Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 30. mars 2000
akkana
Frá einangrun til doktorsnafnbótar
Ég þakka Rögnu Jennýju fyrir
áskorunina. Það er alltafjafn gaman
að heyra frá gömlum nemendum
sínum.
Ég hef nú reyndar aðallega legið
yfir krossgátum undanfarið. Ég dett
alltaf í þær öðru hvoru og les þá
ekkert merkilegt á meðan, nema auð-
vitað Fréttir sem ég les alltaf á
fimmtudögum eftir hádegið.
Annars er ég nýbúinn að lesa
Sandgreifana eftir Bjöm Th. Bjöms-
son. Og þó ég sé nú hvorki fædd né
uppalin í Eyjum, þá hafði ég mjög
gaman af lýsingum Bjöms á uppá-
tækjum þeirra strákanna og einnig
umhverfmu sem maður kannast svo
vel við. Bókin var mjög skemmtileg,
eins og reyndar allar þær bækur sem
ég hef lesið eftir Bjöm Th., vegna
þess hve skemmtilega hann segir frá.
Síðan las ég nýlega bók sem heitir
Dymar opnast. Hún segir frá lífí
konu sem er einhverf. Það er konan
sjálf, Temple Grandin, sem skrifar
bókina og segir frá lífi sínu, frá
einangmn til doktorsnafnbótar. Mjög
merkileg frásögn og ekkj síst fyrir það
að einhverfunni er lýst frá sjónarhomi
einhverfrar manneskju.
Annað nýlegt lesefni hefur verið
fyrir yngri son nrinn. Andrés Önd,
gátubókin Gettu nú og Teitur í heimi
gulu dýranna og svo ýmislegt til-
heyrandi vinnunni.
Ég ætla að skora á Svövu Boga-
dóttur samkennara minn og fonnann
Kennarafélags Vestmannaeyja. Hún
hefúr ömgglega frá einhverjum bók-
um að segja.
©rðTspon
- Stundum hafa menn haft af því áhyggjur hvað myndi gerast
ef Árni Johrisen forfallaðist á þjóðhátíð, nú eða hvað verður
eftir hans dag því að væntanlega kemur hans tími eins og
allra. Þá er aðallega átt við brekkusönginn en þingmaðurinn
hefur verið órjúfanlegur hluti þess liðar í þjóðhátíðarhaldinu
svo árum skiptir. En nú um helgina kom fram á sjónarsviðið
nýr aðili og nokkuð óþekktur sem sýndi og sannaði að hann
stendur Árna lítt að baki á þessu sviði. Á fagnaði tónlistar-
fólks á laugardag, að loknum vel heppnuðum tónleikum, steig
fram Bjarni Jónasson, útvarpsstjóri á ÚV og formaður
Harmonikkufélagsins, söng nokkur vel valin lög og fékk
áheyrendur með sér í sönginn. Nú vissu menn fyrir að Bjarni
er hinn ágætasti útvarpsmaður en sönghæfileikum sínum
hefur hann ekki flíkað fram til þessa. Eftir þessa ágætu
frammistöðu var það mál manna að hann færi létt með að
leysa Árna frænda sinn af hólmi ef á þyrfti að halda á
þjóðhátíð. Þá skemmir ekki fyrir að Bjarni er ágætur
gítarleikari og kann mun fleiri grip til að leika á það hljóðfæri
en Árni. Sem sagt, þjóðhátíðinni er borgið þótt Árni forfallist.
- Veðrið er sígilt umræðuefni og undanfarna daga hefur kyrrð
veðurguða þótt með ólíkindum og þoka hvílt yfir Eyjum með
tilheyrandi þunglyndi og samgöngutregðu í lofti. Hefur þetta
ekki hvað síst bitnað á fyrirhuguðum ferðalögum
handboltadeilda milli lands og Eyja. Hins vegar hefur
Myndlistarvor íslandsbanka nú þegar sannað sig á tveimur
árum og ef framhald verður á er Ijóst að upphaf góðviðra og
betri tíðar í Eyjum verður í framtíðinni rakið til upphafs
Myndlistarvorsins og bókfært I Almanaki Háskóla íslands. Er
það þvl von þeirra er lítt unna vondum veðrum en þeim mun
meira fögrum listum að framtíð þess verði tryggð.
Nýja Toyotu handa mömmu
I síðasta blaði Frétta vargreint frá ungum
Vestmannaeyingi sem gert hefur það gott
í skíðaíþróttinni. Nú er ekki algengt að
Vestmannaeyingar hasli sér völl á
vettvangi vetraríþrótta og því er skiða-
garpurinn Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn? Fannar Andrason.
Fæðingardagur og ár? 31. ágúst 1987.
Fæðingarstaður? Reykjavík.
Fjölskylduhagir? Bý hjá foreldrum
minum, Andra Ólafs-
syni og Ernu Jóns-
dóttur og Hákoni
bróður.
Menntun og starf?
Nemandi í 7. bekk í
Barnaskóla Vest-
mannaeyja.
Laun? Engin.
Bifreið? Engin,
nema Toyotan
hennar mömmu.
Helsti galli? Kem
stundum seint heim.
Helsti kostur? Sæmilega
hlýðinn.
Uppáhaldsmatur? Pitsa og
hamborgari.
Versti matur? Hrútspungar.
Uppáhaldsdrykkur? Fanta.
Uppáhaldstónlist? Engin.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að vera á
skíðum og i fótbolta.
Hvað er það leiðinlegasta sem
þú gerir? Að sitja í bíl.
Fannar Andrason er
Eyjamaður vikunnar
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í
happdrætti? Líklega leggja hana í banka. Kannski
kaupa nýja Toyotu handa mömmu.
Uppáhaldsstjórnmálamaóur? Enginn.
Uppáhaldsíþróttamaður? Owen. Ég held með
Liverpool.
Ertu meðlimurí einhverjum félagsskap? ÍBV.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Bíómyndir.
Uppáhaldsbók? Engin sérstök enda les ég ekki
mikið annað en skólabækurnarog ég get ekki sagt að
þær séu í sérstöku uppáhaldi.
Hvað metur þú mest I fari
annarra? Sanngirni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér
í fari annarra? Yfirgangur og
frekja.
Fallegasti staður sem þú hefur
komiðá? Landmannalaugar.
Hvenær byrjaði þessi skíða-
áhugi þinn? Þegar ég var sjö
ára. Þá fór ég bæði i Bláfjöll og
Skálafell.
Er ekkert erfitt að búa í
Vestmannaeyjum og hafa
áhuga á skiöum? Nei, nei, að
vísu fer ég ekki á skíði hér en það
er stutt upp á land.
Stundarðu einhverjar aðrar
íþróttir? Já, fótbolta, handbolta
og frjálsar.
Ætlarðu að halda áfram skíða-
iðkun í framtíðinni? Já.
Eitthvað að lokum? Nei. Jú
annars, ég mæli með Fjörunni!
Nýfæddfe
estmannaeyingar
9*
Þann 3. febrúar eignuðust Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður F.
Gíslason son. Hann vó 18 merkur og var 56 cm að lengd. Hann
hefur verið skírður Sigmar Snær. Fjölskyldan býr í Reykjavík.
Þann 25. mars
eignuðust Sara
Guðjónsdóttir og
Sigurjón Andrésson
dóttur. Hún vó 15
merkur og var
52cm. Hún heitir
Hekla Sif. Hún sést
hér 24 klst. gömul í
fangi stóm systur
sinnar Hrafnhildar
Svölu. Hún fæddist
á Landsspítalanum.
Ljósmóðir var
Þorgerður
Pálsdóttir.
Á dofinni 4*
31. mars Jagúar með jazz-funk á Fjörunni
01. mars Irafár á Fjörunni
31. mars og
02. apríl SíBustu sýningar Rocky Horror kl. 21.00 föstud. og 17.00 sunnud.
01 til
02. apríl Myndlistarvor íslandsbanka í Eyjum 2000. Síðasta sýningarhelgi einkasýningar Tolla Morthens í Gallerí Áhaldahúsinu Op/ð kl. 14.00 til 18.00
03. apríl Tónlist fyrir aHa„Heimsreisa Höllu" Tónleikar Egils Olafssonar, Ásgeirs Oskarssonar, Bjöms Thoroddsen og Cunnars Hrafnssonar í Safnaðar heimilinu kl. 20.00
19.-20. maí Vor í Eyjum 2000