Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2000, Page 15
Fimmtudagur 9. mars 2000 Fréttir 15 amhaldsskóla sem þýðir breytingar á báðum skólastigum ekki þar með sagt að þeir þurfi strax á þessum tíma að ákveða framtíðar- starfsheitið. Þó er æskilegt að taka stefnuna í einhverja átt, t.d. að heil- brigðisgreinum, iðnnámi, félagsvís- indum, listnámi og svo mætti lengi telja. Þetta kerfi sem nú er að líta dagsins ljós hefúr það innbyggt að hægt er að skipta um skoðun. Ef ég fer á bóknámssvið í 9. bekk, á ég að geta farið á „verk- og list“ í 10. bekk ef ég ákveð allt í einu að verða píanóleikari eða pípari. Ég er sem sagt ekki að ákveða í 9. bekk hvaða samræmdu próf ég tek við lok 10. bekkjar. Því allir verða eftir sem áður í kjamanum, og þar er efnið sem prófað er úr í samræmdu prófunum. T.d. er auka enskan sem ég tek á bóknámssviði ekki beint námsefni til samræmdra prófa, en engu að síður dýpkun á tungumálinu. Abyrgð nemenda er ekki eingöngu að taka ákvörðun um stefnu í náminu. Þeir þurfa einnig að taka almenna ábyrgð á sínu námi og sýna þann árangur sem krafist er. Hingað til hefur nám í grunnskóla að litlu leyti verið árangurstengt, þó má helst nefna getuskiptingar í bekki. Sem námsráð- gjafi heyri ég það stundum hjá nemendum sem eru að vinna undir getu í skólanum að þeir ætli að taka sig á þegar þeir komi í framhalds- Inntökuskilyrði/viðmiðunareinkunnir Braut Islenska Stærðfr. Danska Enska Náttfr. Samfélagsfr. Félagsfræðibraut 6 5 5 4,5 6 5 6 5 Málabraut 6 5 5 4,5 6 5 6 5 Náttúrufræðibr. 6 5 6 5 5 4,5 6 5 Starfsnámsbr. 5 4,5 5 4,5 Listnámsbr. 5 4,5 5 4,5 +listnám í grunn/sérskóla Almenn námsbr. Hafa lokið skyldunámi. Lágmarkseinkunnir á samræmdum prófum eru skáletraðarí töflunni. skólann. Sumir ætla að bytja að standa sig í náminu um páskana, rétt fyrir samræmdu prófin! Þessir sömu nem- endur vita þó innst inni að þvf fyrr því betra. Nemendur eru nefnilega alla skólagönguna, allan veturinn, að læra fyrir prófin. Nú þarf að gefa í og sinna náminu af krafti. Samábyrgð Þá kemur að ábyrgð annarra en nem- enda sjálfra. Segja má að allir sem koma að skólunum, nemendur, for- eldrar og ekki síst skólamir sjálfir þurfi að líta í eigin barm og skoða hvað hægt er að gera til þess að nem- endur höndli þessar nýju aðstæður. Áherslur í nýrri aðalnámsskrá Aukið val - Aukin ábyrgð Helstu atriði Aukið val í námi Aukin sérhæfing Inntökuskilyrði á brautir (taka gildi haustið 2001). Aukin ábyrgð nemenda á námsvali. Námsleiðir í framhaldsskólum Bóknámsbrautir Starfsnámsbrautir Listnámsbraut Almenn braut Sérdeildir Samræmd próf Valfrjáls árið 2001 2001 ;próf í fjórum greinum, íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku (nemendur nú í 9. bekk). Fer eftir á hvaða braut nemandi stefnir í framhaldsskóla, hvaða próf eru tekin. 2002 bætast við próf í náttúrufræðum og samfélagsgreinum (nemendur nú í 8. bekk). Viðmiðunareinkunnir Eru meðaltal einkunnar úr samræmdu prófi og skólaeinkunnar. Þarf að ná tilteknum einkunnum til þess að geta hafið nám á brautum framhaldsskóla. 2001 verða viðmiðunareinkunnir í samfélagsfræði og náttúrufræði eingöngu skólaeinkunnir. Nemendur nú í 8. bekk Þurfa að ákveða hvaða braut þeir stefna á í framhaldsskóla. Þurfa að velja svið og samræmd próf samkvæmt þeirri ákvörðun. Þurfa að ná viðmiðunareinkunn. Ef þeir ná ekki, er hætta á að námið lengist og verði erfiðara. Nemendur nú í 9. bekk Það verða viðmiðunareinkunnir í sex greinum. Þurfa að velja samræmd próf samkvæmt framtíðaráformum. Samræmd próf í 10. bekk verða í fjórum greinum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Viðmiðunareinkunnir í náttúrufræði og samfélagsfræði verða eingöngu skólaeinkunnir. ✓ Ef nemendur ná ekki þá er hætta á að námið lengist og verði erfiðara. Það sem skólinn er að gera núna er að kynna breytingamar, í skólunum sjálfum, á komandi kynningarfundum með nemendum og foreldrum og með þessum línum. Innan skólanna fer einnig fram kynning þannig að starfsfólkið verði með á nótunum. Náms- og starfsfræðsla hefur verið hluti af kjama á unglingastigi skólanna í Vestmannaeyjum. Nú er þessi náms- grein í raun ekki til lengur samkvæmt aðalnámsskrá en þó em nokkur mark- mið í lífsleikni sem falla undir fræðslu af þessum toga. Aftur á móti er í aðalnámsskrá framhaldsskólanna þó nokkur náms- og starfsfræðsla í lífs- leikniáföngum. Að mínu mati er þetta hrópandi mótsögn, nemendur þurfa að velja stefnu í lok 8. bekkjar, en fræðslan um möguleika þeirra er færð ofar! (Þessu má þó ekki taka svo að ég sé á nokkum hátt á móti þeirri fræðslu í framhaldsskólum og í raun fagna ég henni). Þrátt íyrir þetta munu skólamir leggja sitt af mörkum til þess að koma til móts við nemendur og foreldra sem besj þeir geta. Abyrgðin á herðum foreldra er einnig mikil. Þeirra hlutverk í þessu hlýtur að vera að hvetja böm sín til náms, að standa sig í náminu, aðstoða þau við að kanna þá möguleika sem þeir hafa til framhaldsnáms og að taka ákvörðun. Sem sagt, foreldrar þurfa að styðja bömin sín sem mest þeir mega og hvetja þau til dáða. Hér er ég ekki eingöngu að tala um foreldra sem eiga börn á unglingastigi grunnskólana, heldur vil ég hvetja foreldra yngri bama til þess að kynna sér breyt- ingamar og hvað þær þýða. Að mínu mati kallar þetta á aukna hvatningu og stuðning við nemendur frá upphafi skólagöngu. Er þetta hægt? Nú em eflaust margir famir að velta fyrir sér hvemig í ósköpunum ungl- ingar, sem em í 8. bekk, eigi að geta tekið svona ákvarðanir. Ekki að undra. Samkvæmt þeim kenningum sem gengið er út frá í náms- og starfs- fræðslu þarf fólk að búa yfir þrenns konar þekkingu til þess að geta tekið ákvarðanir um nám og störf. Þetta em þekking á atvinnulífinu, þekking á skólakerfinu og að lokum sjálfs- þekking (m.a. þekking á áhuga- sviðum, gildismati og ákvarðanatöku). Breytingamar kalla á stóraukna náms- ráðgjöf. Þar sem ég vinn aðeins tvo daga í viku í hvomm skóla er vinna í kringum þessar breytingar verkefni sem hæglega gæti fyllt minn tíma. Þau tæki sem ég vildi eiga til þess að aðstoða nemendur í ákvörðun sinni em af mjög skornum skammli. En ég trúi því og treysti að úr rætist. Slagorðið sem við höfum valið við kynningu á vali nemenda í 9. bekk er Aukið val = aukin ábyrgð og á þetta ekki eingöngu við um nemendur sjálfa, heldur okkur öll sem að nemendum komum bæði í skólanum og heima. Til þess að koma til móts við nemendur og foreldra verða kynn- ingarfundir í sal Bamaskólans fyrir nemendur og foreldra bæði í Bama- skólanum og Hamarsskóla, þar verður valblöðum fyrir næsta skólaár dreift. Fundimir verða sem hér segir: 8. bekkur, þriðjudaginn 14. mars kl. 20, 9. bekkur, miðvikudaginn 15. mars kl. 20. Á fundunum verður full- trúi frá FÍV sem svara mun fyrir- spumum. Menntamálaráðuneytið hefur sent smáritið „ábyrgð, frelsi, jafnrétti, val“ á heimili nemenda á unglingastigi og vil ég hvetja foreldra til að setjast niður með nemendum og lesa ritið. Nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu menntamálaráðuneytisins sem er www.mm.stjr.is. Helga Tryggvadóttir námsrúðgjafi. Lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna haldin í Eyjum: r Urslitakeppnin á þriðjudaginn Upplestrarkeppni grunnskóla var haldin í fyrsta skipti veturinn 1996-1997 í fimm skólum í Hafnarfirði og á Álftanesi. Að keppninni stóð nefnd sem kallaði sig undirbúningsnefnd um landskeppni í upplestri. Að baki því nafni bjó sú ætlun nefndarinnar að keppnin næði til landsins alls innan fárra ára. Undanfarin þrjú ár hefur keppnin breiðst út og náði á síðasta ári til liðlega 2000 nemenda í 48 skólum. Upplestrarkeppni er haldin að fmmkvæði áhugafólks um eflingu tungunnar en skólaskrifstofur í hveiju héraði hafa umsjón með framkvæmd hennar. í vetur hafa nemendur sjöundu bekkja í grunnskólunum í Vestmannaeyjum tekið þátt í upplestrarkeppninni. Þeir hafa æft upplestur undir stjórn umsjónarkennara sinna. í síðustu viku fór fram skólakeppni þar sem valdir vom sjö nemendur úr hvomm skóla til að taka þátt í lokahátíð. Á lokahátíðinni verða valdir þrír bestu upplesaramir í Vestmannaeyjum. Lokahátíðin verður haldin í Félagsheimilinu í Vestmannaeyjum þriðjudaginnl4. mars klukkan 17.00. Öllum áhugasömum hlustendum er boðið til hátíðarinnar meðan húsrúm leyfir. Fréttatilkynning. Spurt er???? Hvernig líst þér á framtíð flugs milli Reykjavíkur og Eyja eftir að r Islandsflug hættir flugi á þessari leið? Börkur Grímsson bankastjóri Islandsbanka í Eyjum: -Ég treysti því alveg ^ að Flugfélag íslands I og Flugfélag Vest- | mannaeyja geti haldið uppi góðri þjónustu á sínum leiðum. Jón Karl hefur verið að vinna metnaðarfulll starf lijá Flugfélagi fslands og það sjá allir að það er enginn ávinningur af taprekstri. Birgir Sveinsson kaupmaður: -Ég vona að þjón- ustan verði áfram góð og að verð hækki ekki. Hins vegar er það slæmt að Islandsfiug varð að hætta, því vissu- lega veillu þeir að- hald. Bjarni Jónasson útvarpstjóri ÚV fm 104.0: —7----- -Mér líst vel á það. 1' .. Flugfélag íslands .fl / hefur staðið sig vel mm, f gegnum tíðina, þó K.xT, <f ég vildi heldur sjá |f! Loftleiðir fijúga ___íy hingað. En þeir Loftleiðamenn hófu fiug hingað fyrir 50 árum og voru elskaðirog dáðir. Flugfélagið hefur rekið fiugið með sóma og þeir hafa strangar reglur, t.d. í sambandi við veður, þó ég sé ekki að segja að aðrir hafi ekki haft það. Meiri tíðni í fiuginu þýðir að vísu betri þjónustu, en það gengur ekki að fijúga tómum vélum. Við verðum að nýta verðmæti vel, t.d. eldsneyti, sem fer þverrandi og fiugrekstur er dýr. Páll Marvin Jónsson forstöðu- maður Rannsóknaseturs Háskóla íslands í Eyjum. _____-Það er eftirsjá að ^ íslandsfiugi, sér- L"staklega vegna þess K. 4' að samkeppni í hófi ÍM er góð. Reynslan W' hefur sýnt að engin samkeppni leiðir lil hækkunar verðs. Ef hins vegar Flugfélagið bætir við ferð, jafnar tíðnina yfir daginn, og hækkar ekki fargjöldin þá þurfa Eyjamenn ekkert að örvænta. Aðalsteinn Sigurjónsson umboðs- maður Sjóvá - Almennra: -Mér líst ágætlega á það, Ég er ekki með neina svartsýni vegna þess. Flug- félag íslands hefur staðið sig prýðilega og ég hef trú á því að — þeir muni gera það áfram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.