Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2014 Á FERÐ UM ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Við vonumst til að bærinn verði ris- inn næsta sumar,“ segir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann fer fyrir félagi sem hyggst reisa land- námsbæ í Mosfellsdal og reka þar sögutengda ferðaþjónustu. Verður hún að hluta til reist á Egilssögu og fyrirmynd bæjarins eru rústir forn- bæjar sem grafnar hafa verið upp á Hrísbrú sem er steinsnar frá. „Verkefnið hefur þegar verið fjármagnað að helmingi og bæjar- stjórn Mosfellsbæjar hefur undir- ritað viljayfirlýsingu um að leigja okkur fimm- tán hektara í landi Selholts í Mosfells- dal undir starf- semina,“ segir Kristbjörn. Vinna við gerð aðal- og deiliskipulags er hafin. „Hún mun væntanlega taka sex til átta mánuði,“ segir hann. „Síðan þarf að útvega byggingar- og framkvæmdaleyfi. Sjálft verkið að reisa torfbæinn ætti ekki að þurfa að taka nema einn til tvo mánuði ef allt gengur að óskum.“ Stórsaga ehf. heitir félagið sem stendur fyrir þessum áformum. Það er í eigu Kristbjörns, Sig- urlaugs Ingólfs- sonar og Hallgríms Hólmsteinssonar. Þeir félagar hafa leitað eftir stuðn- ingi ýmissa fjár- festa og eru vel á veg komnir með að klára dæmið. „Þeir hjá Icelandair tóku okkur vel, en ekki kom til þess að þeir fjárfestu í þessu þar sem sjóður á þeirra vegum og Lands- bankans vildi frekar kaupa verk- efnið af okkur í heild. Við höfnuðum því,“ segir Kristbjörn. Morgunblaðið/Þorkell Fornleifar Við rannsóknir á Hrísbrú í Mosfellsdal hafa fundist minjar bæjarhúss, kirkju og fleiri mannvirkja. Hyggjast sýna líf og störf á landnámsöld  Sagnfræðingar með stórhuga áform um ferðaþjónustu Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Elsti nemandi sem útskrifast hefur úr íþróttafræðinámi hér á landi mun taka við brautskráningar- skírteininu á Laugarvatni í febrúar næstkomandi. Það er Kópavogsbú- inn Helga Guðrún Gunnarsdóttir sem fagnar þá einnig sextugs- afmæli sínu og hyggst vinna að bættu líkamsástandi jafnaldra sinna. Helga Guðrún starfaði í 17 ár á Morgunblaðinu, m.a. sem blaða- maður, en var sagt upp störfum haustið 2004. Í kjölfarið sótti hún um fjölda starfa, en litið var framhjá fjölbreyttri starfsreynslu og góðum meðmælum og þess í stað einblínt á aldur hennar. „Ég var rétt að skríða í fimmtugt og það þýddi að ég var með gjaldfallna kennitölu,“ segir hún. Leið Helgu Guðrúnar lá til Barselóna í spænskunám og síðan í margmiðlunarnám og hugðist hún starfa á því sviði, en fékk ekkert starf. Þá fór hún í heimspeki í Há- skóla Íslands. „En ég dró þá álykt- un eftir fyrstu önnina að að því námi loknu væri tæplega eftirspurn eftir 60 ára heimspekingi. Ég hafði skoðað vefsíðu íþrótta- og heilsu- fræðinámsins á Laugarvatni en taldi mig varla gjaldgenga þar.“ Hjólaferð úr vesturbæ Kópa- vogs á Flúðir sumarið 2011 varð síðan til þess að hún ákvað að láta slag standa. „Ég hugsaði mikið á leiðinni og spurði sjálfa mig; af hverju ferðu ekki í starf sem hefur með líkamann og heilsu að gera? Prófaðu bara.“ Og úr varð að Við megum ekki hætta að ögra okkur  Helga Guðrún útskrifast sextug úr íþróttafræðinámi frá Laugarvatni Morgunblaðið/Kristinn Gleði Ekki er annað að sjá en að nemendum líki þjálfunin vel. Helga Guðrún segir að tími sé til kominn að huga betur að líkamsþjálfun fólks á miðjum aldri og hyggst nota íþróttafræðimenntun sína í því skyni. Á bilinu 40-50 tegundir af mat- jurtum eru ræktaðar lífrænt í Ræktunar- og fræðslusetrinu á Dalsá í Mosfellsdal þar sem Jó- hanna Borghildur Magnúsdóttir ræður ríkjum. Uppskeruna selur hún til veitingastaðarins Tapas- barsins í Reykjavík. „Af því að þeir eru með svona smárétti þá passar það þeim vel að fá sitt lítið af hverju og alls konar. Ég hef mjög gaman af því að rækta fjölbreytt og er svo heppin að hafa kokka sem hafa gaman af að taka á móti því,“ segir Jóhanna. Hún segist alltaf vera að prófa eitthvað nýtt. Sérstaklega gam- an sé að rækta púrru og rauðróf- ur og þá ræktar hún jurtir fyrir grasalækna. Fyrir utan ræktunina sjálfa hefur Jóhanna haldið námskeið á vorin í matjurtarækt. Nemend- urnir sá þá fyrir grænmeti við Dalsá en fara svo með það heim og halda áfram að rækta það. „Markmiðið með þessum nám- skeiðum er fyrst og fremst að veita fólki sjálfstæði og sjálfs- traust til að gera þetta sjálft. Þetta er einhvern veginn í okkur öllum,“ segir hún. kjartan@mbl.is Lífræn ræktun og námskeið við Dalsá í Mosfellsdal Morgunblaðið/Þórður Væn og græn Jóhanna er sannarlega með græna fingur og hefur miðlað þekkingu sinni til annarra á námskeiðum undanfarin ár. Matjurtaræktun er í öllu fólki Jurt Stöngulhnýði er á meðal þess sem Jóhanna ræktar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.