Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 05.03.1998, Qupperneq 15
Fimmtudagur5. mars 1998 Fréttir 15 Sigmar var hetja ÍBV -í baráttusigri gegn Fram á útivelli „Eyjahraðlestin“ niætti liði Framara í Nissandeildinni síðast- liðið sunnudagskvöld. Fyrir þenn- an leik höfðu Framarar unnið 10 heimaleiki í röð og voru í 2. sæti deildarinnar. En það skipti engu máli fyrir fríska Eyjamenn, seni héldu uppteknum hætti frá síðustu leikjum, og þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í spennandi leik, 23 - 24. í hálfleik var staðan 14 -13 Fram í vil. Vamarleikur ÍBV-liðsins hefur verið skotheldur að undanfömu og á því varð engin breyting. Framarar komu mjög ferskir til leiks og höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn en Eyjamenn misstu þá aldrei langt framúr sér og var munurinn aðeins 1 mark í hálfleik. 14-13. I seinni hálfleik setti ÍBV síðan í fluggír og munaði þar mest um markvörslu Sigmars Þrastar, sem hreinlega lokaði markinu í nokkrar mínútur og á því tímabili komst IBV í 5 marka forystu. Framarar áttu ekkert svar við leik Eyiamanna og þurftu að játa sig sigraða, 23 - 24. Eyjamenn áttu sannkallaðan topp- leik á sunnudaginn var. Simmi var hreint út sagt frábær og varði 22 skot í leiknum, þar af 14 í seinni hálfleik. Vörnin gat ekki verið betri og sóknarleikurinn tjölbreyttur. með Robertas í broddi fylkingar. Mörk ÍBV: Robertas 8. Belánýi 6/6, Guðftnnur 4, Svavar 4, Hjörtur I og Sigurður I. Varin skot: Sigmar Þröstur 22/1 Robertas hefur verið í broddi fylkingar í sákn ÍBV og hefur fyllilega staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Helga Eggerts íslandsmeistari í þrístökki íslandsmótið í frjálsum, 15 -18 ára, var haldið í Kópavogi og Bald- urshaga dagana 21.- 22. febrúar síðastliðin. Frá Vestmannaeyjum tóku þátt þrír keppendur, þau Helga Eggertsdóttir, Katrín Elías- dóttir og Arni Oli Olafsson. Árangur krakkanna var sem hér segir: Helga Eggertsdóttir, 17 ára, varð íslandsmeistari í þrístökki án atrennu og stökk hún 7.29 m. Einnig hlaut hún önnur verðlaun í þrístökki með atrennu þar sem hún stökk 10.94 m. Hún hlaut önnur verðlaun í langstökki með atrennu þar sem hún stökk 5.09 m. Hún varð í þriðja sæti í 60 m hlaupi á 8,3 sekúndum sem er nýtt Vestmannaeyjamet. Þá varð hún í fjórða sæti í langstökki án atrennu þar sem hún stökk 2.38 m. Katrín Elíasdóttir, sem er á 17. ári, stóð sig einnig vel og hlaut hún önnur verðlaun í langstökki án atrennu þar sem hún náði 2.47 m. Hún varð í áttunda sæti í kúluvarpi, með 4 kg. kúlu, sem hún kastaði 8.63 m. Er það Vestmannaeyjamet. Að lokum var það svo Ámi Óli Ólafsson, sem er á 15. ári, sem náði Vestmannaeyjameti í kúluvarpi, með 4 kg. kúlu, sem hann kastaði 11.82 m. Keppendur á Islandsmeistaramótinu ásamt þjálfara sínum. Frá vinstri: Árni Óli Ólafsson, Katrín Elíasdóttir, Helga Eggertsdóttir og Karen Inga Ólafsdóttir þjálfari. Hópurinn ÍBV fékk hvorki meira né minna en 10 rétta f hópleiknum um helgina og skaust upp að hliðnni á Don Revie á toppi D-riðiIs. Árangurinn var með ágætum um helgina og voru nokkrir hópar með 9 rétta og fjölmargir með 8. Þátttakendur hópleiksins em beðnir að hafa í liuga, þar sem riðlakeppninni er að ljúka, að 9 bestu vikumar verða látnar gilda og verður lélegustu vikunni hent út. Fjórir efstu hópar fara áfrain í 2 úrslitariðla og lenda fjórir efstu í Á-riðli með tjómm efstu í B-riðli og svo tjórir efstu hópamir í C og D í hinum úrslitariðlinum. Efstu hópamir taka með sér 4 stig í úrslitin eins og áður. Hópamir í 2. sæti taka með sér 2 stig, 3. sæti 1 stig og hópamir sem verma 4. sæti síns riðils taka ekki með sér stig í úrslitariðilinn sinn. Þurfi að skera úr um sæti í riðlunum hjá hópum sem em jafnir, em lakari raðir þeirra teknar saman og látnar skera úr um sæti. Sömu aðferð verður beitt þegar komið er í úrslitakeppnina sjálfa þurfi að skera úr á einhveiju stigi hennar. Staðan í riðlunum þegar 2 umferðir em eftir: A-riðill: Geiri smart 60, Tveir flottir 60, Charlotta 55, Bláa Ladan 53, Hengdur og spengdur 52, Ár- menningar 51, Flug-eldur 51, Húskross 50, Rauðu djöflamir 50, Seinheppnir-SH 50, Hurðaskellar 44. Bommi og frú 42, Kertasníkir 42 og Munda 42. B-riðill: Dautt á Vatni 57, Allra bestu vinir Ottós 56, Bæjarins bestu 56, Villta vestrið 55, jójó 53. Klaki 53, Beyglaður ljósastaur 52, Hamar 52, Pömpiltar 52, Tvíbökur 52, Snúmsniffararnir 50, Tveir á toppnum 50, Mariner 48, Baukamir44. C-riðill: ER 56. Burt með íhaldið 55, Styðjum Roy Evans 54, Maur 53, Sig-bræður 53, Búðarráp 52, Doddaramir 51, HSÞ 51, A-team 50, ER-jrs 50, í Vörina 50, Gráni gamli 49 og Hænumar48. D-riðill: Don Revie 57, IBV 57, K-tröllin 56, Reynistaður 56, HH-flokkurinn 54, Jagama 53, Sigló- sport 53, Frosti feiti 52, Austurbæjargengið 49, Sveitasnakk 49, kaffí Ermasund 48, Kaffi klikk 48, VSOP 45, Guðmundur VE 44, Klapparar 44. Eins og sjá má er staðan nú mjög spennandi og verður gaman að fylgjast með árangrinum næstu helgi, en þar verða margir leikir úr 1. deildinni í Englandi, en færri leikir verða í úrvalsdeildinni vegna leikja í ensku bikarkeppninni. Ekki er spennan minni í Monrad leiknum, en þar urðu sætaskipti á toppnum um síðustu helgi. Sigfús Gunnar í FOTO skaust á toppinn með sigri á Hengdum og spengdum, en Andy Cole sem var á toppnum fyrir helgina tapaði fyrri Haraldi Þór, sem er að rifna úr monti yfír þessum sigri. Segir sagan að Halli hringi í Cole reglulega þessa dagana. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Huginn Helga- Sigurjón Birgis. 7-10, Sig-bræður- Ólafur Guðm. 7-10, Sigg'Oli - Friðfinnur 8-9, Þrumað á þrettán - Hlynur Sigmars. 10-0, Guðni Sig. - Eggert Garðars. 9-10, Haukur Guðjóns - Bjössi Ella 10-11, Kári Fúsa - Sigurjón Þorkels 10-10, Húskross - Georg og fél 10-7, ER - Klaki 10-9 og Jakob Möller sat hjá. Staðan á toppnum er því: Sigfús Gunnar 19, Andy Cole 18, Friðfinnur 17. Eddi Garðars 14. f næstu viku spila Eggert Garðars og Húskross, Þrumað á þrettán og Andy Cole, Sig-bræður - Haukur Guðjóns., SiggÓli - Sigurjón Birgiss., Hlynur Sigmarss - Jakob Möller, Siguijón Þorkels - ER, Georg og fél. - Haraldur Þór, Hengdur og spengdur - Huginn Helga, Óli Guðmundss - Guðni Sig., Friðfinnur - Klaki, Bjössi Ella - Sigfús Gunnar. Kári Fúsa situr hjá. Þá er bara að leggja hausinn f bleyti og spá í snúinn seðil næstu helgar og gæti sú vika skorið úr um hveijir standi uppúr f riðlakeppni hópleiksins. Opnað verður fyrir getraunasöluna í Týsheimilinu á laugardaginn kl. I0:00ogeropiðtil 13:45. Erfitt hjá 2.flokki Annar flokkur karla í handknattleik spilaði einn leik f íslandsmótinu, hér f Eyjum um helgina. ÍBV strákar mættu þá frísku liði ÍR-inga og máttu þola 11 marka tap, 23-34. Eyjastrákar voru yfirleitt skrefi á eftir gestunum í þessum leik en þó ber að geta þess að stór hluti 2. flokks ÍBV er skipað leikmönnum, sem spila með þriðja og jafnvel fjórða flokki, þannig að styrk- Ieikamunurinn á þessum strákum er þó nokkur. ÍBV strákar gerðu sitt besta í þessum leik en það dugði skammttil. Staðan íháltleik var 12 - 18. I seinni hálfleik misstu Eyjamenn ÍR-inga enn lengra fram úr sér og lokatölur, sent fyrr segir 23 - 34. Bestu ntenn ÍBV í þessum leik voru Ríkharð Guðmundsson (3.flokki) og Óskar Jósúason. Mjög frískir og spilandi leikmenn. Mörk ÍBV: Óskar 7, Ríkharð 7/2, Sigurður Ari 2, Gunnar B. 2, Unnar 2, Elías 12 og Þorsteinn 1. Varin skot: Davíð 4, Kristinn 1. Auglýsingastríó í uppsiglingu? Knattspymudeild ÍBV hefur farið fram á heintild til að setja upp auglýsingu á norðurgafli Iþrótta- miðstöðvarinnar. Öll auglýsinga- mál á knattspyrnuvöllum bæjarins sem eru keppnisvellir liða knatt- spymudeildar eru alfarið á þeirra vegum en ekki annara deilda. Hyggist knattspymudeild breyta því fyrirkomulagi mun íþrótta- og æskulýðráð skoða málið frekar. Þess ber að geta að handknatt- leiksdeild ÍB V er með auglýsingu á téðum gafli og menn hafa af því verulegar áhyggjur að einhverjar auglýsingaerjur ntuni blossa upp á milli deildanna. Fréttir úr ensku * Lið þeirra Bjamólfs Lárussonar og Ólafs Gottskálkssonar, Hibern- ian, tapaði enn einum leiknum í skosku úrvalsdeildinni. Þá fengu þeir lið Celtic í heimsókn og töpuðu, 0-1. * Crystal Palace, lið Hermanns Hreiðarssonar, er heldur ekki að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni. Palace tapaði þá á heimavelli fyrir Coventry, 0-3. Hemtann spilaði allan tírnann í vöm Palace. Ástandið er nú orðið frekar slæmt hjá félaginu, þar sem liðið situr nú á botni deildarinnar og hefur enn ekki unnið einn einasta heimaleik í deildinni ÍBV í 5. sæti Annar flokkur kvenna spilaði í úrslitakeppni íslandsmótsins í inn- anhússknattspymu unt þar síðustu helgi. Eyjastúlkur uppskáru ekki mikið í þessari ferð. Þær töpuðu báðum leikjum sínunt í riðla- keppninni en unnu lið IBA, frá Akureyri, í leik um 5.sætið Bjarni þjálfari ársins Bjami Jóhannsson, þjálfari meist- araflokks ÍBV var kjörinn þjálfari ársins 1997 af Félagi þjálfara. Framundan Aðeins einn leikur verður í íþrótta- miðstöðinni í næstu viku en á miðvikudag mætir ÍBV liðið HK.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.