Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Halldór GuðjónPálsson fæddist
á Leifseyri á Eyr-
arbakka 9. maí
1924. Hann lést í
Reykjavík 4. nóv-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg Elín
Þórðardóttir, f.
4.12. 1896, d. 25.11.
1983, og Páll Guð-
mundssonn vél-
stjóri á Eyrarbakka, f. 26.9.
1895, d. 5.4. 1927. Eftirlifandi
systir Guðjóns er Pálína, f. 1927,
en látin eru Guðmundur Gunnar,
f. 1919, d. 1997, Þórður Jón, f.
1921, d. 2008, Ingileif Sigríður, f.
1923, d. 1924, Sigurður, f. 1925,
d. 1981, og Páll Erlingur, f. 1926,
d. 1973.
Guðjón giftist Gyðríði
Sigurðardóttur, f. 22. september
1929 í Steinsbæ, Eyrarbakka.
Höfn. Í Höfn bjuggu þau allt þar
til húsið eyðilagðist í jarðskjálft-
anum 2008. Þá fluttu þau á Foss-
heiði 36 á Selfossi.
Guðjón og Gyða áttu mörg
sameiginleg áhugamál. Má þar
nefna slysavarnamál sjómanna
og var Guðjón formaður björg-
unarsveitarinnar Bjargar og
störfuðu þau þar saman alla tíð.
Ferðalög voru þeim hugleikin og
ferðuðust þau saman um landið
allt og einnig um Evrópu og Am-
eríku.
Guðjón starfaði við margt um
ævina. Hann var togarajaxl, var
bæði á Skallagrími og Hallveigu
Fróðadóttur. Hann vann ýmis
störf hjá Rafmagnsveitum rík-
isins, vann við fiskverkun, neta-
gerð, smíðar og alla almenna
verkamannavinnu þar sem haga
hönd þurfti til. Síðustu árin vann
hann hjá Alpan á Eyrarbakka.
Guðjón var handlaginn og hafði
mjög gaman af smíði. Hann var
mikið náttúrubarn og var haf-
sjór af fróðleik um flóru og fánu
Íslands.
Útför Halldórs Guðjóns fer
fram frá Eyrarbakkakirkju í
dag,15. nóvember 2014, kl. 11.
Hún lést í maí 2012.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Jóns-
son og Regína Jak-
obsdóttir í
Steinsbæ. Gaui og
Gyða felldu hugi
saman árið 1947 og
giftu sig ári síðar,
hinn 11. desember
1948, og áttu þau
því saman 65 ár.
Þau eignuðust fjög-
ur börn: 1) Regína, sem lést í
september síðastliðnum, hún var
gift Siggeiri Ingólfssyni. 2)
Drengur sem dó í fæðingu. 3)
Ingileif, gift Ólafi Leifssyni. 4)
Margrét, gift Þór Ólafi Hammer.
Afkomendur Gauja og Gyðu eru
því 33 auk þess sem von er á fjór-
um barnabarnabörnum á þessu
ári og næsta.
Þau bjuggu fyrstu árin í
Steinsbæ meðan þau byggðu
Afi og amma voru yndislegt
fólk. Ég hef átt yndislegar stund-
ir með þeim og þau kenndu mér
margt. Afi og amma voru ótrú-
lega flott par og bættu hvort ann-
að upp. Afi var fljótfærari en
amma og átti það til að rjúka í að
framkvæma hlutina. Heyrði mað-
ur oft: „Allt í lagi Gaui minn,
gerðu það bara.“
Ég naut þess að fá að vera með
þeim, föndra með ömmu og spila
við afa. Það eru ófáar stundirnar
sem við afi spiluðum marías eða
borðvist, fórum í bíltúr, spjölluð-
um eða gerðum eitthvað annað
skemmtilegt.
Ég saknaði ömmu sárt eftir að
hún dó en veit að söknuður afa
hefur örugglega verið miklu
meiri. Hann var eins og væng-
brotinn fugl án ömmu. Ég veit
ekki hvernig hann afi hefði farið
að ef mamma hefði ekki flutt til
hans um tíma og verið hans stoð
og stytta. Þegar amma dó sat ég
eftir með tilfinningu sem margir
eflaust finna fyrir við andlát ein-
hvers sem þeim þykir vænt um.
Tilfinningu um að ég hefði misst
af dýrmætum tíma með henni.
Maður heldur alltaf að maður
hafi nógan tíma seinna. Ég ákvað
því að það sama skyldi ekki
henda með afa og áttum við
margar yndislegar stundir síð-
astu tvö árin. Við fórum í marga
bíltúra sem oftast byrjuðu á ís og
enduðu á bryggju að skoða báta.
Við ræddum margt í þessum bíl-
túrum.
Hann sagði mér frá því þegar
hann var að alast upp, þegar
pabbi hans dó og bræður hans
fóru í fóstur og hann fór og sótti
einn bróður sinn og fór með hann
heim og háttaði hann upp í rúm.
Þegar hann og amma voru að
draga sig saman. Hann sagði mér
frá hinum ýmsu störfum sem
hann hafði unnið. Vinnan hjá Raf-
magnsveitum ríkisins fannst hon-
um skemmtilegust því hún gaf
honum færi á að ferðast um land-
ið okkar og kynnast því. Hann
sagði mér frá því þegar hann
missti besta vin sinn í flugslysi,
björgunarleiðangrinum sem
hann fór í með Björgu og lengi
gæti ég talið. Afi var hafsjór af
fróðleik, manni fannst afi vita allt
um náttúruna, fuglana og lífið.
Afi missti aldrei skopskynið þrátt
fyrir allt sem hann gekk í gegn-
um. Sú stund sem við áttum sam-
an laugardaginn áður en hann dó
er mér mjög dýrmæt. Hann sagð-
ist vera að deyja. Þegar ég spurði
af hverju hann héldi það þá sagð-
ist hann vera skrítinn yfir höfð-
inu. Ég sat hjá honum og hélt í
höndina á honum og hann lá með
lokuð augun. Allt í einu opnar
hann augun, horfði á mig með fal-
lega brosinu sínu og sagði:
„Hvað, er ég ekki dauður enn?
Voðalega ætla ég að vera lengi að
þessu.“ Hann bað að heilsa öllum
og sagðist þykja vænt um okkur
öll. Hann óskaði okkur góðs
gengis með barnið sem í vændum
er og mér þykir sárast að það fái
aldrei að hitta langafa sinn. Það
síðasta sem hann sagði við mig
var: „Þetta er allt í lagi Guðrún
mín, ég er ekki hræddur við að
deyja. Sjáðu bara, ég brosi,“ og
svo brosti hann innilega. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt
þennan stórkostlega mann fyrir
afa. Síðustu árin voru mér mjög
mikils virði. Hann kenndi mér
margt og ég á eftir að minnast
hans með söknuði en einnig brosi.
Ég trúi því að hann og amma séu
nú saman á ný og allt sé eins og
það eigi að vera. Tveir helmingar
orðnir ein heild.
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir.
Elsku öðlingurinn hann Gaui
Páls er látinn. Hann var alveg
sáttur við að kveðja þennan heim
og hlakkaði mikið til að hitta
Gyðu konuna sína (1929-2012) og
Regínu dóttur sína sem dó 22.
september síðastliðinn og fylgdi
Gaui henni þá til grafar þótt veik-
ur væri. Einnig talaði hann um að
hann hlakkaði til að fá aftur að
sjá son sinn sem fæddist andvana
árið 1951. Nú eru þau öll sam-
einuð í Sumarlandinu og þar fá
þau að njóta samvistanna hvert
við annað. Gaui og Gyða bjuggu
lengst af í húsi sínu, Höfn á Eyr-
arbakka, sem þau byggðu sjálf og
var þar alla tíð mikill gestagang-
ur. Þar inn datt allt skyldfólk og
vinir sem voru á leið út úr bænum
eða bara komu beint í heimsókn
til þeirra og voru allir hjartan-
lega velkomnir. Hjónaband
þeirra var svo gott að eftir var
tekið og oftast var talað um þau
bæði í einu sem Gyðu og Gauja á
Bakkanum. Aldrei var þörf að
hringja áður en komið var – alltaf
var kaffi á könnunni og alltaf
töfraði Gyða upp tertur úr sinni
frægu frystikistu þó svo að við
Jón, bróðir Gyðu, kæmum þarna
vikulega flest sumur í 27 ár þegar
við fórum heim til Reykjavíkur
frá sumarbústaðnum í Hallskoti.
Þau hjón voru einstaklega sam-
hent, ferðust mikið um Ísland á
yngri árum og voru dugleg við að
rækta garðinn sinn bæði garðinn
við húsið og svo hinn eina sanna
frændgarð. Þau voru svo sam-
rýnd hjónin að ég verð að viður-
kenna að ég átti helst von á að
það myndi slokkna á Gaua þegar
Gyða dó en fyrir einstaka um-
hyggju dætra þeirra þriggja,
Regínu, Ingileifar og Margrétar,
og þá ekki síður barnabarnanna,
tókst honum að þrauka þetta þar
til nú.
Niðjar þeirra hjóna eru búnir
að missa mikið síðastliðin tvö ár
og auðvitað er það alltaf sárt þeg-
ar við sjáum á eftir slíku öðling-
sfólki. En góðu minningarnar lifa
sem betur fer og mínar eru ynd-
islegar og er mér mikið þakklæti
í huga fyrir að hafa kynnst þessu
góða fólki. Elsku Inga, Magga og
Geiri og öll ykkar börn, barna-
börn og barnabarnabörn. Megi
allir englar Guðs fylgja ykkur í
framtíðinni og gefa ykkur styrk
eftir ykkar mikla missi síðustu
árin.
Ingunn J. Óskarsdóttir.
Halldór Guðjón
Pálsson
Það er með sár-
um söknuði sem ég
kveð bestu vinkonu
mína í dag. Mínar fyrstu minn-
ingar eru tengdar henni og allar
götur síðan vorum við samferða
þó að stundum hafi liðið tími á
milli þess er við hittumst. Þegar
við hófum skólagöngu kom hún
gangandi yfir hólinn, sótti mig á
Urðarstíginn og við gengum nið-
ur í Lækjarskóla og síðar í Flens-
borg. Margt var spjallað á leiðinni
og þessi samtöl leita einmitt á
hugann núna með söknuði.
Sem litlar stelpur í Hafnarfirði
þurftum við að taka þátt í heim-
ilisstörfum að fullu. Mæður okkar
unnu langan vinnudag og það
þótti sjálfsagt að fara heim í há-
deginu til að elda. Það tíðkaðist
ekki alveg að konur ynnu úti á
þessum árum en það að þurfa að
taka þátt í þessum störfum gerði
okkur bara sjálfstæðari og auð-
vitað myndarlegri í leiðinni.
Ragnheiður var svo sannarlega
myndarleg í alla staði, handa-
vinna og heimilishald lék í hönd-
unum á henni. Við elskuðum að
sauma út hvert verkið á fætur
öðru og var samkeppnin oft mikil,
þó leituðum við alltaf ráða hvor
hjá annarri.
Sem unglingar unnum við í
Kaupfélaginu, það voru skemmti-
legir tímar fullir af gleði unglings-
áranna, þeir verða ekki í tíundaðir
hér í þessum fátæklegu orðum til
vinkonu minnar. Þegar við vorum
átján ára fórum við vinkonurnar í
reisu sem þótti mikið í þá daga,
vinkonur mömmu gáfu mér meira
að segja gjaldeyri því þetta þótti
svo merkilegt. Við fórum með
Gullfossi til Kaupmannahafnar og
dvöldum þar í viku og skemmtum
okkur konunglega. Þaðan fórum
við með Heklunni til Norður-
landanna, en alls tók ferðin þrjár
vikur. Þessi ferð okkar var
Ragnheiður
Sigurbjartsdóttir
✝ RagnheiðurSigurbjarts-
dóttir fæddist 23.
september 1942.
Hún lést 31. októ-
ber 2014. Útför
Ragnheiðar fór
fram 12. nóvember
2014.
ógleymanleg í alla
staði en Ragnheiður
var góður ferða-
félagi og höfum við
oft hlegið saman að
ævintýrum ferðar-
innar. Ragnheiður
var stálminnug og
sagði skemmtilega
frá. Hún var sögu-
kona sem fangaði
augnablikið og kom
því í skemmtileg
orð. Það verður tómlegt án þess-
ara sagnastunda. Gott var að leita
til hennar þegar þurfti að muna
og rifja einhverja atburði upp, þá
kom stálminni hennar að góðum
notum. Hún gat lýst kjólunum ná-
kvæmlega sem við klæddumst
fyrsta daginn í skólanum, því föt
og tíska voru áhugamál okkar
númer tvö á eftir handavinnunni.
Samband okkar minnkaði um
tíma er ég fluttist til Reykjavíkur
en taugin var sterk og alltaf til
staðar. Þegar ég fluttist aftur til
Hafnarfjarðar tókum við upp
þráðinn að nýju og vináttan varð
meiri og betri sem aldrei fyrr.
Hún var skemmtileg og við nut-
um samvistanna, fórum í ferðalög
og áttum góðan vinahóp. Saman
fórum við í búðaráp, kaffihús og
heimsóknir. Þar voru rifjaðir upp
gömlu góðu dagarnir og allt
mögulegt rætt sem við skulum
eiga með okkur þegar við hitt-
umst á ný. Við sóttum í hverri
viku sauma í Bústaðakirkju og
undir það síðasta þurfti ég að
styðja hana inn í kirkjuna, það var
kærkominn stuðningur af minni
hálfu eftir ævilanga vináttu.
Ragnheiður mín var sterk og
stórbrotin kona og átti það eftir
að hjálpa henni í gegnum þessi
erfiðu veikindi. Hún hafði gaman
af því að punta sig og vera fín og
það gerði hún fram á síðustu
stundu. Þegar ég sá hana síðast
hafði hún tapað stálminninu sínu
en reisnin var enn til staðar.
Hvíl þú í friði, kæra vinkona,
og hafðu þökk fyrir allt, því miður
get ég ekki fylgt þér síðasta spöl-
inn.
Elsku Dóri, Aldís, Helga,
Eygló og Elísa, megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni. Þín
Elísabet (Beta).
Þig Guð og englar
geymi
góðir hér í heimi.
Fagran færi daginn
farsæld búi í haginn.
Blessun hljóttu blíða í dag,
og bestu óskir mínar.
Auðnan snúi öllu í hag.
Ævistundir þínar.
Þessar óskir færði Jóhanna
mér á fermingardaginn minn og
finnst mér þetta lýsa henni vel.
Jóhanna vildi öllum vel og kom
fram við mig eins og sitt eigið
Jóhanna B.
Snæfeld
✝ Jóhanna B.Snæfeld fædd-
ist í Reykjavík 22.
mars 1935, hún lést
í Kópavogi 5. sept-
ember 2014.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Digra-
neskirkju 24. sept-
ember 2014.
barnabarn. Betri og
yndislegri mann-
eskju er vart hægt
að finna. Hjálpsöm,
hlý og góð og bar
hag minn alltaf fyrir
brjósti. Ég mun
aldrei gleyma þeim
stundum sem ég
fékk að fara með
Andreu í heimsókn
til hennar. Hún tók
alltaf svo vel á móti
okkur og gaf okkur fílakaramell-
ur. Hún átti sko nóg af þeim. Þeg-
ar við kvöddumst tók hún fast ut-
an um mig, kyssti mig á báðar
kinnar og sagði: „Þú ert alltaf
góða stelpan mín, Guð geymi
þig.“
Elsku Andrea og fjölskylda, ég
er þakklát fyrir minningarnar
um Jóhönnu og kveð hana með
söknuði. Ég og fjölskylda mín
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ásta Rósa Jensdóttir.
✝ Steinar Ein-arsson fæddist
í Reykjavík 23.
september 1958.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 22.
október 2014.
Steinar var son-
ur hjónanna Ein-
ars Ingibergs Jó-
hannssonar, f.
15.1. 1929, d. 23.6.
1983, skipstjóra, og konu hans
Kristínar Árnu Zophaníasdótt-
ur, f. 14.9. 1937, d. 28.7. 2008,
bankastarfsmanns. Steinar á 3
systkini: Vilborgu,
f. 1956, gifta Herði
Kristinssyni, Jökul,
f. 1957, giftan
Björgu Sigurð-
ardóttur, og Helgu
Björk, f. 1965.
Steinar vann að-
allega við sjó-
mennsku en einnig
vann hann við
húsasmíðar, járna-
bindingar og í hús-
einingaverksmiðju.
Útför Steinars fór fram frá
Hvalneskirkju 30. október
2014.
Nú kveð ég kæran bróður
minn, Steinar.
Um 2 ára aldur flytur Steinar
til Keflavíkur og elst þar upp og
býr meirihluta lífs síns, fyrir ut-
an að hann bjó í Reykjavík í
nokkur ár. Steinar var einhleyp-
ur og barnlaus. Steinar ólst fyrst
upp á Kirkjuveginum og til-
heyrði vesturbæjarvillingunum
eins og við kölluðum það. Vest-
urbærinn var ævintýrasvæði á
uppvaxtaárum Steinars. Í nán-
asta umhverfi voru kýr, kindur,
hænsni og svín. Strákarnir í
hverfinu léku sér á Duustúninu í
fótbolta, þetta var barnmargt
hverfi á þessum árum og var
leikið sér niðri í slipp við bæj-
arverkstæðið og á götunni, alltaf
líf og fjör.
Steinar fór snemma að vinna.
13 til 14 ára vann hann í skipa-
vinnu og seinna varð hann sjó-
maður. Einnig vann hann ýmsa
vinnu við smíðar, járnabindingar
og í húsaeiningaverksmiðju.
Steinar tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur, síð-
ar tók hann einn vetur í stýri-
mannaskólanum og 1 ár var
hann í biblíuskóla í Noregi.
Steinar hefði vissulega átt að
mennta sig, því Steinar var mjög
bókhneigður frá unga aldri og
las hann mikið og var mjög fróð-
ur um sögu og heimsmál ásamt
öðrum fróðleik.
Sjórinn og sjómennskan var
auðlegð Steinars í lífinu, það var
honum í blóð borið að vera sjó-
maður, hann vílaði ekkert fyrir
sér, sterkur og harður af sér. Á
sjónum naut hann sín og fann
þar kröftum sínum viðmót og
vann á við tvo. Hann var sagður
hinn besti dekkmaður.
Ekki var það hafið sem tók
Steinar, hann var sjómaðurinn
sem hafið hafnaði. Tvisvar féll
Steinar á milli skips og bryggju.
Þá lenti hann útbyrðis á loðnu-
veiðum á Erling KE. Þótti það
kraftaverki líkast að hann hefði
fundist eftir 20 mínútur í sjónum
í niðamyrkri. Þessar mínútur
átti Steinar ró í hjarta meðan
lífshlaupið fór í gegnum hugann,
en hafið vildi hann ekki, honum
var bjargað. Það var svo fyrir
um aldarfjórðungi að Steinar var
hluti af áhöfn sem var bjargað
er Erling KE sökk vestan við
Hornafjarðarós.
2004 fór Steinar til Noregs í
Biblíuskóla eftir að hafa velt trú-
málum fyrir sér, seldi hann þá
allt er hann átti hér heima fyrir
lítinn pening eða gaf. Dvöl hans í
Noregi var erfið því hann átti
litla peninga og ekki var hann á
neinum námslánum svo að námi
loknu kom hann heim aftur til að
vinna fyrir sér og þurfti að byrja
frá grunni því hann hafði lagt
allt í sölurnar fyrir Biblíuskóla-
námið.
2007 fékk Steinar hjartaáfall
og varð óvinnufær upp frá því.
Síðan fékk Steinar að glíma við
mikil önnur veikindi. Steinar
sýndi af sér mikla hörku í þess-
um veikindum og bar sig eins og
hetja, að vorkenna sjálfum sér
gerði hann ekki.
Steinar var alltaf með puttann
á púlsinum og var mjög skoð-
unarfastur og lá ekki á skoð-
unum sínum, honum fannst gam-
an að rökræða og honum
misbauð spilling sem og mis-
skipting á kjörum landsmanna
og var hann mjög duglegur að
mæta á Austurvöll og mótmæla
til að berjast fyrir réttlæti.
Steinar var kominn af fólki sem
þurfti að berjast fyrir sínu og
vann úr sínu á heiðarlegan hátt
og sú dyggð að krefjast einskis
af öðrum og láta það duga sem
það hafði.
Blessuð sé minning Steinars.
Vilborg Einarsdóttir.
Elsku Steinar,
Þú varst einn af uppáhalds-
frændum mínum. Þú varst svo
góður við Lottuna okkar, enginn
fékk hana til að dilla skottinu
sínu eins og þú, enda enginn
annar sem kom í heimsókn með
stóran ís eða harðfisk bara
handa henni. Engum öðrum datt
heldur í hug að steikja beikon,
bara handa henni, þegar hún var
í pössun. Svo þótti mér alltaf
gaman að því þegar þú komst í
heimsókn til okkar og þið bræð-
urnir fóruð að rífast (þótt þið
vilduð helst kalla það rökræður),
mér fannst þú svo skemmtilegur
karl.
Mér þykir svo vænt um að
hafa náð að kveðja þig áður en
ég fór út, en ég mun sakna þín,
en á sama tíma er ég fegin að þú
hafir losnað undan þjáningunum,
þér er búið að líða illa svo lengi.
Við sjáumst síðar, elsku
frændi. Þín,
Lilja.
Steinar Einarsson
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar