Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 ÚRAFRAMLEIÐANDI Í HEIMI SENNILEGA MINNSTI www.gilbert.is VIÐTAL Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hallgerður langbrók, hin fræga per- sóna úr Njáls sögu, eiginkonan sem neitaði kappanum Gunnari á Hlíðar- enda um lokk úr hári sínu í boga- strenginn á örlagastundu svo hann hlaut bana af, hefur hlotið ósann- gjarna dóma í sögunni. Hún hefur orðið hornkerling í almennings- álitinu, en hornkerling vildi hún síst vera. Þegar farið er að hugleiða ævi hennar með nútímahugtökum um einelti, róg og kynferðislega mis- notkun sést að hún á sér sterkar málsbætur. Hún reynist vera fórnarlamb sem þarfnast þess að hljóta uppreisn æru. Þetta er skoðun Guðna Ágústs- sonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, sem samið hefur bók um líf og örlög þessarar minnisstæðu konu. Hallgerður heitir bókin og hefur undirtitilinn Örlagasaga hetju í skugga fordæmingar. Guðni vill með bókinni rétta hut Hallgerðar í almenningsálitinu og bókmennta- sögunni – og raunar einnig Íslands- sögunni því hann er sannfærður um að Njáls saga líkt og aðrar fornald- arsögur sé í meginatriðum sann- söguleg. Kynntist fornsögum ungur Guðni kynntist ungur Njálu, Lax- dælu og fleiri fornsögum. Þessar bókmenntir voru í hávegum hafðar á æskuheimili hans. Þau voru sextán systkinin, tólf bræður og fjórar syst- ur, og höfðu sterkar skoðanir á forn- köppum og kvenskörungum sögu- aldarinnar. „Við bræðurnir lékum okkur með sverð og skildi og völdum okkur kappa til að líkjast. Einn valdi til dæmis Egil Skallagrímsson sem sína hetju, annar Gretti Ásmund- arson, þriðji Gísla Súrsson, en ég var hrifnastur af Gunnari á Hlíðarenda og Skarphéðni Njálssyni. Svo voru Bergþóra og Guðrún Ósvífursdóttir í miklum metum,“ segir Guðni. Á þessum æskuárum var honum í nöp við nokkrar persónur Njáls sögu, Mörð Valgarðsson, Flosa á Svínafelli og ekki síst Hallgerði langbrók sem hann kenndi um að bera ábyrgð á dauða Gunnars. „En þegar maður þroskast og fer að lesa Njáls sögu og önnur fornrit dýpra þá öðlast maður skilning á því hvernig þjóðlífið var á þessum tíma,“ segir Guðni. „Drengskapur hafði til dæmis mikla þýðingu, að menn stæðu við orð sín. Þegar maður öðl- ast meiri skilning á bakgrunni sagn- anna fer maður að fyrirgefa,“ segir hann. Hefur fyrirgefið Guðni segist hafa fyrirgefið Flosa þátt hans í Njálsbrennu, því hann hafi reynt að komast undan því að fremja þetta voðaverk og viljað sættir. „Ég hef líka fyrirgefið Hall- gerði og undanfarin ár hefur það sótt á mig með vaxandi þunga að saga hennar þarfnist leiðréttingar,“ segir Guðni. Eftir að hann flutti í Skuggahverfið í Reykjavík fór hann að ganga reglulega um Sæbrautina og út á Laugarnes þar sem sagt er að leiði Hallgerðar sé að finna. Hann kveðst hafa fundið sterkt fyrir nær- veru hennar á þessum slóðum og í bókinni lætur hann Hallgerði kalla til sín og minna hann á málsbætur hennar. Guðni telur fulla ástæðu til að reisa Hallgerði minnisvarða í Laugarnesi og hann hefur orð á því að nokkrar götur í Reykjavík séu nefndar eftir persónum í Njáls sögu. Hallgerður sé ekki ein þeirra. Það birti á sinn hátt hið neikvæða álit sem hafi orðið örlög hennar. Í bókinni rekur Guðni ævisögu Hallgerðar og gerir skil þeim atvik- um sem skópu henni eftirmælin sem minning hennar glímir enn við. Hann fjallar einnig um forfeður hennar og frændgarð. „Hún var af frægum ættum komin, í fjölskyldu hennar er sumt af glæsilegasta fólki Íslandssögunnar,“ segir hann. Bróð- ir hennar var til dæmis Ólafur pá og bróðursynir þeir Bolli og Kjartan, en frá þeim segir í Laxdæla sögu. Þá varð Þorgerður, dóttir Hallgerðar og Glúms, húsmóðir á stórbúi í Fljótshlíð. Sonur hennar var Hösk- uldur Hvítanesgoði sem Guðni kall- ar „einhvern glæsilegasta og besta mann fornaldarinnar“. Rifjar Guðni upp að Höskuldur hafi dáið með orð frelsarans á vörunum. „Guð hjálp mér en fyrirgefi yður,“ sagði hann við banamenn sína. Nota verður nútímaþekkingu Guðni segir að málsbætur Hall- gerðar felist ekki aðeins í skilningi á þjóðfélagi sögualdar þar sem hefnd- arskylda og sæmd voru ofar flestu öðru. Það verði að nota þekkingu og hugmyndir nútímans til að átta sig á gjörðum hennar. Guðni talar í því sambandi um áhrif eineltis, rógs og kynferðislegrar misnotkunar á sál- arlíf og framferði fórnarlamba. Það sé ekki fyrr en á síðustu árum að menn hafi öðlast skilning á þessum þáttum. Hann hafi ekki verið fyrir hendi á söguöld og ekki á umliðnum öldum þegar margir dæmdu Hall- gerði þungt. „Skoðum til að byrja með æsku- heimili Hallgerðar,“ segir Guðni. „Hún elst upp hjá foreldrum sínum, þeim glæsilegu hjónum Höskuldi Dala-Kollssyni og Jórunni Bjarn- ardóttur, á blómlegu búi í Laxárdal. Fyrsta stóra áfallið á lífsleiðinni er þegar Hrútur, hálfbróðir föður hennar, kemur eitt sinn í heimsókn og er kynntur fyrir Hallgerði. „Hversu líst þér á mey þessa, þykir þér eigi fögur vera?“ spyr Hösk- uldur. „Ærið fögur er mær sjá og munu margir þess gjalda. En hitt veit eg eigi hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir vorar,“ svarar Hrút- ur.“ Guðni les á milli línanna að Hall- gerður hafi heyrt þessi orðaskipti og þau hafi sært hana djúpt. Sundrað heimili „Hallgerður er enn barnung þeg- ar faðir hennar fer til Noregs að sækja sér við til að endurbæta húsa- kostinn heima við,“ segir Guðni. „Þar hrasar hann, svíkur konu sína í tryggðum þegar hann leggst með írskri ambátt, Melkorku. Þegar hann kemur með hana heim er hún ólétt. Samt skipar hann svo fyrir að hún búi á heimilinu og niðurlægir þannig Jórunni. Þetta veldur sundr- ungu og upplausn í fjölskyldunni. Ástandið á heimilinu verður raf- magnað og öll samskipti hjónanna eru við frostmark,“ segir Guðni. Til átaka kom milli Jórunnar og Mel- korku og Höskuldur neyddist til að finna henni annan dvalarstað. Guðni telur að þessir atburðir hafi haft mikil áhrif á Hallgerði, valdið henni öryggisleysi og sorg. En allt er þá þrennt er. Þegar Hallgerður er Hallgerður sætti einelti og misnotkun  Guðni Ágústsson hefur skrifað bók til að rétta hlut Hallgerðar langbrókar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.