Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Annað hefti Ritsins árið 2014 fjallar um mannslíkamann. Undir þemanu birtast fimm greinar sem spanna meðal annars flokkun á fólki eftir líkamseinkennum, hvað má og er viðurkennt að gera við líkama sinn og hvernig líkaminn og ummerki hans eru notuð til tjáningar. Í heftinu birtast einnig þrjár greinar utan þema. Þar má nefna grein Hösk- uldar Þráinssonar um þær aðferðir sem gjarnan er beitt til að stuðla að varðveislu íslensks máls og leiðir sem hann telur taka betur mið af máltöku barna, grein Helgu Björns- dóttur um hernaðarhyggju, hervæð- ingu og karlmennsku og þverfaglega ritsmíð um ferðaþjónustu á Íslandi. Þemað mannslíkam- inn og tjáning hans Líkami Kápa nýjasta heftis Ritsins. Everyman leikhúsið í Liverpool á Englandi hefur unnið til Riba Stirl- ing bygginarlistaverðlaunanna fyr- ir byggingu ársins. Leikhúsið var fyrst opnað árið 1964 og hefur alið ástsæla leikara líkt og Bill Nighy, Julie Walters og Pete Postlet- hwaite. Arkitektinn Haworth Tompkins fékk það verkefni að endurbyggja og hanna nýtt útlit fyrir leikhúsið. Stephen Hodder, forseti Riba, segir velgengni bygg- ingarinnar liggja í samþættingu hönnunar Tomkins og þátttöku hans í samfélaginu meðan á verk- efninu stóð. Fimm byggingar voru tilnefndar til verðlaunanna en Everyman leik- húsið þótti bera af. Forseti Riba sagði leikhúsið vera stórfenglegt og dæmi um einstaklega vel heppn- aða tilraun til þess að byggja kræfa en varanlega byggingu fyrir al- menning á miðbæjarsvæði. For- svarsmenn leikhússins eru í sjö- unda himni með heiðurinn. Verðlaunabygging Everyman leik- húsið i Liverpool á Englandi. Everyman leik- húsið heiðrað Foo Fighters hefur gefið út fyrstu smáskífuna, „Something From Nothing“, af nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Sonic Highways sem kemur í verslanir á Íslandi 11. nóv- ember. Í gær kom samnefnd heim- ildarmynd um hljómsveitina út í Bandaríkjunum en henni er skipt í átta styttri þætti á BBC. Í myndinni geta áhorfendur séð kunnugleg andlit úr tónlistarheim- inum en þar má helst nefna Dolly Parton, Chuck D úr Public Enemy og Joan Jett. Einhver þeirra munu einnig syngja ásamt hljómsveitinni á nýju plötunni. Rokk Meðlimir Foo Fighters á frum- sýningu Sonic Highways í NY. Kunnugleg andlit í mynd Foo Fighters Miðar á tónleika Noels Gallaghers, fyrrverandi söngvara Oasis, seldust upp á innan við tíu mínútum en miðasala hófst í gærmorgun. Fjöl- margir miðalausir aðdáendur lýstu yfir vonbrigðum sínum á sam- skiptamiðlinum Twitter, eftir að ljóst var að uppselt var á tón- leikana. Næsta plata Gallaghers kemur út í mars á næsta ári en Gallagher mun ferðast með hljómsveit sinni, High Flying Birds, um Bretland og Írland í kjölfarið. Fyrstu tónleik- arnir verða í Belfast, Írlandi. Vinsæll Noel Callagher ásamt með- limum Oasis í Hong Kong. Seldist upp á inn- an við tíu mínútum Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, hefur greint frá því hvers vegna hann er iðulega með sólgler- augu eða gleraugu með lituðu gleri. Ástæðan mun vera gláka og segist Bono hafa glímt við hana í ein 20 ár, að því er fram kemur á vef breska dagblaðsins Telegraph. Margir hafa eflaust talið að ástæðan fyrir sólgleraugnanotkun Bono, inna- sem utandyra, væri rokkstjörnustælar en nú er hið sanna komið í ljós. Bono greindi frá glákunni í spjallþætti Grahams Norton á BBC One og sagði hann þar að með lituðu gleraugunum sæi hann betur. Þeir sem þjást af gláku geta verið viðkvæmari fyrir birtu. Bono með sólgler- augu vegna gláku Gláka Bono ver augun fyrir birtu. AFP Byltingarkennd vetrar- og heilsársdekk UMBOÐSMENNUMLANDALLT Mikil gæði á afar sanngjörnu verði! Margir af þekktustu bílaframleiðendum í heimi kjósa að búa nýja bíla sína dekkjum frá Hankook. Ástæðurnar eru mikil gæði, frábært verð og öryggi. Meðal þeirra eru BMW, Audi, VW og Ford. Nýjasta kynslóð korna- dekksins frá Hankook. Frábært heilsárs dekk. Dekkið er með sérstaklega hertum trefjanálum í gúmmí- blöndunni sem grípa í svellið og gefa aukið grip í hálku. Mjúkt dekk sem endist gríðalega vel og vetrargripið er framúrskarandi 12 mánaða V A XT ALAUSA R A F B O R G A N I R Korna dekk Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Self. solning.is W419 W606 – Síðan 1941 – Skútuvogi 2 Sími 568 3080 www.bardinn.is 544-5000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.