Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is Fjarðabyggð | Vígsla á nýju hjúkr- unarheimili með 20 herbergjum fór fram á Eskifirði á laugardag. Heim- ilið hlaut nafnið Hulduhlíð og í því eru þrír íbúðagangar, sem bera nöfnin Veturhús, Byggðarholt og Eskifjarðarsel, en þetta eru gömul bæjarnöfn í Eskifirði. Athöfnin hófst með því að karla- kórinn Glaður söng lagið Eskifjörð- ur eftir Þorvald Friðriksson við texta eftir Pétur Jónasson. Bæjar- stjórinn Pál Björgvin Guðmundsson bauð gesti velkomna. Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs af- henti síðan húsið í forföllum Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigð- isráðherra forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Jóni Birni Há- konarsyni, og Árna Helgasyni, fram- kvæmdastjóra Hulduhlíðar. Séra Davíð Baldursson blessaði húsakynni Hulduhlíðar. Blás- arasveit tónskóla Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, sem skipuð er ungu fólki lék eitt lag og karlakórinn söng nokkur lög, sem öll voru tengd Eski- firði. Nýja heimilið er á einni hæð og samanstendur af 20 hjúkrunar- rýmum í þremur einingum, sem hafa sameiginlega aðkomu og stoðrými. Fyrsta skóflustungan var tekin 18. ágúst 2011 að undangenginni sam- keppni um hönnun húsnæðisins. Til- laga Studio-Strik arkitekta bar sig- urorð af 36 tilögum sem bárust. Myndverk eftir Guðrúnu Kristjáns- dóttur skreyta rennifleka í stoðrými. Húsnæðið mun vera það fyrsta hér á landi sem var hannað á grunni nú- gildandi stefnu stjórnvalda um skipulag hjúkrunarheimila. Árni Helgason þakkaði margar gjafir sem bárust heimilinu við opn- unina og á meðan á byggingu stóð. Ný Hulduhlíð vígð á Eskifirði Morgunblaðið/Albert Kemp Góð aðstaða Margt gesta var viðstatt þegar hjúkrunarheimilið Hulduhlíð var vígt á Eskfirði á laugardag. Inga Rósa Þórð- ardóttir er látin, 59 ára að aldri. Hún and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut síðastliðinn fimmtudag. Hún var einkabarn foreldra sinna, Þórðar Guð- mundssonar útgerðar- manns og Ingibjargar Guðjónsdóttur hús- móður, og fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1954. Inga Rósa giftist Guðmundi Steingrímssyni 7. júní 1975 og eignuðust þau þrjú börn, Berglindi Rósu, Sunnu Björk og Þórð Inga. Inga Rósa og fjölskylda hennar bjuggu á Egilsstöðum í 25 ár þar sem hún aflaði sér kennsluréttinda í fjarnámi og hóf í kjölfarið störf við Grunnskólann á Egilsstöðum. Árið 1983 breytti hún þó um vett- vang og tók til starfa hjá Ferða- miðstöð Austurlands. Því næst sneri hún sér að útvarpsstörfum árið 1985 og var deildarstjóri Svæðisútvarps Austurlands frá stofnun þess 1986 til 1999. Það ár tók hún að sér stöðu framkvæmda- stjóra Ferðafélags Íslands sem færði hana og fjölskylduna aftur til Reykjavíkur. Árið 2002 hóf hún störf við Foldaskóla í Grafarvogi þar sem hún kenndi til æviloka. Óbilandi áhugi Ingu Rósu á útivist og náttúru setti mark sitt á félagsstörf hennar í gegnum tíð- ina. Tók hún þátt í bæjarstjórnarmálum og sat lengi í stjórn og síðar á formanns- stóli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Þá annaðist hún skála- vörslu í Snæfellsskála hluta úr sumri um árabil. Hún hafði for- göngu um byggingu skála Ferða- félags Fljótsdalshéraðs á Víkna- slóðum ásamt fleirum, en þar sinnti hún svo skálavörslu hluta úr sumri síðustu ár. Inga Rósa sat í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur og tók einnig að sér leiðsögn um land- ið ásamt því að mennta sig til þeirra starfa. Inga Rósa er höf- undur þriggja kafla í bókunum Lífsreynsla ásamt því að hafa skrifað fjölmargar greinar í blöð og aðra miðla. Þá var hún höf- undur bókarinnar „Það reddast“, ævisögu Sveins Sigurbjarnarsonar sem kom út 2010 og meðhöfundur bókarinnar „Málvísir - Handbók í málfræði fyrir unglingastig“ sem kom út nú á haustdögum. Andlát Inga Rósa Þórðardóttir Þrír Mjölnismenn, þeir Bjarki Óm- arsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Þór Pálsson börðust hjá AVMA-bardagasamtökunum í Englandi á laugardagskvöld í áhugamannabardaga í MMA (blönduðum bardagaíþróttum). Ís- lendingarnir fóru allir með sigur af hólmi. Bjarki Þór barðist um AVMA- áhugamannabeltið í léttivigt og sigraði andstæðing sinn, Anthony Dilworth, í annarri lotu. Þetta er þriðji titill Bjarka Þórs og verður að teljast sennilegt að þessi frá- bæri bardagakappi fari fljótlega að berjast sem atvinnumaður, segir í frétt frá Mjölni. Bjarki Ómarsson mætti Percy Hess og svæfði hann með henging- artakinu Ljónsbananum strax í fyrstu lotu. Þetta er sama heng- ingartak og Gunnar Nelson er þekktur fyrir og oft einnig kallað „rear naked choke“. Bjarki Þór beitti því einnig í sinni glímu. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco, en hann vann Bjarka Ómarsson í maí í fyrra á dómaraúrskurði. Magnús „hefndi“ hins vegar fyrir tap félaga síns frá því í fyrra með því að sigra Franco á rothöggi í 1. lotu. Rothöggið kom eftir vinstri krók en Magnús rotaði sinn síðasta andstæðing einnig með vinstri krók. Bardagasigrar hjá þremur Mjölnismönnum Ljósmynd/Mjölnir MMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.