum, líkaði yfirleitt
best það sem unglingarnir voru
að hlusta á og hægt var að
dansa við. Þetta sumar í Hljóm-
skálagarðinum kynnti hún okkur
fyrir sínum uppáhaldshljóm-
sveitum og fyrr en varði vorum
við allar farnar að hlusta á fram-
sækið rokk. María var mikil úti-
vistarmanneskja og náttúrubarn
fram í fingurgóma sem vissi
ekkert skemmtilegra en að
ferðast um landið, fara í útilegur
eða skreppa í sumarbústað. Hún
hafði frumkvæði að því að
saumaklúbburinn skipulagði
ferð í Þórsmörk þetta fyrsta
sumar okkar og varð það upp-
hafið að ótalmörgum sauma-
klúbbsferðalögum um landið.
María var einstök manneskja,
bæði með sinni sýn á lífið og í
viðmóti. Áhugi hennar á um-
hverfi sínu öllu og mannlífi var
smitandi. Það má með sanni
segja að hún hafi alltaf farið sín-
ar eigin leiðir og lét aldrei sam-
félagslegan þrýsting eða tísku-
strauma leiða sig. Hún hafði
þann eiginleika að segja
skemmtilega frá, var vel upplýst
og hafði sterkar skoðanir á því
sem tengdist hennar sýn á lífið.
Stundirnar með Maríu voru allt-
af ánægjulegar, fullar af hlýju,
gleði og hlátri því hún var mikill
húmoristi.
Eftir að María veiktist höfum
við vinkonurnar fylgst af van-
mætti með hetjulegri baráttu
hennar. Nú er þeirri baráttu
lokið. Þó að við trúum því að á
himninum hafi stjörnunum fjölg-
að um eina þá vantar sárlega
hana Maríu hér hjá okkur. Við
erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að kynnast einstakri konu
og taka þátt í lífinu með henni.
Elsku Gísli, Hjörtur, Ágústa og
Una, þið hafið misst óendanlega
mikið en minningin um einstak-
lega góða manneskju mun hlýja
okkur öllum. Sannir vinir eru
þeir sem snerta hjarta manns.
Það gerði María og mun hún
alltaf eiga stað í hjörtum okkar.
Saumó,
Anna Björg, Ásta Sóllilja,
Guðrún, Kolbrún
og Sigurlaug.
Maríu hittum við fyrst í Skóg-
rækt Reykjavíkur fyrir um 30
árum en það er langur tími í ár-
um talið en allt of skammur tími
með Maríu. Hún var einstök vin-
kona sem gerði allt skemmtilegt
með leiftrandi frásögn, gleði og
kímnigáfu og sögumaður af guðs
náð, með djúpa og áhrifamikla
rödd sem hreif alla. Í skógrækt-
inni plöntuðum við ótal trjám og
hafa þau vaxið og dafnað í gegn-
um árin eins og vináttan. Þar
sem áður voru berir melar eru
nú fallegir skógar, enda óx allt
og dafnaði í kringum Maríu.
María var fróðleiksfús og
stöðugt að læra eitthvað nýtt
um lífið og tilveruna sem hún
deildi ávallt með öðrum. Hún
starfaði sem kennari þar sem
góðir eiginleikar hennar og
hjartagæska nýttust vel. Hún
kom jafnt fram við alla og gerði
engan mannamun. Henni fannst
mikilvægt að hver og einn fengi
að njóta sín á eigin forsendum
og að allir fyndu sinn farveg þar
sem hæfileikar þeirra fengju að
skína. Hún var með aðalatriði
lífsins á hreinu, þ.e. að vera góð
manneskja og góð fyrirmynd,
þannig var María.
María var mikill náttúruunn-
andi og útivistarmanneskja og
naut þess að ferðast með Gísla
og sólargeislunum þremur,
Ágústu Mjöll, Hirti Snæ og Unu
Sóleyju. Hún var dugleg, já-
kvæð og bjartsýn og hafði hag
barnanna ávallt að leiðarljósi.
María lét ekki erfið veikindi
aftra sér frá því sem hún vildi
gera. Í sumar þegar veikindin
versnuðu kom berlega í ljós úr
hverju hún var gerð. Hún fór til
Spánar með fjölskyldunni og
norður á land í bæði skiptin
beint af spítalanum. Alltaf hélt
hún áfram, kvartaði aldrei og lét
nánast ekkert stoppa sig. Þetta
geta aðeins dugnaðarforkar.
María var ákaflega félagslynd
og vinmörg og í þessi 30 ár sem
við nutum samvista við hana bar
aldrei skugga á. Við vinkonurn-
ar hittumst oft og spjölluðum og
hlógum saman. Hún var næm á
líðan og tilfinningar annarra og
betri hlustanda var ekki hægt
að finna. Hún hafði næmt auga
fyrir góðu jafnvægi í mannleg-
um samskiptum, og maður fann
vel fyrir því að henni fannst
mikilvægt að allar raddir fengju
ekki bara að heyrast heldur
njóta sín og hljóma vel.
María hafði alltaf þessa
hreinu einlægni og forvitni sem
svo margir glata með árunum;
ekki María, hún vandaði sig
bara meira við lífið eftir því sem
árin liðu, Hún var til fyrir-
myndar á svo mörgum sviðum,
svo heil og sönn og hafði aldrei
hátt um eigið ágæti. Að því leyti
kenndi hún manni svo margt,
svo ótalmargt sem maður kemur
María Sigrún
Gunnarsdóttir