Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einhver þekktasta ópera tónlistar- sögunnar, Töfraflautan eftir W.A. Mozart, verður flutt í nýrri útsetn- ingu fyrir börn í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn kl. 13.30 og verður önnur sýning sama dag kl. 16. Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út barnabók um Töfraflaut- una, skrifuð af söngkonunni Eddu Austmann sem jafn- framt syngur hlutverk Pamínu í uppfærslunni og er bókin fallega mynd- skreytt af Lindu Ólafs- dóttur. Bókinni fylgir einnig disk- ur með óperunni þannig að börn geta bæði notið upplestrar og tónlistar. Í barnaútgáfu Töfraflautunnar er fuglafang- arinn Papagenó í hlutverki sögu- manns og leiðir áhorfendur og hlustendur í gegnum óperuna sem segir frá ráninu á hinni fögru Pam- ínu, dóttur Næturdrottningarinnar og raunum prinsins Tamino sem fær það erfiða verkefni að frelsa Pamínu úr klóm illmennisins Sa- rastrós. Leitaði til Pamelu Edda fékk þá hugmynd að gefa Töfraflautuna út á bók og diski og fékk hún Töfrahurðina, tónlistar- útgáfu og tónleikadagskrá fyrir yngstu kynslóðina sem Pamela De Sensi flautuleikari stýrir, með sér í verkefnið. Óperusýningin Töfra- flautan er samstarfsverkefni Töfra- hurðarinnar, Íslensku óperunnar og Hörpu tónlistarhúss og jafn- framt fyrsta barnaóperan sem sett hefur verið á svið í Hörpu. Íslenska óperan setti upp Töfraflautuna fyr- ir þremur árum og verða búningar og leikmunir eftir Filippíu Elísdótt- ur og Bernd Ogrodnik úr þeirri sýningu nýttir í barnaútgáfunni. Töfraflautan í „fullorðinsútgáfu“ er um þrjár klukkustundir að lengd en barnaútgáfan aðeins um þriðj- ungur þeirrar lengdar, 60 mínútur. „Það er ekki millispil og hún er öðruvísi svo hægt sé að kynna börn- um óperuformið almennt og þessa óperu sérstaklega,“ segir Pamela. Barnauppfærslan sé t.d. ólík þeirri upphaflega að því leyti að Papageno er sögumaður, bæði í sýningunni og á diskinum og spjalli við börnin. Engu í sögunni sé þó sleppt, hún sé einfaldlega flutt í miklu styttra formi. Börnin fari inn í töfraheim og verði um leið þátttakendur í óperu. Upplifa mikið ævintýri – Þetta er væntanlega mjög litrík og lifandi uppfærsla. „Jú og þessir söngvarar og leik- arar eru líka frábærir. Ef þú hlust- ar á diskinn og lokar augunum ertu kominn inn í ævintýri,“ segir Pa- mela. Það sama eigi við um bókina og myndskreytingarnar, þar sé að finna mikinn ævintýraheim. Pamela segir Töfraflautuna hafa verið sýnda í ólíkum útgáfum fyrir börn víða um heim og að þær Eddu hafi langað að bjóða upp á slíka sýn- ingu hér á landi. „Okkur finnst vanta svona barnaefni sem tengist og kynnir tónlist. Sú er hugsunin að baki Töfrahurðinni, að opna börn- um dyr að klassískri tónlist, til að nýta hana og kynnast henni betur,“ segir Pamela sem leikur með Shé- hérazade-hópnum á diskinum. Uppselt er á báðar sýningarnar á Töfraflautunni á morgun en stefnt er að fleiri sýningum á næsta ári. Ágústa Skúladóttir leikstýrir upp- færslunni í Hörpu og flytjendur eru ekki af verri endanum. Auk Eddu Austmann sem syngur Pam- ínu eru söngvarar Ágúst Ólafsson (Papagenó), Gissur Páll Giss- urarson (Tamínó), Snorri Wium (Mónostatos), Rósalind Gísladótt- ir (Næturdrottning), Valgerður Guðnadóttir (Papagena/ hirð- mey), Viðar Gunnarsson (Sa- rastró/Veiðimaður) og hlutverk þriggja fylgdarsveina syngja Fanný Lísa Hevesi, Jasmín Krist- jánsdóttir og Birta Dröfn Vals- dóttir. Um brúðustjórn sér Nicolaj Falck og sviðsmaður er Sigurlaug Knudsen. Shéhérazade-hópinn skipa Kristrún Helga Björnsdóttir (flauta/piccolo), Eydís Franzdóttir (óbó), Emil Friðfinnsson (horn), Martin Frewer (fiðla), Kristján Matthíasson (fiðla), Ásdís Hildur Runólfsdóttir (víóla), Bryndís Björgvinsdóttir (selló) og Antonía Hevesi (celesta). Hljómsveitar- stjóri er Magnús Ragnarsson, að- stoðarleikstjóri Nicolaj Falck og sviðsstjóri Ólafur Haukur Matt- híasson. Lýsing er í höndum Páls Ragnarssonar, brúðuhönnuður Bernd Ogrodnik, leikmuni hannaði Axel Hallkell Jóhannesson, bún- inga Filippía Elísdóttir og Edda Austmann er höfundur íslensks texta. Útsetningar annaðist Stein- grímur Þórhallsson. Töfraflautuhópurinn BARNAÓPERA Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU Opna börnum dyr að klassískri tónlist  Töfraflauta Mozarts gefin út á bók með hljómdiski og flutt í nýrri útsetningu fyrir börn í Norðurljósasal Hörpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrautlegir Ágúst Ólafsson og Gissur Páll Gissurarson á æfingu. Pamela de Sensi STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Si g u rb jö rn Jó n ss o n Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 15. nóvember: Málþing um rímnakveðskap kl. 13-17, pólsk leiðsögn kl. 14 Sunnudagur 16. nóvember: 2 fyrir 1, leiðsögn um ljósmyndasýningu kl. 14 Bókamarkaður Þjóðminjasafnsins, vænn afsláttur af útgáfu safnsins Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Spennandi ratleikir fyrir alla krakka Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar FERÐ – Finnur Arnar Arnarson 31. október – 21. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnun - Net á þurru landi Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Jóns Óskars myndlistarmanns. LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014 - VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SIGURÐUR GUÐJÓNSSON - Sýning á videólist hans á kaffistofu LÍ. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 30.11. 2014 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Lokað í des. og jan. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. LIFANDI FRÁSÖGN Í MÁLI OG MYNDUM - sunnudaginn 16. nóv. kl. 15 Upplestur Þorleifs Haukssonar um íslenskar þjóðsögur og ævintýri Opið sunnudaga kl. 14-17. VARA-LITIR Málverk eftir sjö íslenska samtímalistamenn Listamannsspjall Fimmtudag 20. nóvember kl. 20 Þorvaldur Jónsson Verk úr safneign Elías B. Halldórsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.