Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 26

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 ÚRAFRAMLEIÐANDI Í HEIMI SENNILEGA MINNSTI www.gilbert.is VIÐTAL Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hallgerður langbrók, hin fræga per- sóna úr Njáls sögu, eiginkonan sem neitaði kappanum Gunnari á Hlíðar- enda um lokk úr hári sínu í boga- strenginn á örlagastundu svo hann hlaut bana af, hefur hlotið ósann- gjarna dóma í sögunni. Hún hefur orðið hornkerling í almennings- álitinu, en hornkerling vildi hún síst vera. Þegar farið er að hugleiða ævi hennar með nútímahugtökum um einelti, róg og kynferðislega mis- notkun sést að hún á sér sterkar málsbætur. Hún reynist vera fórnarlamb sem þarfnast þess að hljóta uppreisn æru. Þetta er skoðun Guðna Ágústs- sonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, sem samið hefur bók um líf og örlög þessarar minnisstæðu konu. Hallgerður heitir bókin og hefur undirtitilinn Örlagasaga hetju í skugga fordæmingar. Guðni vill með bókinni rétta hut Hallgerðar í almenningsálitinu og bókmennta- sögunni – og raunar einnig Íslands- sögunni því hann er sannfærður um að Njáls saga líkt og aðrar fornald- arsögur sé í meginatriðum sann- söguleg. Kynntist fornsögum ungur Guðni kynntist ungur Njálu, Lax- dælu og fleiri fornsögum. Þessar bókmenntir voru í hávegum hafðar á æskuheimili hans. Þau voru sextán systkinin, tólf bræður og fjórar syst- ur, og höfðu sterkar skoðanir á forn- köppum og kvenskörungum sögu- aldarinnar. „Við bræðurnir lékum okkur með sverð og skildi og völdum okkur kappa til að líkjast. Einn valdi til dæmis Egil Skallagrímsson sem sína hetju, annar Gretti Ásmund- arson, þriðji Gísla Súrsson, en ég var hrifnastur af Gunnari á Hlíðarenda og Skarphéðni Njálssyni. Svo voru Bergþóra og Guðrún Ósvífursdóttir í miklum metum,“ segir Guðni. Á þessum æskuárum var honum í nöp við nokkrar persónur Njáls sögu, Mörð Valgarðsson, Flosa á Svínafelli og ekki síst Hallgerði langbrók sem hann kenndi um að bera ábyrgð á dauða Gunnars. „En þegar maður þroskast og fer að lesa Njáls sögu og önnur fornrit dýpra þá öðlast maður skilning á því hvernig þjóðlífið var á þessum tíma,“ segir Guðni. „Drengskapur hafði til dæmis mikla þýðingu, að menn stæðu við orð sín. Þegar maður öðl- ast meiri skilning á bakgrunni sagn- anna fer maður að fyrirgefa,“ segir hann. Hefur fyrirgefið Guðni segist hafa fyrirgefið Flosa þátt hans í Njálsbrennu, því hann hafi reynt að komast undan því að fremja þetta voðaverk og viljað sættir. „Ég hef líka fyrirgefið Hall- gerði og undanfarin ár hefur það sótt á mig með vaxandi þunga að saga hennar þarfnist leiðréttingar,“ segir Guðni. Eftir að hann flutti í Skuggahverfið í Reykjavík fór hann að ganga reglulega um Sæbrautina og út á Laugarnes þar sem sagt er að leiði Hallgerðar sé að finna. Hann kveðst hafa fundið sterkt fyrir nær- veru hennar á þessum slóðum og í bókinni lætur hann Hallgerði kalla til sín og minna hann á málsbætur hennar. Guðni telur fulla ástæðu til að reisa Hallgerði minnisvarða í Laugarnesi og hann hefur orð á því að nokkrar götur í Reykjavík séu nefndar eftir persónum í Njáls sögu. Hallgerður sé ekki ein þeirra. Það birti á sinn hátt hið neikvæða álit sem hafi orðið örlög hennar. Í bókinni rekur Guðni ævisögu Hallgerðar og gerir skil þeim atvik- um sem skópu henni eftirmælin sem minning hennar glímir enn við. Hann fjallar einnig um forfeður hennar og frændgarð. „Hún var af frægum ættum komin, í fjölskyldu hennar er sumt af glæsilegasta fólki Íslandssögunnar,“ segir hann. Bróð- ir hennar var til dæmis Ólafur pá og bróðursynir þeir Bolli og Kjartan, en frá þeim segir í Laxdæla sögu. Þá varð Þorgerður, dóttir Hallgerðar og Glúms, húsmóðir á stórbúi í Fljótshlíð. Sonur hennar var Hösk- uldur Hvítanesgoði sem Guðni kall- ar „einhvern glæsilegasta og besta mann fornaldarinnar“. Rifjar Guðni upp að Höskuldur hafi dáið með orð frelsarans á vörunum. „Guð hjálp mér en fyrirgefi yður,“ sagði hann við banamenn sína. Nota verður nútímaþekkingu Guðni segir að málsbætur Hall- gerðar felist ekki aðeins í skilningi á þjóðfélagi sögualdar þar sem hefnd- arskylda og sæmd voru ofar flestu öðru. Það verði að nota þekkingu og hugmyndir nútímans til að átta sig á gjörðum hennar. Guðni talar í því sambandi um áhrif eineltis, rógs og kynferðislegrar misnotkunar á sál- arlíf og framferði fórnarlamba. Það sé ekki fyrr en á síðustu árum að menn hafi öðlast skilning á þessum þáttum. Hann hafi ekki verið fyrir hendi á söguöld og ekki á umliðnum öldum þegar margir dæmdu Hall- gerði þungt. „Skoðum til að byrja með æsku- heimili Hallgerðar,“ segir Guðni. „Hún elst upp hjá foreldrum sínum, þeim glæsilegu hjónum Höskuldi Dala-Kollssyni og Jórunni Bjarn- ardóttur, á blómlegu búi í Laxárdal. Fyrsta stóra áfallið á lífsleiðinni er þegar Hrútur, hálfbróðir föður hennar, kemur eitt sinn í heimsókn og er kynntur fyrir Hallgerði. „Hversu líst þér á mey þessa, þykir þér eigi fögur vera?“ spyr Hösk- uldur. „Ærið fögur er mær sjá og munu margir þess gjalda. En hitt veit eg eigi hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir vorar,“ svarar Hrút- ur.“ Guðni les á milli línanna að Hall- gerður hafi heyrt þessi orðaskipti og þau hafi sært hana djúpt. Sundrað heimili „Hallgerður er enn barnung þeg- ar faðir hennar fer til Noregs að sækja sér við til að endurbæta húsa- kostinn heima við,“ segir Guðni. „Þar hrasar hann, svíkur konu sína í tryggðum þegar hann leggst með írskri ambátt, Melkorku. Þegar hann kemur með hana heim er hún ólétt. Samt skipar hann svo fyrir að hún búi á heimilinu og niðurlægir þannig Jórunni. Þetta veldur sundr- ungu og upplausn í fjölskyldunni. Ástandið á heimilinu verður raf- magnað og öll samskipti hjónanna eru við frostmark,“ segir Guðni. Til átaka kom milli Jórunnar og Mel- korku og Höskuldur neyddist til að finna henni annan dvalarstað. Guðni telur að þessir atburðir hafi haft mikil áhrif á Hallgerði, valdið henni öryggisleysi og sorg. En allt er þá þrennt er. Þegar Hallgerður er Hallgerður sætti einelti og misnotkun  Guðni Ágústsson hefur skrifað bók til að rétta hlut Hallgerðar langbrókar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.