Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignafélög sem 20 einstaklingar eiga hlut í hafa fjárfest í 1.415 nýjum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík. Hlut- ur fjárfestanna í verkefnunum er mismunandi. Flestir fjármagna verk- efnin að stóru leyti en nokkrir eru hluthafar í stærri verkefnum. Hér til hliðar er búið að lista upp helstu fjárfesta að baki þeim verk- efnum um þéttingu byggðar sem Reykjavíkurborg kynnti í vikunni og einkaaðilar munu fjármagna. Þá eru þau félög tilgreind sem tengjast viðkomandi verkefnum. Listinn er ekki tæmandi. Má þar nefna að ýmsir fjárfestar hafa lagt GAMMA NOVUS til fjármagn og er það síðan til dæmis nýtt til þeirra fjárfestinga á vegum Upphafs fast- eignafélags sem hér eru nefndar, í Skipholti og á Hverfisgötu. Verkefnin eru líklega fleiri Þá eru hér ekki til skoðunar sam- bærileg verkefni sem eru í pípunum miðsvæðis í Reykjavík, til dæmis í Guðrúnartúni og Vesturbugt. Þau verkefni eru hér undanskilin vegna þess að fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa ekki greint frá hverjir munu leggja fjármagn í þau. Steinunn Jónsdóttir, fjárfestir og meðstjórnandi í BYKO, sker sig úr fjárfestahópnum að því leyti að hún er ekki ráðandi hluthafi í Mánatúni hf. Verkefnið er hins vegar stórt og er hlutur hennar eftir því. Söluverð- mæti um 175 íbúða í Mánatúni er varlega áætlað yfir átta milljarðar, ef tekið er mið af söluverði þeirra 90 íbúða sem eru nú til sölu. Á smærri töflunni hér á síðunni má sjá hversu margar íbúðir eru að baki umræddum fjárfestingum. Eins og sjá má koma smáir hópar fjárfesta að nokkrum verkefnanna. Ríflega 1.400 íbúðir Fjárfestarnir 20 eru að byggja alls 1.415 íbúðir og miðað við að söluverð hverrar íbúðar sé 35 milljónir – sem er varlega áætlað – er samanlagt söluverðmæti íbúðanna 49.525 millj- ónir króna. Til viðbótar koma sam- tals um 280 íbúðir á vegum Upphafs fasteignafélags og Rauðsvíkur. Hjónin Helen Neely og Þorvaldur H. Gissurarson, eigendur ÞG Verks, eru umsvifamest á þessum lista. Þau koma að uppbyggingu 384 íbúða í tveimur verkefnum í Reykjavík, auk þess sem þau eru að byggja 88 íbúðir á Garðatorgi í Garðabæ. Samtals eru það 472 íbúðir. Pálmar Harðarson er einnig um- svifamikill í gegnum félag sitt Þing- vang með samtals 277 íbúðir á Grandavegi og á þremur þéttingar- reitum við Laugaveg. Tvenn hjón eru á listanum yfir fjárfesta. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær er Marta Þórðar- dóttir eiginkona Guðna Rafns Eiríks- sonar verðbréfamiðlara og Björg Hildur Daðadóttir eiginkona Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns. Því má segja að fern hjón komi að þessum fjárfestingum. Þá má benda á að hjónin Magnús P. Örnólfsson og Anna Björg Petersen keyptu 30 íbúð- ir í Austurkór 63-65 í Kópavogi í gegnum félag sitt Túnfljót, líkt og Morgunblaðið sagði nýverið frá. Hóteleigandi byggir íbúðir Meðal fjárfesta eru Ólafur Davíð Torfason, eigandi Íslandshótela, sem stefnir að því að vera með 20 hótel í rekstri á Íslandi árið 2020. Fjárfestarnir koma víða að. Dæmi er að félagið Riverside Capital, sem kom að kaupum á 31 íbúð á Mýrar- götu 26 við höfnina, er í eigu River- side Capital S.A.R.L. í Lúxemborg. Kaupa íbúðir fyrir 50 milljarða  Tuttugu fjárfestar koma að byggingu ríflega 1.400 íbúða í miðborg Reykjavíkur á næstu árum  Fern hjón í fjárfestahópnum  Fjármagn frá Lúxemborg nýtt til íbúðafjárfestingar við höfnina Fasteignafélög að baki uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík - fjöldi íbúða og eignarhlutur í % Mánatún 7-17 175 Mánatún hf. % Arkur ehf. 13,9 Tryggingamiðstöðin hf. 13,9 MP banki hf. 11,5 Klasi fjárfesting hf. 10,4 Klasi ehf. 3,57 Óþekktir hluthafar 46,73 Samtals 100 Brynjureitur 80 Hljómalindarreitur 20 Vatnsstígsreitur 35 Grandavegur 142 Þingvangur ehf. Eignasamsteypan ehf. 100 Pálmar Harðarson 100 Skipholt 11-13 og Hverfisgata 96 80 Upphaf fasteignafélag % GAMMA NOVUS 100 Skyggnisbraut 2-6 112 RED I hf. % Skyggnisbraut 2-6 ehf. 46 Skyggnisbraut 2-6 ehf. % Haukur Guðjónsson 50 Kristinn Þór Geirsson 50 Samtals 100 Hexía ehf. % Ævar Rafn Björnsson 100 Austurhöfn, reitir 5 70-110 Auro Investments ehf. % Mannvit hf. 33,33 Teiknistofan Arkitektar ehf. 33,33 Óþekktir hluthafar 33,34 Samtals 100 Stakkholt 139 Bryggjuhverfi 245 ÞG Verktakar ehf. % Helen Neely 50 Þorvaldur H. Gissurarson 50 Samtals 100 Barónsreitir (íbúðafjöldi sóttur í aðalskipulag 2010-2030 200 Rauðsvík ehf. % Landey ehf. 100 Landey ehf. Heitir nú Eignarhaldsfélagið Landey ehf. % Arion banki hf. 100 Austurhöfn, reitir 1-2 Landstólpar ehf. 68% Landstólpar ehf. % Stólpar ehf. 70 Landey ehf. 30 Samtals 100 Eddufell 8 24 Rok ehf. % Hexía ehf. 100 Sigrún Bouius 0 Frakkastígsreitur 68 Blómaþing ehf. % Lögvit ehf. 100 Lögvit ehf. % Tenor ehf. 100 Tenor ehf. % Stólpar ehf. 100 Stólpar ehf. 100 % Falur fasteignir ehf. 38,18 Moment fjárfestingar ehf. 30,91 Ásvellir ehf. 30,91 Samtals 100 Falur fasteignir ehf. % Gísli Steinar Gíslason 100 Ásvellir ehf. % Hanna María Siggeirsdóttir 50 Erlendur Jónsson 50 Samtals 100 Moment fjárfestingar ehf. % Marta Þórðardóttir 100 Lindargata 39 og Vatnsstígur 20-22 77 Lindargata 28-32 21 Skuggi 3 ehf. % Litluvellir ehf. 50 Ursus Maritimus Investors ehf. 25 Pétur Stefánsson ehf. 12,5 B15 ehf. 12,5 Samtals 100 Litluvellir ehf. % Skuggabyggð ehf. 50 Kepler ehf. 50 Ursus Maritimus % Sigurður Arngrímsson 100 B15 ehf. % Björg H. Daðadóttir Samtals 100 Skuggabyggð % Kristján Gunnar Ríkharðsson 100 Kepler ehf. % Hilmar Ágústsson 100 Mýrargata 26 MýrInVest 31 % Riverside capital ehf. 50 Guðmundur Ingi Jónsson 50 Sigtúnsland Helgaland ehf. 108 % Íslandshótel hf. 100 ÓDT Ráðgjöf ehf. 91,5 Ólafur D. Torfason 98 Höfðatorg 80 Eykt ehf. Mókollur ehf. Eykt ehf. % Mókollur ehf. 100 Pétur Guðmundsson 100 Fjárfestar og íbúðir í Reykjavík - nokkrir umsvifamestu aðilarnir Pétur Þór Sigurðsson (Lindarvatn ehf.) Sigrún Bouius og Ævar Rafn Björnsson (Rok ehf.) Gísli Steinar Gíslason (Falur fasteignir ehf.) Marta Þórðardóttir (Moment fjárfestingar ehf.) Hjónin Hanna María Siggeirsdóttir og Erlendur Jónsson (Ásvellir ehf.) Pétur Guðmundsson (Eykt ehf.) Björg Hildur Daðadóttir (B15 ehf.) Hilmar Ágústsson (Kepler ehf.) Kristján Gunnar Ríkharðsson (Skuggabyggð ehf.) Pétur Stefánsson (Pétur Stefánsson ehf.) Sigurður Arngrímsson (Ursus Maritimus Investors ehf.) Ólafur Davíð Torfason (Helgaland ehf.) Haukur Guðjónsson og Kristinn Þór Geirsson (Skyggnisbraut 2-6 ehf.) Steinunn Jónsdóttir (Arkur ehf.) Pálmar Harðarson (Þingvangur ehf.) Hjónin Þorvaldur H. Gissurarson og Helen Neely (ÞG-VERK) Samtals fjöldi íbúða Fjárfestir (félag) Fj. íbúða Fj. fjárfesta Staðsetning 19 24 138 80 98 108 112 175 277 384 1.415 1 2 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 2 1 1 2 20 Ingólfstorg Eddufell Frakkastígsreitur/ Austurhöfn, reitir 1-2 Nýr Höfðatorgsturn Skuggahverfið Nýtt Sigtúnshverfi Skyggnisbraut 2-6 í Úlfarsárdal Mánatún Grandavegur og þrír reitir Stakkholt, Bryggjuhverfi Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir fasteignamark- aðinn á Íslandi að breytast. Áður fyrr hafi húsasmíðameist- arar keypt lóðir, byggt hús og selt þau. Nú færist í vöxt að fjármagns- eigendur kaupi lóðir, skipuleggi verkefni og láti verktaka byggja. „Það er því kominn nýr milliliður á markaðinn. Það á þátt í þessari þró- un að framboð á lóðum er takmark- að,“ segir Árni. Flest ofangreindra fasteigna- verkefna eru miðsvæðis í Reykjavík. Undantekningarnar eru Bryggju- hverfið og fjölbýlishús í Eddufelli og Úlfarsárdal. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hafa verktakar boðið fjárfestum að kaupa heilu fjölbýlishúsin í Úlfars- árdal með útleigu í huga. Hefur deiliskipulags- skilmálum margra fjölbýlis- húsa í Úlfarsárdal verið breytt til að hægt verði að fjölga smærri íbúðum þar. Það ásamt þeirri staðreynd að borgaryfirvöld stefna að mikilli fjölgun leiguíbúða á næstu árum mun að óbreyttu auka vægi fjárfesta á markaðnum. Viðmælendur Morgunblaðsins í fasteignageiranum hafa bent á að fjárfestar geti boðið verktökum hagstæða fjármögnun. Miðað við fjölda verkefna sem eru hafin eða í pípunum virðist sem fjárfestar telji að eftir nokkru geti verið að slægj- ast. Nýlunda á markaði INNKOMA FJÁRFESTA Árni Jóhannsson Drög að tillögu að matsáætlun Þeim aðilum sem gera vilja athugasemdir við drögin, er bent á að senda þær í tölvupósti til CRI fyrir 30. nóvember 2014, á netfangið: info@carbonrecycling.is Samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, er Carbon Recycling International ehf, gert að framkvæma slíkt mat vegna metanólverksmiðju félagsins í Svartsengi við Grindavík. Drög að tillögu að matsáætlun eru aðgengileg á vefsíðu CRI skv. slóðinni: www.carbonrecycling.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.