Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 30. mars 2000 Fréttir 17 Enn tekist á um Þró- unarfélagið í bæjarstjórn -Samþykkt að fá fund með samgönguráðherra, ráðherra og þingmönnum Suðurlands varðandi málefni Herjólfs Á fimmtudag í síðustu viku var bæjarstjórnarfundur í sal Lista- skólans. Fulltrúar minnihlutans báru þar fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir að fá fund með samgönguráðherra, ráðherra og þingmönnum Suðurlands varðandi málefni Herjólfs. Ríkisstjóm íslands hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út rekstur Herjólfs. Krefjumst við þess að í útboðsgögnum, er eiga að koma fram nú í þessum mánuði, komi fram að ferðatíðni verði á engan hátt skert, frekar fjölgað og kostnaður okkar Vestmannaeyinga ekki aukinn." í greinargerð með tillögunni kemur fram að þrátt fyrir viljayfirlýsingu ráðamanna í Vestmannaeyjum og þingmanna kjördæmisins verði reksturinn boðinn út og sé Herjólfi hf. heimilt að bjóða í hann. Bættar sam- göngur séu einn þeirra þátta sem hafi áhrif á framtíð byggðarlagsins og skipti miklu máli að þar fari heima- menn með ferðina. Tillagan var sam- þykkt af öllum bæjarfulltrúunum sjö. Málefni Þróunarfélagsins voru til umræðu á fundinum. Þar lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um breytingu á skipan á stjóm félagsins, svohljóðandi: „Bæjarstjóm Vest- mannaeyja tilnefnir þrjá aðalmenn í stjóm Þróunarfélags Vetmannaeyja og jafnmarga til vara. Auk fulltrúa bæjarins er einn fulltrúi Sam- starfsnefndar Háskóla Islands og Vestmannaeyjabæjar og annar fulltrúi atvinnulífsins." Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu á móti, svohljóðandi: „Tveir aðalfulltrúar og tveir til vara verði kosnir af bæjarstjóm Vestmannaeyja. Háskóli Islands tilnefni einn fulltrúa og einn til vara. Verkalýðshreyfingin í Vestmannaeyjum skipi einn aðal- mann og einn til vara. Vinnuveitendur í Vestmannaeyjum skipi einn aðal- mann og einn til vara." Munurinn á þessum tveimur tillögum er sá að V-Iistinn vill fækka fulltrúum, kosnum af bænum, í tvo og fá í staðinn inn fulltrúa frá verkalýðshreyf- ingunni. Sjálfstæðismenn lögðu fram frávís- unartillögu á tillögu minnihlutans þar sem stjóm Þróunarfélagsins hefði samhljóða samþykkt íyrirkomulag um stjóm félagsins. Var frávísunartil- lagan samþykkt með fjómm atkvæð- um gegn þremur og tillaga sjálf- stæðismanna síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Fulltrúar minnihlutans létu bóka að þeir líti svo á að með samþykktinni eigi fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar aðgang að stjóm Þróunarfélagsins sem fulltrúar atvinnulífsins. Fjölbreytt dagskrá á Degi tónlist- arfólks í Eyjum Síðastliðinn laugardag var haldinn dagur tónlistarfólks í Eyjum Dagur tónlistarfólks hefur verið haldinn á hverju ári undanfarin ár og kominn góð hefð á hann, en tónleikarnir fóru fram í safnaðarheimilinu að viðstöddu fjölmenni og við góðar undirtektir gesta. Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið glæsilegur, því fjiildi tónlistarfólks lagði deginum lið með tónlistarflutningi og söng. Þeir sem fram komu voru Brass Quintet Vestmannaeyja, Samkór Vestmannaeyja, Tónsmíðafélag Vestmannaeyja, Lúðrasveit Vestmannaeyja Harmonikkufélagið og Kór Landakirkju. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og stóð saman af erlendum og innlendum lögum, auk margrómaðra Eyjalaga og allur flutningur aðstandendum til mikils sóma. BLÁSARASVEIT Tónsmíðafélags Vestmannaeyja, Skapti, Eggert og ÓIi. LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja lék undir styrkri stjórn Stefáns Sigurjónsson. Vilborg Sigurðardóttir hornleikari er ein fimm kvenna í sveitinni. HARMONIKKUfélagið lagði sitt af mörkum í stórfjölbreyttri dagskrá dagsins. Bjarni, Óskar, Ólafur, Þröstur og Gísli að leik. F Jagúar og Irafár á Fjörunni Á sínum stutta ferli hefur írafár getið sér orð sem kraftmikil hljómsveit og á ófáum stöðunum í kringum landið hefur stemmningin farið langt yfir hættumörk. Lagaval hljómsveitarinnar miðar að því að ná til fólks á aldrinum 13-40 ára og hefur hún gert frábæra hlud vítt og breitt um landið. Ný söngkona er gengin til liðs við hljómsveitina, Birgitta Haukdal sem getið hefur sér gott orð í Abba sýningunni á Broadway. Á næstu misserum munu heyrast á öldum ljósvakans fyrstu fmmsömdu lögin með hljómsveitinni, en sveitin er um þessar mundir í stúdíói við upptökur. Hljómsveitin Jagúar er búin að geta sér gott orð undanfarið ár með spilamennsku hér og þar um landið. Útkoma geisladisksins Jagúar sl. haust vakti mikla lukku gagnrýnenda og seldist með afbrigðum vel. Jagúar em framverðir íslensku funkbylgjunar og stemmningin á tónleikum og böllum sveitarinnar er með ólík- indum. Hljómsveitina skipa eftirtaldir: Börlóir Hrafn Birgisson gítar, Daði Birgisson hljómborð, Ingi S. Skúla- son bassi, Samúel J. Samúelsson básúna, Sigfús Öm Óttarsson trommur, Cheick Ahmed slagverk og Kjartan Hákonarson trompet. Samúel var valinn blásturshljóð- færaleikari ársins á íslensku tón- listarverðlaununum fyrir stuttu ásamt því að Ingi bassaleikari og Birkir trompetleikari (Matthíasson sem nýhættur er í sveitinni) fengu til- nefningar. Fréttatilkynning. Spurt er???? Hvaða tilfinn- ingu hef- urðu fyrir veðrinu í sumar? Óskar J. Sigurðsson í Stórhöfða: V ~1 „Eg hef nú litla .jlHif tilfinningu fyrir vcðrinu l’ram í tím- ann. En reynslan segir að meiri líkur séu til þess að það - ■ verði votviðrasamt. En eins og ég segi, ég hef ekki einu sinni tilfinningu fyrir veðri næstu viku. hvað þá fyrir I veðri sumarsins." Sindri Óskarsson, skipstjóri: „Það hlýtur að verða veturinn var svona f/ . það að minnsta kosti 'Á og mér finnst að við | [§ÉL__H eigum það skilið miðað við tíðina eins og hún hefúr verið." : Sveinn Hjörleifsson, tóm- stundabóndi: “ „Eg vona að guð gefi að sumarið s a* Sl verði gott. Veturinn ,1-.. j núna er einn sá versti Bpí sem ég hef lifað og ' verið með skepnur. _________Ég hef aldrei lent í eins vondum vctri með gjöf eins og núna. Ég er þess vegna bjartsýnn á að sumarið verði gott. Við eigum það skilið." Sigurður Sveinsson lijá Olís: „Hann er að byrja að birta upp og ekkert nema bjart fram- undan. Ég er sann- færður um að sumarið verður Inda Mary Friðþjófsdóttir, líka hjá Olís: „Það verður auðvitað gott sumar, |retta viðhorf heitir að vera bjartsýnn. Það var leiðinlegt sumar í fyrra og það getur i i ekki orðið leiðinlegl tvö sumur í röð." Lilja Óskarsdóttir: l j ^ij „Nú er komið vor og 'vll sumarið verður gott. ■ jfk 4 Ég er bjartsýnis- manneskja." Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir: „Það verður að vera gott. Við eigum það alveg inni hjá veður- guðunum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.