Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  245. tölublað  102. árgangur  NUTU HVERRAR MÍNÚTU OG NÝTTU ORKUNA AÐ LIFA Á ÞVÍ SEM LANDIÐ OKKAR GEFUR ENGAR BEINAR BRAUTIR AÐ SKÁLDSKAP SNORRASTOFA 10 BÓK UM SKÁLDSNILLINGA 26EM Í HÓPFIMLEIKUM ÍÞRÓTTIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samfara auknum línuveiðum við landið á síðustu árum hefur veiði á undirmáls- og smáþorski aukist, en slíkt stuðlar ekki að góðri nýtingu á stofninum. Þrír fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnun benda á að áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir veiðar á minnsta þorskinum sé að banna línuveiðar á stórum svæð- um næst landi. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í vísindarit Al- þjóða hafrannsóknaráðsins, ICES. Í rannsókn fiskifræðinganna eru dregnar saman niðurstöður úr mæl- ingum á sókn og afla sem taka yfir margra ára tímabil. Lokun stórra svæða næst landi er sögð myndu skila mestum árangri og er þá ekki verið að tala um tímabundnar skyndilokanir eins og beitt hefur verið við landið í fjölda ára heldur lokanir til lengri tíma. „Við sýnum fram á hvar mest veiðist af smáfiskinum, en það er frá Snæfellsnesi, norður um og austur með Norðurlandi og suður með Austfjörðum. Það virðist því skyn- samlegt að loka ákveðnum hluta af grunnslóðinni fyrir línubátum. Við tökum ekki afstöðu til þess í grein- inni hvar eigi að draga útlínur slíkra bannsvæða,“ segir Björn Björnsson fiskifræðingur í samtali við Morgun- blaðið. Eftir því sem lengra sé sótt frá landi og veitt á línu á meira dýpi dragi úr veiðum á minnsta þorskin- um. Áhrifaríkast að banna línuveiðar víða á grunnslóð MLínubann áhrifarík verndun »6 Línuveiðar Undirmálsþorskur var yfir 25% af fjölda í 30 mælireitum fyrir vestan, norðan og austan. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Opnun Nígeríumarkaðar liðkaði mjög fyrir sölu á makríl á nýliðinni vertíð. „Ég tel að almennt hafi gengið vel að selja á vertíðinni og verðið hafi verið ágætt,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood. Mik- ilvægasti markaðurinn er í Austur- Evrópu. Segir Teitur að sala þangað hafi gengið ágætlega. „Ég hygg að enn séu einhverjar birgðir til en tel að ekki verði vandamál að selja þær á næstu tveimur til þremur mánuðum.“ Framboð af makríl jókst mjög vegna aukinna veiða í kjölfar samn- inga Norðmanna, Evrópusambands- ins og Færeyinga. Teitur telur að sal- an hafi gengið vonum framar, miðað við þá staðreynd. Það hjálpaði mikið upp á sakirnar að þegar innflutningur var heimilaður á ný til Nígeríu, í lok júlí, voru allar birgðir þar uppseldar. „Það var mikið rými á markaðnum til að taka við fiski,“ segir Teitur. Ekki hefur Teitur orðið var við að innflutningsbann Rússa á matvælum frá mörgum vestrænum ríkjum hafi aukið möguleika á sölu makríls þang- að. Rúblan hafi lækkað gagnvart doll- ar og efnahagsþvinganir hafi áhrif. „Menn fara varlega í sölu þangað, fylgjast vel með og heimila ekki of stórar stöður gagnvart einstökum viðskiptavinum.“ Teitur telur hins vegar að ástandið í Úkraínu sem einnig er mikilvægur markaður fyrir makríl, sé ekki eins slæmt og af er látið. Þrátt fyrir að kaupmáttur hafi minnkað við lækkun gjaldmiðilsins sé neysla á uppsjávar- fiski að aukast. Nígería bjarg- aði vertíðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Afli Togari aflar vel af makríl.  Vel gengur að selja makrílinn Fólkið á myndinni dregur ekki af sér í vatnsleikfimi í Sundlaug Kópavogs. Helga Guðrún Gunnarsdóttir stjórnar af röggsemi, en sjálf útskrifast hún úr námi í íþróttafræði í febrúar og fagnar um leið sextugsafmæli. Hún hyggst hasla sér völl í þjálfun eldri aldurshópa og segir ekki vanþörf á. „Nú sit ég báðum megin við borðið með frábæra kennitölu og gott vega- nesti úr náminu sem ég ætla að miðla til annarra,“ segir Helga. »12-13 Kraftmikill hópur æfir í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Þjálfar eldri aldurshópa í vatni og segir ekki vanþörf á  Óvissa er um stjórnun Lands- sambands hesta- mannafélaga eft- ir að formaður LH sagði af sér á hitafundi á Sel- fossi um helgina og aðrir stjórn- armenn lýstu því yfir að þeir myndu fylgja í kjölfar- ið. Ástæðan er sú að meirihluti full- trúa hafnaði ákvörðun stjórnar- innar um að halda næsta landsmót á Kjóavöllum en vildi ljúka viðræð- um við Skagfirðinga um að halda mótið þar. »16 Óvissa ríkir um for- ystu og landsmót Hestur Reistur á landsmóti 2014.  Vegagerðin er byrjuð að undir- búa ósk til Skipu- lagsstofnunar um endurupp- töku á umhverf- ismati um lagn- ingu Vestfjarða- vegar um Teigsskóg. Í fyrra mati sem gert var á árinu 2006 var veginum hafn- að. »2 Óskað eftir endur- upptöku á mati Nýr vegur liggi um Teigsskóg. Valsmenn hf. búast við að fá á næst- unni framkvæmdaleyfi til uppbygg- ingar á svæðinu við Hlíðarenda sam- fara breyttu deiliskipulagi. Áformað er að reisa hátt í 600 íbúðir og mun vinna hefjast í kringum áramótin, að sögn Brynjars Harðarsonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Fulltrúar minnihlutans í Um- hverfis- og skipulagsráði borg- arinnar hafa mótmælt þessum áformum og breytingum á deili- skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að neyðarbraut flugvallarins muni hverfa í kjölfar framkvæmd- anna. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir vinnubrögð- in einkennileg. „Rögnunefndin er enn að störfum en samt hefur Reykjavíkurborg samþykkt deili- skipulag þar sem neyðarbrautin er ekki lengur til staðar.“ sh@mbl.is »4 Gagnrýna leyfis- veitingu  Búast við fram- kvæmdaleyfi fljótlega Morgunblaðið/Golli Öryggi Neyðarbraut veldur deilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.