Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forðum tíðvar sérdeil-is ánægju- legt að fylgjast með lýsingum í út- varpi frá knatt- spyrnuleikjum. Í lögum um Ríkisútvarpið hefur óralengi verið tekið hátíðlega fram að þar á bæ skyldu menn vera óhlutdrægir. Fréttamenn hafa einatt túlkað þessi laga- fyrirmæli svo, að í þeim fælist ekki annað en að þeir skyldu standa fast með sínum. Ekki hefur öllum líkað það. En þeg- ar hinn góðkunni íþróttalýs- andi fór mikinn á kappleikjum Íslands við óvinina (útlendinga) kvartaði enginn þótt hann gengi jafnvel lengra en koll- egarnir á fréttastofunni, rétt eins og hlutleysiskrafan hefði aldrei náð inn fyrir útvarpslóð- ina. Þegar liðsmenn óvinaliðs- ins spörkuðu ógætilega í okkar menn hrópaði hann að slíkir fautar ættu ekki að fást við fagrar íþróttir. Þegar okkar menn snertu örlítið á óvininum, þó þannig að þeir þeyttust til og voru í framhaldinu bornir rif- og rófubrotnir af velli, fylgdi þeim sú kveðja að okkar menn væru sem betur fer fastir fyrir. Enginn ágreiningur var gerður við þau orð, hvorki á vellinum né kringum viðtækin. En þessi háttur er ekki bundinn við fréttastofu eða fót- boltafræðinga. Þegar frú Thatcher varð fyrst kvenna forsætisráðherra Breta sagði einn helsti foringi áhugakvenna um kvennalista að þetta markaði eng- in skil fyrir konur. Frú Thatcher væri nefninlega karlkona. Þá var átt við að járnfrúin væri ekki vinstri- kona. En það mátti ekki segja beint, því baráttukonur fyrir kvennaframboði sögðust hafn- ar yfir venjulega flokkadrætti og með háleitari markmið í sínu farteski. Útvarpið okkar, einasta stofnun landsins sem starfar í þjóðarþágu, samkvæmt yfir- lýsingu Alþingis sjálfs (sem hvergi er tekið fram að Alþingi geri sjálft), flutti af ákafa mikl- ar fréttir um hræðilega „leka“ úr innanríkisráðuneytinu, um að umsækjandi um landvist- arleyfi hér væri alls ekki sá pappír sem aðdáendur hans héldu að fjölmiðlum. Kastljós þessarar sömu stofnunar veit nú allt um meintan „leka“ úr Samkeppniseftirlitinu, sem virðist komið í bullandi sam- keppni um leka við innanrík- isráðuneytið. Ríkisútvarpið gæti sparað skattgreiðendum fúlgur fjár, ef það upplýsti um þennan leka. En „RÚV“ er ekki líklegt til þess, því að það gerir upp á milli „leka“ rétt eins og kvennaframboð, sem sorteraði konur eftir sínum smekk. Sínum augum lítur hver á lekana og skiptir þá mestu hver á lekana} Lekamál leka niður Helgi HrafnGunnarsson, þingmaður Pírata, lýsir þeirri skoðun sinni í grein hér í blaðinu um helgina að tryggja þurfi að hryðjuverkamennirnir í Ríki ísl- ams hafi aðgang að netinu til að koma áróðri sínum á framfæri. Hann telur það ekki nauðsyn- legt vegna réttar þeirra til að tjá sig heldur réttar hans og ann- arra til að kynna sér sjónarmið þeirra. Til að sjá illskuna eigin augum. Hann færir einnig eftirfar- andi rök fyrir þessu: „Öfgafullir múslimar munu alltaf hafa að- gengi að þessu efni í næstu rót- tæku mosku.“ Þetta er vissulega athyglisverð ábending og um- hugsunarverð, en Helgi Hrafn er ekki einn um að benda á þessa hættu sem fylgi slíkum moskum. Slík aðvörunarorð hafa oft verið sett fram þó að þau séu stundum fordæmd sem fordómar. Ríki íslams hefur tekist að véla til sín mikinn fjölda ungra Vesturlandabúa með áróðri sín- um. Nokkur þúsund þeirra hafa gengið svo langt að ferðast til átakasvæðanna og taka upp vopn fyrir hinn illa málstað. Víst má telja að mikill fjöldi ann- arra, sem ekki hafa tekið það stóra skref, hafi engu að síður í raun gerst liðsmenn Ríkis íslams og séu þar með tifandi tíma- sprengja. Í fréttaskýringu í sunnudags- blaði Morgunblaðsins var fjallað um það hvernig hægt væri að breyta strákum í skrímsli og vitnað til lýsinga fyrrverandi blóðþyrsts stríðsherra frá Líb- eríu, Joshua Milton Blahyi. Sá bjó til stórhættulega stríðs- menn úr átta til tólf ára strákum og fullyrðir að svipuðum aðferð- um megi beita á eldra fólk, svo sem unga fólkið sem gengur til liðs við Ríki íslams. Aðalatriðið sé að fólkið komi sjálfviljugt og þá megi móta það og gera að harðsvíruðum ofbeldismönnum. Lýsingar Blahyi benda til þess að full ástæða sé til að tak- marka möguleika leiðtoga Ríkis íslams til að tæla til sín nýja liðsmenn, hvort sem það er í gegnum netið eða eftir öðrum leiðum. Boðskapur illmenn- anna er hættulegur á hvaða formi sem hann er settur fram} Vinna þarf gegn áróðrinum Þ egar ég hóf framhaldsnám mitt í útlöndum varð ég áþreifanlega var við það að ég var nokkru eldri en samnemendur mínir frá öðrum löndum, enda hafði ég gengið hina dæmigerðu íslensku skólagöngu, tíu ár í grunnskóla, fjögur ár í menntaskóla (og mun- aði litlu að þau yrðu fimm), þrjú og hálft ár í háskóla, og um það bil níu mánuðir sem fóru í að vinna, því að ég vildi ekki fara í meist- aranám hérlendis. Ég var því um þremur ár- um eldri en flestir á svæðinu, og sumum þótti ég hreinlega vera ævaforn, þó ég væri ekki nema um 24 ára gamall. Þessi aldursmunur á íslenskum nemendum og erlendum þykir víst ekki vera nógu góður. Það er skiljanlegt, að eitt keppikefli menntamálayfirvalda hér sé að stytta nám, þannig að Íslendingar ljúki fyrr námi og fari fyrr út á vinnumarkað, og stytting fram- haldsskólans um eitt ár er eitt af því sem nefnt hefur ver- ið. En er það jafnauðvelt og að segja það? Með því að stytta framhaldsskólann um heilt ár er verið að skera af einn fjórða af námstíma þeirra. Væntanlega er hug- myndin sú að meira verði kennt á þeim tíma sem eftir standi, en tæpt er að það sé raunhæft markmið. Í áfanga- kerfi þýðir það annaðhvort að hver áfangi fjalli um meira, eða að nemendur neyðist til þess að taka fleiri áfanga. Í bekkjarskólum þýðir það einfaldlega að vatna þarf út kennsluna á tímanum sem eftir stendur, sé ætl- unin að farið sé yfir sama efni. Eða, breytingin getur þýtt það, að 25% af því sem nú er kennt, verði það hreinlega ekki lengur. Og hvaðan mun sá niðurskurður koma? Eða verður það efni fært niður í grunnskólana? Mega þeir við því? Ég fékk þann heiður nýlega að taka viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur um kosti þess að kenna tungumál, en tilhneigingin í menntakerfinu er að láta allan niðurskurð og sparnað koma fram í tungumálakennslunni. Vigdís benti þó á að sá sparnaður væri dýr því að margt annað færi með tungumálakunnátt- unni sem ekki væri metið til fjár. Og þar kom ekki til af góðu einu því að sjálf þurfti Vigdís að koma að til þess að latínuskólinn gamli fengi að halda áfram með latínukennslu. Stytting náms í framhaldsskólum í þrjú ár getur verið góðra gjalda verð en þarf að neyða þá breyt- ingu yfir alla skólana? Menntaskólinn á rætur sínar að rekja til Skálholtsskóla og sumar hefðir hans eru eldri en skólabyggingin sjálf eða skólinn í núverandi mynd. Það er ekki elítismi eða hroki að biðja um að ekki verði allir skólar steyptir í sama mótið. Skólinn hefur beðið um undanþágu frá því að stytta námstímann niður í þrjú ár, hvers vegna má ekki veita hana? Líkt og Hraðbraut á sínum tíma bauð upp á stúdentspróf á tveimur árum gæti það verið val sumra nemenda að taka sér aukaár í fram- haldsskóla. Það gæti þá verið eitt af mörgum sérkennum Menntaskólans í Reykjavík. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Að fórna sérkennunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óvissa ríkir um forystuLandssambands hesta-mannafélaga og um þaðhvar Landsmót hesta- manna verður haldið 2016 eftir að upp úr sauð á aðalfundi LH sem hald- inn var á Selfossi um helgina. Har- aldur Þórarinsson, formaður LH síð- ust sex árin, sagði af sér eftir að fundurinn samþykkti ályktun gegn ákvörðun stjórnar um að hefja við- ræður um að halda landsmótið á Kjóavöllum í Garðabæ og Kópavogi auk þess sem formaðurinn sætti sig ekki við að vera sakaður um lögbrot og óheiðarleg vinnubrögð. Staðarval landsmóta hefur lengi verið eitt erfiðasta deilumál hesta- manna og oft soðið upp úr þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Lands- mótið 2016 er engin undantekning frá því. Fyrir þremur árum ákvað LH að ganga til viðræðna við eigendur mótssvæðisins á Vindheimamelum í Skagafirði um að halda mótið. Enn hefur ekki verið gengið frá samn- ingum um það. Frá því landsmótinu á Gadd- staðaflötum við Hellu lauk sl. sumar hefur umræðan innan stjórnar LH verið að þróast. Niðurstaðan náðist þó ekki fyrr en fyrr í þessum mánuði og var ákveðið að draga til baka vilja- yfirlýsingu um að halda mótið í Skagafirði en ganga til samninga við hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og Garðabæ um að halda mótið 2016 á Kjóavöllum. Þar hefur verið byggð upp myndarleg aðstaða. Jafnframt var ákveðið að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Fák um að halda mótið 2018 í Víðidal í Reykjavík. Skagfirðingar fengu stuðning Forystumenn hestamanna í Skagafirði voru vægast sagt óhressir. Mættu þeir í vígahug á aðalfund LH sem haldinn var á Selfossi á föstudag og laugardag. Tillaga sem þeir lögðu fram um að stjórn LH kæmi fram af heiðarleika og stæði við fyrri ákvörð- un um að ljúka samningaviðræðum við Skagfirðinga um að halda mótið á Vindheimamelum var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 67. Í umræðum um landsmótsmál á þinginu og um umrædda tillögu höfðu fulltrúar Skagfirðinga uppi orð um að vinnu- brögð stjórnar LH væru ódrengileg. Fulltrúar Rangæinga sem standa að landsmótssvæðinu á Hellu tóku undir en þeir höfðu sóst eftir að halda mótið 2018 en ekki fengið undirtektir. Um- ræðan snérist upp í það að miðað við kröfur LH um aðstöðu yrði ekki hægt að halda mótin annars staðar en á höfðborgarsvæðinu. Starfsstjórn til bráðabirgða Í tilfinningaþrunginni ræðu sem Haraldur Þórarinsson hélt þegar til- lagan hafði verið samþykkt lýsti hann því yfir að hann segði af sér for- mennsku. Hann var einn í kjöri til formanns og hefði verið sjálfkjörinn ef þetta hefði ekki komið til. Í fund- arhléi sem þá var gert kom í ljós að öll stjórnin studdi formanninn og myndi einnig segja af sér en stjórn- armenn höfðu ekki beitt sér í um- ræðum um landsmótsmálið. Jónína Stefánsdóttir, talsmaður hestamannafélaganna í Skagafirði, fagnaði ákvörðun formannsins í sam- tali við mbl.is á laugardag og tók fram að unnið hefði verið að tillögu um vantraust á formanninn, áður en hann tók sjálfur af skarið. Ákveðið var að fresta kosningum til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður 8. nóvember. Kjörnefnd und- irbýr kosningarnar. Fyrir liggur að framkvæmdastjóri LH hættir líka um mánaðamót. Stjórnarmenn féll- ust á að starfa sem starfsstjórn fram að framhaldsaðalfundi. Sauð upp úr pottinum hjá hestamönnum Morgunblaðið/Eva Björk Hver kemur fyrstur í mark? Þótt ákveðið hafi verið að ræða betur við Skagfirðinga hefur ekki verið ákveðið hvar landsmót 2016 verður haldið. „Það er frumskylda þeirra sem á halda hverju sinni að búa landsmótunum þá umgjörð að þau geti þróast og dafnað til hagsbóta fyrir íslenska hest- inn. Það á ekki að sníða mótin ofan í einhver tiltekin svæði sem auka verulega áhættuna af rekstri þeirra. Það gerir allt dýrara og erfiðara fyrir gesti mótanna og eigendur hest- anna,“ segir Haraldur Þór- arinsson. Hann telur að umræðan hafi orðið ómálefnaleg, snúist um tilfinningar en ekki efnisleg rök eða forsendur ákvörðunar stjórnar LH. Það sé því viss léttir að vera hættur. „Það voru samantekin ráð Rangárbakka- og Gullhyls- manna að spila á þá strengi að þetta snerist um landsbyggð- ina gegn þéttbýlinu og allt væri að fara til Reykjavíkur, en ekki að ræða um það hvar best væri að hafa mótið og efla það.“ Snerist um tilfinningar HARALDUR ÞÓRARINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.