Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Listasafn Íslands bauð gestum upp á listr Lystaukandi listaverk Afmælisboðið var veisla fyrir augu og bragðlauka. gerðist. Enginn slasaðist. Eftir að flóðið féll gátu gestirnir á veitinga- húsinu meira að segja sest niður og klárað matinn sinn. En þó er allt breytt. Karlmaðurinn í fjölskyldunni brást þegar mest lá við. Enginn segir neitt, en hið ósagða og spennan á milli fjölskyldumeðlima æpir af tjald- inu, óbeit eiginkonunnar og undrun barnanna. Áhorfandanum líður eins og hann liggi á gægjum. Östlund hefur verið kallaður arf- taki Ingmars Bergmanns. Hann sýn- ir með þessari mynd að hann er einn fremsti leikstjóri Norðurlanda. Atriði í skíðabrekkum og skíðalyftum fylla af innilokunarkennd og sena með fjölskyldunni að bursta tennur fyrir framan spegil ætti svo sem að vera sakleysisleg, en sýnir fjóra ein- staklinga á barmi hengiflugs, saman en þó ein. Mikið mæðir á Johannes Bah Ku- hnke í hlutverki Tomasar og hann er frábær. Karlmenn eiga að vera hetjur, ekki lyddur, ekki síst á hvíta tjaldinu. Lisa Loven Kungsli er ekki síðri í hlutverki Ebbu. Östlund var gestur á Kvikmynda- hátíð í Reykjavík, RIFF, og sagði þá í viðtali í Morgunblaðinu að kveikjan að myndinni hefði verið athugun hans á hverjir lifðu af í sjóslysum. Það væru einkum ungir karlmenn, en hæst væri dánartíðnin meðal barna og kvenna. Með því að yfirfæra nið- urstöðu sína á myndina ræðst Östl- und, sem vitaskuld er fráskilinn, að hugmyndinni um kjarnafjölskylduna og í Svenska Dagbladet var reyndar haft eftir honum að hann vonaðist til að myndin yrði til þess að auka tíðni Ruben Östlund hristir upp íhefðbundnum hug-myndum um fjölskyldunaog hlutverk og ímynd kynjanna í mynd sinni Turist/Force majeur. Myndin fjallar um hjón, sem fara með dóttur sína og son í skíða- ferð í Ölpunum. Faðirinn, Tomas, er nokkuð upptekinn af símanum sínum og getur ekki alveg slitið sig frá vinnunni. Allt virðist þó í lukkunnar velstandi þar til snjóflóð fellur í stór- kostlegu atriði, þar sem fjölskyldan situr á veitingastað og virðist ætla að hrífa þau með sér. Í stað þess að reyna að forða fjölskyldunni hugsar Tomas um sjálfan sig, grípur hansk- ana sína og farsímann, og hleypur í burtu. Hann er ekki fyrr horfinn en tjaldið verður hvítt og allt fyllist af snjó. Svo fór þó ekki að snjóflóðið félli á þau og brátt sest snjórinn, sem flóð- ið þyrlaði upp. Móðirin, Ebba, stend- ur og heldur utan um börnin og Tom- as er hvergi sjáanlegur. Enn líður nokkur stund áður en hann birtist á ný og reynir að láta eins og ekkert hafi í skorist. Og það er reyndar raunin. Ekkert Fangar staðl- aðra hlutverka Bíó Paradís Turist/Force majeur bbbbn Leikstjóri: Ruben Östlund. Leikarar: Jo- hannes Bah Kuhnke, Lisa Loven Kungsli, Clara Wettergren, Vincent Wettergren, Fanny Metelius, Kristofer Hivju. Svíþjóð, 2014. 118 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Kvikmyndir bíóhúsanna Eftirsóttur lögfræðingur, þekktur fyrir að verja hvítflibba- glæpamenn, snýr aftur til heimabæjarins til að vera við- staddur útför móður sinnar. Dvölin verður lengri en til stóð því að faðir hans er ákærður fyrir manndráp. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 7,8/10 Metacritic 48/100 Sambíóin Álfabakka 17.40, 19.30, 20.40, 22.20, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 The Judge Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 16.45, 20.00, 22.10 LÚX, 22.30 Háskólabíó 17.45, 21.00 Laugarásbíó 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Gone Girl 16Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríkieftir Ólaf de Fleur Jóhannesson. Lögreglu- maðurinn Hannes ræðst gegn glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar. Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Smárabíó 15.30 LÚX, 17.45 LÚX, 17.45, 20.00, 20.00 LÚX, 22.10 Háskólabíó 17.45, 20.00, 22.10 Laugarásbíó 18.00, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00, 22.00 Borgríki 2 16 Dracula Untold 16 Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hug- rekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimm- um óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 22.45 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 Annabelle 16 John Form hefur fundið full- komna gjöf handa ófrískri eiginkonu sinni, Miu – fallega og sjaldgæfa gamla dúkku í fallegum hvítum brúðarkjól. En gleði Miu vegna Annabelle endist ekki lengi. IMDB 6,6/10 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.50 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.40 Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day IMDB 4,7/10 Rotten Tomatoes 59/100 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 18.00 The Equalizer 12 Fyrrverandi leynilögreglu- maður sviðsetur andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir stúlku sem er undir hælnum á ill- skeyttum rússneskum glæpamönnum verður hann að koma henni til bjargar. IMDB 7,9/10 Metacritic 48/100 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 22.15 A Walk Among the Tombstones 16 Matthew Scudder er fyrrver- andi lögga og einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þar til eiturlyfjasali ræður hann til að komast að því hverjir myrtu eiginkonu hans. Mbl. bbbnn Metacritic 51/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 The Hundred-Foot Journey Indversk fjölskylda opnar veitingastað í Suður- Frakklandi. Keppinautarnir eru lítt hrifnir og hefst at- burðarás og barátta sem þróast í óvænta átt. Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 18.00 Boyhood Nýjasta verk leikstjórans Richards Linklater lýsir upp- vexti drengs, en myndin er tekin á 12 ára tímabili. Metacritic 100/100 IMDB 8,7/10 Háskólabíó 21.00 The Maze Runner 12 Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30, 20.00 If I Stay 12 Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn IMDB 7,4/10 Háskólabíó 17.45, 20.00 Kassatröllin IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Sambíóin Álfabakka 17.50 ísl., 20.00, 22.10 Smárabíó 15.30 3D ísl., 15.30 ísl., 17.45 ísl. Laugarásbíó 17.50 ísl. Smáheimar: Dalur týndu mauranna Smárabíó 15.30 ísl. Laugarásbíó 15.40 Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8,1/10 Háskólabíó 18.00 Turist 12 Bíó Paradís 17.45, 20.00, 22.15 Hross í oss 12 Bíó Paradís 18.00 Málmhaus 12 Bíó Paradís 22.00 The Tribe 16 Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.