Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 16
16 rRti i IR Fimmtudagur 30. mars 2000 Mikið var um dýrðir á 40 ára afmæli Sóla EVA Dögg og Lísbet létu sitt ekki eftir liggja þegar kom að því að smakka á afmælistertunni. Leikskólinn Sóli átti 40 ára afmæli 12. mars síðastliðinn og er hann því elsti leikskóli í Vestmannaeyjum. I tilefni þess var haldin mikil afmælisveisla þann 10. mars. Mikill fjöldi gesta, foreldrar og embættismenn bæjarins og velunnarar heiðruðu leikskólann með nærveru sinni og barst honum fjöldi góðra gjafa. Leikskólinn Sóli hefur verið starfræktur frá 1960 í íbúðarhúsi sem byggt var 1930 og fékk nafnið Sola, sem er norskt að uppruna og merkir hið sólríka. Nafn hússins hefur svo breyst í áranna rás en í dag er húsið og leikskólinn aldrei kallað annað en Sóli. Júlía Olafsdóttir, aðstoðarleikskóla- stjóri, sagði að breytt hefði verið út af venjulegum degi á Sóla, skólinn skreyttur og krakkarnir settu upp afmælishatta sem þeir gerðu sjálflr. „Við fengum líka heimsóknir frá öðrum leikskólum. Það var mikið fjör og allir vel með á nótunum um merkilegan dag.“ Afmælisgjöf bæjarstjórnar var áframhaldandi styrkveiting til Sóla til þess að framfylgja Hjallastefnunni, einnig fékk skólinn bækur og myndir í tilefni dagsins. Eins og myndirnar bera með sér var mikil hátíð og allir skemmtu sér vel. SÍSÍ og Marta með afmælistertuna. Strákarnir á drengjakjama fyrir hádegi bíða spenntir eftir tertunni. STÚLKNAKJARNI eftir hádegi með þeim Júlíu og Guðnýju. Það er íátt eins mikilvœgt i lífitw og öryggi. Þess vegna áttu rétt a að fá örugga leiðsögn og fyrsta flokks þjónustu þegar tryggingamál þín eru annars vegar. Komdu eða hafðu samband, við gerum alltaf okkctr besta. ■þcgar mcst á reynir! Strandvegi 63 • Vestmannaeyjum Sími 481 1862 • www.tmhf.is þínu öryggi? afslattur af ollum skrauthlifum, leirpottum, undirskálum os servíettum Mikið úrval af poffabiómum. pottamold o& pottahlífum Nú er tímikominná umpiönfun potfaplantna Ný sending af gjafavörum ATH. Afslátturinn verður aðeins um heiáina

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.