Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 9. mars 2000
Ný lögmannsstofa á Bárustíg 15
Tveir góðir með
þekkingu og reynslu
Síðustliðinn fimmtudag tók til
starfa ný lögmannsstofa og fast-
eigna- og skipasala að Bárustíg 15 í
Vestmannaeyjum. Eigendur og
starfsmenn stofunnar eru Jóhann
Pétursson héraðsdómslögmaður og
Helgi Bragason héraðsdómslög-
maður. Jóhann Pétursson er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1981 og lauk
kandidatsprófi við Háskóla Islands
1986. Að loknu lögmannsprófi
starfaði hann við bæjarfógeta-
embættið í Vestmannaeyjum, en
stofnsetti eigin lögmannsstofu á
Bárustígnum árið 1991, sem hann
hefur rekið þangað til. Helgi
Bragason kom til starfa við hlið
hans síðastliðinn fimmtudag. Helgi
Bragason er stúdent frá Fram-
haldsskólanum í Vestmannaeyjum
árið 1991, hélt þaðan í Háskóla
íslands þar sem hann nam lögfræði
og útskrifaðist sem cand juris
áriðl997. Helgi tók eina önn í
Evrópu- og þjóðarrétti í Vín í
Austurríki. Að loknu námi hóf
Helgi störf hjá sýslumanns-
embættinu í Vestmannaeyjum og
starfaði þar í tvö og hálft ár, en
fjóra mánuði þess tíma starfaði
hann sem aðstoðarmaður dómara
við Héraðsdóm Reykjaness. Helgi
hafði haft í hyggju að fara í
framhaldsnám en ákvað að fresta
því í bili og sjá hvernig sér reiði af á
nýjum vettvangi.
Þeir félagar segjast líta framtíðina
björtum augum og að full þörf sé á
öflugri lögmannsstofu í Eyjum.
Jóhann segir að Helgi haft komið að
máli við sig fyrir nokkru og rætt
hugsanlegt samstarf. „Helgi vann hjá
mér á sumrin þegar hann var í námi
og mér leist vel á að fá hann til
samstarfs. Þetta er kostur gagnvart
þjónustunni út á við. Maður þarf oft
að vera á ferðinni í þessu starfi og sem
einyrki þá er oft enginn til staðar á
skrifstoftinni, núna stefnum við að því
að annar okkar verði alltaf til staðar á
skrifstofunni. Auk þess er alltaf hætta
á ákveðinni faglegri einangrun í
einyrkjastarfi og að vinna með öðrum
er ólfkt skemmtilegra að öllu leyti.“
Helgi Bragason, Johanna Hjálmarsdóttir ritari og hægri hönd þeirra
félaga, og Jóhann Pétursson í móttöku sem þeir héldu í tilefni
opnunarinnar sl. föstudag.
Helgi tekur undir þetta og bendir á að
úti á landsbyggðinni sé hætta á ein-
angrun í starfi. „Hins vegar eru tvær
hliðar á þessu máli, því sérhæfing
getur stundum verið góð en líka
einangrað menn í hugsun. Til fram-
tíðar litið stefnum við að því að
byggja upp góða lögmannsstofu í
Vestmannaeyjum, og vonandi dafnar
þetta það vel að við getum ráðið fleiri
til starfa í framtíðinni, við erum að
missa svolítið af þessari þjónustu upp
á fastalandið. Fólk hér vill fá þjónustu
í sinni heimabyggð. Þess vegna
leggjum við upp með að gera fyrir-
tækið öflugra, Vestmannaeyjum í
hag.“
Jóhann og Helgi telja sig einnig hafa
mikla þekkingu og reynslu til þess að
takast á við fjölþætt verkefni. „Þetta er
líklega í fyrsta skipti sem opnuð er
lögmannsstofa með tveimur lög-
mönnum með heimili og starfsstöð í
Eyjum,“ segir Helgi. „Það tekur
kannski tíma að vinna sér traust en á
móti hef ég góð tengsl við Eyjar og
fjölbreytta starfsreynslu bæði sem
fulltrúi hjá sýslumannsembættinu og
hjá héraðsdómi Reykjaness."
Jóhann hefur og fjölþætta reynslu
sem fulltrúi hjá bæjarfógetaembættinu
sem þá var, og við hvers kyns
málafærslustörf. „Það má segja að ég
hafi komið að alls konar málum,
málum er varða réttindi sjómanna og
útgerða, og samskiptin þar á milli og
þá ekki bara mál sem bundin hafa
verið við Eyjar. Eg hlakka til að starfa
með nýjum manni og við vonumsi til
að sjá sem flesta á næstunni og
munum reyna okkar besta til að leysa
hvers manns vanda,“ sögðu þeir
félagar að lokunt.
Lögmannstofan er opin frá kl.08.00
17.00 alla virka daga og síminn er
488-6010. Þeir félagar hafa einnig
opnað vefsíðu og er slóðin ls.eyjar.is
Sjóvá-Almennar styrkja
nemendafélag Barnaskólans
Eins og sagt var frá í síðasta blaði var árshátíð 8. -10. bekkja Barnaskólans
haldin á dögunum með matarveisiu og frábærri dagskrá sem nemendur
sáu um með dyggri aðstoð valinkunnra leiðbeinenda. Voru þar fiutt dans-
og leiklistaratriði, auk þess sem minni kennara og nemenda voru flutt Á
árshátíðinni afhenti Aðalsteinn Sigurjónsson, umboðsmaður Sjóvár -
Almennra í Eyjum, nemendum peningastyrk sem rann í sameiginlegan
sjóð þeirra. Á myndinni má sjá Aðalstein afhenda Erlu Ásmundsdóttur
formanni nemendafélagsins styrkinn.
Þeir Ómar Garðarsson og Sigurgeir Jónsson hafa á undanförnum
mánuðum barist fyrir því áhugamáli sínu að fá Stakkagerðistúnið afhent
fyrir nautgriparækt.
Fram til þessa hafa þeir gengið bónleiðir til búðar hjá bæjaryfirvöldum,
þrátt fyrir mörg erindisbréf til bæjarráðs og viðeigandi nefnda hafa þeir
ævinlega fengið synjun.
Fyrir skömmu var Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hér á ferð og
notuðu þeir félagar þá tækifærið og báru erindi sitt undir æðsta yfirvald
landbúnaðarmála á Islandi. Ráðherra tók málaleitan þeirra félaga af sinni
kunnu Ijúfmennsku og vænta þeir þess að nú muni verða tekið á þessum
málum af alvöru og festu þegar sjálft landbúnaðarráðuneytið hefur fengið
þau til meðferðar. Kynni því að styttast í að Búkolla bauli á Stakka-
gerðistúni.
Sigurgeir Jónsson
Af menningarleysi
Eitt af því sem talið er stuðla að brottflutningi
fólks af landsbyggðinni á Faxaflóasvæðið, er
meira framboð af hvers kyns menningarvið-
burðum þar. Skrifari hefur alltaf efast talsvert
um þær staðhæfingar. Einhvem veginn gleypir
hann það ekki kokhrátt að höfuðástæða þess að
fólk taki sig upp og flytjist landshluta milli, sé
ásókn í tónleika og leikhús. Raunar hefur hann
um það grun að sú ástæða sé af flutningsfólki í
og með tilgreind til að réttlæta fiutningana.
Jafnfáránlegt og það nú er að fólk skuli endilega
þurfa að tilgreina einhverjar ástæður fyrir
flutningum. Ef fólk vill af einhverjum ástæðum
flytja þá er því það auðvitað frjálst og þarf ekki
að standa einum eða öðrum reikningsski! þeirra
gerða sinna. Líklega er þetta sjónarmið, að fólk
verði að standa öðrum skil á slíkum gjörðum
sínum, arfur frá vistarbandstímanum sáluga
þegar fólk var langt í frá frjálst að því hvemig
það ráðstafaði sinni búsetu.
í dag er fólk ekki bundið á slíka klafa (þó svo
að einhveijir vildu gjaman innleiða vistarbandið
á ný) og ef fólki leiðist að búa í Vestmanna-
eyjum eða á Seyðisfirði, einhverra hluta vegna,
þá getur það flutt frá slíkum leiðindastöðum til
annarra betri og skemmtilegri og þarf ekki að
gefa upp neinar ástæður fyrir brotthvarfi sínu.
En það er þetta með menninguna. Svo vel
hefur gengið að koma því inn að það sé fyrst og
fremst skortur á menningarstarfsemi sem veldur
búferlaflutningum af landsbyggðinni, að hinir
vísu landsfeður em famir að trúa því líka. Og til
að draga úr þessum flutningum hefur verið
ákveðið að bæta úr menningarleysinu á lands-
byggðinni. Hvemig? Með því að byggja
menningarhús. Þar með verður fólksflóttinn
sennilega stöðvaður líka.
Nú er menning í huga skrifara allt annað en hús
og til að njóta menningar þarf ekkert endilega að
hafa sérhönnuð hús. Raunar segja okkur vísir
og miklir menningarvitar syðra að það sé þjóð-
inni til mikils vansa að eiga ekki húsnæði við
hæfi þegar flytja þarf stórvirki í tónlist. Það
sýnir bara og sannar að það er ekki einungis á
landsbyggðinni sem menningin á undir högg að
sækja, meira að segja í Reykjavík fá menn ekki
notið menningarinnar til fulls vegna skorts á við-
eigandi húsnæði.
Nú hafa góðir menn og konur gegnum tíðina
reynt að bæta úr menningarleysi landsbyggðar-
innar og sótt okkur heim með hvers kyns uppá-
komur, ekki síst á tónlistarsviðinu, þrátt fyrir að
ekki hafi verið til staðar viðeigandi menningar-
hús er hæfi slíkum uppákomum. Oftar en ekki
hefur verið talað um eftir á hversu skammarlega
fáir hafi mætt á slíkar uppákomur, ekkert þýði
að vera að fá hingað góða listamenn, hér sýni
fólk því engan döngun og mæti ekki.
Verst af öllu er þó þegar sjálft listafólkið, sem
lagt hefur á sig langt og strangt ferðalag í þágu
menningar á landsbyggðinni, tekur að kvarta
yfir dræmri aðsókn. Skrifari minnist þess t.a.m.
þegar þekkt söngkona hélt tónleika í Félags-
heimilinu fyrir margt löngu. Þeir tónleikar áttu
að hefjast kl. 16 á laugardegi en hófust ekki fyrr
en tæpum hálftíma síðar þar sem ekki voru
nema tólf manns í salnum kl. 16. Ogþegarsýnt
var, um hálffimmleytið, að þeim myndi ekki
Qölga frekar, hóf söngkonan sitt prógramm með
skamma- og reiðilestri yfir þessum tólf, rétt eins
og þeir bæru á því ábyrgð að ekki höfðu fleiri
áhuga á söng hennar. Skrifari var í hópi þessara
tólf og hann fylltist alveg óskaplegri sektarkennd
yfir menningarleysi samborgaranna. Sú sektar-
kennd olli því að hann naut ekki tónleikanna og
var þeirri stundu fegnastur þegar þeim lauk og
þessir tólf menningarvitar Vestmannaeyja
laumuðust út með skottið milli fótanna, með
menningarleysi bæjarfélagsins á herðunum.
Síðan hefur skrifari mjög fækkað ferðum sínum
á slíka tónleika, honum leiðist að láta skamma
sig fyrir misgjörðir annarra.
Svona eftir á að hyggja. I Reykjavík þykir
ágætt ef 200 til 300 manns sækja tónleika á borð
við þá sem hér var lýst. Það þykir prýðileg
aðsókn og raunar ekki óalgengt að gestaíjöldinn
fari niður fyrir hundraðið. Og auðvitað ætlast
prímadonnumar til að sami fjöldi áhorfenda láti
sjá sig á tónleikum annars staðar á landinu þótt
ibúafjöldinn sé eitthvað minni þar. Skrifara telst
til að þessir tólf samsvari um 300 manns í
Reykjavík en hann á ekki von á að slíkur hópur
fengi ákúmr fyrir slaka mætingu. En kannski
lagast þetta allt þegar við fáum nýtt
menningarhús uppi á hrauni.
Sigurg.