Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 30 mars 2000
Framhaldsskólinn: Vinna í fullum gangi við nýja aðalnámsskrá:
Samkeppni um nemendur
mun aukast á milli skóla
-og það gæti orðið minni skólunum erfitt, því námsframboðið er minna
þar, segir Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari
ÓLAFUR H. Sigurjónsson skólameistari: -Ég horfi vongóður á nýja aðalnámsskrá og ef vel tekst til fáum
við betra og markvissara skólastarf. Henni fylgja samt ákveðnar hættur en það verður bara að koma í
ljós hvernig til tekst.
Nú stendur yfir breyting á
aðalnámsskrám allt frá
leikskóla upp í fram-
haldsskóla. Breytingin er að
nokkru leyti komin í gagnið
en það verður ekki fyrr en á
næstu fjórum til fimm árum
sem hún verður að fullu
gengin yfir. Fyrsta árs nemar
í Framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum vinna nú
samkvæmt nýju náms-
skránni og ef að líkum lætur
verða þau í hópi fyrstu
nemendanna sem útskrifast
frá framhaldsskólum
landsins samkvæmt henni.
Meðal breytinga er t.d. að
námsbrautum fækkar til
stúdentsprófs, tekin verða
upp samræmd lokapróf í
kjamagreinum framhalds-
skólanna, aukin áhersla
verður lögð á að nýta nýja
upplýsingatækni og aukin
áhersla lögð á nám í
lífsleikni.
Þegar farið að vinna sam-
kvæmt nýrri aðalnámsskrá
Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari
Framhaldsskólans, segir að undir-
búningur nýrrar aðalnámsskrár hafi
staðið í nokkurn tíma enda sé þegar
farið að vinna eftir henni á fyrsta ári
skólans. I viðtali við Fréttir greinir
Ólafur frá helstu breytingunum sem
fljótt á litið virðast þó nokkrar, en
hann segir að nemendur komi ekki til
með að verða svo mikið varir við þær
til að byrja með. Sjálfur hefur Ólafur
fulla trú á að breytingarnar geti skilað
sér í betra og markvissara skólastarfi
en ljóst sé að samkeppni um nem-
endur muni aukast milli skóla. Hvaða
afleiðingar það getur haft segir hann
ómögulegt að sjá fyrir, t.d. megi ekki
einblína um of á árangur í samræmd-
um lokaprófum framhaldsskóla þegar
þar að kemur.
Færri námsbrautir til
stúdentsprófs
Ólafur segir að námsbrautum til
stúdentsprófs muni fækka en mis-
munandi kjörsvið innan brauta eigi að
tryggja framboð á fjölbreyttu námi.
„Ymsar brautir sem verið hafa, t.d.
eðlisfræði- og viðskiptabraut detta út
en í staðinn koma þrjár bóknáms-
brautir, félagsfræði-, náttúrufræði- og
málabraut. Líka er gert ráð fyrir
upplýsinga- og tæknibraut sem mun
veita aðgang að háskólum og list-
námsbraut. Listnámsbrautin er þriggja
ára nám sem getur skilað fólki inn í
sérskóla á háskólastigi. Hún gefur 105
einingar en venjulegt stúdentspróf 140
þannig að hugsanlega þarf nemandinn
að bæta við áföngum ætli hann sér í
annað háskólanám," segir Ólafur.
Verknámsbrautir verða til áfram og
verða þær endurskoðaðar en Ólafur á
ekki von á neinum stórbreytingum á
verknáminu. „Eitt af því sem er nýtt í
verknáminu eru starfsgreinaráð. Þau
verða fyrir allar iðngreinar og er gert
ráð fyrir 18 ráðum sem í eiga sæti
fulltrúar atvinnulífsins. Koma þeir til
með að ákveða í aðalatriðum hvað eigi
að kenna í hverri iðngrein.
Samningur við
menntamálaráðuneytið
Allir skólar eiga að gera skólasamning
við menntamálaráðuneytið. Tilgangur
hans er tvíþættur, annars vegar á hann
að staðfesta það námsframboð sem
hver skóli býður upp á og forsendur
fjárveitinga tii skólans. „Þetta er
hugsað til að auka sjálfstæði skólanna,
bæði fjárhagslega og í starfi. Þetta
kallar á að skipuleggja verður skóla-
starfið fram í tímann og ákveða með
nokkrum fyrirvara hvaða námsbrautir
hver skóli býður upp á. Gallinn er sá
að verið er að skipta of litlu fé á milli
framhaldsskólanna í landinu en þetta
fyrirkomulag ýtir undir að menn horfi
fram í tímann.“
Hver skóli á að setja saman og gefa
út sína eigin skólanámsskrá þar sem
lýst er námsframboði, ásamt mark-
miðum og leiðum á sem sem flestum
sviðum skólastarfsins. Ólafur segir að
skólanámsskrárvinna sé í fullum gangi
hjá öllum framhaldsskólunum. „Hér
höfum við lengi gefið út námsvísi og
skólanámsskrá er útvíkkun á honum.
Þar verður fjallað um markmið og
leiðir í skólastarfmu þannig að nem-
endur geta á einum stað séð hvað
skólinn stendur fyrir.“
Hertar reglur verða settar um inn-
göngu á bóknámsbrautir og haustið
2001 þurfa nemendur að hafa lág-
markseinkunnir í ákveðnum greinum
upp úr grunnskóla. Lágmarks-
einkunnir hafa ekki verið í gildi í
nokkur ár, en þær verða mismunandi
eftir brautum," segir Ólafur.
I framtíðinni er gert ráð fyrir sam-
ræmdum lokaprófum frá framhalds-
skólununt í kjamagreinum. „Ólafur
segir að samræmd próf frá fram-
haldsskólunt muni að einhverju leyti
stýra því hvað gerist innan skólanna.
Hann sér líka vissa hættu sem fylgt
geti slíkum prófum. „Ég sé fyrir mér
að bestu nemendumir hópist í ákveðna
skóla þannig að samanburður sem
fram kemur á samræmdum loka-
prófum segir ekki alla söguna um
gæði skólastarfsins. Mismunandi upp-
lag nemenda skiptir miklu máli og
þeir sem fá besta hráefnið skila
væntanlega bestu afurðunum, en ég vil
ekki mála skrattann á vegginn fyrir-
fram því það á eftir að koma í ljós
hvemig að þessu verður staðið.“
Almenn námsbraut
Almenn námsbraut er ný, en hún tekur
meðal annars við þeim sem ekki
uppfylla sett skilyrði á aðrar brautir.
„Þessa námsbraut skipuleggja skól-
amir sjálfir og er hún bæði fyrir þá
sem ekki ná tilskildum einkunnum inn
á bóknámsbrautir og þá sem enn em
tvístígandi í vali á námsbraut. Þeir sem
t.d. þurfa að taka upp eina eða tvær
námsgreinar til að komast inn á
bóknámsbraut geta tekið í það eina
önn og nýtt tímann í leiðinni til að taka
aðra áfanga til að flýta fyrir sér í
námi.“
Auka á áherslu á nám í lífsleikni
sem ætlað er að styrkja einstaklinginn
og auðvelda honum að átta sig á stöðu
sinni í samfélaginu. „Tilgangurinn er í
stystu máli sá að kenna fólki að fóta
sig í daglegu lífi. I því skyni er
nemendum hjálpað til að byggja sig
upp og verða færari til að standa sig í
lífinu. Meðal námsefnis er framsögn,
ræðumennska og þjálfun þar sem
kennt er hvemig taka á þátt í hóp-
vinnu, fjallað er um vímuefnavamir
og kennd ýmiss konar tjáning, bæði
munnleg og líkamleg. Allt em þetta
atriði sem snerta mannleg samskipti
almennt," segir Ólafur.
Nýta á upplýsingatæknina
Eðlilega tekur skólanámsskráin á því
hvemig nýta má upplýsingatækni í
námi og kennslu. Ólafur segir að
skólamir eigi að kappkosta að nem-
endur hafi sem greiðastan aðgang að
tölvum og Netinu til að nálgast þær
upplýsingar sem þar er að fá. Verið er
að kanna möguleika á að kaupa
fistölvur handa öllum framhalds-
skólanemum á fyrsta ári, í landinu og
koma upp örbylgjusambandi innan
hvers skóia, þannig að nemendur geti
tengt sig Netinu hvar sem þeir em
staddir.
Öllum skólum er gert skylt að taka
upp formlegt sjálfsmat og verða
skólamir að koma sér upp kerfi til að
meta eigið starf. „Það em til kerfi til
gæðastjómunar og nú er verið að
aðlaga þau skólunum. Ætlunin er svo
að hver skóli gefi út matsskýrslur á
þriggja ára fresti. Þetta er nýjung en í
menntamálaráðuneytinu er starfandi
matsdeild og er hún alltaf af og til að
kalla eftir upplýsingum um skóla-
starfið. Breytingin er sú að matið
færist að mestu inn í skólana en
eftirlitsdeildin verður áfram til og mun
hún fylgjast með því að allt sé með
felldu í skólastarfinu. Ég reikna með
því að einhveijir skólar fái öðm hvom
til sín utanaðkomandi aðila til að gera
slíkt mat.“
Þá sagði Ólafur að ýmsar reglur,
sem kveða á um réttindi og skyldur
nemenda, séu skýrari. Til dæmis má
ekki lengur gefa einingu fyrir
skólasókn, nemendur hafa aðgang að
prófúrlausnum í eitt ár og eiga að geta
fengið að sjá eldri próf. „Þessar reglur
og fleiri byggja á lögum um skráningu
og meðferð persónuupplýsinga. Þetta
em breytingar sem fylgja breyttum
tíðaranda og breyttum reglum í
þjóðfélagi sem allt er orðið opnara.
Ólafur segir að fólk verði fyrst um
sinn ekki vart við neinar stórbreytingar
í skólastarfmu enda taki námsskráin
gildi smátt og smátt. „Núna em fyrsta
árs nemendur að vinna eftir nýju
námsskránni sem tekur gildi á næstu
fjórum ámm.“
Kostir og gallar
Ólafur er bjartsýnn á að nýja skóla-
námskráin eigi eftir að bæta skóla-
starfið. „Ég vonast til að fólk fái betri
mynd af því sem við emm að gera í
skólanum og hvemig það er gert.
Verið er að vinna að betri og fyllri
upplýsingum á heimasíðum skólanna.
Þar getur fólk í framtíðinni skoðað
námsskrár, próf og margt fleira sem
tilheyrir skólastarfinu. Ég horfi
vongóður á nýja aðalnámsskrá og ef
vel tekst til fáum við betra og
markvissara skólastarf. Henni fylgja
samt ákveðnar hættur en það verður
bara að koma í ljós hvemig til tekst.“
Hvað hættur sérðu helstar? „Það þarf
að vera til nægilegt fjármagn til að
gera hlutina og bæta aðstöðu nemenda
og kennara. Þetta kallar einnig á nýjar
námsbækur og þær koma vonandi.
Eins og ég sagði áðan þá verður ekki
sangjamt að bera saman skólana
eingöngu á gmndvelli samræmdu
lokaprófanna, viðbúið að það verði
samt gert, jafnvel í Fréttum. Sam-
keppni um nemendur mun einnig
aukast á milli skóla og það gæti orðið
okkur í minni skólunum erfitt, því
námsframboðið er minna.“
Hvað er undirbúningur kominn langt í
Framhaldsskólanum í Vestmanna-
eyjum? „Ég vildi gjaman að við
væram komin aðeins lengra en við
stefnum að því, að bráðabirgða-
námsskrá verði tilbúin í sumar og ég
vona að það takist. Ég hvet fólk til að
afla sér upplýsinga um breytingamar
og á það ekki síst við um foreldra.
Næsta vetur verður helmingur
nemenda í framhaldsskólunum ekki
sjálfráða og gilda um þá sömu reglur
og nemendur gmnnskólanna. Éiga
foreldrar því rétt á upplýsingum um
böm sín og bera á þeim allnokkra
ábyrgð,“ sagði Ólafur að lokum.