Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 29
»Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli í ár og af því tilefni var haldinn fjölskyldudagur í safn- inu í fyrradag þar sem var m.a. sunginn afmælis- söngurinn og gestum boðið upp á tertur skreyttar verkum nokkurra helstu meistara íslenskrar myndlistarsögu. Eins og sjá má af myndunum kunnu gestir vel að meta terturnar. ænar afmælistertur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hnallþórur Gestirnir snæddu afmælisterturnar með bestu lyst. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Kvikmyndaverið Warner Bros og teiknimyndasagnaframleiðandinn DC Comics kynntu í liðinni viku að þau hygðust framleiða í sameiningu fleiri en tíu ofurhetjumyndir sem frumsýndar verða á árunum 2016- 20. Þerra á meðal eru myndir með Súpermann og Leðurblökumann- inum og ofurhetjuhópnum Justice League, eða Bandalagi réttlætisins. Samkeppnin er hörð í Hollywood þegar ofurhetjumyndir eru annars vegar og hafa slíkar myndir úr smiðju Marvel og Disney notið mestra vinsælda meðal áhorfenda, myndir þar sem Járnmaðurinn og fleiri hetjur koma við sögu. Síðasta Súpermann-myndin skilaði ekki eins miklu í kassann hjá DC Comics og Warner Bros. og vonir stóðu til en fyrirtækin binda vonir við að Bat- man v Superman: Dawn of Justice, ofurhetjumynd þar sem Leður- blökumaðurinn og Súpermann koma báðir við sögu sem og Wonder Wom- an, eða Undrakonan, afli meiri miða- sölutekna. Hún verður frumsýnd ár- ið 2016. Af öðrum væntanlegum ofurhetjumyndum fyrirtækjanna má nefna Wonder Woman, Justice League Part One, The Flash, Aquaman og Green Lantern. Hetjur Leðurblökumaðurinn og Súpermann á veggspjaldi fyrir Batman v Superman: Dawn of Justice. Ben Affleck og Henry Cavill leika hetjurnar. Ekkert lát á ofurhetjumyndum BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 GONE GIRL Sýnd kl. 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 8 - 10:20 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:40 - 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON -Empire -H.S.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is skilnaða í Svíþjóð. Hjónabandið væri ávísun á óhamingju þegar fram í sækti. Ebba segir í fyrstu ekkert um það sem gerðist í snjóflóðinu, en þegar hún hefur fengið sér að drekka losnar um málbeinið. Tomas reynir að láta eins og hún fari ekki rétt með, upp- lifun hennar hafi verið önnur en hans, en áhorfandinn veit hið sanna í mál- inu og augljóst er að Tomasi finnst óþægilegt að takast á við það að hann hafi ekki staðið undir karlmanns- ímyndinni, sem hann hefur talið sig uppfylla fram að þessu, að hann sé heybrók. Þegar á reyndi brást hann ekki við eins og hann átti að gera, eins og til er ætlast. Hver er hann? Östlund leikur sér að hlutverkum kynjanna. Það er móðirin sem tekur að sér verndarhlutverkið. Hinn sterki karlmaður reynir að bjarga eigin skinni. Þegar hann áttar sig á því að ekki verður hægt að láta eins og snjó- flóðið hafi aldrei fallið brotnar hann niður og það verða alger umskipti á hinu viðtekna hlutverki kynjanna. Grátur Tomasar og ekkasog virðast ýkjukennd og jafnvel afkáraleg, en sennilega er það aðeins vegna þess að það stríðir gegn hinu viðtekna. Hefði hlutverkunum verið snúið við og kona brotnað niður með sama hætti á hvíta tjaldinu hefði það virst ofureðlilegt. Kjarnafjölskyldan á að vera horn- steinn samfélagsins, en þó verða skilnaðir æ tíðari og fjölskyldur flóknari. Í mynd Östlunds er hún gerð að tilbúnu fyrirbæri, sem stenst ekki skoðun. Í einu atriði lýsir kona ein, sem er gestur á hótelinu, hvernig hún fer reglulega ein í frí frá manni sínum og börnum til að sofa hjá manni og öðrum án þess að það hvarfli að henni að það valdi brestum á heilsteyptri fjölskyldumynd. Hún er hvort tveggja, lauslát og fjöl- skyldumanneskja án þess að það sé mótsögn. Í öðru atriði segir fráskilinn vinur Tomasar og Ebbu, sem er á hótelinu ásamt tvítugri vinkonu sinni að hann hafi alltaf verið stoð og stytta fjöl- skyldu sinnar. Hún spyr á móti hvernig það geti staðist fyrst hann skildi við konuna sína og fór frá fjöl- skyldunni. Hann sér ekki mótsögn- ina. Hjá Östlund er nútímamaðurinn þvingaður í hlutverk, sem stríðir gegn eðli hans. Og hann veldur því ekki þegar á reynir. En gerir það manninn frjálsan að losna úr hinu staðlaða hlutverki? Östlund lætur því ósvarað þótt hann ýi að því. Skil Faðirinn myndar í rólegheitum á meðan snjóflóðið nálgast á ógnarhraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.