Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Bryndís Geirsdóttir Rammíslenskt Hér má sjá brauð bakað úr Forn korni í Árdal. Eflaust má bragða á brauði og ostum í Snorrastofu. félag Borgfirðinga kemur líka að þessum fyrirlestri í Snorrastofu og hefur stutt við bakið á öllum þeim litlu sprotum sem hafa verið að koma fram að undanförnu í því sem kalla má slow-food. Hugmyndin er að fæst sé gert við vöruna áður en hún kemur til neytandans þannig að hún sé ómenguð af framleiðsluferli. Til dæmis að hún sé óplöstuð og fleira,“ segir Jónína. Af nógu er að taka og segist Jónína stolt af unga fólkinu sem er duglegt í frumkvöðlastarfinu á sviði matvælaframleiðslu. „Þetta er svo gott hérað sem við erum í og fólk hefur verið duglegt við að nýta það sem landið gefur af sér. Til dæmis má nefna unga frumkvöðla í hér- aðinu en það er fólkið í Árdal, sem stendur að Búdrýgindum ehf. og vakið hefur athygli með skemmti- legri þáttagerð um matargerð í sveitinni og það sem að baki henni býr. Svo má nefna þá Davíð Frey Jónsson í Matarsmiðjunni í Borg- arnesi og Harald Örn Reynisson í Hugheimum,“ segir Jónína Eiríks- dóttir, verkefnastjóri Snorrastofu. Hugheimar er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem er til húsa í gamla bænum í Borgarnesi. Þar geta frumkvöðlar fengið aðstoð við að koma hugmyndum sínum á fram- færi auk þess sem hægt er að fá vinnuaðstöðu í húsi Hugheima. Mat- arsmiðjan hefur það að markmiði að efla fullvinnslu afurða og bjóða fyr- irtækjum og frumkvöðlum upp á samstarf í glæsilegri aðstöðu sem er á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, á sama stað og Hugheimar. Eggert Ólafsson hefði eflaust kunnað að meta þær aðferðir sem frumkvöðlarnir ungu nota við mat- vælaframleiðsluna og ekki síður að gjafir hinnar íslensku jarðar séu nýttar svo vel. Fyrirlesturinn í Bókhlöðu Snorrastofu hefst klukkan 20.30 annað kvöld, þriðjudaginn 21. októ- ber og kostar 500 krónur inn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Samlífsmynstur fólks er breyt-ingum háð. Áður fyrr var litiðá þá sem bjuggu saman undir einu þaki, snæddu saman og unnu saman að framleiðslustörfum á býl- inu sem eina heild. Rétt fyrir alda- mótin 1900 áttu sér stað miklar þjóð- félagsbreytingar við þéttbýlis- myndun í landinu. Pör sem oft höfðu verið vinnuhjú eða fullorðin börn á býlum fluttu að sjávarsíðunni með börn sín og sjávarplássin urðu til. Þetta fólk var einskonar útflytj- endur frá stórfjölskyldum sínum og fékk seinna heitið kjarnafjölskyldur. Það bar með sér menningu og gild- ismat genginna kynslóða. Margbreytilegar fjölskyldur Stöðugar þjóðfélagsbreytingar koma fram í breytingum á fjölskyld- unni. Nú á tímum fjölgar hjónaskiln- uðum og fólk velur sér sína eigin fjölskyldugerð. Samfara skilnuðum stofnar fólk til nýrra parsambanda, jafnvel oftar en einu sinni. Heimilum með einu foreldri eða einum ein- staklingi fjölgar. Þessi breyting hef- ur gífurleg áhrif á einstaklingana, bæði börn og fullorðna. Þessar fjöl- skyldur bera einnig með sér menn- ingu og gildismat genginna kyn- slóða. Margar þeirra líða vegna erfiðra tilfinninga þar sem lífs- munstur þeirra samsvarar ekki eigin gildismati eða gildismati samfélags- ins. Ríkjandi gildismat segir að ekki eigi að skilja, það eigi að eignast börn og ekki búa einn. Best sé að eyða ævinni með sama maka og skilnaðir séu vondir fyrir börnin. Fólk þjáist af sektarkennd og til- finningu þess að hafa misheppnast. Börnin bera menjar þessara tilfinn- inga. Viðhorf samfélagsins Viðhorf samfélagsins þurfa að ein- kennast af umburðarlyndi, skilningi og virðingu fyrir því lífi sem lifað er. Það þarf að meta það sem fjöl- skyldur leggja af mörkum og hlúa þannig að þeim að styrkleikar þeirra nái að blómstra. Fólk þarf að geta fundið samræmi milli þess hvernig það lifir og hvernig því finnst að gott líf eigi að vera. Með því móti eru for- sendur lagðar fyrir farsæla aðlögun fólks að síbreytileika samfélagsins, hvort heldur um fullorðna eða börn er að ræða. Margbreytileiki mannlífsins Þuríður Hjálmtýsdóttir sálfræðingur Heilsupistill Morgunblaðið/Heiddi Breytingar Samfara skilnuðum stofnar fólk til nýrra parsambanda, jafnvel oft- ar en einu sinni, og heimilum með einu foreldri eða einum einstaklingi fjölgar.  Heilsustöðin sálfræði- ográðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík. www.heilsustodin.is Á meðal þess sem boðið verður upp á í Bókhlöðu Snorrastofu annað kvöld eru dýrindis krabbakrásir. Töluvert er veitt af krabba við Ísland og ekki úr vegi að nýta hann til mat- argerðar. Hér á landi eru vin- sældir krabbakjöts að færast í aukana en víða erlendis er rík hefð fyrir að þetta góðgæti hafsins sé matreitt. Auk krabbakrása verður boðið upp á fjölmargt fleira matarkyns úr sveitinni og næsta víst að ostar verða á boðstólum og brauð úr korni ræktuðu í sveitinni. Krabbakrásir og fleira gott BORGFIRSK MATARÁST Sitt sýnist hverjum um hvernig elda skuli fisk. Sumir borða hann ekki öðruvísi en ofnbakaðan á meðan aðr- ir kunna best að meta hann soðinn með rófum og kartöflum. Hvernig svo sem hann er matreiddur má færa rök fyrir því að neysla þessarar afurðar hafsins sé bæði holl og góð fyrir mannfólkið. Á vef Matís er að finna frétt þess efnis að fiskneysla fari vaxandi á heimsvísu. Ástæðurnar má meðal annars rekja til bættra geymsluað- ferða sem verða til þess að fiskur kemst ferskur á fleiri markaði og að- gengið að honum er betra. Tölfræðin kemur skemmtilega á óvart en fram- leiðsla á fiski til manneldis hefur aukist um 3,2% síðustu áratugi á sama tíma og fólksfjölgun hefur ver- ið um 1,9%. Neysla á fiski eykst líka stöðugt, en árið 1960 var meðalneysla 9,9 kg á ári en árið 2012 hafði fiskneysla tvöfaldast og meðalneysla nam 19,2 kg á heimsvísu. Fleira um aukna fisk- neyslu má lesa á vefnum www.mat- is.is undir flipanum fréttir. Fiskneysla eykst í heiminum Fiskur Fiskneysla hefur tvöfaldast frá 1960 og borðar hver um 19,2 kg á ári. Fiskur í matinn! Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.