Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 13
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. Í fyrsta áfanga verkefnisins, sem Kristbjörn vonast til að ljúki næsta sumar, verður reistur torfbær og aðstaða fyrir gesti og útimarkað. „Við ætlum að bjóða upp á lifandi sýningu um lífið á Íslandi á land- námsöld, á 9. og 10. öld, víkinga- tímabilinu, en að auki viljum við gefa gestum tækifæri til að snæða á staðnum, þannig að þarna verður veitingasala,“ segir hann. Kristbjörn er bjartsýnn á að landnámsbærinn væntanlegi fái góð- ar viðtökur. „Hann verður stað- settur við fjölfarna leið til Þingvalla og er stutt frá Reykjavík, þannig að þetta getur verið heppilegt fyrir er- lenda ferðamenn sem koma til sólar- hringsdvalar eða með skemmti- ferðaskipum til Reykjavíkur. Og þetta er ekki síður hugsað fyrir Ís- lendinga,“ segir hann. Tilgátuhús Hugmynd Stórsögu að landnámsbæ í Mosfellsbæ. Mannvirkið verður byggt á rannsóknum á Hrísbrú. Ljósmynd/Árnastofnun Í vígahug Fornkappinn Egill í augum teiknara á 17. öld (AM 426 fol.). Helga Guðrún kom sér fyrir í sumarbústað á Laugarvatni og hóf nám. Körfuboltinn var krefjandi Spurð um hvað hafi staðið upp úr í náminu segir hún það vera margt. „Fyrir það fyrsta er þetta ofsalega skemmtilegt nám í góðum skóla. Maður er stanslaust að ögra sjálfum sér. Í náminu voru frábærir krakkar, sum hefðu getað verið barnabörnin mín en ég fékk engar undanþágur og stóð mig ekkert síð- ur en hinir nemendurnir. Ætli það erfiðasta hafi ekki verið körfubolt- inn, hann getur verið svolítið strembinn fyrir fólk sem er rétt um einn og hálfur á hæð,“ segir Helga Guðrún hlæjandi. Hún segir mik- ilvægt að fólk hætti ekki að ögra sjálfu sér þó það sé komið um eða yfir miðjan aldur. „Okkur hættir til að hugsa of mikið um hlutina í stað- inn fyrir að framkvæma þá bara. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig að afgreiða íþróttakenn- aranámið út af borðinu og ímynda mér að ég væri of gömul.“ Frábær kennitala Helga Guðrún starfar nú sem verktaki við þjálfun eldri aldurs- hópa í Sundlaug Kópavogs í vest- urbænum þar og hefur stofnað eig- ið fyrirtæki um þjálfun í vatni, bæði þar og á Álftanesi. Hún segir slíka þjálfun bjóða upp á ýmsa vannýtta möguleika og fyrirtaks aðstaða sé til staðar, þ.e.a.s. sundlaugarnar. Að námi loknu hyggst hún einbeita sér enn frekar að þjálfun jafnaldra sinna og segir ekki vanþörf á. „Það eru fáir að sinna þessum hópi. Unga fólkið fær góða þjónustu og hvatningu, líka eldri borgararnir en þeir í miðjunni hafa alveg gleymst. Það er kominn tími til að breyta því. Nú sit ég báðum megin við borðið með frábæra kennitölu og gott veganesti úr náminu sem ég ætla að miðla til annarra.“ Morgunblaðið/Kristinn Öflug Helga Guðrún við kennslu í Sundlaug Kópavogs. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Við rannsóknir á Hrísbrú, sem staðið hafa frá 1995, hefur m.a. fundist dæmigerður víkingaald- arskáli með bogadregnum hlið- um, byggður úr torfi og grjóti. Er hann með þeim stærri sem fundist hafa á Íslandi, 25x5 m að innanmáli. Langeldur var í miðju húsinu og bekkir til hlið- anna. Skálinn er talinn hafa ver- ið þiljaður að innan og einnig var timburgólf þar að hluta. Skálinn verður fyrirmynd til- gátubæjar Stórsögu. Stór skáli FYRIRMYNDIN Á HRÍSBRÚ Um 250 bækur á pólsku er nú að finna á Bókasafni Hafnar- fjarðar, meðal annars vegna viðleitni Edytu Agniezku Jani- kula, bókavarðar á safninu. Hún gifti sig í fyrra og í stað þess að fá peninga og blóm eins og hefð er að gefa brúðhjónum í Pól- landi bað hún brúðkaupsgesti um að gefa sér bækur fyrir safnið. „Það voru ekki svo margar bækur á pólsku hér, sérstaklega fyrir börn. Draumur minn var að gera pólska bókasafnið stærra. Ég var að hugsa hvern- ig ég gæti orðið mér úti um fleiri bækur. Það var bara þeg- ar ég var að skrifa boðskortin sem mér datt í hug að biðja fólk um að gefa mér ekki blóm, heldur bækur,“ segir Edyta. Áður voru aðeins tvær hillur af pólskum bókum á safninu en nú er eitt herbergi með þeim. Edyta hefur einnig verið með pólska sögustund fyrir börn í bókasafninu á miðvikudögum. Þá vinnur hún með stjórnendum Bæjarbíós að því að gera eitt- hvað fyrir pólsk börn og full- orðna þar. „Ég vil bjóða börnum á bóka- safnið. Ef það eru alltaf bara sömu bækurnar þá fá þau leiða fljótt. Þau tala pólsku heima og byrja að lesa á pólsku. Þau eiga oft erfitt með talmál, bæði á pólsku og íslensku, og ég held að það sé mikilvægt fyrir þau að lesa bækur,“ segir hún. kjartan@mbl.is Sögustundir á pólsku á Bókasafni Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Ómar Bókavörður Edyta með hluta af pólska safnkostinum í Hafnarfirði. Brúðkaupsgjaf- irnar á bókasafnið Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Súpur í Fylgifiskum Við seljum þrjár gerðir af súpum; austurlenska fiskisúpu, kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða humarsúpu. Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur hrár á hvern súpudisk og rjúkandi súpan sér um eldunina. Humarinn þarf að snöggsteikja áður en hann er settur í humarsúpuna. Fiskisúpur 1.590 kr/ltr Humarsúpa 2.900 kr/ltr Fiskur og humar seldur sér Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.