Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.10.2014, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L GONE GIRL Sýnd kl. 7 - 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... -Empire -H.S.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is Spænska rithöfundinum Car-los Ruiz Zafón hefur tekistað búa til heillandi heimspennu og svika, ógnar og illsku, hugdirfsku og göfgi, leynd- ardóma og ráðgáta í bókaflokki sín- um um Kirkjugarð gleymdu bók- anna. Fyrsta bókin í flokknum, Skuggi vindsins, var bráðskemmti- leg lesning og grípandi og hélt frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Í þriðju bókinni, Fangi himinsins, tekst Ruiz Zafón ekki jafn vel upp, en þó er ekki hægt að kvarta því að bækur hans eru eins og völundarhús, full- ar af óvæntum uppákomum og ófyr- irséðum vendingum. Sögusvið bókarinnar er Barcelóna í lok sjötta áratugar 20. aldar og kringum 1940. Þetta er valdatími Francos og hann liggur eins og mara á spænsku samfélagi þar sem allir eiga sér leyndarmál og falda sögu, ekki síst sögupersónur Ruiz Zafons. Aðalsöguhetjurnar eru Daniel Sempere og hinn litríki og skemmti- lega ósvífni – eða hreinskilni – félagi hans, Fermin Romero de Torres, sem báðir vinna í fornbókasölu föður Daniels. Eins og búast má við leika bækur stórt hlutverk í Fanga himinsins. Gamlar bækur, óskrifaðar bækur, vondar bækur og góðar bækur. Sag- an hefst þegar dularfullur maður kemur inn í bókabúðina, kaupir verðmætt eintak af Greifanum af Monte Cristo og skilur það eftir með skilaboðum til Fermins. Ruiz Zafon reynir að flækja sög- una eftir megni. Lesandinn er dreg- inn aftur í tímann þar sem Fermin dúsir í fangelsi ásamt rithöfundinum David Martín. Fangelsisstjórinn á metorð sín að þakka að vera vel gift- ur, en hann vill verða menningarpáfi landsins frekar en tukthúsmeistari og ætlast til þess að Martín hjálpi honum að hefjast til vegs og virð- ingar. Hún segir frá niðurdrepandi tím- um og óhugnaði og er full af harmi, en um leið er yfir frásögninni ævin- týrablær og hún geislar af þrótti og lífsgleði þeirra, sem hafa engu að tapa og geta látið skeika að sköpuðu. Sagan er skemmtilega fléttuð og Ruiz Zafón er mikil sögumaður og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýðir hana lipurlega. Gert er ráð fyrir því að bækurnar í þessum flokki verði fjórar og segir í upphafi að þær megi lesa í hvaða röð sem er eða sem stakar sögur. Það er ekki alls kostar rétt því að í lok Fanga himinsins er lesandinn skil- inn eftir í lausu lofti og dæmdur til að vera fangi í völundarhúsi höfund- arins þar til fjórða og síðasta bókin um veröld Kirkjugarðs gleymdu bókanna kemur út. AFP Sagnagleði Carlos Ruiz Zafón kann að halda lesandanum við efnið. Í völundarhúsi Ruiz Zafóns Mál og menning Fangi himinsins bbbmn Höfundur: Carlos Ruiz Zafón. Þýðandi: Sigrún Á. Eiríksdóttir. 284 bls. 2014. KARL BLÖNDAL BÆKUR Uppfærsla National Live Theatre í Lundúnum á hrollvekju Mary Shelly, Frankenstein, eftir leik- gerð Nicks Dear, verður sýnd í Bíó Paradís á fimmtudaginn, 16. október. Leikstjóri sýningarinnar er hinn heimskunni kvikmyndaleikstjóri Danny Boyle og er upptakan frá árinu 2011. Johnny Lee Miller fer með hlutverk vísindamannsins Viktors Frankensteins en hann hefur áður leikið fyrir Boyle, í kvikmyndinni Trainspotting frá árinu 1996. Benedict Cumberbatch leikur skrímslið, sköpunarverk Frankensteins. Tvær útgáfur af leiksýningunni verða sýndar í Bíó Paradís. 16., 18. og 19. október mun Benedict Cumberbatch fara með hlutverk skrímslisins og Jonny Lee Miller með hlutverk vísindamannsins en í seinni útgáfunni, sem sýnd verður 25. og 30. október og 2. nóvember, skipta þeir um hlutverk. Frankenstein í leikstjórn Danny Boyle í bíó Hryllingssaga Naomie Harris í hlutverki Elizabeth Lavenza, unnustu Victors Frankensteins, og Johnny Lee Miller í hlutverki skrímslisins. Kvikmyndaleik- arinn og leik- stjórinn Robert Redford er næsti handhafi hinna virtu kvikmynda- verðlauna sem kennd eru við Charlie Chaplin og The Film Soc- iety of Lincoln Center veitir árlega. Redford verður 42. verðlaunahafinn en meðal þeirra sem veitt hafa við- urkenningunni viðtöku eru Alfred Hitchcock, Billy Wilder, Elizabeth Taylor, Meryl Streep og Tom Hanks. Formaður valnefndarinnar segir Redford ekki bara vera þekktan og dáðan leikara, leikstjóra og fram- leiðanda, heldur hafi hann lílega gert meira af því að kynna verk ungra kvikmyndagerðarmanna en nokkur annar í bransanum. Redford hlýtur Chaplin-verðlaun Robert Redford Breski raftónlistarmaðurinn Mark Bell er látinn, 43 ára að aldri. Bell var áhrifamikill upptökustjóri og minnast fjölmiðlar hans ekki síst fyrir umfangsmikið samstarf þeirra Bjarkar Guðmundsdóttur. Að sögn talsmanns útgáfufélags Bells lést hann eftir skurðaðgerð. Hann sló í gegn snemma á tíunda áratugnum, í dúettinum LFO sem hann stofnaði ásamt Gez Varley og teljast þeir til brautryðjenda á sviði dansvænnar raftónlistar. Bell stýrði upptökum á plötu Bjarkar, Homogenic, árið 1997 og varð einn af hennar nánustu sam- starfsmönnum. Bell starfaði til að mynda einnig með Depeche Mode. Virtur Mark Bell var einn af nánustu samstarfsmönnum Bjarkar Guðmundsdóttur. Raftónlistarmaðurinn Mark Bell látinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.