Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 30. mars 2000 fréttir framhaldsmóttakaá laugardag Siggi Gúmm og félagar hans í Fjölverki fluttu sig um set nú í vikunni upp á Græðisbraut í smur- stöðina. Formleg móttaka var á föstudag fyrir vini og velunnara en nú ætlar Siggi að bæta um betur og bjóða vinum og kunningjum í framhaldsmóttöku á laugardaginn kemur. „Það mættu fæni en ég átti von á, á föstudaginn og hellings- birgðirennþá til. Það er ekkert vit í að ég fari að reyna að torga þessu öllu einsamall, það myndi enda með ósköpum þótt ég kalli nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Það verður því framhald á móttökunni á laugardaginn og með tilliti til sjón- varpsíþróttafíkla ætlum við að byija klukkan eitt eftir hádegi og reyna að grynnka eitthvað á birgðunum. Ég vonast til að sjá sem flesta (yílr lögaldri) ckki síst félaga úr golfinu og Hrekkjalómafélaginu,“ sagði Siggi Gúmm og bætti því við að örlítil slikja væri komin á snittumar, sem afgangs urðu, en með góðum vilja mætti alveg koma þeim niður. Aftur á móti væri vökvinn með öllu óskemmdur. SOObúsund afskrifuð Ekki tekst alltaf að innheimta öll gjöld bæjarsjóðs og eru ýmsar slíkar kröfur felldar niður á hverju ári. Astæður þess að ekki tekst að innheimta gjöldin eru ýmsar, t.d. gjaldþrot. A fundi bæjarráðs á mánudag voru felld niður óinn- heimtanleg gjöld, að tillögu lög- manns, að upphæð kr. 306.487. Hafa oft sést hærri tölur en þessar. DraumasmiðjanviU sfyrk 1 hverjum mánuði berast til bæjar- ráðs umsóknir um styrki frá hinum ýmsu aðilum. Yfirleitt tengjast þessar umsóknir menningargeir- anum eða líknarmálum og gerir bæjarráð ýmist að samþykkja þær eða hafna þeim. Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá umsókn frá leik- hópnum Draumasntiðjunni ehf. og er þar leitað eflir styrk vegna barnaleikritsins „Ég sé.“ BæjatTáð fól skólafulltrúa að kanna málið svo að ekki er örvænt unt að Drauma- smiðjan fái jákvætt svar. TiRHoð í Lóðsinn Fyrir tæpum tveimur vikum var gamli Lóðsinn auglýstur til sölu í Morgunblaðinu. Ólafur Kristins- son, hafnarstjóri, segir að nokkrir aðílar hafi spurst fyrir um skipið og eitt formlegt tilboð hafi borist með ákveðnum fyrirvörum. Afstaða til þess verði væntanlega tekin á næstu dögum. Sex milliónir liingað Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir bréf frá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu þar sem fram kemur að framlag úr Framkvæmda- sjóði aldraðra fyrir árið 2000 er sex milljónir. Hreinsunálaugardag Á laugardag, kl. 10, ætla félagar í Golfklúbbnum að ganga í að hreinsa tjörnina og 16. braut eti mikið af grjóti barst á hana í sjávargangi í vetur. Félagar eru beðnir um að fjölmenna. Vinnslustöðin: Fjölskylduvænt loðnuslútt Bæjarbúar fjöl- menntu í loðnuna -til að bjarga verðmætum frá skemmdum BEKKURINN var þröngt setinn þar sem gestir þáðu veitingar í boði Vinnslustöðvarinnar en konur í Líkn sáu um allar veitingar. Samkvæmt upplýsingum Ingibjargar Finnbogadóttur, einkaritara framkvæmdastjóra, voru um 200 manns sem mættu í kaffið. Loðnuslútt Vinnslustöðvarinnar var á sunnudaginn og í stað þess að einskorða samkvæmið við starfsfólk og maka þess var boðið upp á kaffi í Alþýðuhúsinu þar sem öll fjöl- skyldan var velkomin. Vinnslu- stöðin og starfsfólk hafði fulla ástæðu því áætlanir í loðnuvinnslu stóðust fullkomlega og vel það. Margir nýttu sér boð Vinnslu- stöðvarinnar enda komu milli 230 og 250 manns að frystingu á loðnunni og vinnslu hrognanna. „Áður en loðnu- slagurinn hófst voru um 90 manns við störf í landvinnslunni en í allt voru upp undir 250 á launaskrá hjá okkur í loðnunni,“ sagði Þór I. Vilhjálmsson sem bar hitann og þungann af mannahaldi í Vinnslustöðinni á loðnuvertíðinni. „Ég gæti trúað því að um 150 manns úr bænum haft komið í loðnuna til að hjálpa okkur. Þetta var alls konar fólk, húsmæður, skólafólk, múrarar, smiðir, dekkjaviðgerðar- menn, bifvélavirkjar, netagerðarmenn og fleiri. Við hefðum aldrei getað unnið allt þetta magn ef þetta fólk hefði ekki hlaupið undir bagga með okkur. Framlag þess var ómetanlegt og fyrir vikið gátum við fryst 1000 tonn af loðnu og 1400 tonn af hrognum,“ sagði Þór einnig. Rausnariegar Líknarkonur Líknarkonur afhentu Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum fyrir skömmu tæki að verðmæti um eina og hálfa milljón króna. Um er að ræða lungnaprófunarvél að verðmæti 242.221 króna, prentara fyrir sónar að verðmæti 69.190 krónur, blóðrannsóknartæki að verð- mæti 801.600 og lífsmarkamælir að verðmæti 465.622 krónur. Samtals em tækin að verðmæti 1576.233 krónur. Lungnaprófunartækið, prentarinn og blóðrannsóknatækið voru tekin í notkun á síðasta ári en vom formlega afhent við þetta tækifæri. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, formaður Liknar, afhenti tækin ásamt stjóm félagsins og tók Guðný Bogadóttir hjúkmnar- forstjóri á móti þeim. Guðbjörg Ósk tilkynnti að þær Líknarkonur væm ekkert á því að leggja árar í bát í að styrkja stofnunina því nú er stefnan tekin á nýjan og fullkominn sónar á þessu ári. HJALTI Kristjánsson læknir sýnir stjórnarkonum í Líkn tækin sem félagið hefur gefið undanfarið. Mynd Dagskrá. fréttir Hátfðakórinn til Reyhjaness Hátíðakórinn, sem stofnaður var á fyrra ári vegna 1000 ára afmælis kristni í landinu. mun um helgina taka þátt í kristnihátíð í Reykja- nesbæ. Á sunnudag verða tónleikar í nýju íþróttaskemmunni þar sent hátíðakórar úr öllu Kjalamespró- fastsdæmi koma saman. Um 30 manns em í kórnum og er uppistaða hans félagar úr Kór Landakirkju. Stjómandi hans er Guðmundur H. Guðjónsson. Ekki er sérstök stjóm í Hátíðakómum en Katrín Magnúsdóttir, formaður Kórs Landakirkju, het'ur haft veg og vanda af undirbúningi þessarar ferðar. Hún segir að farið verði héðan á morgun. föstudag og dvalið til sunnudags í Reykja- nesbæ. Á laugardag verða æfingar kóranna en tónleikar kl. 14 á sunnudag. Þessi hátíð er ein í röð margra hátíða í Kjalamesprófastsdæmi vegna kristnitökuafmælis. FyiT f vetur var slík hátíð í Vestmanna- eyjum en nú er komið að Reykjanesi. Á fóstudagskvöld hyggst hópurinn fara í Hafnarljarðai'leikliúsið og sjá Sölku en á laugardagskvöld verður sameiginlegur kvöldverður allra kóranna. Sjálfir hátíðatónleikamir verða sem fyrr segir á sunnudag. Vegna þessarar ferðar fellur niður almenn messa í Landukirkju á sunnudag. Eín líkamsárás Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir helgina og átti hún sér stað í einu af gistiheimilum bæjarins. Um minniháttar áverka var að ræða og hefur kæran ekki verið staðfest. Bratfst ínníbíl Um helgina var brotist inn í bifreið sem stóð við Bifreiðaverkstæði Harðar og Matta á Básaskers- bryggju. Stolið var úr bifreiðinni sambyggðu útvarps- og geisla- spilaratækiafPanasonicgerð. Ekki er vitað hver þama var að verki og óskar lögregla eftir upplýsingum um málið. Skemmdarverk Þrjú skemmdaryerk vom framin um helgina. Á laugardag var bifreið rispuð þar sem hún stóð við Heiðarveg 59. Á sunnudag var brotinn hliðarspegill af bifreið sem stóð við Heimagötu 30 og sama dag var brotin niða í húsnæði Snótar við Heiðarveg. Ekki er vitað hverjir vom að verki og óskar lögregla eftir upplýsingum. Oddurspyr Getur einhver góður maður upplýst mig um starfsemi stúkunnar Sunnu. Á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs er nokkuð árvisst að til þessarar ágætu starfsemi renna nokkrar krónur og svo er nú. Spumingu mína má enginn taka sem persónulega óvild heldur sem fróma ósk um að þörf starfsemi sé sýnileg, næg er þörfin í baráttu við eiturlyfin. Kær kveðja Oddur FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//vwvw.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.