Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Yrði að reyna á fyrir dómi Þórey Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, telur ómögulegt að fullyrða um lög- mæti skylduaðildar að tilteknum líf- eyrissjóði án þess að á það reyni fyrir íslenskum dómstólum. „Því verður ekki neitað að rétturinn er að þróast til aukins félagafrelsis. Þó er ekki unnt að fullyrða hvernig dómstólar myndu taka á svona máli ef það kæmi til kasta dómstóla í dag. Því er það stór ályktun að draga í efa að dóm- stólar myndu komast að annarri nið- urstöðu í dag, eins og gert er í grein Gunnars, “ segir Þórey. Hún leggur áherslu á að lífeyris- sjóðirnir séu hluti af trygginganeti al- mennings. „Þeir eiga rót sína að rekja til samninga aðila vinnumarkaðarins. Lífeyrisréttindi eru stór og mikil- vægur hluti af kjörum launþega.“ FME efnir til umræðunnar Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, telur greinina gagnlegt inn- legg inn í umræðuna. Hún hafi þó frekar falið í sér vangaveltur og fræðilega umfjöllun, en beina tillögu. „Við erum einfaldlega að benda á hvernig réttarþróunin hefur verið. Gunnar velti því upp hvernig skyldu- aðild rímar við réttarþróunina og bendir á, að nú séu meiri líkur en áð- ur á, að Hæstiréttur dæmi á annan hátt en hann gerði árið 1996. End- anlegt mat um það er í höndum dóm- stóla. Við dæmum málið ekki fyrir- fram en við erum að efna til umræðunnar.“ Skylduaðild að sjóðum andstæð félagafrelsi  Lögfræðingur hjá FME efast um að skylduaðild að lífeyr- issjóðum samrýmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Morgunblaðið/Ómar Lífeyrir Aðild að lífeyrissjóði fer eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein, eða sérlögum ef við á. Félagafrelsi » 2. mgr. 74. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 11. mannréttindasáttmála Evr- ópu kveða á um neikvætt fé- lagafrelsi, þ.e. rétt manna til að standa utan félaga. » Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og starfsemi lífeyr- issjóða, þurfa allir launamenn og sjálfstætt starfandi að eiga aðild að tilteknum lífeyrissjóði. BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Draga má í efa að lagaákvæði er skyldar launafólk til aðildar að til- teknum lífeyrissjóðum standist ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi, að mati Gunnars Þórs Ásgeirssonar, lögfræðings á eftirlits- sviði Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta kemur fram í grein hans „Á skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði rétt á sér?“ sem birtist í nýútkomnu riti FME, Fjármálum. Hugsanleg áhrif réttarþróunar Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu að með þeirri réttarþróun sem hafi átt sér stað á undanförnum árum megi draga í efa að núverandi kerfi, sem skyldar meginþorra launafólks til að- ildar að ákveðnum lífeyrissjóði, upp- fylli þær kröfur sem Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu muni gera til skerðingar á félagafrelsi manna. Gunnar veltir því upp hvort dómur Hæstaréttar frá árinu 1996, þar sem talið var lögmætt að skylda menn til aðildar að tilteknum lífeyrissjóði, eigi enn rétt á sér. Réttarþróun hafi færst til ríkari verndar neikvæðs félaga- frelsis á síðustu árum. Vísar hann til dóms Mannréttinda- dómstólsins í máli Sigurðar Sigur- jónssonar gegn Íslandi frá 1993, þar sem því varið slegið föstu að skyldu- aðild að félagi leigubifreiðastjóra bryti gegn rétti til að standa utan fé- laga samkvæmt 11. gr. mannréttinda- sáttmálans. Þá taldi dómstóllinn í máli Sören- sen og Rasmussen gegn Danmörku frá árinu 2006 að aðildarskyldu- ákvæði í kjarasamningi bryti gegn 11. gr. sáttmálans, þar sem starfsmenn væru þvingaðir til aðildar að ákveðnu stéttarfélagi ef þeir vildu fá starf eða halda því. Hagstofan birtir nóvembermælingu vísitölu neysluverðs 26. nóvember og spá greiningardeildir bankanna ýmist lækkun eða óbreyttri vísitölu. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir muni árs- verðbólgan lækka úr 1,9% í 1,4%. Landsbankinn væntir þess að flug- fargjöld og bensínverð verði helstu lækkunarvaldar en húsnæðisverð sé til hækkunar. Frekar lítill verð- bólguþrýstingur sé fyrirsjáanlegur það sem eftir lifir árs. Greining Íslandsbanda spáir 0,1% lækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Gangi spáin eftir muni verðbólga einnig hjaðna úr 1,9% í 1,4%. Gert er ráð fyrir að verðbólgan verði undir 2,5% verð- bólgumarkmiði Seðlabankans fram yfir mitt ár 2015. Loks spáir greiningardeild Arion banka óbreyttu verðlagi í nóvem- ber. Gangi spáin eftir muni árs- verðbólgan lækka á milli mánaða í 1,5%. Í spánni vega flugfargjöld þyngst en mælingar benda til þess að þau lækki um 12% á milli mán- aða. brynja@mbl.is Spá lækkun eða óbreyttri vísitölu Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Neysluverð Flugfargjöld lækkuðu mikið í mánuðinum og hafa áhrif á spár.  Greiningardeildir spá 1,4-1,5% verðbólgu HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS ReebokFitnessog BiggestLoser Ísland veljaStarTrac tækin fráokkur! MYND FRÁ STAR FSMANNAAÐST ÖÐU ADVANIA VILTUKOMAUPPAÐSTÖÐUÁÞÍNUMVINNUSTAÐ? Í nýlegri rannsókná200starfsmönnumhjá 3 stórfyrirtækjum íBandaríkjunum, kom í ljós aðþeir skiluðu allt að 15%meira vinnuframlagiognýttu tímannbetur á þeimdögumsemheilsurækt var stunduð. HAFÐUSAMBANDOGVIÐFINNUMBESTU LAUSNINAFYRIRÞIG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.