Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Náttúrusýn Eggerts vareinkar fögur eins og mámeðal annars sjá aflestri 160 erinda kvæðis hans sem nefnist Búnaðarbálkur. Þar lýsir hann íslenskum fyrirmynd- arbónda sem trúir á íslensku náttúr- una. Segir þar í tuttugasta erindi: Hvað sem land prýða kallast kunni, komið var hér í eina sveit: hálitað blóm í hvörjum runni, heil-ylmuð grös og jörðin feit, hólar, vellir, ávöxtuð lýng, vötnin og fuglar allt umkring. Núna, um 250 árum síðar er ekki úr vegi að rýna aðeins í hug- myndafræði Eggerts sem end- urspeglast á vissan hátt í skáldskap hans. Ein þeirra sem það hefur gert er Guðrún Hall- grímsdóttir mat- vælaverkfræð- ingur en hún mun halda áhugaverð- an fyrirlestur um borgfirska mat- armenningu í Bókhlöðu Snorra- stofu í Reykholti annað kvöld. „Guðrún mun rifja upp hvað hafi falist í boðskap Eggerts Ólafs- sonar og hvað við getum lært af hon- um,“ segir Jónína Eiríksdóttir, verk- efnisstjóri Snorrastofu. Að sama skapi verður því velt upp hvort sag- an geti leiðbeint okkur við fram- leiðslu matvæla fyrir ört stækkandi markað og aukinn fjölda ferða- manna með verndun lífríkis og frjó- semi jarðvegs að leiðarljósi. Ómenguð vara Í kaffihléi fyrirlestrarins bjóða borgfirskir matgæðingar upp á þær bestu krásir sem frá þeim koma. Borgfirðingar eru framarlega í fram- leiðslu matvæla eins og best sést af þeim fjölda fyrirtækja á svæðinu sem kosið hafa að fara óhefðbundnar leið- ir í matvælaframleiðslu. „Framfara- Að lifa á því sem landið okkar gefur Náttúrufræðingurinn og hugmyndasmiðurinn Eggert Ólafsson er einn þeirra sem nútímamaðurinn getur litið til og lært eitt og annað af. Hann fæddist árið 1726 í Svefneyjum í Breiðafirði og lagði í sínum fræðum m.a. áherslu á að nýta það sem landið hefði upp á að bjóða og lifa á því. Í Borgarfirðinum er mikill áhugi á sjálf- bærni og hreinu framleiðsluferli. Um það verður rætt í Snorrastofu annað kvöld. Girnilegur Heimagerður Gouda í Árdal, úr úrvalsmjólk í Borgarfirði, hann fékk að eldast í 8 mánuði og varð sætur, bragðmikill og góður. Kátir Litlu grísirnir í Árdal fá að leika sér rétt eins og annað ungviði. Fram til 16. nóvember, á degi ís- lenskrar tungu, er sérstakt lestrar- átak á Íslandi. Raunar er þetta keppni og í henni geta fjölskyldur og félagar tekið þátt. Fyrirkomulagið er til- tölulega einfalt en það er þannig að þátttakendur skrá lestur sinn í lestr- ardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mest- um tíma í lestur standa uppi sem sig- urvegarar. Hvert lið velur liðsstjóra sem heldur utan um liðið og lestur þess. Liðsstjóri getur skráð allan lestur liðsins eða hver liðsmaður fyrir sig skráir sinn lestur. Ekki skiptir máli hvort hljóðbækur, rafbækur eða prentaðar bækur verða fyrir valinu. Að leiknum standa Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmennta- borg Unesco. Allir lesa er bæði hvetj- andi og fræðandi leikur sem allir sem kunna að lesa geta tekið þátt í. Vefsíðan www.allirlesa.is Morgunblaðið/Ómar Leikur Vinnufélagar, fjölskyldur, vinir eða bekkjarfélagar geta tekið þátt. Landsleikur í lestri Í Borgarbókasafni er margt um að vera í vetrarfríi grunnskólanna. Í dag er til að mynda upplestur úr splunkunýjum bókum í Kringlu- safni og hefst lesturinn klukkan 13. Þar les Brynja Sif Skúladóttir upp úr bókinni Nikký og baráttan um berg- málstréð, Eva Þengilsdóttir les upp úr bókinni Nála: riddarasaga og Hilmar Örn Óskarsson les upp úr bókinni Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar. Í Sólheimasafni hefst spennandi krakkabingó klukkan 15 og eru allir velkomnir á söfnin. Endilega … … hlustið á upplestur Morgunblaðið/Kristinn Lestur Gaman að hlýða á upplestur. Vikuna 21.-25. október verður danshátíð í Reykjavík með dans- partíi, námskeiði og danskeppni sem haldin verður þann 25. október í Íþróttahúsi Seljaskóla. Um street dans-einvígi er að ræða og eru allir street-dansarar á framhaldsstigi gjaldgengir í keppnina. Keppt er í ein- staklingsflokkum í „hiphop“, „dance- hall“, „waacking“, „popping“ og „break“ ásamt því að danshópar sýna frumsamin atriði í „crew choreography“-flokknum. Keppnin var fyrst haldin árið 2012 og hefur stefnan verið að fá hingað til lands fræga dansara. Í ár kemur Henry Link frá New York en hann er heimsþekktur dansari sem dæmt hefur allar stærstu street dans- keppnir heims. Hann verður með námskeið í aðdraganda keppninnar þar sem dansarar á Íslandi fá tæki- færi til að læra hjá einum af frum- kvöðlunum. Allar nánari upplýsingar um einvígið og dagskrá danshátíð- arinnar er að finna á vef Dansskóla Brynju Péturs en slóðin er www.brynjapeturs.is. Mikil danshátíð framundan Street dans-einvígi í Reykjavík dagana 21.-25. október Af Facebook-síðu Brynju Péturs Vinsælt Street dans nýtur vaxandi vinsælda hér á landi sem annars staðar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _3 1. 08 .1 4 Muna að drekka vatn Veit á vandaða lausn • Venjulegt vatn + sódavatn • Tengist beint við vatnslögn • Sparar pláss þar sem ekki þarf vatnsdunk • Hægt að stilla hitastig vatns frá 5-20°C • Ljós kemur þegar þrífa þarf vél eða skipta um filter Frábær vatnsvél fyrir fyrirtæki Jónína Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.