Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtuudagur 30. mars 2000 Georg Þór Kristjánsson, umdæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar á íslandi síðastliðir GEORG Þór á fyrsta stjórnarfundi sem hann stýrði sem umdæmisstjóri Georg Þór Kristinsson hélt upp á 50 ára afmæli sitt síðastliðinn laugardag í sal Kiwanishússins. Mikill fjöldi heiðraði afmælisbarnið á þessum tímamótum og höfðu menn á orði að seint myndi nokkur annar toppa þá miklu dagskrá sem afmælis- barnið hélt gestum sínum. Georg Þór er mikill félagsmála- maður og varla til það málefni sem hann hefur ekki komið að og á starf hans í Kiwanis- hreyfingunni og í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum ekki síst stóran þátt í því. Georg Þór hefur verið umdæmisstjóri Kiwanis- hreyfi- ngarinnar á Islandi síðastliðin tvö ár, sem löngum hefur verið kallað af gárungum „umdæmis- stjóri Kiwanishreyfing- arinnar á íslandi, Færeyjum og öllum Vestmannaeyjum. Blaðamaður heyrði ofan í Georg Þór á dögunum og fékk hann til að segja frá starfi Kiwanis og hvaða hlutverk umdæmis- stjóri hefði með höndum, en það er ein mesta tignarstaða sem menn geta öðlast í hverju umdæmi innan Kiwanishreyfingar- innar. Valdi Kiwanis umfram JC Georg Þór segir að ástæða þess að hann gekk í Kiwanishreyfinguna hafi átt sér nokkrun aðdraganda. „Málið var nú þannig að ég var meðlimur í JC hreyfingunni í Eyjum og á kafi í Eyverjastarfinu og íþróttapólitfkinni. Síðan var mér boðið að sækja um í Kiwanishreyfmgunni, en það er nú þannig kerfi þar að mönnum er boðið að vera eitt ár til reynslu, bæði af hálfu klúbbsins og eins ef manni líkar ekki félagsskapurinn getur maður hætt án nokkurra kvaða. Ég valdi á milli inngöngu í JC og Kiwanis, því það vildi nú svo til að ég var formaður skemmtinefndar í báðum félögunum þetta árið, en þetta árið vorum við bara tveir úr JC í Kiwanis, ég og Maggi Kristins. Ég notaði alltaf mikið til sömu dagskrána til þess að létta undir í sambandi við starfið. Þegar ég rakst á að ég þurfti sjálfur oft á tíðum að taka þátt í skemmtiatriðunum til þess að fylla upp í hjá JC. í Kiwanis var hins vegar aldrei sagt nei ef eitthvað þurfti að gera. Nei var bara ekki til í orðaforða Kiwanismanna og menn alltaf tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Eftir það var aldrei spuming um að ég myndi ganga í Kiwanis og hætti þar af leiðandi að starfa með JC. Og svo eins og oft er þróast þetta. Ég varð ritari stjómar í tvígang, síðar forseti og nokkram áður síðar svæðisstjóri fyrir Suðurlandið. Ég hef aldrei verið í vandræðum með að láta skoðanir mínar í ljós og ekki hræddur við það, svo það kom að því að hringt var úr Reykjavík og sagt að tími væri kominn á að einhver úr Helgafelli tæki að sé að verða umdæmisstjóri." Georg Þór segir að menn þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til þess að geta gefið kost á sér í ábyrgðarstörf innan hreyfingarinnar. „í íyrstu sagði ég nei, þegar ég var beðinn um að taka að mér starf umdæmisstjóra. Það kæmi ekki til greina, því ég treysti mér ekki til þess og vera búsettur í Vestmanna- eyjum. I þrígang sagði ég nei, þangað til ég lét til leiðast, en það er uppstillingamefnd sem gerir tillögur að umdæmisstjóra. Einnig hef ég alltaf tekið stórar ákvarðanir með og í samráði við eiginkonu mína, Hörpu Rútsdóttur og það var engin undan- tekning á því í þetta skipti frekar en þegar ég fór í pólitíkina, enda hefur hún alltaf verið umburðarlynd gagnvart þessu vafstri mínu.“ Bömin fyrst og fremst Georg Þór gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell árið 1979 og segir hann að markmið hreyfingarinnar sé að hjálpa þeim sem einhverra hluta vegna hafa orðið undir í þjóðfélaginu. „Síðan hefur þetta þróast upp í að aðstoða böm út um allan heim, undir kjörorðinu, „Bömin fyrst og fremst'1. 1 kringum Heimaeyjargosið fengum við frá heimssamtökum Kiwanis- manna mjög veglegar gjafir og styrki, þar sem hreyfingin safnaði sérstaklega til styrktar Éyjamönnum.“ Erfitt að gera út frá Eyjum Þú sagðir að staðsetning þín í Eyjum hefði verið ein meginástæða þess að þú tókst þér langan tíma til að hugsa málið um embætti umdæmisstjóra, hvað varð svo til þess að þú lést til leiðast? „Þetta er geysilega mikil vinna sem fylgir þessu starfi og ég vissi strax þegar ég ákvað að gefa kost á mér í þetta að um mikla vinnu væri að ræða. Þetta er ekki mikið mál að vera staðsettur á Reykjavíkursvæðinu eða suðvesturhominu, en að vera búsettur í Eyjum, þó svo að við séum á tækniöld er það meiri háttar mál ef maður ætlar að mæta á fundi, en við gerum áætlun um dagskrá okkar ár fram í tímann. Einnig þurfum við að fara í heimsóknir til klúbba og svæða og ekki síst til Reykjavíkur. Ef þetta á að ganga eftir og ekki hægt að stóla á flug verður maður að taka Herjólf og yfirleitt era umdæmisstjómarfundir kl. 10 á morgnana, þannig að Heijólfur er út úr þeiiri mynd. Þess vegna verður maður að fara kvöldið áður. Ég tók þá ákvörðun strax í upphafi að ef ég segðist ætla að mæta einhvers staðar þá mætti ég. Það varð því ekkert undan því komist að verða að vera nótt. Einnig fylgja starfinu töluverð ferðalög erlendis og ég hygg að ég sé búinn að fara í einar 12 slíkar ferðir á þessum tveimur áram.“ Sterkasti klúbbur á landinu Fyrir þig persónulega, hvað hefur þetta starf gefið þér mest? „Að sjálfsögðu lagði ég mikinn metnað í þetta, en maður gerir kannski ekki neinar stórvægilegar breytingar. Það vill svo til að klúbba- og félaga- starfsemi hefur átt undir högg að sækja, vegna þess hversu mikið afþreyingarefni stendur til boða í dag, miðað við það sem var fyrir tuttugu áram. Nú, klúbburinn héma í Eyjum hefur verið sterkasti klúbburinn á landinu og við verið lengi í farar- broddi. Ég gaf kost á mér í þetta starf

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.