Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Einhver þekktasta ópera tónlistar-
sögunnar, Töfraflautan eftir W.A.
Mozart, verður flutt í nýrri útsetn-
ingu fyrir börn í Norðurljósasal
Hörpu á sunnudaginn kl. 13.30 og
verður önnur sýning sama
dag kl. 16. Í tengslum við
sýninguna hefur verið gefin
út barnabók um Töfraflaut-
una, skrifuð af söngkonunni
Eddu Austmann sem jafn-
framt syngur hlutverk
Pamínu í uppfærslunni og
er bókin fallega mynd-
skreytt af Lindu Ólafs-
dóttur. Bókinni fylgir einnig disk-
ur með óperunni
þannig að börn
geta bæði notið
upplestrar og
tónlistar.
Í barnaútgáfu
Töfraflautunnar
er fuglafang-
arinn Papagenó í
hlutverki sögu-
manns og leiðir
áhorfendur og
hlustendur í gegnum óperuna sem
segir frá ráninu á hinni fögru Pam-
ínu, dóttur Næturdrottningarinnar
og raunum prinsins Tamino sem
fær það erfiða verkefni að frelsa
Pamínu úr klóm illmennisins Sa-
rastrós.
Leitaði til Pamelu
Edda fékk þá hugmynd að gefa
Töfraflautuna út á bók og diski og
fékk hún Töfrahurðina, tónlistar-
útgáfu og tónleikadagskrá fyrir
yngstu kynslóðina sem Pamela De
Sensi flautuleikari stýrir, með sér í
verkefnið. Óperusýningin Töfra-
flautan er samstarfsverkefni Töfra-
hurðarinnar, Íslensku óperunnar
og Hörpu tónlistarhúss og jafn-
framt fyrsta barnaóperan sem sett
hefur verið á svið í Hörpu. Íslenska
óperan setti upp Töfraflautuna fyr-
ir þremur árum og verða búningar
og leikmunir eftir Filippíu Elísdótt-
ur og Bernd Ogrodnik úr þeirri
sýningu nýttir í barnaútgáfunni.
Töfraflautan í „fullorðinsútgáfu“
er um þrjár klukkustundir að lengd
en barnaútgáfan aðeins um þriðj-
ungur þeirrar lengdar, 60 mínútur.
„Það er ekki millispil og hún er
öðruvísi svo hægt sé að kynna börn-
um óperuformið almennt og þessa
óperu sérstaklega,“ segir Pamela.
Barnauppfærslan sé t.d. ólík þeirri
upphaflega að því leyti að Papageno
er sögumaður, bæði í sýningunni og
á diskinum og spjalli við börnin.
Engu í sögunni sé þó sleppt, hún sé
einfaldlega flutt í miklu styttra
formi. Börnin fari inn í töfraheim og
verði um leið þátttakendur í óperu.
Upplifa mikið ævintýri
– Þetta er væntanlega mjög litrík
og lifandi uppfærsla.
„Jú og þessir söngvarar og leik-
arar eru líka frábærir. Ef þú hlust-
ar á diskinn og lokar augunum ertu
kominn inn í ævintýri,“ segir Pa-
mela. Það sama eigi við um bókina
og myndskreytingarnar, þar sé að
finna mikinn ævintýraheim.
Pamela segir Töfraflautuna hafa
verið sýnda í ólíkum útgáfum fyrir
börn víða um heim og að þær Eddu
hafi langað að bjóða upp á slíka sýn-
ingu hér á landi. „Okkur finnst
vanta svona barnaefni sem tengist
og kynnir tónlist. Sú er hugsunin að
baki Töfrahurðinni, að opna börn-
um dyr að klassískri tónlist, til að
nýta hana og kynnast henni betur,“
segir Pamela sem leikur með Shé-
hérazade-hópnum á diskinum.
Uppselt er á báðar sýningarnar á
Töfraflautunni á morgun en stefnt
er að fleiri sýningum á næsta ári.
Ágústa Skúladóttir leikstýrir upp-
færslunni í Hörpu og flytjendur
eru ekki af verri endanum. Auk
Eddu Austmann sem syngur Pam-
ínu eru söngvarar Ágúst Ólafsson
(Papagenó), Gissur Páll Giss-
urarson (Tamínó), Snorri Wium
(Mónostatos), Rósalind Gísladótt-
ir (Næturdrottning), Valgerður
Guðnadóttir (Papagena/ hirð-
mey), Viðar Gunnarsson (Sa-
rastró/Veiðimaður) og hlutverk
þriggja fylgdarsveina syngja
Fanný Lísa Hevesi, Jasmín Krist-
jánsdóttir og Birta Dröfn Vals-
dóttir.
Um brúðustjórn sér Nicolaj
Falck og sviðsmaður er Sigurlaug
Knudsen. Shéhérazade-hópinn
skipa Kristrún Helga Björnsdóttir
(flauta/piccolo), Eydís Franzdóttir
(óbó), Emil Friðfinnsson (horn),
Martin Frewer (fiðla), Kristján
Matthíasson (fiðla), Ásdís Hildur
Runólfsdóttir (víóla), Bryndís
Björgvinsdóttir (selló) og Antonía
Hevesi (celesta). Hljómsveitar-
stjóri er Magnús Ragnarsson, að-
stoðarleikstjóri Nicolaj Falck og
sviðsstjóri Ólafur Haukur Matt-
híasson. Lýsing er í höndum Páls
Ragnarssonar, brúðuhönnuður
Bernd Ogrodnik, leikmuni hannaði
Axel Hallkell Jóhannesson, bún-
inga Filippía Elísdóttir og Edda
Austmann er höfundur íslensks
texta. Útsetningar annaðist Stein-
grímur Þórhallsson.
Töfraflautuhópurinn
BARNAÓPERA Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU
Opna börnum dyr
að klassískri tónlist
Töfraflauta Mozarts gefin út á bók með hljómdiski og
flutt í nýrri útsetningu fyrir börn í Norðurljósasal Hörpu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrautlegir Ágúst Ólafsson og Gissur Páll Gissurarson á æfingu.
Pamela de Sensi
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Si
g
u
rb
jö
rn
Jó
n
ss
o
n
Söfn • Setur • Sýningar
Laugardagur 15. nóvember:
Málþing um rímnakveðskap kl. 13-17, pólsk leiðsögn kl. 14
Sunnudagur 16. nóvember:
2 fyrir 1, leiðsögn um ljósmyndasýningu kl. 14
Bókamarkaður Þjóðminjasafnsins, vænn afsláttur af útgáfu safnsins
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Spennandi ratleikir fyrir alla krakka
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
FERÐ – Finnur Arnar Arnarson
31. október – 21. desember
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnun - Net á þurru landi
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015
Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Jóns Óskars myndlistarmanns.
LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 - VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON - Sýning á videólist hans á kaffistofu LÍ.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906,
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR.
LIFANDI FRÁSÖGN Í MÁLI OG MYNDUM - sunnudaginn 16. nóv. kl. 15
Upplestur Þorleifs Haukssonar um íslenskar þjóðsögur og ævintýri
Opið sunnudaga kl. 14-17.
VARA-LITIR
Málverk eftir sjö íslenska
samtímalistamenn
Listamannsspjall
Fimmtudag 20. nóvember kl. 20
Þorvaldur Jónsson
Verk úr safneign
Elías B. Halldórsson
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is