Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Mikill munur er á loftmengun frá fyrirhuguðum kísilverkefnum hér á landi. Framleiðsluferli verksmiðj- anna er mismunandi og sker Silicor Materials á Grundartanga sig nokk- uð úr í þeim efnum, þar sem þróuð hefur verið ný tækni sem fyrirtækið er með einkaleyfi fyrir. Það var nið- urstaða Skipulagsstofnunar að sú framleiðsla væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og var framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrif- um. Aðalbjörg Birna Guttorms- dóttir, teymisstjóri hjá Umhverf- isstofnun, flutti á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu í Háskól- anum í Reykjavík um kísilver og endurnýjanlega orku. Þar bar hún saman loftmengun frá þeim kísil- verum sem til stendur að reisa. Um er að ræða verksmiðjur PCC og Saint Gobain á Bakka við Húsavík, United Silicon og Thorsil í Helguvík og Silicor Materials á Grund- artanga. Eitt af fimm með starfsleyfi Aðalbjörg Birna segist hafa unnið samanburðinn upp úr þeim skýrslum sem fyrirtækin hafa unnið varðandi mat á umhverfisáhrifum. Aðeins eitt þessara kísilvera, United Silicon í Helguvík, er komið með starfsleyfi. Thorsil hefur skilað inn frummatsskýrslu til yfirferðar og er skýrslan nú í almennu umsagnar- ferli. PCC hefur nú þegar sótt um starfsleyfi til stofnunarinnar og er sú umsókn í ferli hjá Umhverf- isstofnun. „Saint Gobain var komið af stað í ferlinu um mat á umhverfisáhrifum en við höfum ekkert heyrt frá þeim aðilum í nokkur ár,“ segir hún. Öll fyrirtækin, nema Silicor Mat- erials, voru háð mati á umhverfis- áhrifum en kísilverið á Grundar- tanga fellur undir svonefndan 2. viðauka í lögum um mat á umhverf- isáhrifum, þar sem metið er í hvert skipti hvort fyrirtæki séu mats- skyld. Í tilviki Silicor var ekki talin þörf á umhverfismati en fram- kvæmdin tilkynningarskyld og um- sagna leitað hjá ýmsum aðilum. Matsferli þeirrar framkvæmdar er því lokið en Silicor hefur hins vegar ekki ennþá lagt inn umsókn um starfsleyfi. „Fyrirtækin notast við mismun- andi iðnaðarferla og framleiðslu- aðferðir. Hráefnið getur verið mis- munandi hreint. Mengunargildi miðast einnig við það hvar í mats- ferlinu verkefnin eru stödd, þannig var Saint Gobain komið mjög stutt í ferlinu og eftir því sem líður á matið verða tölur sífellt nákvæmari enda gengur ferlið út á það að dýpka upp- lýsingar um umhverfisáhrif fram- kvæmda. Silicor Materials notast við nýstárlegar aðferðir við meðhöndlun hráefnisins og eru þær á tilrauna- stigi. Þar fer iðnaðarferlið fram að mestu leyti í lokuðum kerfum. Það virðist vera mun minni mengun en frá hinum verksmiðjunum en hún er einnig töluvert minni. Verksmiðjan hyggst sömuleiðis endurnýta og selja mikið af sínum hliðarafurðum,“ segir Aðalbjörg Birna en í meðfylgj- andi töflu sést nánar hvernig meng- unargildin eru frá hverri verksmiðju fyrir sig. Þar sem stendur „ekkert tilkynnt“ þá er ekki vitað til þess að útblástur innihaldi viðkomandi efni. Hún segir endanleg gildi munu skýrast betur þegar umsókn Silicor um starfsleyfi berst stofnuninni. Þá muni sérfræðingar Umhverfisstofn- unar kafa dýpra ofan í þessi mál. Á töflunni sést t.d. að efni eins og brennisteinsdíoxíð, koldíoxið og nit- uroxíð eru hverfandi í útblæstri frá Silicor á meðan málmar verða mun fyrirferðarmeiri miðað við fyr- irliggjandi gögn til Umhverfisstofn- unar. Nær engin mengun Guðjón Jónsson, efnaverkfræð- ingur hjá VSÓ, hefur unnið að um- hverfisþáttum verksmiðju Silicor Materials á Grundatanga. Hann segir verksmiðjuna afar frábrugðna öðrum sambærilegum verkefnum hér á landi. Hinar verksmiðjurnar framleiði kísilmálm sem hráefni fyr- ir verksmiðjur eins og Silicor. „Silicor tekur kísilmálm og hreinsar hann þannig að eftir hreinsun nýtist hann í sólarkísil. Allt annar ferill er notaður til þess að framleiða kísilmálm. Sá ferill er svipaður og notaður er hjá Elkem á Grundartanga í framleiðslu á kís- iljárni. Þetta gerir það að verkum að mengunin frá Silicor er nánast eng- in,“ segir Guðjón en þegar áform Silicor Materials voru fyrst kynnt kom fram nokkuð hörð gagnrýni um að framleiðslan væri mjög meng- andi. Guðjón segir þetta hafa verið á misskilningi byggt. „Silicor hefur orðið sér úti um einkaleyfi á þessari framleiðslu- aðferð og flestir málmsérfræðingar naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki dottið þetta í hug. Fyrirtækið er búið að framleiða meira en 500 tonn í tilraunaverksmiðju og engin vandamál hafa komið þar upp. Var- an hefur verið prófuð af nokkrum birgjum sem ætla að kaupa sólarkís- ilinn,“ segir Guðjón og bendir á að framleiðsluaðferðin skili um 30% ódýrari sólarkísil en frá hefðbund- inni verksmiðju. Að auki sé notast við fullkomnasta hreinsunarbúnað sem völ er á við framleiðsluna. Mismikil mengun frá kísilverum  Umhverfisstofnun ber saman loftmengun frá fimm fyrirhuguðum kísilverkefnum á Íslandi  Langminnst mengun frá Silicor Materials á Grundartanga  Ný framleiðsluaðferð skiptir sköpum Loftmengun frá kísilverkefnum á Íslandi Verkefni PCC á Bakka við Húsavík United Silicon í Helguvík Silicor Materials á Grundart. Thorsil í Helguvík St. Gobain á Bakka v. Húsavík Fram- leiðsla á ári SO2 Brenni- steins- díoxið 66.000 t 100.000 t 16.000 t 110.000 t 25.000 t 832 t 1.500 t 0 1.950 t 1.900 t 363.000 t 360.000 t >1.000 t 600.000- 650.000 t 55.000 t 470-1.160 t 520 t Ekkert tilk. 1.990 t 60 t 120 kg 180 kg Ekkert tilk. 250 kg 700 kg 2 kg 2 kg Ekkert tilk. ? ? Agnir 19,4 kg 190 kg 54,6 kg ? 104 MW 130 MW 85 MW 174 MW 25 MW 56 t 130 t 63 t 61 t 200 t CO2 Koldíoxið NOx Níturoxíð/ köfnunar- efnisoxíð PAH Fjölhringa arómatísk kolvetni BaP Benzo (a) pyrene Ýmsir málmar Raforku- þörf PM Svifryk Heimild: Umhverfisstofnun/Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir Tölvumynd/Umhverfismatsskýrsla PCC Kísilver Tölvuteikning af kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Alls eru fimm svona verkefni á teikniborðinu hér á landi, misstór að upplagi. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir Guðjón Jónsson Vefjagigt Losnaði við verki og bólgur á 3 vikum Umboðsaðili: Celsus Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Ásdís Ómarsdóttir þjáðist af verkjum vegna vefjagigtar í 14 ár og var hjá sjúkraþjálfara reglulega. Með Lifestream AstaZan losnaði hún við festumein, bólgur og verki. Hún þakkar AstaZan betri líðan, betri svefn og meira úthald sem skapar fleiri gæðastundir með fjölskyldunni. Sjúkraþjálfarar og íþróttafólk mæla með AstaZan frá Lifestream • Lagar og fyrirbyggir bólgur, stirðleika og eymsli. • Eykur styrk, hreyfigetu og endurheimt. Astaxanthin 4mg, Lutein 4mg, lífrænt E-vítamín 10mg Range Rover Supercharged Sport: Kletthálsi 1a • 110 RVK S. 415 1150 www.mbbilar.is Verð kr. 6.450.000.- Stórglæsilegur og vel með farinn Range Rover Supercharged Sport Skráður 02/2008, ekinn 94 þkm. Mikill búnaður, bensín V8 391 hestöfl, Harman Kardon hljómkerfi, ljós leðursæti með minni, loftpúðafjöðrun, 20“ felgur o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.