Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dúettinn My Bubba, skipaður Guðbjörgu Tómasdóttur og hinni sænsku My Larsdotter, sendi í maí sl. frá sér aðra breiðskífu sína, Goes Abroader. My Bubba hefur síðustu mánuði fylgt skíf- unni eftir með tónleikahaldi víða um lönd og þá m.a. tónleikum þar sem hljómsveitin hefur komið fram með írska tónlistarmann- inum Damien Rice. Blaðamaður ræddi við Guð- björgu, sem kölluð er Bubba, fimmtudaginn sl. og voru þær My þá nýlentar í Hollandi enda bók- aðar á tónleika um kvöldið í Gro- eningen og aðra degi síðar í Den Haag. Í kvöld kemur My Bubba hins vegar fram með Damien Rice á hinum sögufræga tónleikastað The Apollo í Harlem í New York þar sem ýmsar stjörnur tónlistar- sögunnar hafa komið fram, m.a. Billie Holiday og Duke Ellington. Verða það fjórðu tónleikarnir sem My Bubba heldur með Rice, að sögn Guðbjargar. „Við erum á tveggja mánaða tónleikaferðalagi og það vildi þannig til að við vorum á svip- uðum slóðum og hann og ákváðum að slá þessu saman,“ segir Guð- björg og bætir vð að þær My hafi ákveðið að skella sér með Rice til New York. Algjör tilviljun En hvernig stendur á því að My Bubba er að leika á tónleikum með jafnþekktum tónlistarmanni og Damien Rice? „Við kynntumst honum í Vest- urbæjarlauginni. Við fórum að spila tónlist saman, urðum vinir og svo kom í ljós að við vorum að fara í tónleikaferð um Evrópu á sama tíma og hann spurði hvort við vildum ekki spila með honum,“ segir Guðbjörg. – Þetta var þá algjör tilviljun? „Já, algjör tilviljun eins og svo margt á okkar ferli, ótrúlegar til- viljanir og oft lygilega skondnar,“ segir Guðbjörg kímin. Blaðamaður ræddi við Guð- björgu í lok apríl í fyrra, ári áður en Goes Abroader kom út og var hún þá stödd með My í hljóðveri í Los Angeles við upptökur á plöt- unni. Þá sagði Guðbjörg að platan yrði umvafin exótískum áhrifum og væri ferðalag um ímynduð höf og heimsálfur. Blaðamaður spyr hana hvort það eigi enn við um plötuna? „Já, hún var samin þegar My var í Svíþjóð að vinna sem lest- arstjóri í hjáverkum og ég var á Íslandi og við söknuðum þess að fara á ævintýralegar slóðir og spila saman. Lögin voru skrifuð út frá þessari löngun eftir hlýju og hita, að komast burt frá þess- um kalda, skandínavíska vetri.“ – Fjalla textarnir um þessa löngun? „Já, þetta eru ferðalög um ým- islegt, t.d. blóm, ávexti og ástríð- ur. Sögur af því sem gerðist og gerðist ekki,“ svarar Guðbjörg. Skandinavísk og bandarísk þjóðlagahefð Guðbjörg segir tónlist My Bubba mikið „inn við beinið“ og að textarnir séu í forgrunni. „Við erum í raun að vísa í þjóð- lagahefðir, blanda saman skandin- avískum vísum sem við ólumst upp við. My ólst líka upp í Banda- ríkjunum þannig að við vísum líka í þjóðlagahefðina þar. Þetta snýst um að segja þessar sögur sem lögin eru, textarnir eru ljóð sem eru sungin og við höldum útsetn- ingunum einföldum til að radd- irnar og textarnir haldist í for- grunni. Þetta er mínímal en samt marglaga,“ segir Guðbjörg. Kynntust Rice í Vesturbæjarlauginni  My Bubba heldur tónleika með Damien Rice  „Við höldum útsetningunum einföldum til að radd- irnar og textarnir haldist í forgrunni,“ segir Guðbjörg í My Bubba um breiðskífuna Goes Abroader Ljósmynd/Natalia Jimenez Restrepo Í sundi „Við kynntumst honum í Vesturbæjarlauginni. Við fórum að spila tónlist saman, urðum vinir og svo kom í ljós að við vorum að fara í tónleikaferð um Evrópu á sama tíma og hann spurði hvort við vildum ekki spila með hon- um,“ segir Guðbjörg Tómasdóttir sem hér sést, hægra megin, með Rice og My Larsdotter í Brussel. Frekari upplýsingar og fréttir af My Bubba má finna á heimasíðu dúettsins, ohmybubba.com. Hlýlegt Umslag annarrar breið- skífu My Bubba, Goes Abroader. Tvær sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni klukkan 15 í dag, laug- ardag. Á efri hæð safnsins er sýn- ingin „Hughrif“ með verkum eftir Hólmfríði Árnadóttur. Hún sýnir annars vegar pappírsverk frá fyrri hluta ferils síns, unnin með bland- aðri eigin tækni og öll með vatns- uppleysanlegum, vönduðum, ljós- ekta litum. Hins vegar nýrri textílverk, ýmist handofin úr ís- lenskri ull eða silki, með einskeftu eða vaðmáli. Verk Hólmfríðar eru einföld og hrein en án upphafn- ingar eða alvarleika. Hólmfríður lauk kennaraprófi frá Handíða- og myndlistaskólanum og vann að menntamálum allan sinn feril. Sýning Jóns B. K. Ransu ber heit- ið „Óp/Op“ og sýnir verk unnin eft- ir fyrirmyndum sem tengjast kenn- ingum franska sálfræðingsins Jacques Lacan og táknmyndum Edvards Munch og Alfreds Hitch- cock. Auk þess að sýna verk reglu- lega hefur hann skrifað bækur, fjölda greina og gagnrýni, auk þess að vera sýningarstjóri. Hólmfríður og Jón B.K. Ransu sýna Pappírsverk „Esjan fjallið mitt,“ eftir Hólmfríði Árnadóttur. Morgunblaðið/Þórður Málarinn Jón B. K. Ransu sýnir verk undir áhrifum af texta Lacan. 7 7 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 L L DUMB & DUMBER TO (laugard) Sýnd kl. 2, 4:15, 5, 8, 10:20 DUMB & DUMBER TO (sunnud) Sýnd kl. 2, 4:15, 8, 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8, 10:30 JOHN WICK Sýnd kl. 10:10 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50, 8 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 2, 3:50 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 1:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.