Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 35

Morgunblaðið - 15.10.2014, Page 35
rannsóknastofnana og líftækni- fyrirtækja á Nýja-Sjálandi 1993, stundaði rannsóknir við Líftækni- stofnun háskólans í Cambridge, Englandi, 1997 og 1999 og við Lífefnaverkfræðideild University College í London 2008. Hörður var formaður Lífefna- fræðifélags Íslands 1972-74, varafor- maður Félags háskólakennara 1976- 78, formaður þess 1986-88 og sat í samninganefnd 1987-92, var fulltrúi Félags háskólakennara í Há- skólaráði 1978, 1980-82 og 1993-95, sat í undirbúningsnefndum vegna rannsóknaráðstefna læknadeildar HÍ, sat í þróunarnefnd HÍ, var aðili að hönnunarnefndum og verkefnis- stjórnum vegna byggingar lækna- deildarhúss 1974-93, sat í Vísinda- nefnd læknadeildar og formaður hennar 1989-91, sat í fjármálanefnd HÍ 1994-96 og í ráðgjafarnefnd fyr- ir ráðstefnurnar Enzyme Eng- ineering Conferences, sat í fjár- málanefnd raunvísindadeildar, var forstöðumaður Efnafræðistofu Raunvísindastofnunar og síðar Líf- efnafræðistofu sömu stofnunar og sat jafnframt í stjórn stofnunar- innar. Hann skipulagði og stýrði al- þjóðlegri ráðstefnu, Affinity 2009, í Reykjavík 2009. Hörður er félagi í fjölda vísinda- félaga, innlendra og erlendra, hef- ur skrifað mikinn fjölda greina, rit- gerða og greinargerða á sviði lífefnafræði, sem og blaðagreinar um málefni háskóla. Hann hefur tvisvar hlotið Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, „Uppúr skúff- unum“. Með hófstillt áhugamál En hefur vísindamaðurinn tíma af- lögu fyrir áhugamál? „Já, en þeim er stillt í hóf. Áhuginn hefur legið í störfum mínum, í kennslu og rannsóknum. En við eig- um stóran garð hérna í Vestur- bænum og ég nýt þess að bjástra í honum og reyna að halda honum við. Ég hef allan minn kennsluferil stundað blak og leikfimi, ásamt fleiri kennurum við HÍ, lengst af hjá Valdimar Örnólfssyni. Fyrir áratug eða svo fór ég að ganga um óbyggðir landsins með Ferðafélagi Íslands. Ég fer nú ekki nema eina ferð á ári, en þetta eru allt upp í sex daga, ynd- islegar gönguferðir sem minna mig á að ég er lifandi. Loks hef ég gaman af að taka ljósmyndir, einkum á ferðalögum eins og þessum.“ Fjölskylda Hörður kvæntist 9.1. 1971 Mar- gréti Oddsdóttur, f. 28.9. 1945, fyrrv. dagskrárstjóra Rásar 1 við Ríkis- útvarpið. Hún er dóttir Odds Sigur- bergssonar, f. 19.5. 1917, d. 14.8. 2001, fyrrverandi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skaftfellinga í Vík í Mýr- dal, og Kaupfélags Árnesinga á Sel- fossi, og Helgu Einarsdóttur, f. 6.12. 1922, húsfreyju. Stjúpdætur Harðar eru Helga Brá Árnadóttir, f. 25.8. 1966, verkefnis- stjóri styrktarsjóða Háskóla Íslands, en sambýlismaður hennar er Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vis- indavefsins, og eru dætur þeirra Margrét Lára, f. 31.5. 2005, og Þór- unn Helena, f. 12.11. 2011, en börn Jóns Gunnars eru Þorsteinn Gunnar, f. 18.2. 1993, og Valgerður, f. 22.7. 1998; Þórunn Dögg Harðardóttir, f. 15.1. 1969, meðeigandi og verkefna- stjóri hjá Athygli ráðstefnum, en maður hennar er Jón Erling Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Mekka Wines and Spirits, og eru dætur þeirra Una Brá, f. 14.4. 1993, Andrea Rós, f. 16.12. 1997, og Telma Ösp, f. 9.10. 2003. Systkini Harðar eru Haukur F. Filippusson, f. 16.1. 1939, tannlæknir í Reykjavík, og Hrefna Filippus- dóttir, f. 30.1. 1942, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar Harðar: Filippus M. Gunnlaugsson, f. 17.5. 1905, d. 12.4. 1981, sölustjóri hjá Viðtækjaverslun ríkisins í Reykjavík, og Sigríður Gissurardóttir, f. 27.11. 1909, d. 28.09. 2006, húsfreyja. Úr frændgarði Harðar Filippussonar Hörður Filippusson Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Kanastöðum Guðfinna Ísleifsdóttir ljósmóðir í Drangshlíð Gissur Jónsson hreppstj. í Drangshlíð undir Eyjafjöllum Sigríður Gissurardóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Hjörleifsson hreppstj. í Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum Jón Gissurarson skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar Ragnheiður Helga Magnúsdóttir prestsfrú á Stað Pétur Hoffmann pr. á Stað Svava Pétursdóttir húsfr. á Hrófbergi Hreinn Halldórsson fyrrv. Evrópumeistari í kúluvarpi Sesselja Filippusdóttir húsfreyja í Halakoti Magnús Einarsson b. í Halakoti í Hraungerðishr. Marta Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Ósi Gunnlaugur Magnússon b. á Ósi við Steingrímsfjörð Filippus M. Gunnlaugsson sölustj. í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Hrófbergi Magnús Magnússon hreppstj. á Hrófbergi í Strandasýslu Ísleifur Magnússon b. á Kanastöðum í Landeyjum Guðrún Magnúsdóttir húsfr. í Eystri-Skógum ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Rögnvaldur Kristján fæddist áEskifirði 15.10. 1918. For-eldrar hans voru Sigurjón Markússon sýslumaður og Sigríður Þorbjörg Björnsdóttir. Sigurjón var sonur Markúsar Bjarnasonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, og Bjargar Jóns- dóttur, en Sigríður Þorbjörg var systir Bjarna, eftirhermu og gam- anvísnasöngvara, dóttir Björns Björnssonar, bónda í Álftártungu, og Jensínu Bjarnadóttur. Eiginkona Rögnvaldar var Helga Egilson sem lést 2001 og eignuðust þau tvo syni, Þór og Geir. Rögnvaldur lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1937, stundaði nám í píanóleik hjá M. Ci- ampi í París 1937-39 og M. Horz- ovsky og Sascha Gorodnitzki í New York 1942-45 og lauk prófi í hljóm- sveitarútsetningum hjá Vittorio Gi- annini við Juilliard School of Music í New York 1944. Rögnvaldur kenndi píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945- 86, var yfirkennari við framhalds- deild píanódeildar skólans frá 1959 og yfirkennari í píanóleik við Nýja tónlistarskólann frá 1986 og til ævi- loka. Rögnvaldur hélt fjölda einleiks- tónleika, kom fram með hljóm- sveitum og lék á fjölda útvarps- og sjónvarpstónleika, hér á landi og víða um heim, og inn á fjölmargar hljómplötur. Hann var tónlistar- gagnrýnandi við Morgunblaðið, Tímann og Þjóðviljann og gerði þáttaröð fyrir útvarp, 1985-88, Túlk- un í tónlist, sem var afar vinsælt út- varpsefni. Hann var m.a. formaður FÍT 1977-83, og Einleikarasam- bands Norðurlanda 1979-81. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til menn- ingarmála á Íslandi, var heiðurs- borgari Winnipeg-borgar og heið- ursfélagi Félags íslenskra tónlistarmanna. Endurminningar Rögnvalds, skráðar af Guðrúnu Egilson, eru bækurnar Spilað og spaugað og Með lífið í lúkunum. Rögnvaldur lést 28.2. 2004. Merkir Íslendingar Rögnvaldur Sigurjónsson 95 ára Tafil Zogaj 85 ára Elínborg Guðjónsdóttir Kári Þorsteinsson Petra Gunnarsdóttir Þór Halldórsson 80 ára Ingvi Böðvarsson Jón Gunnar Júlíusson Magnús Guðmundsson Ragnhildur Þórarinsdóttir Þórður Ásgeirsson 75 ára Haukur Guðmarsson Líney Skúladóttir Páll Hannesson Sigurður Vilhjálmsson Steinunn Axelsdóttir Þórður Stefánsson Þór Símon Ragnarsson 70 ára Ásdís Hansen Lúðvíksdóttir Guðmundur Emil Pálsson Gunnar Björnsson Þórir Sigurðsson 60 ára Agnar Ívar Agnarsson Bergrós Björnsdóttir Bjarni Þór Kristjánsson Ingibjörg Benediktsdóttir Jóhann Sigurðsson Ragnheiður Sigurðardóttir Ragnhildur Árnadóttir Unnur Hjartardóttir 50 ára Ásgeir Þór Ásgeirsson Elva Björg Vigfúsdóttir Guðrún Valtýsdóttir Helene Engkjær Hrafnhildur Karó Norðdahl Inga Lóa Hannesdóttir Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir Rafn Baldur Gíslason Stephen Mark Francis Súsanna Guðný Þorgrímsdóttir Þórdís Hauksdóttir Þór Sigurðsson 40 ára Álfheiður Svana Kristjánsdóttir Árni Gunnar Ragnarsson Björn Vigfús Metúsalemsson Christiane Stadler Dögg Lára Sigurgeirsdóttir Guðmundur Björgvin Daníelsson Magnús Frímann Ingimundarson Magnús Unnar Haukdal Jónsson Rebekka Halldórsdóttir Telma Halldórsdóttir Unnur Valgeirsdóttir Willy Blumenstein Valdimarsson Þórdís Rúnarsdóttir Þórður Ingimar Kristjánsson 30 ára Davíð Hreinsson Donatas Sedbaras Eva Ósk Pétursdóttir Liena Jaunbelzere Valdimar Ingi Auðunsson Viktor Ingi Ingibergsson Þórarinn Örn Þrándarson Til hamingju með daginn 30 ára Róbert ólst upp í Reykjavík, býr í Eyjum og starfar hjá Eyjablikki. Maki: Helga Dóra Magna- dóttir, f. 1984, stundar nám í þroskaþjálfun við HÍ. Dætur: Lilja Rut, f. 2008, og Rakel Jósebína, f. 2011. Foreldrar: Kristinn Eiðs- son, f. 1957, tréskurð- armeistari, og Þórunn Haraldsdóttir, f. 1957, starfar við umönnun. Róbert Már Kristinsson 30 ára Guðjón ólst upp á Akureyri, hefur verið bú- settur þar lengst af og er nú verkamaður hjá Slippnum á Akureyri. Bræður: Björn Hjálm- arsson, f. 1974, sjómaður, og Birkir Hjálmarsson, f. 1975, sjávarútvegsfræð- ingur hjá Granda. Foreldrar: Hjálmar Björnsson, f. 1945, húsa- smíðameistari, og Pálína Jónsdóttir, f. 1948, sjúkraliði. Guðjón Unnar Hjálmarsson 30 ára Hlynur býr í Reykjavík, stundaði nám í grafískri hönnun og starf- ar sjálfstætt. Systkini: Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, f. 1982; Haukur Ingólfsson, f. 1990, og Vilhjálmur Ingi Ingólfsson, f. 1994. Foreldrar: Kristín María Kjartansdóttir, f. 1961, skrifstofumaður, og Ing- ólfur Hauksson, f. 1960, fjármálastjóri Glitnis. Þau búa í Reykjavík. Hlynur Ingólfsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Rafgeyma- hleðslutæki/ vaktarar Bílamottur Startkaplar Vasaljós í miklu úrvali Laufsuga 3000W Fötur/Balar/tunnur/ stampar, mikið úrval 9.995 Tilboð frá 1.595 frá 795 Laufhrífur Strákústar Ruslapokar Stórir sterkir Garðvagnar/ Ruslavagnar frá 7.995 Lauf/ ruslastampar frá 985 Vinnuvettlingar Pu-Flex frá 295 Strekkibönd/ farangursteygjur, rosalegt úrval frá 385 frá 1.995 frá 595 Rúðuþurrkur frá 4.995 frá 1.895 frá 295

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.