Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 5. mars 1998 Séra Bjarni hlaut bindandi kosningu í Laugarnesssókn: Átu það ekki víst Nú hefur verið kunngjört að séra Bjarni Karlsson mun hljóta starf sóknarprests Laugarnesssóknar í Reykjavík. Hann segist ekki hafa gengið að embættinu sem vísu, enda margir hæfir menn sem sóttu um starfið. „Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem stutt hafa mig í starfið, en tíminn á eftir að skera úr um hvernig þetta vinnst. Ég mun starfa hér í Vestmannaeyjum fram í maí og ljúka fermingum eins og ráð er fyrir gert.“ Bjami segir hlutverk kristins safnaðar að vera vettvangur guðssamfélags þar sem fólk mótast til góðra verka. Hins vegar séu sóknir í þéttbýli oft á tíðum öðru vísi samsettar. „Það má ktmnski segja að meiri dreifing sé í söfnuðum þéttbýlli staða. Hér í Eyjum er söfnuðurinn miklu mið-lægari og safnaðarvitund mjög sterk, þannig að söfnuðurinn getur mótað starfið nteira í sainvinnu við sinn prest. Fólk er þannig séð nánara og kannski samheldnin meiri.“ Hann segir að þrátt fyrir að annað safnaðarlíf sé nijög líflegt í Vest- mannaeyjum, þá efli það kristni og kristilegt starf. „Það styrkir kristni að hafa sem flesta söfnuði. Þetta er eins og að eiga góða granna, en það er ekki þar með sagt að það þurfi að búa inni á gafli hjá þeim. Sérhver hefur sitt og sínar venjur og hefðir, en öll erum við kristnir bræður og systur.“ Bjami segir að það hafi ekki verið neitt fomilegt samstarf milli safnað- anna í Eyjum, heldur hafi það verið byggt á umburðarlyndi og velvild. Bjami hefur mikið látið til sín taka siðferði sjávarútvegsins, eins og fundir hér í Eyjunt hafa sýnt um það efni og ekki síður vel heppnuð för hans til Noregs á dögunum. Er siðfræði sjávarútvegsins fyrir róða, þegar þú hverfur til starfa í annari sókn? „Nei, nei,“ segir Bjami. „Sið- fræðiumræðan mun halda áfram og engin ástæða til að telja þetta stund- aruppákomu. Nú er jafnvel það skemmtilegasta eftir í þessari sið- fræðiumræðu, því þriðjudaginn 10. mars kl. 20:00 mun undir for- merkjum fullorðinsfræðslu Landa- kirkju verða kynning á málefnum norsku ráðstefnunnar. Málið verður tekið upp álfæðsluhelgi Landakirkju föstudaginn 20. mars kl. 20:00. Á þann fund mun koma annað hvort heimspekingur eða mannfræðingur til þess að leggja mat á ráð- stefnutextann. Einnig mun dr. Sig- urður Ámi Þórðarson koma frá fræðsludeild biskupsstofu en fundar- stjóri mun verða prófessor Erlendur Jónsson heimspekingur." Kuldakastið kemur fram hjá Bæjarveitum: Álagið slð öll met Friðrik Friðriksson hjá Bæjar- veitum segir að vegna kulda- kastsins sem gengið hafi yfir síðastliðna viku hafi álagið á kerfið að öllum líkindum aldrei verið meira frá því veitan var stofnuð. „Það hefur verið gríðarlegt álag á hitaveitunni. Meginástæða þess er kuldakastið og ekki síður að loðnu- frysting er nú á fullu. Við höfum ekki fengið þá orku sem við höfunt viljað fyrir rafskautaketilinn vegna þess að spennir hjá Búrfellsvirkjun annar ekki álaginu. Á rafskautaketilinn er keypt ótryggt rafmagn af Landsvirkjun. Þegar þess nýtur ekki við þurfum við að hita vatnið með svartolíu. Ástæðuna fyrir rafmagnsleysinu á föstudaginn var, má rekja til þess að sá spennir fór yfir hámarksálag. Allar inn á þessum spenni og af völdum þess álags hefur ótryggt rafmagn verið skert við okkur." Friðrik segir að stór hluti af Suðurlandi sé hitaður með rafmagni. þess vegna hefur forgangsorka verið skert til bæjarins. En skerðingin til Vestmannaeyinga frá því á mánu- daginn í fyrri viku er um 16 klukku- stundir á sólarhring. „Við höfum því keyrt dísilvélar fyrir hátt í þriðjung af allri orkunotkun í bænum. Við kaupunt forgangsorku af Rarik en þegar hana vantar skerða þeir aflið við okkur. Friðrik segir að Bæjarveitumar geti keypt rafmagn fyrir fjórðungi hærra verð en venjulega. Með tilliti til þess segir hann að betra sé að keyra dísilvélamar. Sigurgeir Jónsson skrifar tt+degi Opna Tvistmótið í snóker: Þegar báðir vinna á sjöunni Það er dramatísk þögn við græna borðið í kjallaranum í Kiwanishúsinu. Tveir billiardspil- arar eru að útkljá í oddaleik hvor þeirra kemst áfram í Opna Tvistmótinu sem hefur staðið yfir síðan í janúar. Áhorfendur eru margir og spilararnir tveir eru Kiwanismaðurinn Páll Pálmason, fyrrum markvörður IBV, og Akógesinn Jóhann Pétursson, lög- maður. Jóhann vann fyrsta ramm- ann, Páll annan rammann og nú er oddaleikur um hvor þeirra kemst í úrslit. Jóhann hefur haft betri stöðu framan af leiknum en Páll sótt í sig veðrið og nú er komið að því að ein kúla er eftir á borðinu, báðir vinna á sjöunni, svörtu kúlunni. Það er leikið af mikilli varúð, vamarleikur í fyrrúmi, hvomgur ætlar að leggja hinn. Loks fer Páli að leið- ast þófið, svarta kúlan liggur svo sem hálfan metra frá homi, nálægt batta og hvíta kúlan nokkuð úti á borðinu. Páll ákveður að reyna hana í hom, miðar vandlega og sendir þá hvítu þétt- ingsfast á þá svörtu. -Bang, hún snýst heilan hring í horninu ntilli batta, fer ekki niður, rennur meðfram enda- battanum og lekur ofan í hitt hornið. Páll andvarpar feginsamlega, Jóhann getur greinilega ekki leynt ákveðnum vonbrigðum og áhorfendur tauta sín á milli um heppni. Páll er kominn í úrslit, Jóhann út í kuldann. En það er í snóker eins og öðrum íþróttum, þar er það oft heppnin sem ræður og að þessu sinni var hún á bandi Páls. Snóker er vinsæl íþrótt víða um heim. Sérstaklega er það á Bretlands- eyjum sem vinsældir hennar eru miklar, t.d. mun snóker vera næstvin- sælasta íþróttin sem sýnd er í sjónvarpi þar, einungis knattspyrnan sem fleiri horfa á. Á íslandi hefur þessi íþrótt notið sívaxandi vinsælda, þ.á.m. íVestmannaeyjum. Raunar var einu billiardstofunni í Eyjum lokað í vetur vegna erfiðleika í rekstri. En tveir klúbbar í Eyjum hafa komið sér upp góðri aðstöðu fyrir íþróttina. Kiwanismenn eiga tvö keppnisborð og Akógesar eitt. Öll em þessi borð af löglegri keppnisstærð. Haldin em mót hjá báðum félögum og eins keppa þau sín á milli. En nú í janúar ákvað Birgir Sveinsson, í Tvistinum, að koma á „opnu móti“ þar sem félagsmenn þessara tveggja klúbba gætu keppt. Ákveðið var að leika með forgjöf þannig að hinir slakari ættu jafna möguleika móti meisturunum. For- gjöf í snóker er öfug við forgjöf í golfi Páll mundarkjuðann. þar sem þeir bestu em með 0. í snóker eru þeir bestu með háar tölur og andstæðingurinn fær þá tölu á „ballann“ sinn í upphafi leiks. Hæstu forgjöf í Vestmannaeyjum hefur áðumefndur Páll Pálmason, 35, nokkrir eru með 28, allmargir 21 og svo niður úr, alveg niður í 0. Metþátttaka var í Opna Tvist- mótinu, 48 skráðu sig til leiks. leikið var með útsláttarfyrirkomulagi, sá sem tapaði tveimur leikjum var úr leik. Kiwanismenn stóðu sig öllu betur, enda reyndari í íþróttinni og að lokurn stóðu þrfr Kiwanismenn uppi, þeir Guðmundur Jóhannsson, Jón Óskar Þórhallsson og Páll Pálmason. í forkeppni kom í Ijós að Guðmundur hreppti þriðja sætið en um efsta sætið kepptu þeir Jón Óskar og Páll. Sá úrslitaleikur fór fram sl. föstudag og var margt um manninn í Kiwanishúsinu þegar þessir ágætu snókerspilarar hófu leikinn kl. hálfsjö. Jón ðskar vann fyrsta rammann með öryggi og áhorfendur hvísluðust á um að hann myndi taka „gamla brýnið" í nefið. En Páll er gamalreyndur refur sem ekki lætur taka sig á taugum. Hann vann annan ranimann af öryggi. Þriðji ramminn var í járnum og ekki fyrr en á svörtu kúlunni sem Páll náði að knýja fram sigur. Nú vonuðust flestir eftir því að Jón Óskar ynni næsta ramma þannig að um hreint oddageim yrði að ræða. En sú varð ekki raunin á. Páll spilaði af gamalkunnu öryggi og tryggði sér sigur og þar með efsta sætið. Öll umgjörð verðlaunaafhend- ingarinnar var hin glæsilegasta af hendi þeirra Kiwanismanna sem sáu um mótið. Snæddur var kvöldverður og verðlaun síðan aflient. Páll nr. eitt, Jón Óskar nr. tvö og Guðmundur nr. 3. Elías Baldvinsson, formaður nefndarinnar, fór á kostum í ræðu sinni og fleiri góðir létu ljós sitt skína, þ.á.m. Hallgrímur Tryggvason sent skildi ekkert í því hvað mönnum gengi illa að vinna hann Palla Pálma. Hallgrímur vann nefnilega það afrek í 1. umferð að leggja hann að velli Birgir Sveinsson, sem gaf öll verðlaun til keppninnar, tilkynnti að þetta yrði hér eftir árviss viðburður og fögnuðu menn því vel. Birgir í Tuistinum. Guömundur Jóhannsson forseti Kiwanisklúbbsins, Jón Úskar Þórhallsson og Páll Pálmason. Af bakhjörlum íþróttir eru allra meina bót. A.m.k. eru þeir margir sem halda því fram. Hér áður fyrr voru íþróttir stundaðar af kappi, ekki síður en nú. Þó tinnst skrifara sem einn hlutur sérstaklega hafi breyst í iðkun íþrótta frá því í gamla daga. Það er orðið miklu fjárfrekara að stunda íþróttir nú til dags en var á sínum tíma. Áður fyrr voru menn yfirleitt að keppa innanbæjar og það kostaði sáralítið annað en keppnisbúning og skó og það kostuðu íþróttamennirnir yfirleitt sjálfir. Nú til dags em keppnisferðalög bæði upp á land og til útlanda snar þáttur í íþróttaiðkun fólks og það útheimtir peninga, ferðalög eru nefnilega ekki ókeypis. Þá reynir á forsvarsmenn viðkomandi íþróttafélaga að hafa alla króka í frammi til að afla tjár. Kunnar eru margar slfkar aðferðir og hefðbundnar, svo sem öflun auglýsinga og happdrætti hvers konar (tombólur eru aftur á móti ekki lengur í tísku). En það nýjasta og um leið það besta í starfsemi íþróttafélaga er það sem á enskri tungu kallast að hafa ákveðinn „sponsor" eða „spons- ora“ sem „sponsorera“ starfsemina. Á íslensku hefur þetta orð verið þýtt með orðinu styrktar- aðili sem er auðskilið en gallinn sá að það er of langt. Þessir styrktaraðilar hafa svo styrkt starf félaganna nteð fjárframlögum. Nú hefur nýtt orð verið tekið í notkun um þá aðila sem styrkja íþróttafélög og aðra sem aðstoðar eru þurfi. það er orðið bakhjarl sem er gott orð að öðru leyti en því að ungt fólk skilur ekki merkingu þess. Þá er ekki unnt að rnynda sagnorð af því og verður því að tala um bakhjarla sem styrkja eða styðja við starfseinina. í nær öllunt tilvikum em þessir bakhjarlar stór og fjársterk fyrirtæki sem velta hundruððum milljóna eða milljörðum árlega. Peninga- stofnanir og olíufyrirtæki hafa verið með vinsælli bakhjörlum og hafa stutt vel við bakið á ýmsunt félögum, þ.á.nt. í Vestmannaeyjum. T.d. var Olíufélagið Esso aðalbakhjarl ÍBV liðsins í knattspymu sl. sumar og standa vonir til að svo verði áfram. Annað olíufélag, Skeij- ungur, hefur stutt við handbolta hjá ÍBV í vetur að ógleymdu hinu árlega Shellmóti þar sem Skeljungur er líka bakhjarl. En nú stefnir í óefni. Þessi tvö félög, sem bæði styrkja ÍBV, em keppinautar í sölu á elds- neyti. Ogísumarlíturútfyrirvandræði. Uppi við flugvöll er stórt og mikið skilti, hið fyrsta sem ferðamenn sjá þegar kernur út úr flugstöðinni. Þar stendur: „Við vinnum saman,“ og svo koma merki IBV og Skeljungs. Væntanlega sætta þeir Esso-menn ekki við þetta skilti þegar fótboltavertíðin hefst. Skrifari hefur fyrir því nokkuð ömggar heim- ildir að innan íþróttahreyfingarinnar í Vest- mannaeyjum séu uppi ýfingar vegna þessara bakhjarlamála. Til að mynda munu til búningar, merktir öðru olíufélaginu. sem til stendur að nota í sumarfyrir yngri flokkana. Slíkt mun hitt félagið náttúrlega ekki taka í mál sem bakhjarl að leikið verði í búningum þar sem keppi- nauturinn auglýsir. Þetta mun vera hið erfiðasta mál að leysa og í fljótu bragði sér skrifari aðeins eina leið til að leysa það. Hún er sú að olíufélögin Esso og Skeljungur fari að dærni Þórs og Týs og sameinist í eitt félag. Þar með ætti að verða friður í málum íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og er það ekki í raun og veru það sem málið snýst um? Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.