Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Atli Hilmarsson, einn af „strákun- um okkar“ í handboltanum, er byrjaður að aðstoða efnilega hand- boltamenn, karla og konur, til að komast í atvinnumennsku, einkum í Þýskalandi, í samstarfi við þýsk- an umboðsmann. „Mér rennur blóðið til skyldunnar,“ segir hann og vísar til reynslu sinnar sem leikmaður, þjálfari og ekki síst sem faðir atvinnumanna. Landsliðsfólkið Arnór og Þor- gerður Anna, börn Atla og Hildar Kristjönu Arnardóttur, hafa gert það gott í atvinnumennsku í hand- bolta og þar hefur Björn Schultz, sem rekur umboðsmannafyrir- tækið inteam-sports í Leipzig í Þýskalandi (inteam-sports.com) verið þeim innan handar. Þannig kynntist Atli störfum hans og nú er hann farinn að aðstoða hann. „Ég bendi honum á líklega leik- menn og hann kemur þeim síðan á framfæri,“ segir Atli. Velferð leikmanna aðalatriði Björn Schultz og Atli kynntust eftir að sá fyrrnefndi hafði greitt götu Arnórs frá AG í Danmörku til Flensborgar í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í London fyrir rúmlega tveimur árum. „Bæði Arnór og Þorgerður Anna hafa lent í miklum meiðslum, hann sleit hásin og hún er búin að fara í tvær axlar- aðgerðir, en í báðum tilfellum hef- ur Björn hugsað fyrst og fremst um velferð þeirra en ekki að koma þeim áfram til annars félags í von um hagnað af sölu,“ segir Atli. „Persónuleg mál eins og trygg- ingar og hvað gerist eftir að ferl- inum lýkur skipta miklu máli og á þau leggur Björn áherslu, sem er mikilvægt og kveikti í mér,“ held- ur hann áfram. Atli bendir á að þegar hann hafi starfað sem þjálfari hafi foreldrar oft leitað til hans, þegar umboðs- menn hafi bankað á dyrnar, og þörf sé á svona aðstoð. „Ég þekki vel þennan heim og það er mik- ilvægt að fólk geti fengið góðar upplýsingar, þegar boð um at- vinnumennsku berast. Ég er í góðum tengslum hér heima og er á staðnum, sem er ekki síst mik- ilvægt. Ég hef haft samband við leikmenn, sem mér finnast áhuga- verðir, að fyrra bragði og komið þeim í samband við Björn Schultz en leikmenn hafa líka samband við mig og leita ráða.“ Atli bendir á að Björn Schultz hafi einnig áhuga á að koma ís- lenskum knattspyrnumönnum að í Þýskalandi og geti verið liðum innan handar við að fá þýska leik- menn til Íslands. „Aðalatriðið er að allir samningar séu gerðir af fagmönnum, eins og almennt er í fótboltanum, en því miður er víða pottur brotinn í handboltanum.“ Styrkt til atvinnumennsku  Atli í samstarfi við þýskan um- boðsmann Morgunblaðið/Eggert Ráðgjafi Atli Hilmarsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari, aðstoðar íþróttafólk við að komast í atvinnumennsku. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Festust saman í samförum í sjónum 2. Alls ekkert ferðaveður á morgun 3. Búið ykkur undir snjókomu 4. Tilkynnti eigin ölvunarakstur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Flutt verður tónlist af „Incred- ible Journey“, plötu tónskáldsins, út- setjarans og saxófónleikarans Bobs Mintzer. Stjórnandi á tónleikunum verður Sigurður Flosason. Stórsveit flytur verk eftir Bob Mintzer  Listmunaupp- boð verður haldið í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 18. Boðin verða upp ríflega hundrað listaverk, m.a. eftir 14 lista- menn sem fæddir eru fyrir 1900. Sá elsti er Sölvi Helgason sem var fædd- ur 1820. Einnig eru boðin upp olíu- málverk eftir Þórarin B. Þorláksson (f. 1866) og Mugg (f. 1891). Listaverk gamalla meistara boðin upp  Tékkneski myndlistarmaðurinn Mo- nika Frycová heldur fyrir- lestur um feril sinn og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands að Laugar- nesvegi 91 í dag kl. 12.30. Monika fjallar m.a. um verkefnið PURE MOBILE vs. DOLCE VITA og ferðalag sitt á mótorhjóli frá Seyð- isfirði til Portúgals. Monika Frycová ræð- ir vinnuaðferðir sínar Á þriðjudag Norðvestan 13-23 m/s, hvassast norðaustantil. Snjó- koma um landið norðanvert, en úrkomulaust syðra. Lægir vestan- lands um kvöldið og léttir til. Frost víða 0 til 4 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan hvassviðri eða stormur, 15- 23 m/s, en hægari vindur syðra og eystra fram eftir degi. Snjókoma norðantil, en smáél syðra. Frost víða 0-5 stig. VEÐUR Markaþurrð Mario Balotelli hélt áfram um helgina þegar Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið var þó ekki sannfærandi gegn botnliði QPR sem skor- aði tvö sjálfsmörk, en loka- mínútur leiksins voru æsilegar og réðust úrslitin í blálokin. Þá skoraði Sergio Agüero fernu fyrir Manchester City sem eltir Chelsea í topp- baráttunni. »6 Liverpool hjálpað í fimmta sætið Lærisveinum Arons Kristjánssonar í danska liðinu KIF Kolding gengur vel en liðið er með örugga forystu í deild- inni og í gær gerði liðið jafntefli við stjörnum prýtt lið Barcelona í Meist- aradeild Evrópu. Kolding jafnaði met- in úr vítakasti undir lok leiksins. »8 Aron gerir það gott með lið KIF Kolding Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann muni hefja viðræður við Lilleström á næstu dögum. Rúnar, sem hefur gert frábæra hluti með KR-liðið, kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari norska úrvalsdeild- arliðsins en Rúnar lék með Lille- ström á árum áður. »1 Rúnar mun ræða við Lilleström ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Atli Hilmarsson á langan feril að baki í handboltanum og lék meðal annars 135 landsleiki, sem hefðu orðið mun fleiri ef ekki hefðu komið til forföll vegna meiðsla. Hann spilaði fyrst með meist- araflokki Fram 1978, þá 19 ára, og fór í at- vinnumennsku til Þýskalands 1981. Hann kom aftur heim 1983, fór aftur til Þýska- lands 1984 og eftir Ólympíuleikana í Seo- ul í Suður-Kóreu 1998 lék hann í tvö og hálft tímabil á Spáni, en varð þá að hætta vegna meiðsla. Þá tók þjálfaraferillinn við, hjá körlum og konum bæði heima og erlendis, þar til í fyrra. Inteam-sports er með nokkra íslenska leikmenn á sínum snærum. Landsliðsmenn eins og Arnór Atlason, Sverre A. Jakobsson, Björgvin Pál Gústavsson, Kára Kristjánsson, Bjarka Má Gunnarsson, Ólaf Gústafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Í hópi kvenna eru Þorgerður Anna Atladóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir. Mikil reynsla auðveldar starfið ATLI HILMARSSON, LEIKMAÐUR, ÞJÁLFARI OG RÁÐGJAFI Þjálfarinn Atli Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.