Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Guðný Kára-dóttir fæddist í Mýrarkoti, Tjör- neshreppi, 18. maí 1946. Hún lést á heimili sínu Knúts- stöðum þann 9. nóvember. Foreldrar henn- ar voru Kári Leifs- son f. 28.5. 1920 og Sveinbjörg Krist- jánsdóttir f. 26.12. 1919, eru þau bæði látin. Hún var eitt af fimm börnum þeirra. Guðný giftist 27. desember 1967 Jónasi Jónssyni f. 29.12. 1944. Börn þeirra eru: Ragnar Leifur Pálmason f. 26.12. 1962, sambýliskona Guðrún Sig- urjónsdóttir f. 10.12. 1961, börn þeirra eru þrjú. Sigurður Kári Pálmason, f. 10.6. 1964, d. 22.11. 1991, sambýliskona Harpa Guðmunds- dóttir f. 2.7. 1965, börn þeirra eru tvö. Harpa Jóna Jón- asdóttir f. 24.7. 1967, maki Guð- mundur K. Jóhann- esson f. 28.9. 1959, börn þeirra eru fjögur. Knútur Em- il Jónasson f. 19.9. 1972, maki Ólöf Ellertsdóttir Hammer f. 28.1. 1980, börn þeirra eru fjög- ur. Uni Hrafn Jónasson f. 31.3. 1978. Útför Guðnýjar fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 15. nóvember 2014, og hefst athöfn- in kl. 14. Elsku mamma mín. Einhvers staðar einhvern tímann aftur liggur leið þín um veginn til mín og þú segir: Ég saknaði þín. (Magnús Eiríksson) Ástarkveðja þar til næst, Harpa Jóna og fjölskyldan. Það var áfall þegar mér bár- ust þær fréttir að Guðný, ást- kær frænka mín og vinur, væri öll. Alltaf hélt maður í þá von að hún rifi sig upp úr veikindum sínum, sem voru búin að hrjá hana á annað ár. En kallið kom og þú varst ekki nema 68 ára. Kynni okkar hófust þegar ég gerðist kúreki og vinnumaður hjá þeim hjónunum Guðnýju og Jónasi á Knútsstöðum sumarið 1968, þá þrettán ára. Síðan bættust við tvö sumur í viðbót og alltaf var tilhlökkunin jafn- mikil að vori og eftirsjáin þegar ég fór heim á haustin. Guðný var alltumlykjandi þessa veru mína í sveitinni. Hún vakti mig snemma á morgnana til að ná í kýrnar, gaf mér morgunhress- ingu, morgunkaffi eftir verkin, hádegismat, síðdegiskaffi, kvöld- mat og kvöldkaffi, sérstaklega í heyönnunum. Lærði að drekka kaffi, bæði með kaffibæti og án. Um þetta sáu þær Guðný og Finna, bökuðu og útbjuggu mat- inn og pössuðu upp á að allir fengju nægju sína. Man eftir „graddanum“ sem þær bökuðu, fínn með smjöri og osti. Guðný passaði upp á að reka piltinn í bað reglulega. Börnin á heimilinu voru Siggi, fimm ára og Harpa Jóna, eins árs. Siggi ætlaði okkur Jónas lif- andi að drepa með eilífum spurningum, forvitinn piltur það. Ég var sendur með stelp- una í vagni út heimreiðina til að svæfa hana. Hún talaði og skríkti allan tímann (eins og hún hefur nú gert alla tíð) og var jafnvakandi þegar ég kom til baka. Leitaði ásjár Jónasar að bjarga mér frá þessari „stelpu- vinnu,“ Guðný ekki ánægð. Hafði komið mér upp þessari fínu svipu sem ég notaði við kú- reksturinn. Lét smella í eða danglaði í kúarassa þegar þær stálust úr hópnum í óslegin tún. Guðný skammaði mig fyrir að vera of harðhentur við blessaðar kýrnar. Eitt sinn í heyskap var ég að snúa á gamla Ferguson og komst ekki í að reka út á bakka, en Guðný tók það að sér. Þegar líða tók á reksturinn, heyrðust óp og köll og síðan svipusmellir. Þá glotti vinnumaðurinn á Ferguson. Eftir að sveitadvölinni lauk hélt ég góðu sambandi við heim- ilisfólkið á Knútsstöðum. Þegar ég kom með Hillu, konu mína, var henni tekið opnum örmum og síðar einnig börnunum mín- um. Vorum við dugleg að kíkja í sveitina á sumrin og gott sam- band var á milli barna okkar. Guðný hafði gaman af göngu- ferðum um hraunið og eigum við ófáar ferðirnar saman. Sú síð- asta þegar við gengum gamla Sandsveginn fyrir þremur árum. Eitthvað fannst Guðnýju Jónas tregur til ferðalaga, en þegar þau keyptu sér húsbíl þá lögðust þau á þjóðvegina öll sumur eftir það. Fór eina ferð á Melrakka- sléttu með þeim og við Hilla gistum í barnakojunni. Dásam- leg ferð það. Alla tíð hafa verið börn í kringum Guðnýju. Eitt sinn var ég staddur í fermingarveislu hjá barnabarni Guðnýjar. Hún sat við næsta borð. Ég tók eftir því að barnabörnin, stór sem smá, komu við hjá ömmu, föðmuðu hana eða struku, fóru svo að leika en sneru fljótt aftur. Já, sterkur er hlýr ömmufaðmur. Guðný var hlý manneskja sem gaf af sér endalaust. Hafðu þökk fyrir þessi 46 ár sem við höfum verið samferða í gegnum súrt og sætt. Með söknuð í hjarta. Frosti L. Meldal. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Margt fer um hugann þegar fólk, sem stendur manni nærri, hverfur af sviðinu. Milli systk- inanna Guðnýjar og Kristjáns, föður míns, var sterkur þráður frá æsku. Þegar þau voru sex og átta ára og hin systkinin, Unnur og Smári, enn yngri veiktist amma alvarlega og munu þau þá hafa haft styrk hvort af öðru. Samskiptin milli systkinanna hafa alltaf verið talsvert mikil og þar sem Guðný fór var engin sérstök lognmolla. Hún var gjarna fljót til svars og lét eng- an eiga hjá sér ef henni bauð svo við að horfa en við hana var líka hægt að ræða um hinar ýmsu hliðar á lífinu og tilver- unni, sorgir og gleði. Ekki hafði hún sjálf farið varhluta af sorg- inni og má það meðal annars ráða af því að næstelsta barnið hennar, Sigurður Kári, fórst sviplega á þrítugsaldri. Guðný hafði sínar skoðanir á hinum ýmsu hlutum og gat tjáð þær skilmerkilega en undir bjó vel- vilji og hlýtt hjarta. Hún var dugnaðarforkur og mikill lista- kokkur, óvílin og vel verki farin. Hvar sem hún kom að starfi, munaði um hennar framlag. Á góðri stund lék hún á als oddi og hló sínum smitandi hlátri. Hún bjó yfir þeim persónuleika sem ekki er endilega einfalt að lýsa en gaf sterka nærveru og maður vissi af nálægð hennar. Hún hafði líka sinn sérstaka húmor sem var ekki sérlega teprulegur og hlífði sjálfri sér ekki sérstaklega í þeim efnum frekar en öðrum. Hjá henni og Jónasi ríkti gestrisni og greið- vikni, þar var gott að koma og skemmst er að minnast þess þegar við fengum lánaðan stór- an pott og þágum góð ráð fyrir eldamennskuna í sjötugsafmæli pabba. Efst er í huga þakklæti fyrir samskipti liðinna ára og áratuga. Hér verður staðar numið að sinni þó margt fleira mætti skrifa og tína til en með þessum fáu kveðjuorðum viljum við Ket- ilsstaðafólk senda Jónasi, Ragn- ari og fjölskyldu, Hörpu Guð- munds og fjölskyldu, Hörpu Jónu og fjölskyldu, Knúti og fjölskyldu og Una okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Kristjánsson. Gulli og perlum safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Það er misjafnt hve djúp sporin eru sem samferðafólkið markar í líf okkar og sum spor verða aldrei máð í burtu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja hjá Guðnýju á Knútsstöðum á sumrin sem barn. Þetta var mitt drauma- land, eilífðarsumar, endalaus ævintýri í hrauninu, við árbakk- ann, milli lyngþúfnanna í algeru frelsi. Ég átti athvarf í faðm- inum hjá Guðnýju, sem opnum örmum tók á móti óöruggu stelpugreyi sem aldrei vissi hvernig hún ætti að vera. Það var í eðli hennar að sýna skil- yrðislausa umhyggju, hvernig sem þú varst. Guðný var án allr- ar tilgerðar, hún skóf ekki utan af hlutunum. Og stundum var hún jafnvel með læti, það fannst mér skemmtilegt, öll þessi svo- lítið dónalegu orð sem ég hefði líklega ekki átt að læra. Og svo auðvitað kennslan í kaffi- drykkju, þeirri guðaveig. Ég man röltið okkar um hraunið og svörin við endalausu spurninga- flóði mínu um allt sem fyrir augu bar, ferðirnar yfir ána í að- albláberjamó, allir plástrarnir á hraunskrámuð hnén og hugg- andi faðmlögin. Dularfulla eyr- arrósin í miðri hraunbreiðu, villtu jarðarberin sem við fund- um í refagjótu. Allur þessi tími sem hún gaf mér, nærvera sem allt bætti. Þessar minningar eru perlur á ógnarlangri perlufesti, umhyggjan sem hún sýndi mér gullið mitt og gimsteinar. Guðný vissi nefnilega að vináttan er það mikilvægasta í heiminum, hún er ekki bundin við aldur eða kynslóðabil og rennur aldrei út. Þessi vinátta hennar við litla stúlku var gott veganesti, hug- hreysting og styrkur á fullorð- insárum. Vinátta hennar við for- eldra mína var þeim ákaflega dýrmæt og söknuður þeirra er mikill. Ég ætla ekki að kveðja þig, Guðný mín, því ég veit að ég mun finna þig í ilminum af ný- bökuðum kanilsnúðum, í bleiku blóðberginu, í ilmandi birkinu, í hlæjandi árniðnum og svartgljá- andi krækiberjaþúfunum. Ég veit að einhvers staðar munt þú vaka yfir okkur sem söknum þín. Þín Sigrún Ella. Látinn er langt um aldur fram æskuvinkona mín Guðný Heiðveig Káradóttir aðeins 68 ára gömul. Frá því hún flutti úr sveitinni sinni með foreldrum og systkinum á Bakkann eins og Höfðavegurinn var alltaf kall- aður eru um sextíu ár. Und- anfarna mánuði átti Guðný við vanheilsu að stríða en hún hélt reisn sinni og von um að heilsu- farið lagaðist. Það er mér afar þungbært að hugsa til þess að eiga ekki eftir að njóta samvista við Guðnýju lengur, en góðar minningar sefa sorg mína. Mér er ljúft að minn- ast gleðistunda okkar bæði á Húsavík, Knútsstöðum, Kópa- vogi og nú seinni árin á Grund, Laugarbakka. Guðný og Jónas hafa undanfarin sumur ferðast um landið á húsbílnum og hafði Guðný mikla ánægju af þeim ferðalögum. Við Stefán nutum góðs af því en þau voru mjög dugleg að koma til okkar á Laugarbakka. Í júní 2013 komu öll systkini hennar og makar til okkar á Grund það var mjög ánægjuleg helgi. Guðný hafði einstaklega gott geðslag, hún var glaðsinna, var orðheppin og eru mörg gull- kornin sem við göntumst með hennar hugarsmíð, hún var hag- mælt en fór dult með það, Guðný var listræn og var farin að stytta sér stundir við að mála myndir. Á Grund er mynd eftir hana sem ég mun horfa á dag- lega og minnast Guðnýjar. Margt brölluðum við saman, t.d. að svíða lappir og þá var nú veisla á Knútsstöðum, búa til sperðla og setja í reyk, fara í berjamó á pramma yfir Laxá en Knútsstaðir standa á bökkum Laxár í Aðaldal og er það eitt- hvert fegursta bæjarstæði sem ég hef komið á. Í hvamminum handan árinnar á móti suðri, með endurkastið frá ánni, eru bestu aðalbláberin og ófá skiptin kom berjasending að norðan og berin notuð í jóladesertinn. Gud- dusnúðarnir verða áfram bak- aðir og nú af sérstakri alúð. Hvern skal hringja í þegar mig vantar að vita eitthvað um mat, gera slátur, hvernig ég á að geyma súrinn á slátrið, gera kæfu eða bara um lífið sjálft? Allt vissi Guðný. Við Guðný áttum sama af- mælisdag sem er 18. maí, þann dag var keppni um hvor hringdi fyrst í hina til að skiptast á góð- um óskum. Guðný var hörkudugleg til allra verka, það var henni því þungbært að geta ekki síðustu mánuði tekið fullan þátt í at- höfnum daglegs lífs vegna van- heilsu. Elsku vinkona, ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af þeim sem þér voru kærir og fóru á undan þér. Ég mun ætíð sakna þín, það var lán að kynn- ast þér og þinni fjölskyldu. Við Stefán ásamt börnum mínum Margréti, Arnari Geir og Sigurði Sveini sendum Jónasi og fjölskyldu, systkinum Guðnýjar og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hlíf Geirsdóttir. Guðný Káradóttir Við félagar í Lionsklúbbi Þor- lákshafnar sjáum nú á eftir Jóni E. Hjart- arsyni, góðum félaga og vini. Jón kom til liðs við Lionsklúbbinn árið 1976, ári eftir að klúbburinn var stofnaður. Jón var mikill eldhugi og driffjöður sem aldrei skoraðist undan ábyrgð enda verið formaður oftar en einu sinni svo einhver embættin innan klúbbsins séu nefnd. Jón gegndi þrisvar sinnum embætti svæðisstjóra Lions í Ár- nesþingi. Jón minntist oft á vorið 1994 sem Lionsþingið var haldið í Þor- lákshöfn og Hveragerði, en Jón var einn af þeim sem báru hitann og þungann af skipulagningu þess. Talið var af sumum illgerlegt að halda þingið á svo litlum stað sem Þorlákshöfn var á þeim tíma. Svona tal kynti bara upp í Jóni og Lionsklúbbarnir í Þorlákshöfn og Hveragerði stóðu að loknu þingi uppi með miklar þakkir fyrir vel skipulagða samkomu. Sama hvar borið er niður í starfi Lionsklúbbs Þorlákshafnar þá var Jón fremstur meðal jafningja. Hamhleypa í gróðursetningu á ræktunarreit klúbbsins á Hafnar- sandi, drífandi í jólasveinaþjónust- unni á aðfangadag og umhyggju- samur þar sem klúbburinn lagði meðbræðrum sínum lið. Ekki fór milli mála hvað Jóni þótti vænt um Hönnu sína, Sigur- hönnu Gunnarsdóttur, og hvað hann var stoltur af börnum sínum. Já, það er með miklum söknuði sem við kveðjum félaga okkar, Jón á Læk. Guðmundur Oddgeirsson. Hann var vinnusamur, hug- myndaríkur, félagslyndur og mik- ill fjölskyldumaður. Jón Hjartar- son var fæddur á Seltjarnarnesi en flutti ungur að Melabergi í Mið- neshreppi. Faðir hans var bóndi þar og kaupfélagsstjóri í Sand- gerði. Hann hitti Hönnu sína á dansleik í Vaglaskógi og eftir það dönsuðu þau saman í gegnum lífið. Bjuggu fyrst í Reykjavík og Kópa- vogi en árið 1961 keyptu þau jörð- ina Læk í Ölfusi og hafa búið þar síðan. Við Jón vorum svilar. Jóni féll sjaldan verk úr hendi, alltaf tilbúinn að reyna eitthvað nýtt og takast á við fjölbreytt verk- efni. Slíkir menn eiga oft litríkan feril og reyna ýmislegt á lífsleið- inni. Hann var leigubílstjóri í Reykjavík en á Læk fengust þau hjón við hefðbundinn landbúnað, kúa- og fjárbú, síðar kjúklinga- og eggjabú. Jón keypti vörubíl og seldi m.a. jarðefni úr námum í eig- in landi. En eitt stærsta verkefni hans var plastverksmiðjan sem hann reisti og rak með fjölskyldu sinni um árabil. Þar voru m.a. framleidd rör, staurar og girðing- arefni sem var hentugt til að hefta sandfok eða snjóskrið. Þarna kom vel í ljós að Jón var mikill hugs- uður og uppfinningamaður og nýttist vel módelsmíðin sem hann nam í Iðnskólanum. Hann hlaut viðurkenningu frá Slysavarna- félagi Íslands „fyrir hönnun á nýj- um vegstikum sem stuðla að auknu umferðaröryggi á þjóðveg- um landsins“ eins og sagði þar. Hann lagði sig fram um að end- urvinna úrgangsplastefni, s.s. fiskikör og netadræsur sem ann- ars hefðu valdið tjóni á umhverfi. Með þessu sýndi hann hug sinn til náttúruverndar og var heiðraður af Fagráði um endurnýtingu fyrir framsýni og þor en þar sagði: „Hann var langt á undan sinni Jón Einar Hjartarson ✝ Jón EinarHjartarson fæddist 3. maí 1931. Hann lést 24. október 2014. Útför Jóns Einars fór fram 8. nóvember 2014. samtíð og stjórnvöld- um þar sem hann sá tækifæri til nýrrar framleiðslu úr því sem aðrir sáu bara sem úrgang“. Jón hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum, bjó að uppeldi og viðhorf- um úr föðurhúsum. Hann var mála- fylgjumaður og mik- ill félagsmálamaður og sinnti fjöl- mörgum trúnaðarstöðum á vegum Lions. Á seinni árum kom hann sjálfum sér mest á óvart með áhuga þeim sem hann fékk á að starfa í sönghóp eldri borgara í Ölfusi. Jón og Hanna gróðursettu mikið af trjám í landi sínu og rækt- uðu matjurtir fyrir heimilið og Jón útbjó gróðurhús fyrir Hönnu þar sem hún ræktaði blóm og rósir og trjáplöntur sem þau svo settu nið- ur eða gáfu ættingjum og vinum. Þau eru ófá trén við sumarhús okkar Viggu sem ættuð eru frá Læk. Jón var mikill fjölskyldumaður og var stoltur þegar hann ræddi um sitt fólk og hvað það væri að fást við. Það var notalegt að koma að Læk til Jóns og Hönnu. Jón var ræðinn, glaðsinna og óspar á hvell- an og háværan hlátur þegar best lét en síðustu heimsóknirnar báru þess vitni að Jón gekk ekki lengur heill til skógar. Hinn sérkennilegi og skemmtilegi hlátur hans var hljóðnaður en áhugi á þjóðmálum, umhverfi og fjölskyldu var til stað- ar allt til síðustu stundar. Við Vigga þökkum Jóni fyrir samfylgdina og allar ánægjulegu samverustundirnar. Blessuð sé minning hans. Við sendum Hönnu, börnum og fjölskyldum og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa þau. Guðmundur Bjarnason. Þeim fer fækkandi samferða- mönnunum sem maður hefur átt á langri ævi. Nú hefur kvatt okkur Jón E. Hjartarson, eða Jón á Læk eins og hann var alltaf kallaður. Við Jón vorum nágrannar í rúm fimmtíu ár og hann var góður ná- granni. Áður en Jón kom í Ölfusið var hann leigubílstjóri í Reykjavík. Fyrstu árin eftir að hann kom í sveitina rak hann venjulegan bú- skap en sneri sér síðan að akstri vörubíls og stundaði hann þá vinnu í allmörg ár eða allt þar til hann keypti plastverksmiðju, flutti hana að Læk og rak hana í mörg ár af miklum dugnaði með fjölskyldu sinni. Jón var nýjungagjarn og framtakssamur. M.a. fann hann upp og framleiddi í verksmiðju sinni vegstikurnar sem standa nú við flesta eða alla fjallvegi landsins vegfarendum til mikilla þæginda. Fljótlega fór hann einnig að end- urnýta gamalt plast en af því féll mikið til í veiðarfærum og öðru. Vann hann þetta upp og breytti í margskonar varning. Var hann frumkvöðull á þessu sviði. Jón var glaðlyndur maður og hvar sem hann fór var hann hrók- ur alls fagnaðar. Hann var félagi í Lionsklúbbi Þorlákshafnar í ára- tugi og einn af máttarstólpum klúbbsins. Gegndi hann þar stjórn- arstörfum og sumum oftar en einu sinni. Einnig starfaði hann fyrir Lionshreyfinguna á landsvísu. Á seinni árum var hann í Félagi eldri borgara í Ölfusi og þar, eins og annars staðar, góður félagi, meðal annars söng hann í kór eldri borg- ara. Síðustu árin voru Jóni erfið vegna heilsuleysis en hann tók því af stillingu og æðruleysi. Sigurhönnu, konu Jóns, og börnum þeirra og öðrum ástvinum óska ég góðs, nú þegar þau kveðja góðan heimilisföður. Þorsteinn Jónsson frá Þóroddsstöðum, Ölfusi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.