Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Qupperneq 2
2
Fréttir
Fimmtudagur B.janúar 1998
Fréttir
Rólegt um
áramótin
Að sögn lögreglu fóru áramótin
firemur friðsamlega fram. Færslur í
dagbók frá 30. 12. og fram til 6.
janúar voru 173 og þótti það ekki
mikið miðað við að þama eru
áramót og mikið um skemmt-
anahald. Það sem lögreglu þótti
hvað gleðilegast var að engin
líkamsárás var kærð um áramótin.
Lögreglan í Vestmannaeyjum vill
óska bæjarbúum gleðilegs árs og
þakka fyrir það gamla.
Skallaði í rúðu á
lögreglubílnum
Séu áramótin tekin ein og sér þá
voru alls 30 færslur í dagbók
lögreglu frá kl. 12 á hádegi á
gamlaársdag fram til hádegis á
nýársdag. Tveir fengu að gista
fangageymslur lögreglu, báðir eftir
að hafa brotið rúður í bifreiðum. I
öðru tilvikinu var um að ræða
sjónrann af rússneskum togara og
henti hann grjóti í framrúðu á
bifreið á Strandveginum. Hinn var
eitthvað ósáttur við að vera
handtekinn og skallaði hann í
framrúðu á lögreglubílnum og fékk
skurð á enni. Báðir voru þessir
menn undir áhrifum áfengis og
fengu að fara eftir að hafa sofið úr
sér vímuna.
Gölluð blys ollu
nokkrum slysum
Að vanda voru Vestmannaeyingar
skotglaðir unr áramótin. Hvergi
mun meira skotið upp en við
Illugagötuna og óopinber keppni
þar í gangi milli nokkurra aðila.
Svo mikið gekk á á Illugagötunni
að kviknaði í grindverki út frá öllu
fýrverkinu. Ekki var þar þó um
alvarlegan bruna að ræða. En
Vestmannaeyingar fóru ekki alveg
varhluta af gölluðum handblysum
því að tilkynnt var til lögreglu um
tvö slys þar sem blysin sprungu og
ollu brunasárum á höndum. Auk
þess hefur blaðið frétt af tveimur til
þremur slysum sem ekki voru til-
kynnt.
Rúðubrot
á nýju ári
Þó svo að friðsamlegt hafi verið um
áramótin fundu þó einhveijir hjá sér
hvöt til að brjóta rúður. Brotin var
rúða í Hamarsskóla á nýársnótt og
önnur tveimur dögum seinna. Þá
voru einnig brotnar rúður í
Bamaskólanum og Sparisjóðnum
og óskar lögregla eftir upplýsingum
frá þeim sem kynnu að vita hveijir
þama vom að verki.
Punktakerfið
komið í gagnið
í síðustu viku voru tíu umferðar-
lagabrot kærð og voru þau flest
minniháttar. Um áramót varð sú
breyting að upp var tekið svokallað
punktakerfi vegna umferðarlaga-
brota. Það hefur í för með sér að
við hvert brot ökumanna safnast
upp punktar og getur svo farið að
menn verði sviptir ökuleyfi, haldi
þeir sig ekki innan ramma laganna.
Gámaþjónustan yfir-
taknr rekstnr Sorpu
Drög að samningi milli Bæjarveitna og fyrirtækisins liggja fyrir. V-listinn mótmælir að ekki skuli efnt til útboðs
Stjórn Bæjarveitna Vestmannaeyja
hefur lagt til að gengið verði til
samninga við Gámaþjónustu
Vestmannaeyja um yfirtöku og
rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Osk þessa efnis var lögð fram að
frumkvæði Gámaþjónustu Vest-
mannaeyja 15. júlí síðastliðinn.
Síðan hafa verið haldnir fjórir
fundir um málið og niðurstaðan sú
að lagt verði til að gerður verði
samningur um að Gámaþjónusta
Vestmannaeyja taki að sér alla
þætti rekstursins.
Guömundur Þ.B. Ólafsson (V)
greiddi atkvæði gegn tillögunum.
Hann telur að vinnubrögð meiri-
hlutans í þessu máli hafi ekki verið
með eðlilegum hætti, eða eins og segir
í bókun hans. „Að mínu mati er
óeðlilegt og beinlínis siðlaust að semja
beint við einn aðila, án þess að öðrum
bæjarbúum, sem eru eigendur
stofnunarinnar, sé gefinn kostur á að
koma að rekstrinum."
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
segir ástæðu þess að gengið var til
viðræðna við Gámaþjónustuna vera í
beinu framhaldi af uppsögn forstöðu-
manns Sorpeyðingarstöðvarinnar. Þá
hafi Gámaþjónustan sent bréf til
stjórnar Bæjarveitna og óskað eftir
viðræðum um hugsanlega yfirtöku á
rekstri stöðvarinnar eða hluta hans.
„Það var allt opið í þeim efnum,“ segir
Guðjón.
Krafa um bætta
umgengni við náttúruna
Hann segir að krafa um bætta
umgengni við náttúruna sé alltaf að
aukast. „Við teljum okkur vera að
horfa til framtíðar með þessum samn-
ingi. Með því að gera einn aðila
ábyrgan fyrir allri sorphirðu og
sorpeyðingu á Eyjunni mun það bæta
skipulagið og minnka rekstrarkostnað.
Það hefur því miður komið of oft fyrir
að ekki er hægt að benda á einhvem
einn aðila þegar eitthvað hefur farið
úrskeiðis í þessum málum. Þetta er
mjög vandmeðfarin þjónusta sem
yfirleitt er „gott“ að gagnrýna ef svo
mætti að orði kornast."
Með þessum samningi er verið að
tala um að kostnaður vegna nýrrar
flokkunarstöðvar auki ekki útgjöldin.
„Hins vegar er það nú oft þannig að
þegar þjónusta er aukin eins og með
flokkunarstöðinni verður einhver
viðbót á rekstrarkostnaði og að okkar
mati væri ekki óeðlilegt að hann yrði 5
- 8%.“
Vanir menn
Guðjón segir og að Guðmundur
Riehardsson eigandi Gámaþjónust-
unnar hafi unnið við Sorpeyðingar-
stöðina í upphafi og hafi unnið við
uppsetningu hennar á sínum tíma með
fulltrúum Norsk Hydro. „Hann þekkir
því stöðina mjög vel og er vel
kunnugur öllum sorphirðumálum hér
í Eyjum. Þess vegna hafi ekki verið
farið út í útboð að þessu sinni.“
Gert er ráð fyrir að samningurinn
verði gerður til 5 ára og taki gildi frá
og með 1. niars 1998. Verktaki skal
uppfylla allar núverandi kröfur sem í
gildi eru vegna núverandi starfsleyfis
stöðvarinnar. Einning skal verktaki
sjá um viðbætur vegna flokkunar
samkvæmt nýju skipulagi og skulu
skrifaðar verklagsreglur um hveming
staðið verður að flokkun og þjónustu
ásamt reglurn um viðhald véla og
húsakosts.
Auknar lántökur samþykktar:
Sjötíu milljóna
króna uiðbótarlán
-Tilkomnar vegna breytinga á fjárbagsáætlun ársins 1997
Á fundi bæjarráðs 30. desember
var meðal annars rætt um helstu
breytingar á fjárhagsáætlun ársins
1997. Bæjarráð samþykkti að gera
yrði ráð fyrir auknum lántökum
bæjarsjóðs vegna breytinga á
fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir
allt að 70 milljón króna lántöku og
þar af allt að 11 milljónum króna
vegna félagslegra íbúða.
Síðar sama dag var haldinn fundur í
bæjarstjóm þar sem fulltrúar V-listans
Ragnar Óskarsson og Guðmundur
Þ.B. sátu hjá við atkvæðagreiðslu
málsins.
Ragnar Óskarsson, segir þessa
fjárhagsáætlun vera á ábyrgð
meirihlutans og þeir geti þar af
leiðandi ekki samþykkt hana. „Ég
bendi til dæmis á mjög mikla
framúrkeyrslu varðandi Listaskólann
sem nemur um 19 milljónum króna,
auk mistaka vegna gútsvars sem
Vestmannaeyjabær verður að
endurgreiða í rfkissjóð."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
óskuðu eftir því að bókað yrði að ýmis
ófyrirsjáanleg mál hefðu komið upp,
eins og til dæmis kjarasamningur við
grunnskólakennara sem ekki hafi
verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Meiri framkvæmdir og tækjakaup
vegna Bamaskólans og Listaskólans
hafi einnig óhjákvæmilega leitt til
aukaútgjalda fyrir Bæjarsjóð á þessu
ári. Langflestir aðrir útgjaldaliðir
væm samkvæmt áætlun.
í bókun V-listamanna benda þeir á
að lántakan eigi að vera vegna
breytinga á fjárhagsáætlun en ekki til
að endurgreiða ofgreitt útsvar til
ríkissjóðs.
Teikningar á breytingum á íþróttamidstöðinni tilbúnar:
Beðið umsagnar Brunamála-
stofnunar og Vinnueftirlits
Á fundi skipulagsnefndar
Vestmannaeyjabæjar sem haldinn
var 11. desember síðastliðinn var
lagt fyrir erindi bæjarins um leyfi
skipulagsnefndar til að klæða að
utan, byggja við og breyta Iþrótta-
miðstöð Vestmannaeyja.
Teikningar að framkvæmdum liggja
fyrir en eru til umsagnar hjá
Brunamálastofnun og Vinnueftirliti
Ríkisins. Skipulagsnefnd sá sér ekki
fært að afgreiða leyfið og frestaði því
erindinu þar til niðurstöður áður-
nefndra stofnana lægju fyrir.
kjo Tar m'Kiuaf ngnmgar um nóttina. Ekki urðu slys og grjól
Veg en hrunlð sklldi si9 '
\
FRÉTTIR
Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hfVesSZÍAlr6."1-0"1^ CfðaJrSSOn *
II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti:
koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift o? eirmiu ri re!!ir@eyiar-iS; ^ÉTTIR
twiin,, Tvicrinnm Amian k'mnni d - • ,, °8 einniS 1 lausasolu i Tijrninum, Kletti, Novu,
líÍsld’lalumrRevkSÍ TccnttUnnU' AV°rUVal’ Heri°lfi' Hugvallarversluninni, Tanganum,
eru prentaðar í 2000 iintöicím FR&ffi^£g£lk4 ^rtoeft FRETTIR
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt Íema hTmild°a sígelð ’