Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 12
12 MÁLFRÍÐUR
Rannsóknin
Haustið 2003 voru lagðir spurningalistar fyrir tvo
nemendahópa, byrjendur og framhaldsnemendur
sem höfðu lært þýsku í a.m.k. 3 annir.
Spurt var m.a. um eftirfarandi:
Hvaða persónulegu þættir (Faktoren) höfðu áhrif
á val nemenda?
• Hvaða máli skiptir búseta nemenda?
• Hvaða máli skiptir skólakerfið?
• Er munur á kynjum?
Spurningalistarnir samanstóðu annars vegar af 15
spurningum (byrjendur) og hins vegar 17 spurning-
um (lengra komnir) og voru flestar spurningarnar í
allmörgum liðum. Í ljós kom að rannsóknin var allt-
of umfangsmikil og má segja að annað eins efni og
hér er lagt fram sé þegar tilbúið til nánari úrvinnslu.
Því er hér unnið úr spurningum nr. 1,2,3,4,7,8,9,10,1
1,12,13,14 og 15 en spurningar 16 og 17, sem fyrst og
fremst fjölluðu um kennsluaðferðir og kennslugögn
eru ekki með í lokaniðurstöðum. Þar er meira spurt
um reynslu nemenda af þýskukennslunni og spurt
um skoðanir þeirra á því kennsluefni sem þeir hafa
farið í gegnum.
Svör nemenda voru nafnlaus en þau voru flokkuð
eftir kyni, búsetu, skólakerfi og hvar þeir eru staddir
í náminu.
Tími og umfang
Spurningalistar fyrir byrjendur voru lagðir fyrir í
lok ágúst og byrjun september 2003 í fjórum skólum:
einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, einum
áfangaskóla á höfuðborgarsvæðinu, einum mennta-
skóla á höfuðborgarsvæðinu og einum menntask-
óla úti á landi. Seinni spurningalistinn var lagður
fyrir nemendur sem höfðu lært þýsku í þrjár annir
a.m.k. Sá spurningalisti var lagður fyrir í nóvem-
ber einnig í fjórum skólum: einum menntaskóla og
einum áfangaskóla á höfuðborgarsvæðinu og einum
mennta skóla og einum áfangaskóla úti á landi. Á
landinu voru 27 framhaldsskólar sem kenndu þýsku,
þar af 6 með bekkjarkerfi (4 í Rvík og nágrenni og
tveir úti á landi). Af þeim 21 framhaldsskólum sem
eru með áfangakerfi eru níu í Rvík og nágrenni og
12 úti á landi. Margir þessara skóla úti á landi eru
mjög litlir, þ. e. hafa fáa nemendur og kenna ein-
ungis sex einingar í þriðja tungumáli. Heildarfjöldi
þýsku nema haustið 2003 var: 1223 byrjendur og
1087 lengra komnir, þ. e. höfðu lokið þrem önnum í
þýsku a.m.k. Tveir skólar sendu engar upplýsingar
um fjölda þýskunema en þeir skólar eru mjög litlir
og breyta ekki heildarmyndinni.
Byrjendur
Úrtak byrjenda var samtals 311 nemendur (af 1223
nem. alls eða rúmlega 25%), 29 úr grunnskóla, 46
úr framhaldsskóla með áfangakerfi og 236 úr fram-
haldsskóla með bekkjarkerfi. Hlutfall nemenda frá
höfuðborgarsvæðinu var 65% á móti 35% nemenda
af landsbyggðinni.
Framhaldsnemendur
Úrtak framhaldsnemenda var 260 nemendur (af
1087, eða 24%), 66% úrtaks voru nemendur frá
höfuð borgarsvæðinu, 34% af landsbyggðinni.
Inhaltliche Aspekte
Með rannsókninni vildi ég fá að vita ástæður
þess að íslenskir nemendur velja að læra þýsku.
Spurningalisti byrjenda var samtals 15 spurningar
þar sem nemendur höfðu annars vegar tækifæri til
að krossa við allmarga möguleika en einnig svöruðu
þeir spurningum með eigin orðum við 5 þessara
spurninga. Spurningalisti framhaldsnemendanna
var samtals 17 spurningar þar sem nemendur gátu
látið persónulegar skoðanir í ljós með eigin orðum
við sjö þeirra. Rannsóknin var því bæði megindleg
og eigindleg.
Mikilvægt var að finna út, hvaða þættir (faktorar)
það eru sem hafa áhrif á val nemanda, sem þarf að
taka ákvörðun um 3. tungumál. Eru það vinirnir,
foreldrarnir eða eitthvað annað sem hefur áhrif á
þessa ákvarðanatöku? Skiptir máli að kennarinn
sé skemmtilegur eða hafa nemendur aðra skoðun
á því? Hvaða væntingar hafa nemendur til þessa
náms? Er það mikilvægara fyrir þá að geta t.d. ferð-
ast um þýskumælandi lönd án vandamála, hafa þeir
í hyggju að fara í nám til þýskumælandi lands eða
hafa þeir kannski hreinlega engar væntingar? Einnig
var spurt um hvar aðaláherslan í kennslunni ætti að
liggja. Er t.d. mikilvægara í augum nemendanna að
geta talað tungumálið heldur en að geta lesið fag-
texta? Hafa nemendurnir skoðun á uppbyggingu
kennslunnar eða er þeim sama þó kennsluaðferðir
séu einhæfar? Er í þeirra augum nægjanlegt að
geta skilið þýskumælandi ferðamenn og geta sjálf-
ir ferðast um þýskumælandi lönd án vandkvæða?
Er mikilvægt fyrir þessa nemendur að hafa vald á
uppbyggingu málsins? Hvaða skoðun hafa þeir á
mikilvægi þýskunnar í alþjóðasamfélaginu? Hvaða
skoðun hafa nemendurnir á því að byrja svona seint
að læra þýsku?
Með því að skoða svör nemendanna við þessum
spurningum yrði hægt að álykta hvaða námsefni /
hvaða kennsluaðferðir virkuðu sem hvatning (mot-
ivation) í augum nemenda.