Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 24.500 Flugsæti aðra leið með sköttum. Alicante Höfumhafið sölu á flugsætum til og frá 2015 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Valsmenn hf. munu á næstu vikum fá framkvæmdaleyfi til jarðvegsvinnu við Hlíðarenda þar sem félagið áformar byggingu hátt í 600 íbúða, að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra félagsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, segir það ljóst að neyðarbraut flugvallarins muni hverfa í kjölfar framkvæmdanna. „Þær byggingar sem liggja næst brautinni munu valda því að brautin verður ekki nothæf,“ segir Júlíus og bætir við að nú sé nefnd að störfum, undir forystu Rögnu Árnadóttur, sem vinni að því að finna flugvell- inum stæði til framtíðar. Vatnsmýrin verður síðri kostur „Ákveði nefndin að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri er mikil- vægt að hann nýtist með þeim hætti sem sérfræðingar telja að sé nauð- synlegt, en þá þarf neyðarbrautin að vera til staðar. Þá verður að benda á að Dagur B. Eggertsson situr einnig í þessari fjögurra manna nefnd, en með þessu áframhaldi vinnur hann ekki að því að nefndin komist að hlutlausri niðurstöðu. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýri er orðin síðri kostur á sama tíma og hlutverk nefndarinnar er að halda öllum möguleikum opnum,“ segir Júlíus. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdótt- ir, fulltrúi Framsóknarflokksins og Flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði, segir að sér finnist sem vinnubrögð borgarinnar í mál- inu séu einkennileg. „Rögnunefndin svokallaða er enn að störfum en samt hefur Reykjavík- urborg samþykkt deiliskipulag þar sem neyðarbrautin er ekki lengur til staðar. Eðlilegast væri að bíða með leyfisveitinguna þangað til niður- stöður nefndarinnar verða kynntar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, segir að brottfall brautarinnar spili ekkert hlutverk í starfslýsingu Rögnu- nefndarinnar. „Við í meirihluta borg- arstjórnar teljum að brautin standi hvorki né falli með niðurstöðu nefnd- arinnar.“ Deilur um keisarans skegg Brynjar Harðarson segir að Rögnunefndin sé ekki til fyrirstöðu. „Ragna Árnadóttir hefur lýst því yfir að nefndin hafi ekkert að gera með tilvist þessarar flugbrautar. Hlut- verk nefndarinnar er einungis að finna nýtt stæði fyrir flugvöllinn í heild sinni og því er þetta nokkurs konar útúrsnúningur á umræðunni.“ Hann bætir því við að flugbrautin sé afar sjaldan notuð. „Á veturna er hún oft ekki hreinsuð og fróðlegt væri að vita hversu oft brautin hefur verið nýtt í sjúkraflugi síðustu ár. Hér er verið að deila um keisarans skegg.“ Búast við leyfi á næstu vikum  Valsmenn reikna með leyfi til jarðvegsvinnu  Neyðarbraut flugvallarins mun hverfa, segir Júlíus Vífill  Eðlilegast að bíða með leyfisveitinguna, segir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina Morgunblaðið/Golli Neyðarbraut Deilt er um flugbrautina sem liggur frá suðvestri til norðaust- urs og liggur þvert á þá stærri, líkt og sjá má á myndinni. Tölvuteikning/Alark Hlíðarendi Gríðarmikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð, þar sem hlutafélagið Valsmenn hyggst byggja hátt í 600 íbúðir á svæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands og Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræðum hafa staðið fyrir rann- sóknum á heilbrigði og líkamsástandi rjúpunnar frá árinu 2006. Veiðarnar fara fram í byrjun október ár hvert og eru því nýaf- staðnar. Veiddar voru 100 rjúpur í rannsóknaskyni á Norðausturlandi. Fjaðrirnar ryksugaðar Ólafur Karl Nielsen, fuglafræð- ingur við Náttúrufræðistofnun Ís- lands og verkefnastjóri rannsókn- arinnar, segir markmiðið vera að sextán tegundir sníkjudýra og þar af voru sjö áður óþekktar tegundir. Níunda árið í röð Ólafur segir vísindaveiðarnar ekki hafa vakið mikla athygli rjúpnaveiðimanna enda sé þetta ní- unda árið í röð sem þessi háttur sé hafður á. Heimild sé fyrir veiðunum og þeir haldi landeigendum og lög- regluyfirvöldum upplýstum í hvert sinn. „Mikilvægt er að auka skilning á þessum hröðu og miklu breyt- ingum á stofnstærð rjúpunnar,“ ítrekar Ólafur að lokum. kanna hvort tengsl séu á milli heil- brigðis rjúpunnar og stofnbreytinga hennar. Byrjað er á að taka blóðsýni úr hverri rjúpu, aldur og kyn ákvarð- að og staðsetning, hópastærð og gróðurlendi skráð. Því næst eru rjúp- urnar krufðar á Náttúrurannsókn- arstöðinni við Mývatn og sýni send til frekari rannsókna í Reykjavík. Þar eru mældir ýmsir þættir sem lýsa heilbrigði, t.d. holdafar, fitu- forði, próteinforði, streita og ástand fitukirtla. Fjaðrir fuglanna eru einn- ig ryksugaðar í þeim tilgangi að kanna sníkjudýr. Alls hafa fundist 100 rjúpur veiddar til rann- sókna á Norðausturlandi Ljósmynd/ Þorkell Lindberg Þórarinsson Vísindi Karl Skírnisson sníkjudýrafræðingur og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson frá Náttúrustofu ryksuga fjaðrir rjúpu. Álagsprófanir munu standa yfir í vetur á borhol- um sem ætlaðar eru til að knýja fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Þeistareykja- virkjunar. Á svæðinu eru nú níu borholur, þar af sjö holur sem áformað er að nýta fyrir fyrsta áfanga virkjunar. Nú- verandi mat á gufuafli holanna jafngildir 50 MW rafafli, en próf- anirnar sem hófust nýlega og standa fram í júní á næsta ári munu segja til um hvert raunverulegt afl þeirra er. „Álagsprófunin gengur út á að láta allar holur á svæðinu blása samtímis í lengri tíma og líkja þannig eftir orkuvinnslu virkjunar. Tilgangur prófananna er að sjá hvernig svæðið svarar slíkri gufu- notkun. Sannreynt er að holur standi undir því gufumagni sem þarf til að knýja eina aflvél. Með þessum prófunum er reynt hvort svæðið standi undir fyrirhugaðri vinnslu á sjálfbæran hátt,“ segir Valur Knútsson, sem er yfirverk- efnisstjóri Þeistareykjafram- kvæmda Landsvirkjunar. Borunum fyrir fyrsta áfanga virkjunar er lokið en fyrsti áfangi miðast við 45 megavatta orku- vinnslu. Verði ákveðið að hefja und- irbúning annars áfanga virkjunar- innar kallar það á frekari boranir. sbs@mbl.is Prófa aflið með blæstri allra hola Valur Knútsson Knattspyrnufélagið Valur keypti jörðina Hlíðarenda árið 1939 og var kaupverðið 30 þúsund krónur, sem samkvæmt framreikningi eru um 6,7 milljónir króna að núvirði. Hlutafélagið Valsmenn hf., sem stofnað var ár- ið 1999 til að styðja við uppbyggingu hjá Val, keypti hluta landsins árið 2005 og gekk kaupverðið til byggingar á nýju íþróttahúsi. Í byggingaráformum Valsmanna felst eitt stærsta einstaka byggingar- verkefni síðustu ára, en félagið áætlar að framkvæmdir muni hefjast í kringum áramótin. Brynjar segir að félagið sé spennt fyrir að fá að hefja uppbyggingu á svæðinu. „Nú eru liðin tæp tíu ár síðan við keyptum þetta land og við höfum því þurft að þreyja þorrann lengi.“ „Þurft að þreyja þorrann lengi“ TÆP TÍU ÁR SÍÐAN VALSMENN KEYPTU LAND VIÐ HLÍÐARENDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.