Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin hefur ákveðið að óska eft- ir því við Skipulagsstofnun að um- hverfismat frá árinu 2006 vegna lagn- ingar Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði tekið upp. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að starfsmenn Vegagerðarinnar séu byrjaðir að taka til nauðsynleg gögn sem fylgja þurfi beiðni um endurupptöku. Skipulagsstofnun hafnaði því að taka fyrir nýja tillögu Vegagerðar- innar að vegi um Teigsskóg í mats- áætlun nýs umhverfismats leiða fyr- ir Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Forsendan var sú að þeirri leið hefði verið hafnað þegar umhverfismatið frá 2006 fór fyrir dómstóla. Vegagerðin hugðist kæra niður- stöðuna til úrskurðarnefndar um- hverfismála. Starfshópur sem skip- aður var að frumkvæði innanríkis- ráðherra komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að betra væri að fara að ráðum Skipulagsstofnunar og óska eftir endurupptöku á úrskurði um gamla umhverfismatið á þeim grundvelli að forsendur væru veru- lega breyttar. Þá er átt við að nýja veglínan um Teigsskóg sem Vega- gerðin vill láta meta á að takmarka rask á skóglendi og draga úr heildar- áhrifum framkvæmdarinnar á um- hverfið. Tekur a.m.k. eitt ár Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri fór fyrir hópnum en með hon- um voru fulltrúar umhverfis- og inn- anríkisráðherra og sveitarstjóri Reykhólahrepps. Hreinn segir líkur á að endurupptaka taki skemmri tíma en kæra. Einnig er í niðurstöð- unum horft til þess að Skipulags- stofnun myndi væntanlega ekki taka til meðferðar endurupptökubeiðni á meðan kæra væri til meðferðar. Því myndi kæra tefja endurupptöku. Talið er að eitt til eitt og hálft ár líði frá því að ósk um endurupptöku verður lögð fram og þar til hægt verður að sækja um framkvæmda- leyfi. Þriðja leiðin, að breyta lögum til að koma vegi um Teigsskóg úr pattstöðunni, er talin valkostur ef niðurstaða fæst ekki með endurupp- tökuleiðinni. Sveitarstjórn sammála Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur einnig ályktað um málið. Telur sveitarstjórn að sú leið sem hópurinn mælti með sé farsælust með tilliti til tíma og framgangs málsins. Í álykt- uninni er frumkvæði innanríkisráð- herra í málinu fagnað sem og góðri samvinnu þeirra ráðuneyta og stofn- ana sem komu að verkefninu. Mat á Teigsskógi verði tekið upp Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Teigsskógur Vegagerðin vill meta nýja leið í gegnum skóginn.  Talið fljótlegra að fá efnislega niðurstöðu með beiðni um endurupptöku en kæru til úrskurðarnefndar Þrjár leiðir » Endurupptökuleið er talin vænlegust með tilliti til tíma. » Kæruleiðin er lakari vegna tímans sem þarf til að úrskurða um kæru um matsáætlun. » Lagasetningarleið væri val- kostur ef niðurstaða fæst ekki með endurupptöku. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rekstur Domino’s hefur farið vel af stað í Noregi. Svo vel að rekstrarað- ilar hættu að auglýsa til þess að reyna að anna eftirspurn eftir að fyrsti staðurinn var opnaður í Ósló fyrir skömmu en stefnt er að því að opna annan stað í lok mánaðarins og þann þriðja í upphafi næsta árs. Að sögn Magnúsar Hafliðasonar, rekstrar- og markaðsstjóra hjá Domino’s í Noregi, er markmiðið að opna 50 staði í Noregi á næstu átta árum auk þess að hefja starfsemi í Svíþjóð. „Við höfum fengið frábærar viðtökur. Pitsurnar fara vel í Norð- menn,“ segir Magnús. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað sökum þess að markaðurinn á Íslandi sé orðinn nokkuð mettur. „Við fengum þessa hugmynd þar sem á þessum stöðum er autt landsvæði ef svo má að orði komast,“ segir Magnús kíminn. Allt brjálað Hann segir að horft hafi verið til þess að kaupmáttur sé stöðugur í landinu og gott efnahagsástand. „Í byrjun varð allt brjálað og við þurft- um að taka þetta rólega. Því tókum við þriggja vikna frí frá auglýs- ingum. Í þessu samhengi má nefna það að við vorum ekki bara með nýtt fyrirtæki, heldur líka nýtt starfsfólk sem ekki er vant slíku afgreiðslu- álagi,“ segir Magnús. Domino’s er með umboð frá Bandaríkjunum til að starfa á Ís- landi og að sögn Magnúsar var feng- ið umboð til þess að fara til Svíþjóð- ar og Noregs líka. „Við erum rekstraraðilinn og getum svo leigt umboðið lengra ef það hentar betur. Það kemur alveg til greina í Stav- anger og Bergen og þeim stöðum sem eru fjær Ósló,“ segir Magnús. Þúsundkalli dýrari í Noregi Hann segir að í Noregi séu þrjár pitsukeðjur sem séu með 90-100 pitsustaði hver. Hann segir að Norð- menn séu ólíkir Íslendingum að því leyti að þeir séu mjög vanir pitsum sem eru hlaðnar kjötmeti. Að sögn Magnúsar er meðalverð á stórri pitsu í Noregi 3.800 krónur, til sam- anburðar er það 2.800 krónur á Ís- landi. Magnús er sjálfur að flytja út til þess að fylgja verkinu eftir. Eins hefur einn reyndur verslunarstjóri þegar flutt út en að auki hafa þrír Ís- lendingar fengið vinnu á staðnum. ,,En að sjálfsögðu stefnum við að því að hafa að mestu Norðmenn í starfi,“ segir Magnús. Stefna að því að opna 50 staði  Reka Domino’s í Noregi og Svíþjóð  Hættu að auglýsa vegna álags Morgunblaðið/Ómar Stórhuga Magnús Hafliðason mark- aðs- og rekstrarstjóri Domino’s. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Veðurstofan varar við norðanhvass- viðri eða stormi á landinu í dag með snjókomu um landið norðanvert. Er þetta fyrsti norðanhvellur haustsins. Veður fer kólnandi í dag, frost verð- ur allt að 5 stigum þegar kemur fram á daginn en frostlaust með suður- ströndinni. Á höfuðborgarsvæðinu er búist við lítilsháttar slyddu eða snjókomu. Heldur hægari í kvöld. Hiti verður um eða rétt yfir frostmarki síðdegis. Á miðvikudag bregður til austanátt- ar og dregur þá úr vindi. Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að flestir bændur séu vel í stakk bún- ir fyrir fyrsta hvellinn í haust. „Mismunandi er eftir því hvernig vindar blása hvar þetta kemur verst niður. Á þessum tíma eru flestir með sauðféð heima við og geta þannig haft meiri stjórn á því. Smala- mennsku er lokið og nú eru það bara þessar svokölluðu eftirleitir sem eru hálfvegis endalausar,“ segir Þórar- inn. Hann segir þennan fyrsta hvell vetrarins vera í síðara lagi en verið hefur síðustu ár. „Þetta er miklu seinna, árið 2012 var þetta nú bara 10. september og megnið af fénu var þá enn á fjalli. Í fyrra þurftu bændur norðan- lands að taka fé snemma á hús og þeir sem ekki klipptu ullina strax þurftu að sætta sig við óhreina ull sem varð þá annars flokks,“ segir Þórarinn, en hann telur lítið tilefni til áhyggna núna. „Ef þetta stendur ekki í nema einn eða tvo daga þá fer féð út aftur. Bændur fara ekki að taka fé á hús á þessum tíma nema snjórinn setjist að. Þetta virðist ekki eiga að vera langvarandi svo að ég býst við að féð fari bráðlega út aftur. Það gerir ekkert til fyrir ullina þó að féð standi inni í nokkra daga.“ Fyrsti hvellur haustsins er seinna á ferðinni  Sauðfjárbændur betur í stakk búnir en síðustu tvö ár Kristni Sigmundssyni og öðrum flytjendum var vel fagnað í lok frumsýningar á óperunni Don Carlo eftir Verdi í Íslensku óperunni á laugardagskvöld. Kristinn fer þar með hlutverk Filippusar konungs, föður Don Carlo. Aldarfjórðungur er liðinn síðan hann æfði síðast óp- eruhlutverk frá grunni á íslensku óperusviði. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem óperan Don Carlo er svið- sett hér á landi, en hún þykir eitt af mögnuðustu verk- um ítalska meistarans. 25 ár frá því Kristinn æfði síðast hlutverk frá grunni á íslensku óperusviði Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson Vel fagnað í lok frumsýningar Veðurvaktin spáir því að gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni muni liggja yfir Austurlandi í dag. Meng- unin gæti náð frá Vopnafirði og suður í Jökulsárlón. Virkni eldgossins í Holuhrauni virðist svipuð og að undanförnu, miðað við það sem sést í vefmyndavélum. Hraunstraumur frá gígnum Baugi liggur norður og austur eftir hraunbreiðunni sem orðin er alls um 60 ferkílómetrar að flatarmáli. Skjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu. Nokkrir öflugir skjálftar urðu í og við öskjuna frá laugardags- kvöldi og fram á sunnudagsmorgun, 4,5 til rúmlega 5 að stærð. Yfirborð Bárðarbunguöskjunnar heldur áfram að síga og hafði í gær sigið um 15 metra frá því gps-mælingar hófust 14. september og á fjórða tug metra frá því hræringarnar hófust um miðjan ágúst. Jarðskjálftavirkni heldur áfram Mengun Mikið gas streymir upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.