Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fannst á lífi 2. Búnir að fá nóg af Breivik 3. Maðurinn fannst í gröfu 4. Sölubann á Galdrasett Einars Mikaels  Kammerhópurinn KÚBUS heldur útgáfutónleika í Iðnó á morgun kl. 16 í tilefni af útgáfu hjómplötunnar Gekk ég aleinn. Á henni eru sönglög eftir Karl Ottó Runólfsson í nýjum út- setningum Hjartar Ingva Jóhanns- sonar. Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og Jón Svavar Jósefsson barítón flytja lögin með kammerhópnum. KÚBUS leikur lög Karls Ottós í Iðnó  Kór Akureyrar- kirkju flytur negrasálma í kirkjunni á morg- un kl. 20 ásamt hljómsveit. Í kórn- um eru 70-80 fé- lagar og mun einn þeirra, Haraldur Hauksson, syngja einsöng. Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson og hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Halldór G. Hauksson á slagverk. Flytja negrasálma  Málþing verður haldið í dag kl. 13- 15 í Útvarpshúsinu til heiðurs Mar- gréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Útvarps. Yfirskrift mál- þingsins er: „Í fréttum er þetta helst …“ og munu fyrirlesarar fjalla um fréttir og fjölmiðla fyrr og nú. Margrét var fyrsta konan á Norður- löndum til að gegna starfi fréttastjóra ríkisútvarps. Málþing til heiðurs Margréti Indriðadóttur FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Hæg suðaustlæg átt. Rigning á Austfjörðum og stöku skúrir suðaust- anlands en skýjað með köflum og þurrt annars staðar. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í inn- sveitum fyrir norðan. Körfuknattleikskonan Björg Guðrún Einarsdóttir hefur þrisvar nefbrotnað á stuttum ferli og tvisvar á þessu ári. Hún ætlar þó ekki að láta það stöðva sig og mun halda áfram ótrauð að spila með KR-ingum en notar sér- sniðna grímu til hlífðar. „Læknirinn hló að mér þegar ég kom til hans í annað skiptið á sama árinu,“ segir Björg. »1 Björg nefbrotnaði í þriðja skipti KR-ingar halda sínu striki í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Domino’s- deildinni. Þeir unnu sjötta sigur sinn í deildinni í gær- kvöldi þegar þeir sóttu Snæfell heim í Stykkishólm, 99:91. Tindastóll er nú einn í öðru sæti eftir sigur á Fjölni í Grafarvogi því Hauk- ar töpuðu á sama tíma fyrir Þór úr Þorlákshöfn á heima- veli, 109:94. »2 KR áfram tap- laust á toppnum Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu kom til Plzen í Tékklandi í gær en þar mætir það Tékkum í und- ankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Heimir Hallgrímsson segir að allir leikmennirnir í hópnum séu til- búnir í leik- inn en eng- um detti í hug að auðvelt verkefni sé fyrir höndum. Ef liðin tvö eru skoð- uð er lið Tékka helm- ingi verðmætara en það íslenska. »1, 4 Landsliðið er mætt til leiks í Plzen Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta verður skemmtileg veisla með yfir 100 gestum,“ segir Jóhanna Guðrún Wilson, sem er 95 ára í dag og fagnar tímamótunum í móttöku- sal útfararstofu Neils Bardals í Winnipeg í Kanada. Jóhanna er vel þekkt í íslenska samfélaginu í Manitoba auk þess sem hún hefur haldið góðu sambandi við skyldfólk og vini á Íslandi. Hún hefur meðal annars heimsótt Ísland 13 sinnum, fyrst fyrir 50 árum og síðast á 90 ára afmælisárinu. Það vakti mikla kátínu viðstaddra 17. júní 2006, þegar hún þakkaði Jóni Karli Ólafssyni, þáverandi forstjóra Icelandair, fyrir hátíðarræðu í Winnipeg. Þá var töluvert hávær umræða vestra um möguleika á beinu flugi milli Íslands og Winnipeg og Jóhanna notaði tækifærið til að árétta mikilvægið. „Ég hef oft heim- sótt Ísland og beint flug myndi vissulega gera mér auðveldara fyr- ir,“ sagði hún þá. „Það er slæmt að þurfa fyrst að fljúga suður til Minn- eapolis til þess að fljúga svo norður til Íslands.“ Segir núna að hópur kvenna sé að skipuleggja ferð til Ís- lands næsta sumar og hún ætli með. „Ég óska öllum vinum mínum á Ís- landi gleðilegra jóla og hlakka til að hitta þá. Beint flug myndi ekki skemma fyrir,“ segir hún. Kvenfélagið mikilvægt Jóhanna Guðrún Símonardóttir (Skaptason), móðir Jóhönnu, var helsta hvatakonan að stofnun kven- félagsins Jón Sigurðsson – kvenna- deild IODE (Imperial Order Daughters of the Empire) 1916 og formaður þess fyrstu 17 árin. Jó- hanna yngri hefur verið félagi í um 70 ár og tvisvar kjörin formaður. Fé- lagið er henni mjög kært og hún seg- ir að það hafi náð til fleiri kvenna að undanförnu. Nefnir í því sambandi að fjölgað hafi í félaginu, núverandi formaður sé norsk og varaformað- urinn dönsk. Allir um 60 félags- mennirnir eru á gestalistanum í dag. „Það þarf stórt húsnæði fyrir svona fjölmennan hóp og þess vegna verð- um við í útfararstofunni,“ segir hún. Bætir við að gestir komi víða að og margir taki þátt í undirbúningnum. „Guðrún Ágústsdóttir og Sigrún Steingrímsdóttir koma frá Íslandi og Anna Birgis, sem er öflug í kven- félaginu, er ein mín helsta stoð og stytta.“ Jóhanna virðist alltaf vera eins. „Ég er í góðu formi og þakka það ís- lenska þorskalýsinu, sem ég hef tek- ið um árabil,“ segir hún. Leggur áherslu á að það hjálpi sér ekki síður í bridsinu og að sjálfsögðu við bakst- urinn. „Ég slæ enn í köku eða tvær,“ segir hún og nefnir að hún hafi bak- að fjórar stórar vínartertur fyrir veisluna, kleinur, pönnukökur, brauð og ýmislegt annað góðgæti. „Það verður vonandi nóg.“ Íslenska þorskalýsið virkar vel  Jóhanna Guðrún Wilson heldur upp á 95 ára afmælið með yfir 100 gestum Ljósmynd/Anna Birgis Kræsingar Jóhanna Guðrún Wilson við hluta meðlætisins sem hún hefur bakað fyrir veisluna í dag. Vínarterturnar eru sex laga að þessu sinni. Foreldrar Jóhönnu voru Jó- hanna Guðrún Símonardóttir, fædd á Gimli 1877, og Jósef Björn Skaftason, fæddur á Ís- landi. Hún er ættuð úr Húna- vatnssýslu og af Snæfellsnesi. Björn Skaftason og Margrét Stefánsdóttir voru afi og amma hennar í föðurætt. Símon Sím- onarson og Valdís Guðmunds- dóttir, afi og amma hennar í móðurætt, voru í fyrsta hópnum sem flutti til Kanada 1874. Val- dís tók á móti fyrsta íslenska barninu sem fæddist á Gimli við Winnipegvatn. Eiginmaður Jó- hönnu var Frank Wilson. Þau eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Fæddur á Íslandi ÍSLENSK Í BÁÐAR ÆTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 4-12 m/s. Bjart með köflum vestantil, annars skýjað en rigning af og til suðaustan- og austantil. Dregur úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, fyrst vestanlands. Hiti 5 til 12 stig. VEÐUR » 8 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.