Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Side 7
Fimmtudagur5. mars 1998 Fréttir 7 Helga Jónsdóttir, stjórnandi Litlu lærisveinanna: Geisladiskurinn ermntsjöttabam -segir hún um Gleðifréttir með Litlu lærisveinunum sem kom út um síðustu helgi. Er hann eitt merkasta framtak sem fram hefur komið í barnatónlist ú íslandi Litlu lærisueinarnir ásamt stjórnanda sínum, Helgu Jónsdóttur. Tónlist og söngur hefur Iengi staðið traustum fótum í Vestmannaeyjum. Bæjarfélagið hefur getað státað sig af því að eiga sína eigin tónlist og tónlistarhefð. Hin einu sönnu Eyjalög tengjast flest þjóðhátíð og í textum þeirra eru samskipti kynjanna, náttúra Vestmannaeyja og þjóðhátíðarstemmningin hafin til skýjanna. Aftur eru Vestmanna- eyjar komnar á kortið í tónlistinni en úr allt annarri átt, eða nánar tiltekið úr Landakirkju þar sem í tvö ár hafa hijómað lög þar sem Guði er sungið lof og dýrð. Lögin eru eftir Helgu Jónsdóttur sem stjórnar Litlu lærisveinunum, sönghóp krakka á aldrinum frá átta ára upp í tólf ára. Litlu læri- sveinarnir hafa starfað í tvö ár og í síðustu viku kom út geisladiskur með lögurn Helgu í flutningi Lærisveinanna. Diskur og myndtiand Diskurinn og myndband, sem honum gert var við eitt lagið, voru kynnt f safnaðarheimilinu á laugardaginn fyrir kórfélögum, foreldrum þeirra og öðrum velunnurum. Við það tækifæri sungu Litlu lærisveinamir nokkur lög. Sjálfir útgáfutónleikamir vom f Landakirkju á sunnudagskvöldið. Þar sungu þeir undir ömggri stjóm Helgu lögin af diskinum. Húsfyllir var og undirtektir frábærar. Lögin eru fjöl- breytt og áhrifin koma víða að, gyðingleg sveifla, suður amerískur sömbutaktur, salsa, rokk, öll em þau sungin með sömu gleðinni og innlifuninni. Helga Jónsdóttir er hin dæmigerða íslenska kona, sinnir bömunum fimm, heimili og fjölskyldufyrirtækinu, bakaríi sem ber nafn manns hennar, Amórs Hermannssonar. Það að Helga skuli eiga fimm böm er kannski ekki í frásögur færandi, og að hún sé útivinnandi húsmóðir telst heldur ekki stórfrétt en að hún skuli verja tóm- stundum sínum í að semja lög og texta, æfa upp kór til að flytja lögin og stjóma honum sýnir að þar fer kona sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Uar hippi og söng um blóm og írið Þegar rætt var við Helgu eftir tónleika Litlu lærisveinanna á sunnudags- kvöldið var hún að springa af stolti yfir góðri frammistöðu krakkanna. „Þetta var stórkostleg stund og krakkamir stóðu sig frábærlega. Þau hafa þurft að læra mikið og nú urðu þau að notast við undirleik af geisladiski sem gerir ennþá meiri kröfur til þeirra. En allt gekk að óskum og ég er mjög ánægð,“ segir Helga. Þegar Helga er spurð að því hvenær hún hafi byrjað aðsemja lög segir hún að það megi rekja allt til hippatímans. „Ég var sannur hippi og söng um ást, stríð, frið og blóm. Þá var ég alltaf að dunda við að semja lög en þegar ég komst til trúar á Jesú Krist árið 1977 byrjaði ég að semja gospeltónlist. Þessi tónlist mín hefur verið að berast út um iandið og em lögin sungin í kristnum söfnuðum urn allt land og sumt hefur komið út á snældum." Helga segist hafa byijað fyrir alvöru að semja lög og texta fyrir böm í kringum 1980. Aðspurð segist hún vera stautlæs á nótur en er nú í Tónlistarskólanum þar sem hún einbeitir sér að tónfræði. „í mínum huga verður lag og texti ekki aðskilið, yfirleitt er ég að hugleiða einhverja sögu úr Biblíunni út frá því sem ég texta með einfaldri Guðfræði svo bamið fái skilið, síðan sem ég lagið, lögin em einföld og grípandi, textamir stuttir og endurteknir, því böm elska endurtekningar, þetta hef ég allt í huga þegar ég sest niður til að semja, það sem knýr mig áfram er sú þrá að öll böm á íslandi fái að vita að Jesús elskar þau og öll böm viti hversu dýrmæt þau em Guði. Prestarnir hvöttu Helgu til dáða Upphafið að Litlu lærisveinunum má rekja til þess að Fríkirkjan Vegurinn fékk hjá mér nokkur lög og texta sem sett vom á snældu. Hún komst í hendumar á prestunum okkar, Bjama Karlssyni og Jónu Hrönn Bolladóttur, sem strax sýndu því áhuga að fá lögin inn í kirkjustaifið hér,“ segir Helga. Var mér boðið að koma og kenna þessi lög í sunnudagaskóla Landa- kirkju, síðan var okkur Amóri boðið að starfa áfram við sunnudagaskólan. Þá er það fræðsludeild þjóðkirkjunnar sem fær spumir af þessum lögum frá Landakirkju og vilja athuga hvort þeir gætu notað eitthvert þeirra til að gera myndband sem auglýsingu fyrir sunnudagaskóla þjóðkirkjunnar. í framhaldi af því urðu Litlu læri- sveinamir til og verður kórinn tveggja ára í þessum mánuði. ,Fyrst kölluðum við til tíu krakka en þegar upp var staðið komust færri að en vildu. Annað sem Helga Ieggur áherslu á er sönggleðin og frjálsleg framkoma og tónleikamir á sunnudaginn sýndu að það hefur tekist. „Þau hafa æft hreyfingar með lögunum og t.d. notum við táknmál í sumum þeirra. Höfum við leitað til kunnáttufólks í þeim efnum þannig að við erum ekki með merkingarlaust handapat heldur táknmál sem allir sem það kunna geta skilið." Lausnarorðíö er agí Þegar Helga er spurð að því hvort ekki liggi mikii vinna að baki þess að æfa upp kór sem skipaður er 33 krökkum, segir hún að lausnarorðið sé agi. „Það eru gerðar kröfur sem þau skilja, þau eru komin á æfingar til að vinna, og við vinnum öll mjög vel, einnig er mikilvægt að hrósa þeim. Það þarf líka að brjóta upp starfið öðm hvom og þá reynum við að bregða á leik. Þegar Helga er spurð um útgáfu geisladisksins segir hún að þar sé eingöngu verið að svara eftirspum eftir lögum hennar. í tengslum við diskinn hafi strax verið ákveðið að gera myndband. Það sé krafa tímans vilji menn fylgja eftir útgáfu á tónlist í dag. „Það var oft haft samband við okkur og spurt hvenær yrði gefinn út geisladiskur. Síðan er það ákvörðun sóknarnefndar fyrir tilstuðlan prest- anna að ráðast út í þessa útgáfu. Þetta tók níu mánuði frá því fyrsti tónninn er tekinn upp þar til útgáfudagurinn rann upp og nú er verið að gantast með að diskurinn sé sjötta bamið hennar Helgu. Er ég alveg sátt við þá samlíkingu.“ Helga segir að margir hafi kornið að verki og það hafi gert þetta mögulegt. í því sambandi nefnir hún sérstaklega prestana, sóknarnefnd, foreldra bam- anna í kómum. ,Foreldramir stóðu sig einstaklega vel. Það er ótrúlega auðvelt að fá fólk til að vinna. Það var sama hvað kom upp á, það var aldrei neitt mál að leysa það. Kórstarfið hefði aldrei gengið nema prestamir hefðu stutt við bakið á okkur.“ Helga segir að útgáfa geisladisksins sé talandi dæmi um að það sé ekki nóg að ein manneskja telji sig hafa hæfileika eða hugsjón til að fram- kvæma hlutina. „Það gerist ekkert ef maður fær ekki stuðning. Þennan stuðning fékk ég og því sé ég þennan draum minn rætast, að stuðla að boðun fagnaðarerindisins." Hugsjónastarf Helga segir þetta hugsjónastarf af sinni hálfu. „Það var ákveðið atatvik sem vakti mig til umhugsunar. Ég varð hissa á því að til væm böm hér á landi sem vissu ekki að Guð væri til. Trúin á Guð er besta veganesti sem bamið fær til að halda af stað út í lífið. Lítill söngur sem það lærði í sunnudagaskólanum gæti skipt sköpum seinn meir og takist mér að sá fræjum trúarinnar með þessum disk verð ég hamingjusöm,“ sagði Helga að lokurn. Högni Hilmisson, Brynjólfur Snorrason og Arnór Hermannsson er meðal hljófæraleikara I Gleðifréttum Litlu lærisueinanna. Elísa GuðjónsdótUr og Sandra Guðjónsdóttir. Elísa Guðjónsdóttir, sem er tíu ára, hefur starfað í Litlu lærisveinunum frá upphafi en reyndar heldur hún að hún hafi ekki mætt á fyrstu æfinguna. Þegar Elísa er spurð að því hvað henni þyki skemmtilegast stóð ekki á svarinu. „Það er skemmtilegast að syngja," sagði Elísa með svip sem gaf greinilega til kynna að henni fannst spumingin asnaleg. „Það er líka gantan þegar við förum í æfingabúðir. Ég ætla að halda áfram að vera í Litlu lærisveinunum og syngja á nteðan ég hef áhuga.“ Þegar Elísa er spurð að því hvort ekki hafi verið gaman á átgáfutónleikununi, svaraði hún játandi. „Ég var svo lítið kvíðin en þetta gekk allt vel,“ sagði Elísa. Sæbjörg Helgadóttir er 11 ára og syngur einsöng í Ég má ei gleyma. Hún segir að kórinn hafi verið nýstofnaður þegar hún byrjaði. Henni finnst gaman að taka þátt í starfi Litlu lærisveinanna en hún neitar því ekki að hafa verið svolítið stressuð þegar hún söng einsöng í kirkjunni. En hvemig fannst henni að heyra í sjálfri sér á geisladiskinum? „Mér fannst skrýtið að syngja í hljóðnema þegar lögin voru tekin upp en ntér fannst ekkert skrýúð að heyra í sjálfri mér. En mér fannst ntyndbandið rosalega flott.“ Elísa er ekki alveg nteð það á hreinu hvort hún ætlar að leggja sönginn fyrir sig í framú'ðinni. „Það gæti vel verið,“ svaraði hún leyndardómsfull á svipinn. Sandra Rögnvaldsdóttir, sem er tíu ára, byrjaði fyrir ári síðan. nánar tiltekið á öskudaginn í fyrra. Sandra segir að sér finnist öll lögin skemmtileg en skemmtilegast finnst henni, Ég má ei gleynta. „Ég ætla að halda áfrani á nieðan mér finnst þetta gaman," segir Sandra. „Helga er ekkert ströng og mér finnst textarnir ekkert erfiðir. Það var gaman að koma fram og syngja í Landakirkju fyrir allt fólkið en ég kveið fyrir eins og flestir held ég.“ Orri Arnórsson er ellefu ára og syngur einsöng í Regnboganum. Hann svarar því játandi að gaman sé að taka þátt í kómum en stundum finnst honum Helga vera svolítið sú-öng. „Mér fannst mjög skrýtið að heyra í sjálfum mér," segir Orri og hann er ákveðinn í að halda áfram á tónlistarbrautinni. „Ég er f söng en æfi píanó. Mér finnst lögin öll skemmtileg en Nói er í mesfu uppáhaldi hjá mér. Við erum bara tveir strákamir í kómum og ég vil sjá fleiri. Sérstaklega vil ég fá annan strák til að syngja með mér í Regn- boganum,“ segirOrri. Sæbjörg Helgadóttir. OrriArnórsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.