Fréttir - Eyjafréttir - 08.01.1998, Síða 9
Fimmtudagur 8. janúar 1998
Fréttir
9
Guðmundur H. Guðjónsson:
Hefur leitt metnaðar-
fullt starl Kórs Landakirkju
í umsögn Frétta um Guðmund H.
Guðjónsson, handhafa Fréttapýra-
niídans vegna framlags til menn-
ingarmála á árinu 1997 kemur
fram að Guðmundur nam tónlist í
Reykjavík áður en hann hélt til
framhaldsnáms í Þýskalandi. Hann
kom heim frá námi árið 1966 og
starfaði í eitt ár vestur á fjörðum.
Árið 1968 hélt hann til Englands
þar sem hann nam almenna
kirkjutóniist við Royal School of
Church Music. Til Italíu fór hann
til náms árið 1970 og sama ár kom
hann til Eyja.
Hann tók þá við stjóm Tónlistarskóla
Vestmannaeyja auk þess sem hann tók
við stjórn kirkjukórsins og organista-
starfinu í Landakirkju.
Þetta er í stuttu máli ferill
Guðmundar áður en hann kom til
Eyja. Starf hans í Vestmannaeyjum
þarf ekki að kynna bæjarbúum því
hann hefur komið við sögu á mörgum
sviðum tónlistarlífs Eyjanna í bráðum
þrjá áratugi. Kór Landakirkju á að
baki langa sögu og á sinn þátt í því
öfluga starfi í kirkjunni sem við
þekkjum í dag. Undir stjórn
Guðmundar hefur kórinn ráðist í
stórvirki sem vakið hafa athygli langt
út fyrir Eyjamar. Auk þess hefur hann
sungið uppi á fastalandinu og farið í
söngferðir til útlanda. Frá árinu 1978
hal'a jólatónleikar kórsins verið fastur
liður á jólaföstu. Kórinn hefur á
jólatónleikunum fengið okkar bestu
söngvara til liðs við sig og má í því
sambandi nefna Kristján Jóhannsson
Guðmundur H. Guðjónsson.
og Diddú. Þá hefur kórinn fjórum
sinnum fengið Sinfóníuhljómsveit til
liðs við.
Þetta lýsir miklum metnaði í starfi
kórsins og þó þar hafi margir komið
að verki er það Guðmundur sem farið
hefur nteð ferðina. Á síðasta ári má
segja að starf kórsins hafi risið hærra
en nokkm sinni áður. í samvinnu við
Samkór Vestmannaeyja var ákveðið
að taka til flutnings Pákumessu Jos-
ephs Haydens. Til þess þarf stóran kór
og sinfóníuhljómsveit. Guðmundur
fór fyrir hópnum og í sameiningu
tókst þeirn þetta stórvirki. Messan var
flutt í Samkomuhúsinu 31. maí og
fékk frábærar viðtökur tónleikagesta.
En þar var ekki látið staðar numið því
ákveðið var að gefa íbúum höfuð-
borgarsvæðisins kost á að hlýða á
Pákumessuna í fiutningi tónlistarfólks
úr Vestmannaeyjum. Voru tónleik-
amir haldnir í Langholtskirkju 1.
október. Viðtökurvorugóðarog var
farið lofsamlegum orðunt utn flutn-
inginn í Morgunblaðinu.
Ekki bmgðust Guðmundur og hans
fólk þegar kom að jólatónleikunum
fyrir síðustu jól. Þá var kallað á einn
okkar besta tenórsöngvara, Ólaf Áma
Bjarnason, sem kom gagngert frá
Italíu til að syngja með Kór
Landakirkju.
Þá má geta þess að í febrúar á
síðasta ári hélt Guðmundur tónleika
með Guðnýju Guðmundsdóttur
fiðluleikara og Gunnari Kvaran
sellóleikara í safnaðarheimilinu.
Af þessu má sjá að árið 1997 var
viðburðarríkt hjá Guðmundi Hafliða
Guðjónssyni. Hann hefur staðið í
ströngu og hefur lagt sitt af mörkum til
að efla menningarlíf í Vestmanna-
eyjum. Fyrir þetta framtak viljum við
veita honum Fréttapýramídann fyrir
framlag til menningarmála á árinu
1997.
Davíð Guðmundsson:
Fyrirtæki hans er orðið
leiðandi á sviði tölvumála
Landsbyggðin hefur á undan-
förnum árum átt undir högg að
sækja gagnvart höfuðborgar-
svæðinu sem sogar til sín fólk í æ
ríkara mæli. Oft er borið við
fábreyttu atvinnulífi og að mcnnta-
fólki standi ekki til boða störf við
sitt hæfi úti á landi. Það er því alltaf
ánægjulegt þegar fólk leitar aftur í
átthagana að loknu námi. Á það
ekki síst við þegar það nær sjálft að
skapa sér starfsvettvang sem nær
að vinda utan á sig og skapa fleirum
atvinnu.
Þannig hljóðar upphafið á umsögn
Frétta um Davíð Guðmundsson í
Tölvun sem hlýtur Fréttapýramídann
fyrir framlag til atvinnumála í Vest-
mannaeyjum á árinu 1997.
Sem betur fer eigum við Eyjamenn
margt menntað fólk sem leitað hefur
heim að loknu námi. Einn þeirra er
Davíð í Tölvun.
Davíð var eitt ár í Framhalds-
skólanum í Vestmannaeyjum en hélt
svo í Tækniskólann þaðan sem hann
lauk stúdentsprófi. Að því loknu hélt
hann til Danmerkur þar sem hann lauk
mastersprófi í rafmagnsverkfræði.
Eftir að hafa starfað eitt ár í Danmörku
lá leiðin heim og fluttist hann til Eyja
með ljölskyldu sinni árið 1989. Hann
hóf störf hjá Samfrosti, sameiginlegu
tölvufyrirtæki frystihúsanna. 1 kjölfar
sameiningar frystihúsanna um ára-
mótin 1992 og 1993, varð breyting á
starfsemi Samfrosts. í framhaldi af því
DauíðGuðmundsson
stofnaði Davíð Tölvun sem m.a. hefur
séð um tölvumál Isfélags og Vinnslu-
stöðvar. Auk þess býður Tölvun upp á
alhliða tölvuþjónustu, selur tölvur og
tölvubúnað og er með Intemets-
þjónustu.
Á síðasta ári var ráðist í að
samtengja ráðhúsið við allar stofnanir
bæjarins. Til þess er notaður ljós-
leiðari að hluta en að nokkm leyti fara
samskiptin í gegnum örtölvusamband
sem er nýjung hér á landi. Davíð á
heiðurinn af þessu verki og hafa aðilar
uppi á landi sýnt því áhuga.
I upphafi vom starfsmenn Tölvunar
tveir en í dag em stöðugildin sjö. Það
er ekki lítils virði fyrir ekki stærra
byggðarlag. Ef Tölvunar nyti ekki við
má búast við að tölvuþjónustu yrði að
sækja eitthvað annað með tilheyrandi
aukakostnaði og óþægindum. Tölvur
og samskipti um tölvur og Intemetið
em að verða æ stærri þáttur í daglegu
lífi okkar. Það er því ánægjulegt að sjá
fyrirtæki á borð við Tölvun blómstra
hér í bæ.
Það er okkur heiður að veita Davíð
Fréttapýramídann fyrir framlag til
atvinnumála. Og vonandi verður
árangur hans í starfi hvati fyrir annað
ungt fólk til að skapa sér eigin
starfsgmndvöll í Eyjum.
Aynes Gústafs-
dóttir oy
Guðmundur
Dauíðsson
skemmtu
gestum
uiðgóðar
undirtektir.
Jóhannes Ólafsson:
Þegar kemur að því að veita
Fréttapýramídann fyrir framlag
til íþróttamála í Vestmannaeyjum
á árinu 1997 kemur ekki nema
eitt til greina, knattspyrnan.
Glæsilegur árangur meistara-
llokks IBV á sl. ári verður lengi í
minnum hafður en eftir árið stóðu
strákarnir uppi sem meistarar
meistaranna, deildarmeistarar,
Islandsmeistarar og voru ekki
nema hársbreidd frá því að verða
bikarmeistarar. Auk þess náði
liðið l'rábærum árangri í Evrópu-
keppninni á móti stórliðinu
Stuttgart. Þessi árangur hefur
borið liróður Vestmannaeyja
langt út fyrir landsteinana og er
sennilega ein besta kynning sem
bæjarfélagið hefur fengið frá
upphafi. Verður þetta seint metið
til fjár.
Þetia kom ffam í umsögn blaðsins
um Jóhannes Ólafsson, formann
Knattspyrnudeildar IBV, sem fékk
Fréttapýramídann fyrir framlag til
íþrótlamála.
I íþróttum eins og öðrti starfi er
það aldrei svo að einn rnaður geri
allt sem gera þarf lil að ná árangri.
Þar koma margar hendur að verki en
alltaf er það einhver sem þarf að
leiða vagninn. 1 þessu tilfelli hefur
það kontið í hlut Jóhannesar. Hann
hefur setið í knattspyrnuráði frá
haustinu 1987 og eru því komin tíu
ár síðan hann hóf afskipti af
knattspyrnu í Eyjum.
Árið 1990 tók hann við
formennsku í ráðinu sent nú er orðin
deild innan ÍBV-Íþróttafélags. Á
þeim tíma hefur hann og hans ntenn
gengið í gegnurn ýmsar þrengingar.
Árið 1989 vann liðið sig upp í 1.
deild og náði 3. sæti árið á eftir.
Næstu ár tók við svo til stanslaus
botnbarátta og tvö ár, 1992 og 1993,
bjargaði ÍBV sér frá falli á ævin-
týralegan hátt með ntörkum Maitins
Eyjólfssonar. bjargvættsins mikla.
En Jóhannes missti aldrei sjóntu- á
markmiðinu, hann ætlaði ÍBV stóra
hluti og eftir 1994 fóru hjólin að
snúast fyrst fyrir alvöru. Það var svo
á síðasta ári sem Jóhannes sá
afrakstur vinnu sinnar. ÍBV var
Jóhannesúlafsson
orðið besta og skemmtilegasta lið
landsins og Islandsmeistaratitill í
höfn eftir 18 ára bið.
Þegar rætt er við Jóhannes kemur
strax í Ijós að hann eignar sér ekki
einum heiðurinn af uppbyggingu
liðsins. Við hlið hans í knatt-
spymuráði hal'a staðið menn eins og
Tryggvi Kr. Ólafsson og Eggert
Garðarsson. Síðast en ekki síst
þakkar hann Lárusi Jakobssyni, sem
lést langt fyrir aldur fram, fyrir
óeigingjarnt starf í þágu íþróttar-
innar. Hann þakkar líka þjálfurunum
fyrir þeirna lramlag og síðast en ekki
síst bendir hann á að á undanfömum
árum höfum við haldið góðunt
kjama leikmanna sem hafa verið
tilbúnir til að leggja allt í sölurnar
fyrir ÍBV og Vestmannaeyjar. Inn í
þennan hóp höfum við svo fengið
stráka sem hafa sntollið inn í.
Það er okkur á Fréttum heiður að
fá að afhenda Jóhannesi Ólafssyni
Fréttapýramídann fyrir framlag hans
til knattspymunnar í Vestmanna-
eyjum á undanförnum árum. Að
baki Jóhannesar er fjöldi rnanna sem
líka á sinn þátt í velgengninni.
Stöndum við Eyjamenn allir í mikilli
þakkarskuld við Jóhannes og hans
menn fyrir vikið.
Undir hans
stjóm er ÍBV
komið í forystu