Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vladimír Pút-ín, forsetaRússlands,
er annt um mátt og
dýrð Rússlands.
Markmið Pútíns er
að reisa landið úr
þeirri niðurlægingu
sem fylgdi í kjölfarið á því að
Sovétríkin liðuðust í sundur og
hann hefur kallað mesta stór-
slys í stjórnmálasögu tutt-
ugustu aldar. Einn birting-
armynd þess er innlimun
Krímskaga í Rússland og af-
skipti Rússa af austurhluta
Úkraínu.
Íhlutun Rússa í málefni
Úkraínu hófust fyrir alvöru
þegar yfirvöld í Kænugarði
hugðust líta í vestur í stað aust-
urs. Í huga Pútíns er ekkert val
í þeim efnum. Ætlun Pútíns var
að Úkraína gengi í nýstofnað
bandalag til mótvægis við Evr-
ópusambandið. Leiðtogar
Hvíta-Rússlands, Kasakstans
og Rússlands undirrituðu stofn-
sáttmála Efnahagsbandalags
Evrasíu í lok maí og í október
bættist Armenía við. Samstarfið
hefst formlega um áramót.
Hugmyndin að bandalagi um
verslun og viðskipti hefur verið
eignuð Nursultan Nasarbajev,
sem hefur verið forseti Kasak-
stans frá 1989. Hann lagði til í
ræðu í Moskvuháskóla 1994 að
stofnað yrði bandalag til að
styðja hagkerfi Austur-Evrópu
og Austur-Asíu.
Pútín hefur hins vegar meira
í huga. Hann lýsti hugmyndum
sínum í blaðagrein aðeins viku
eftir að hann tilkynnti haustið
2011 að hann ætlaði að verða
forseti á nýjan leik. Þar talaði
hann um Evrasíubandalag sem
reist yrði á tollabandalaginu
sem þegar var fyrir hendi á milli
ríkjanna þriggja sem undirrit-
uðu stofnsáttmálann í sumar.
„Við ætlum ekki að láta þar
staðar numið og setjum okkur
metnaðarfullt markmið, að
komast á næsta og jafnvel
hærra stig samruna, Evrasíu-
bandalag,“ skrifaði hann og
bætti við að þess væri vænst að
Tadsikistan og Kirgistan bætt-
ust við.
Um leið tók hann fram að
ekki væri „ætlunin að end-
urskapa Sovétríkin í neinni
mynd. Það væri barnalegt að
reyna að endurreisa eða búa til
afrit af því sem heyrir til fortíð-
inni, en náinn samruni á grund-
velli nýrra gilda og pólitískum
og efnahagslegum grunni er
nauðsynlegur.“
Þar sagði hann að ætti að
byggja á arfleifð Sovétríkjanna,
innviðum, sérhæfingu í iðnaði
og sameiginlegum arfi tungu,
menningar og vísinda. „Við
leggjum til hugmynd um valda-
mikið, yfirþjóðlegt bandalag
sem gæti orðið einn af pólunum
í heimi nútímans,“ skrifaði Pút-
ín. Hann sér fyrir sér að hið
nýja bandalag
verði jafnoki Evr-
ópusambandsins.
Hin aðildarríki
sambandsins eru
greinilega efins um
samrunahug-
myndir Pútíns,
enda er hæpið að tala um valda-
jafnvægi í bandalaginu. Til
marks um ójafnvægið er að
landsframleiðsla Rússa er 87%
af samanlagðri landsfram-
leiðslu aðildarríkjanna. Rússar
eru 146 milljónir, en Kasakar
aðeins 17 milljónir, Hvítrússar
10 milljónir og Armenar þjár
milljónir.
Í bandalagi þar sem hlutföllin
eru með þessum hætti er vand-
kvæðum bundið að búa til kerfi
sem allir geta sætt sig við. Í
tollabandalaginu gátu Rússar
beitt neitunarvaldi, en þurftu
annaðhvort Kasaka eða Hvít-
rússa með sér til að taka
ákvarðanir. Því var breytt
þannig að sátt þyrfti meðal allra
aðildarríkja til að ákvörðun
næði fram að ganga. Sú breyt-
ing var líklega gerð til að gera
bandalagið meira aðlaðandi fyr-
ir Úkraínumenn, þótt ekki
dygði það til.
Efnahagsbandalag Evrasíu
er þegar komið með fram-
kvæmdastjórn. Hún hefur að-
setur í 11 hæða byggingu úr
stáli og gleri í Moskvu þar sem
vinna þúsund manns.
Rússar vonast til að fá fleiri
fyrrverandi sovétlýðveldi til að
ganga í hið nýja bandalag. Pút-
ín talaði um sameiginlega arf-
leifð frá tímum Sovétríkjanna,
en raunin er sú að margt hefur
breyst. Af sovétlýðveldunum
fyrrverandi er Rússland aðeins
helsta viðskiptaland tveggja,
Hvíta-Rússlands og Úsbekist-
ans. Í hinum löndunum hefur
vægi Rússa í viðskiptum dregist
saman og vegur Kína og Evr-
ópusambandsins vaxið.
Helsti vandi Efnahags-
bandalags Evrasíu er hins veg-
ar Úkraína. Pútín lítur svo á
eins og margir ef ekki flestir
Rússar að Rússland og Úkraína
séu eitt. Hann hefur verið með
Úkraínu á heilanum og lagt allt
kapp á að laða landið inn í hið
nýja bandalag. Það hefur hins
vegar snúist í höndunum á hon-
um. Þegar allt stefndi í að
Úkraína ætlaði að undirrita
samstarfssamning við Evrópu-
sambandið hófst þrýstingur
Rússa fyrir alvöru. Í kjölfarið
kom uppreisn í Úkraínu og inn-
rás Rússa. Segja má að með því
að leggja undir sig Krímskaga
og styðja aðskilnaðarsinna í
austurhluta landsins hafi Pútín
ýtt Úkraínu endanlega frá sér
og eyðilagt drauminn um Evr-
asíubandalag sem nota mætti til
að bjóða Evrópusambandinu
byrginn og færði Rússum auk-
inn mátt í refskák stórvelda-
stjórnmálanna.
Efnahagsbandalag
Evrasíu verður að
veruleika um ára-
mót, en verður mátt-
lausara en til stóð}
Evrasíudraumur Pútíns
E
f það lá ekki ljóst fyrir, skýrist
nú óðum hvernig skipast í fylk-
ingar hvað varðar afstöðu til
frumvarps um breytingar á lög-
um um verslun með áfengi og
tóbak, þar sem meginmarkmiðið er að færa
áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila.
Fjöldi aðila hefur skilað inn umsögnum en
meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum vegna
frumvarpsins og/eða hafna alfarið samþykkt
þess eru Landlæknisembættið, Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, Umboðsmaður
barna, Barnaverndarstofa, Barnaheill, Fé-
lagsráðgjafafélag Íslands, Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja, SFR – stéttarfélag í al-
mannaþjónustu, bindindissamtök og
Samstarfsráð um forvarnir. Undir þeirri
regnhlíf eru 23 aðildarsamtök, þ.á m. Heimili
og skóli, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og
ólympíusamband Íslands og íslenska þjóðkirkjan.
Meðal þeirra sem fagna framtakinu og styðja eru Við-
skiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök kaup-
manna og fasteignaeigenda við Laugaveg, Samtök iðn-
aðarins og Félag atvinnurekenda, en tveir síðastnefndu
eru reyndar mótfallnir því að frumvarpið verði sam-
þykkt óbreytt og vilja að ráðist verði í heildarendur-
skoðun á áfengislöggjöfinni. Þá er ónefndur verslunar-
risinn Costco, sem „hefur áhuga á að opna vöruhús á
Íslandi“, og skilar inn jákvæðri umsögn.
Það sem skilur að gagnrýnendur og klappstýrur
áfengisfrumvarpsins eru blákaldar staðreyndir. Á með-
an umsagnir fulltrúa atvinnulífsins eru ríkulega krydd-
aðar fullyrðingum á borð við „að hið opinbera
eigi ekki að standa í verslunarrekstri“ og „að
kröftum hins opinbera sé betur varið í önnur
verkefni en verslunarrekstur“, vísar Land-
læknisembættið m.a. í ráðleggingar og
stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, sem hefur lýst yfir áhyggjum af mögu-
legum afleiðingum þess að einkasala áfengis
verði aflögð. Félagsráðgjafafélagið bendir
m.a. á að á Íslandi sé „gífurlegur uppsafnaður
vandi vegna skorts á fjármagni til heilbrigðis-
og félagsþjónustu og ekki á það bætandi“.
Bindindissamtökin IOGT leita m.a. í
skýrslu sérfræðinganna Peter Anderson og
Ben Baumberg hjá Institute of Alcohol Stu-
dies í Bretlandi, sem var gerð fyrir og kostuð
af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
árið 2006. Í henni segir m.a. (kemur ekki
fram í umsögn IOGT) að sýnt hafi verið fram á að ár-
vekni herferðir og fræðsla í skólum hafi afar takmörkuð
áhrif á áfengisneyslu, ólíkt t.d. verðlagningu, sem m.a.
megi stjórna með opinberum álögum. Þar segir einnig
frá því að þegar Finnar leyfðu sölu á bjór í almennum
verslunum 1968 jókst neyslan um 46% milli ára, og að
þegar miðlungssterkur bjór fékkst í matvöruverslunum í
Svíþjóð milli 1965 og 1977, var heildarneysla áfengis
meiri en þegar hann fékkst aðeins í einokunarútibúum
ríkisins.
Átakalínur skýrast og kristallast í umsögnum um
frumvarpið, sem aftur vekja spurningar um hvort ekki
hafi verið byrjað á öfugum enda; þ.e. á niðurstöðu, í stað
ígrundunar. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Verslunin vs. Velferðin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný aðgerðaráætlun varð-andi endurheimt votlend-is er nú í undirbúningi.Umhverfis- og auðlind-
aráðunehytið hefur boðað hagsmuna-
og fagaðila til samráðs um mótun
hennar. Þeir eru Samband íslenskra
sveitarfélaga, Landbúnaðarháskólinn,
Náttúrufræðistofnun, Landgræðslan,
Bændasamtökin og Fuglavernd.
Ætlunin er að kortleggja hvaða
svæði þykja koma til greina við end-
urheimt votlendis án þess að skaða
hagsmuni ann-
arrar landnotk-
unar. Einnig á að
móta aðferðafræði
til „að forgangs-
raða slíkum svæð-
um m.a. með tilliti
til ávinnings fyrir
lífríki, losun gróð-
urhúsaloftteg-
unda, hagræns
ávinnings landeig-
enda og kostn-
aðar. Svæði þar sem lítil eða engin
landbúnaðarnot eru nú eru dæmi um
svæði sem henta vel og yrði ávinn-
ingur fyrir vistkerfið,“ segir í frétt
ráðuneytisins.
Rennur blóðið til skyldunnar
Björn Helgi Barkarson, sérfræð-
ingur í umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu, sagði að endurheimt vot-
lendis væri á meðal valkosta sem
mótvægisaðgerð gegn losun gróð-
urhúsalofttegunda innan Loftslags-
samnings Sþ. Íslendingar bentu á
endurheimt votlendis sem möguleika í
því sambandi og var það samþykkt.
Íslendingum rennur því blóðið til
skyldunnar að sýna gott fordæmi í
þessum efnum.
Þegar votlendi er ræst losna
gróðurhúsalofttegundir eins og met-
an, koltvísýringur og hláturgas. Björn
sagði að töluvert mikið af gróðurhúsa-
lofttegundum losnaði hér frá fram-
ræstu votlendi. „Ef við lokum skurð-
um eða bleytum með öðrum hætti
framræst land á nýjan leik minnkar
losunin,“ sagði Björn. „Aðild okkar að
Loftslagssamningnum kallar á bók-
hald yfir það land sem hefur verið
ræst fram og svo það land sem er end-
urheimt.“
Kanna þarf áhuga landeigenda á
að ráðast í svona verkefni og æskilegt
er að setja endurheimt votlendis í
skýrari farveg af hálfu ríkisins, að
mati Björns. Hann sagði að huga
þyrfti að því hvort endurheimt vot-
lendis gæti orðið fastur liður í stuðn-
ingi við umhverfismál líkt og land-
græðsla og skógrækt eru nú þegar.
„Það má ekki gleyma því að
endurheimt votlendis getur verið tölu-
vert áhrifarík aðferð gagnvart lífríki
eins og fuglalífi,“ sagði Björn. Hann
sagði að nokkur dæmi væru til um það
að bændur og aðrir landeigendur sem
byðu upp á ferðaþjónustu hefðu
endurheimt votlendi til að bæta bú-
svæði fugla og auka þannig hjá sér
möguleikana á að fá til sín ferðamenn.
Þeir bjóða m.a. upp á fuglaskoðun og
aðstöðu til fuglaskoðunar fyrir ferða-
mennina.
Björn sagði fyrsta skrefið vera
að kalla hagsmunaaðila saman, kanna
stöðuna og vilja fólks og hvort hægt
væri að setja málið í einhvern farveg.
Hann kvaðst vera að bíða eftir tilnefn-
ingum frá hagsmunaaðilum í sam-
ráðshóp um endurheimt votlendis.
Stefnt er að því að kalla þá saman
fljótlega, helst á þessu ári og að hóp-
urinn leggi aðgerðaáætlun fyrir ráð-
herra. Vonandi verði síðan hægt að
hefja aðgerðir við endurheimt vot-
lendis á skipulegan hátt þar sem það
skaði ekki aðra hagsmuni landnotk-
unar og ávinningur verði sem mestur
með tilliti til lífríkis og minnkandi los-
unar gróðurhúsalofttegunda, að sögn
Björns.
Áætlun um endur-
heimt votlendis
Morgunblaðið/RAX
Framræsla Töluvert mikið af gróðurhúsalofttegundum losnar hér frá
framræstu votlendi. Sé bleytt í framræstu landinu á ný dregur úr losuninni.
Votlendisnefndin, sem starfaði 1996-2006, stóð fyrir eða tók þátt í end-
urheimt fimmtán votlendissvæða í öllum landshlutum. Fyllt var í skurði,
gerðar stíflur og varnargarðar og endurheimtust mýrar, tjarnir og vötn.
Svæðin voru frá nokkrum hekturum og upp í nokkra ferkílómetra að
stærð.
Nefndin lagði til að mótuð yrði skýr, opinber stefna um verndun og
endurheimt votlendis. Hún lagði m.a. til að votlendissvæðum yrði ekki
raskað nema brýna nauðsyn bæri til. Að endurheimt votlendis yrði meiri
en nemur árlegri röskun á votlendi og að endurheimt votlendis yrði einn
af valkostum varðandi grænar greiðslur í landbúnaði.
Skýr og opinber stefna
VOTLENDISNEFNDIN STARFAÐI FRÁ 1996-2006
Björn Helgi
Barkarson