Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Núna ertu að biðja um aðstoð eða vernd og þú færð hana. Hættu að hugsa um efnisleg gæði. Fullt tungl leiðir til þess að þau eru í brennidepli hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Gefðu þér samt nægan tíma til að skoða málið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gamansemi þín gengur vel í aðra svo þú ert vinsæll meðal vina og sam- starfsmanna. Ekki vanmeta þau áhrif sem þú hefur á aðra – hvort sem þú veist af því eða ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Besta ráðlegging dagsins er að einbeita sér að sínum skyldum og ábyrgð. Tiltekin manneskja sýnir þér hvaða dyr á að opna til þess að komast beint að kjarn- anum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fagnaðu félagslyndinu í sjálfum þér, það á eftir að gera kraftaverk í viðskiptum og fjármálum að styrkja tengslanetið. Með góðri skipulagningu tekst þér það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er einhver léttleiki yfir þér og það liggur eittvað óvænt í loftinu. Leyfðu trúnni að hafa áhrif á hugsanir þínar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér fylgir stórkostleg heppni við það að rata í réttar aðstæður, ekki síst í tengslum við heimili eða vinnu. Hugs- anlega kemstu á snoðir um leyndarmál og faldar upplýsingar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu báða fætur á jörðinni og vertu skýr í kollinum. Þiggðu af hátt- vísi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur bætt þig á ótal vegu. Reyndu að taka vel í hlutina, þótt erfitt sé, og varastu að bera salt í sárin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt fá tækifæri til að fræðast af þeim sem eru þér vísari. Nú þarft þú á aðstoð að halda og skalt kanna hverjir eru tilbúnir að liðsinna þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð hugsanlega snjallar nýjar vísindahugmyndir í dag. Gættu þess þó að ofmetnast ekki því dramb er falli næst. Ekki gera út af við samstarfsfólkið, dragðu andann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Djúpstæður lærdómur á sér stað. Kannski uppgötvar þú nýja tekjulind eða kaupir eitthvað sem þig hefur langað í lengi. Sigrún Haraldsdóttir skrifaði íLeirinn á þriðjudaginn: Daníel dreymdi Selju og daufgula mjólkurbelju og þáliðinn mann þegar að hann var milli heims og helju Skírnir Garðarsson kunni betur frá þessu að segja: Hinn framliðni fékk sér í nefið, – það frussaðist úr honum slefið –, hér tóbak og öl, hans takmarkar kvöl, og ég tel að hann losni við kvefið. Síðan taldi Skírnir rétt að gefa þessa skýringu: „Í þjóðsögum JÁ er sagt frá vinnumönnum í Gilsfirði sem fundu lík af manni sem hafði orðið úti. Þeir gáfu hinum látna í nefið í virðingarskyni áður en þeir drógu líkið heim að Kleifum. Svart- nasa átti að hafa orðið vart lengi síðan og vissi á kafaldsbyl.“ Guðmundur Ingi Jónatansson lét Skírni ekki slá sig út af laginu og hélt sínu striki: Hvað varð annars um kúna? Kannski er hún jórtrandi núna og spáir í að spyrja um það hvar er daufgula nautið núna? Ármann Þorgrímsson hefur orð á því að allt skuli til Reykjavíkur – „heilsugæslan, skólarnir og nú síð- ast hestamennskan. Aldrei framar landsmót hestamanna á Vind- heimamelum. Fyrnist minning fornra dyggða falskir spinna hugar þel. Áfram vinna að eyðing byggða en aura sinna gæta vel.“ Eðlilega lætur Leirinn umræður um skattabreytingar ekki framhjá sér fara. Hjálmar Freysteinsson yrkir um „ráðherraráð“: Þótt mörgum þyki matur dýr og músum brynni, etið geta álpappír þeir efnaminni. Og Davíð Hjálmar Haraldsson segir að það hafi komið fram á þingi að nuddpottar muni lækka í verði og komi það ríflega á móti hækkun matarskatts. Matarverðið mjög á fólki brennur en málið er að hafa góðar tennur því okkur verður öllum bættur skaðinn: Við etum bara nuddpotta í staðinn. Höskuldur Búi Jónsson er í öðrum hugleiðingum: Landslag dofnar, bleikt er ból og blánuð sýnd. Fagurrauð er feimin sól en fjöllin týnd. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af dulrænum limrum, nuddpottum og gasi Í klípu „SÉRÐU HVAÐ ÉG Á VIÐ? ÞÚ MUNT ÞURFA STÆRRI DEMANT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ HÖFUM UNNIÐ 10% AFSLÁTT AF FERÐ Á LYSTISNEKKJU Í KRINGUM HEIMINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera hvern dag örlítið sérstakan. GRETTIR, HVAR ER GULLFISKURINN MINN? NÚNA? EINHVERS STAÐAR Á MILLI VÉLINDANS OG SKEIFUGARNARINNAR. HELGA, ÉG VAR AÐ SNÚA AFTUR ÚR SEX MÁNAÐA VÍKING TIL ENGLANDS SEINT Í NÓTT... ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ TÍMABÆRT AÐ RÁÐA GARÐYRKJUMANN! TRÚLOFUNARHRINGI R ÓKEYPIS RÁÐGJÖF Í ferðalagi með góðum hópi á dög-unum var Víkverja dagsins falið að halda á míkrófóni í rútunni og segja sögur. Förunautarnir hlógu mikið og þá færðist sögumaður allur í aukana. Ýmislegt var látið flakka og í stemningu stundarinnar komst sumt ekki að. Besta sagan varð að bíða og hún kemur hér. x x x Þannig var fyrir nokkrum árum aðkappsamir athafnamenn, sem stóðu í margvíslegum fjárfestingum, ákváðu að færa sig á nýtt svið og halsa sér völl í landbúnaði. Þar virt- ust álitlegir kostir í boði, svo sem að fara út í hrossarækt. Fjárfestarnir fréttu af graðfola sem væri falur, ættbók hans var góð og ljóst var að fyrir þjónustu þyrftu merareigendur að borga alldrjúgan skemmtana- skatt sem gæti skilað ágætum tekjum. Þetta virtist satt að segja vera algjörlega rakið dæmi. Ákveðið var þó að kanna málið betur og inna hestamann í vinahópnum álits á hugsanlegum kaupum, enda hafði hann þekkingu sem byggja mátti á. Sá sagði að dómur á kynbótasýningu væri í raun lykilatriði í málinu og bætti síðan við í smáskilaboðum: „Er hesturinn syndur?“ x x x Fyrirspurnin þótti nokkuð óvænten kaupendurnir hugsanlegu settu nú kraft í að kanna afreka- skrána hans Skjóna. Vildu allt vita um „framför og ástundun“ eins og segir á skjölum þegar krakkar spjara sig vel í íþróttum og fá við- urkenningu. Jú, okkar menn rak minni til þess að á nokkrum stöðum væru starfræktar æfingarstöðvar þar sem hestar fá þjálfun í vatni. Eftirgrennslan benti þó ekki til þess að klárinn hefði komið þar við. Sum- ir klóruðu sér meira að segja í koll- inum yfir fyrirspurninni. x x x Aftur var haft samband við vininnog honum tjáð að allt væri á huldu um sundkunnáttu hestsins. Sá hikaði fyrst en hló síðan mikið. „Strákar mínir, ég hef greinilega gleymt kommunni. Þetta var út af kynbótasýningunni og ég var að spyrja hvort hesturinn væri sýnd- ur.“ víkverji@mbl.is Víkverji En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matteusarguðspjall 6:33) bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Óbr eytt verð í 4 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.