Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Rótlaus Íslendingur býr ílitlu þorpi þar sem geisarborgarastríð. Stríðið nærþó ekki til þorpsins sjálfs
þótt það sé allt um kring. Hann not-
ar gestsaugað til að draga upp mynd
af þorpinu og íbúum þess, en hann
er alltaf aðkomumaður, „…þetta var
ekki mitt stríð, ég var bara vitni,“
skrifar hann. Í
þessu litla þorpi
er ekkert sem
sýnist, heldur
ekki sögumaður,
sem segist fá
ríkulega borgað
fyrir að skrifa
lygifréttir um
efnahagsmál þar
sem hann er
staddur, hvar svo
sem það nú er, en
líklegast einhvers staðar á Balk-
anskaga.
Guðmundur S. Brynjólfsson er
góður penni og Gosbrunnurinn vel
stíluð bók. Hann hefur gaman af að
draga upp myndir af sögupersónum
sínum og gæða þær sérvisku og tikt-
úrum og frásögnin er oft spaugileg.
Þorpsbúarnir eru eins og stór hljóm-
sveit þar sem allir fá sitt tækifæri til
að leika einleik. Hver á sína óvæntu
hlið og sögu, sem kallar á útúrdúra
sögumanns.
Á köflum læðist suðuramerískt
töfraraunsæi inn í söguna og hefði
Guðmundur að ósekju mátt ganga
lengra í þeim efnum.
Margir hafa spreytt sig á fárán-
leika stríðs. Guðmundur kýs að fara
þá leið að lýsa þorpi þar sem lífið
þarf að halda áfram með einhverjum
hætti þótt stríð geisi allt í kring. Í
þorpinu er hið fáránlega stríð alltaf
nálægt og setur mark sitt á allt þótt
ekki sé það daglega á allra vörum og
ekki að fullu ljóst um hvað það snýst.
Vegna aðstæðna stendur allt í stað
og lygin og sjálfsblekkingin verða að
eldsneytinu, sem fær einstaklinginn
til að hökta áfram.
Mitt í tómarúminu verður endur-
reisn gosbrunns að tilgangi í sjálfum
sér í lífi þar sem tilgangurinn er
vandfundinn. Þegar skrúfað verður
frá gosbrunninum kviknar lífið á ný.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Saga af stríði Guðmundur S.
Brynjólfsson fjallar um fáránleika
stríðs í oft spaugilegri frásögn.
Setið um
blekkinguna
Skáldsaga
Gosbrunnurinn - sönn saga af stríði
bbbnn
Eftir Guðmund S. Brynjólfsson.
Saga, 2014, 171 bls.
KARL BLÖNDAL
BÆKUR
Nokkrir af kunnustu listamönnum
Spánar hafa að undanförnu hafnað
sumum helstu verðlaunum sem ríkið
veitir, til að mótmæla menningar- og
menntastefnu ríkisstjórnarinnar.
Síðustu daga hafa bæði ljósmynd-
arinn Colita og hinn heimskunni
selló- og gömbuleikari Savall hafnað
verðlaunum sem nema 30.000 evr-
um, tæplega fimm milljónum króna.
Colita hafnaði Spænsku ljós-
myndaverðlaununum og Savall hafn-
aði Spænsku tónlistarverðlaun-
unum. Hann er dáður víða um lönd
fyrir upprunaflutning á eldri tónlist
og lék hér á Listahátíð árið 1998.
Í fyrra hafnaði annar tónlist-
armaður, Josep Soler, öðrum virtum
verðlaunum sem hið opinbera veitir,
sem og hinn heimskunni rithöfundur
Javier Marías; hann hafnaði
Spænsku bókmenntaverðlaununum.
Ástæðuna segja allir listamenn-
irnir þá sömu, að sögn veffréttarits-
ins The Art Newspaper vilja þeir
vilja mótmæla menningarstefnu
stjórnvalda.
Í opnu bréfi sem Colita skrifaði
menningarmálaráðherra Spánar,
José Ignacio Wert, segir hún ástand
mennta- og menningarmála vera „til
háborinnar skammar og sorglegt“.
Þetta getur ekki verið ráðuneyti.
Þetta er ófreskja.“
Savall útskýrði þá ákvörðun sína,
að hafna verðlaununum og millj-
ónunum fimm, í opinberri yfirlýs-
ingu með þeim orðum að hann gæti
ekki tekið við viðurkenningu frá rík-
isstjórn sem hefur „brugðist einni af
helstu skyldum sínum, sem er sú að
styðja við menninguna í mannlífinu
og gera listirnar aðgengilegar öll-
um.“ efi@mbl.is
Ljósmynd/David Ignaszewski
Gömbuleikarinn Savall hafnaði
Spænsku tónlistarverðlaununum.
Höfundurinn Marias afþakkaði
Spænsku bókmenntaverðlaunin.
Spænskir listamenn
hafna verðlaunum
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Uppgjafahermaðurinn Vincent eignast
óvæntan félaga þegar Oliver, 12 ára
drengur í hverfinu, leitar til hans eftir að
foreldrar hans skilja.
Metacritic 64/100
IMDB 7,6/10
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00
St. Vincent 12
Nokkrir menn fara út í geim og kanna nýuppgötvuð
ormagöng sem gera þeim kleift að ferðast um óra-
víddir alheimsins á nýjan hátt.
Metacritic 75/100
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 13.30, 17.00, 18.20, 20.00,
20.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 14.00, 18.30, 20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 15.00, 18.30, 21.00, 22.00
Sambíóin Akureyri 18.30, 20.30, 22.00
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 14.00, 14.00 LÚX, 17.30, 21.00, 22.25 LÚX
Interstellar 12
Tuttugu ár eru liðin frá því að kjánarnir Harry
Dunne and Lloyd Christmas héldu af stað í fyrra
ævintýrið. Að þessu sinni leita þeir að týndri
dóttur Harrys, því hann vantar sárlega nýrna-
gjafa. Auk þess er Lloyd orðinn ástfanginn.
IMDB 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00,
22.20
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20
Smárabíó 15.00, 17.30, 17.30 LÚX, 20.00 LÚX,
20.00, 22.20
Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00,
22.30
Laugarásbíó 14.00, 16.15, 17.00,
20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 16.00, 18.00,
20.00, 22.00
Dumb and Dumber To Algjör Sveppi og Gói
bjargar málunum Erkióvinur Sveppa og Villa er
enn á ný að reyna lands-
yfirráð. Í þetta skiptið hefur
hann byggt dómsdagsvél
sem getur komið af stað
jarðskjálftum og eldgosum.
Mbl. bbbnn
Sambíóin Álfabakka 13.00,
13.40, 15.20, 16.00, 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.20, 16.20, 17.40
Sambíóin Kringlunni 12.40,
13.00, 13.40, 15.20, 16.00,
18.40
Sambíóin Akureyri 13.00,
13.50, 15.50, 16.10, 18.10
Sambíóin Keflavík 13.00,
15.20, 17.40, 20.00
Nightcrawler 16
Ungur blaðamaður sogast
niður í undirheima Los Ang-
eles í för með kvikmyndaliði
sem tekur upp bílslys, morð
og annan óhugnað.
Metacritic 76/100
IMDB 8,4/10
Háskólabíó 20.00, 22.30
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 22.00
John Wick 16
John Wick er fyrrverandi
leigumorðingi. Þegar fyrr-
verandi félagi hans reynir að
drepa hann neyðist Wick til
að rifja upp ómælda hæfi-
leika sína í faginu.
Metacritic 67/100
IMDB 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Laugarásbíó 22.00
Grafir og bein 16
Þegar Dagbjört, dóttir Gunn-
ars og Sonju, deyr er veröld
þeirra kippt undan þeim.
Mbl. bbnnn
Smárabíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 17.45, 20.00
Fury 16
Á meðan bandamenn eru fá-
einum skrefum frá því að
vinna stríðið lætur fimm
manna herlið, illa vopnum
búið, til skarar skríða gegn
helsta vígi nasista.
Mbl. bbbbn
Metacritic 64/100
IMDB 8,3/10
Smárabíó 20.00, 22.50
Borgríki 2 16
Lögreglumaðurinn Hannes
ræðst gegn glæpa-
samtökum og spilltum yfir-
manni fíkniefnadeildar.
Mbl. bbbbn
Smárabíó 17.45
Háskólabíó 17.45, 22.10
Laugarásbíó 18.00, 20.00
Gone Girl 16
Mbl. bbbbn
Metacritic 79/100
IMDB 8,6/10
Smárabíó 22.10
Háskólabíó 16.50
The Rewrite
Staurblankur kvikmynda-
handritshöfundur fer að
kenna handritaskrif í há-
skóla. Þar kynnist hann lífs-
glaðri konu sem heillar hann
upp úr skónum. Bönnuð
innan 7 ára.
IMDB 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við
Guðjóni á sama tíma og
erfiðleikar koma upp í hjóna-
bandinu og við undirbúning
brúðkaups dóttur hans.
Mbl. bbbmn
Sambíóin Kringlunni 17.40,
20.00
The Judge
Bönnuð innan 7 ára.
IMDB 7,8/10
Metacritic 48/100
Sambíóin Kringlunni 22.20
Alexander and
the Terrible,
Horrible, No Good,
Very Bad Day IMDB 4,7/10
Rotten Tomatoes 59/100
Sambíóin Álfabakka 15.40
Sambíóin Egilshöll 15.30
Sambíóin Keflavík 17.50
Kassatröllin Mbl. bbbnn
IMDB 7,2/10
Metacritic 63/100
Sambíóin Álfabakka 13.30,
17.50
Sambíóin Keflavík 13.30,
15.40
Smárabíó 13.15, 15.30
Háskólabíó 15.00
Laugarásbíó 14.00, 16.00
Borgarbíó Akureyri 16.00
Believe
Bíó Paradís 16.00
Andri og Edda verða
bestu vinir
Bíó Paradís 16.00
Turist 12
Mbl. bbbbn
Bíó Paradís 15.15 (English
subtitles), 17.45, 20.00
(English subtitles)
20.000 Days
on Earth
Bíó Paradís 22.00
Salóme
Bíó Paradís 18.00
París norðursins Mbl. bbbnn
IMDB 7,4/10
Bíó Paradís 23.00 (English
subtitles)
Leviathan
Bíó Paradís 17.30
Leviathan
Bíó Paradís 20.00
18 Comidas –
spænskir dagar
Bíó Paradís 20.00
Clouds of Sils Maria
Bíó Paradís 17.30, 22.15
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
The Maze Runner 12
Metacritic 58/100
IMDB 7,9/10
Smárabíó 15.15
Annabelle 16
John Form hefur fundið full-
komna gjöf handa ófrískri
eiginkonu sinni, Miu - fallega
og sjaldgæfa gamla dúkku í
fallegum hvítum brúðarkjól.
En gleði Miu vegna Anna-
belle endist ekki lengi.
IMDB 6,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í
kynni við gamlan töframann.
Með íslensku tali.
Sambíóin Álfabakka 14.00,
16.00
Sambíóin Egilshöll 13.30
Smáheimar: Dalur
týndu mauranna Smárabíó 13.15
Laugarásbíó 13.50