Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Reyndu því að þróa hugmyndir sem eru öðruvísi og spennandi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú leikur þér ómeðvitað að valdi þínu og lætur á það reyna. Gerið upp lítil deilu- mál eða gleymið þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjölskyldan og heimilið setja svip sinn á daginn hjá þér. Gakktu óhræddur á hólm við verkefni dagsins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. Þú mætir sann- girni og ert að sama skapi rausnarlegur við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Málefni tengd samböndum eru eilífðarverkefni. Nakið fólk hefur lítil eða engin áhrif í samfélaginu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt hafa það markmið þennan mánuðinn að vera skýr í samskiptum. Aðrir vita að þér er alvara þegar þú tekur þér eitthvað fyrir hendur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Takist þér ekki að koma málstað þín- um til skila undanbragðalaust áttu á hættu að allt fari út um þúfur. Vertu því stöðugt á tánum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er svo margt sem þig langar að gera að þér fallast eiginlega hendur. Byrjaðu strax því annars geturðu misst af strætisvagninum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú flýgur um eins og önnum kafinn fugl og býrð þig undir framtíðina. Dagurinn hentar hins vegar engan veginn til að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi fjármál og viðskipti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er einhver umræða í gangi sem kann að snerta þig svo þér er fyrir bestu að hafa allt þitt á hreinu. Notaðu tímann vel á meðan þú ert svona kraft- mikil/l. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allir þekkja manneskju sem vel- ur gáfulegasta kostinn þegar allir aðrir eru þrautreyndir. Reyndu að nýta umræddan búnað á glænýjan hátt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér veitist erfitt að sinna starfi þínu af kostgæfni. Haltu sköpunargáfunni við með því að umgangast þá sem kunna að meta hana. Vísnagátan fyrir viku var eftirGuðmund Arnfinnsson: Bunga hrauns all breið að sjá, býsna mikil hrúga, krummahöll í klettagjá, konur þarna búa. Og þessi lausn fylgdi: Dyngja hrauns er bunga breið, bingur eða hrúga, krummi dyngju úr kvistum reið, konur í dyngju búa. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Eldgos í dyngju upp eimyrju spjó. Ýmsu í dyngju ég hrúga. Krummi sér dyngju í klettunum bjó. Konur í dyngjunni búa. Pétur F. Þórðarson ræður gát- una þannig: Úr Dyngju hraunið dembist niður. Í dyngju þeirri er enginn friður. Laupur dyngja lítil er. lúra í dyngju mærin fer. „Hamra skal járnið, meðan heitt er!“ segir Guðmundur Arnfinnsson og enn kemur gáta: Meinfýsinn og illgjarn er. Undirstöðu köllum vér. Þar er allt á fleygiferð. Fyrr var nýtt við kaffigerð. Davið Hjálmar Haraldsson vitnaði í Fréttablaðið þar sem sagt er frá tilraunum með nýtt fjölnota lyf sem unnið er úr lýsi. – „Mér skilst að þetta sé hálfgert undralyf sem gagnist jafnt við rauðum aug- um, gyllinæð, vægri augnbólgu og harðlífi,“ segir hann. „Helsti galli augnlyfsins er dálítil lýsislykt en lyktin ku ekki skipta máli við aðra ætlaða notkun. Ég nota augnlyf og mér er um og ó: Mér kólnar, ég svitna, er kominn með flog og krampa, það glamrar í tönnum: Setja þeir lyfið í sitjandann og síðan í augun á mönnum? Oft er slegið á létta strengi á Leirnum, Jón Ingvar Jónsson spurði á fimmtudag hvort ekki mætti hafa stórt F í frón: Vetur, sumar, vor og haust verð ég fyrir tjóni. Það er ekki þrautalaust, þetta líf á Fróni. Og Kristján Gaukur Kristjánsson bætti við: Líf á Fróni líst mér á ljúft er kexið góða. Kalda mjólk þú með skalt fá – og með þér alltaf bjóða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hrafnslaupur og lítill stafur eða stór Í klípu „EKKI REYNA ÞETTA SJÁLFUR. ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA EINFALT – EN ÉG ER ÞRAUTÞJÁLFAÐUR ATVINNUMAÐUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FÓR Í ÖKUTÍMANN MINN OG ÞÚ SKULDAR ÞEIM NÝJAN BÍL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tengslin á milli feðga. ÍSBÍLLINN, MAÐUR! HVERNIG?... HÉR ER VESKIÐ ÞITT ÉG HELD AÐ ÉG VERÐI HEIMA Í RÚMINU OG FARI EKKI Í VINNUNA Í DAG... ...ÉG ER YFIRMAÐURINN ÞEGAR ALLT KEMUR TIL ALLS! Víkverji er óstöðvandi í uppeldis-hlutverkinu enda er hann kom- inn með aðra hönd á verðlaunin: For- eldri ársins. Stórir sem smáir sigrar liggja á bak við titilinn. Fyrir þá sem ekki vita þá er titillinn veittur við há- tíðlega athöfn af sérstökum sam- tökum um barnauppeldi. Þau veita einnig sérstök verðlaun til móður og föður ársins. x x x Eitt af því sem Víkverji hefur inn-leitt í uppeldið er að kenna fjög- urra ára afkvæminu að þjálfast í er samlíðun: að setja sig í spor annarra og vera gjafmildur fyrir vikið. x x x Jól í skókassa er frábært framtak.Munaðarlausum börnum í Úkra- ínu eru færðar gjafir í skókassa, ým- islegt þarflegt eins og tannbursta og eitthvað smálegt til að gleðja barnið eins og dót. Því þykir Víkverja það kjörið í slíkt. Það krefst þess að for- réttindabarnið sem Víkverji hefur al- ið í þennan heim þarf að gefa af sínu dóti til annarra. x x x Í fyrstu hefur þetta gengið vel ogbörnin í Úkraínu nefnd til sög- unnar í tíma og ótíma. Einskær gleði færðist yfir barnið þegar farið var í matvöruverslun til þess að kaupa bæði tannbursta, tannkrem og sápu. Það var það fyrsta sem fór í kassann. x x x Eitthvað breyttist þó svipurinn þeg-ar Víkverji hafði keypt nýja lita- bók og liti fyrir stúlkukindina í Úkra- ínu. Reykvíska barnið vildi vissulega fá líka alveg splunkunýja liti og lita- bók. En með fortölum var þó hægt að benda á góssið sem það hafði til um- ráða og gaf það því eftir. x x x Þá var komið að því að finna fíntdót, setja í kassa og gefa öðru barni á svipuðu aldursbili. Eitthvað var og er barnið tregt í taumi að setja barnagull í kassann. Skyndilega hef- ur það mikla þörf fyrir allt dótið sitt, stórt sem smátt, brotið og heilt. Barnið reyndi allt hvað það gat til að komast hjá því að fara í leiðangurinn inn í herbergi að finna dót fyrir stelp- una í Úkraínu. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér. (Sálmarnir 84:13)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.