Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.03.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. mars 2000 Fréttir 15 Jóhann Péturssson lögfræðingur skrifar: Um fótboltadóminn Fjármál á f immtudegi Eftir Bjarka Brynjarsson Innlendur hluta- bréfamarkaður Jóhann Pétursson og Helgi Braga- son, lögmenn Lögmannsstofunni Bárustíg 15, niunu á næstunni skrifa greinar um lögfræðileg efni í Fréttir. Efnið gæti bæði tengst því sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni eða að þeir svöruðu spurningum lesenda. Hægt verður að senda spurningar á netfangið frettir@eyjar.is eða á skrifstofuna hjá þeim Jóhanni og Helga. Jóhann ríður á vaðið og tekur fyrir sýknudóm yfir markmanni IBV í 2. flokki í knattspyrnu. Undirritaður var verjandi ákærða Gunnars Bergs Runólfssonar í máli þessu og mun fjalla hér í stuttu máli um helstu atriði dómsins. Nú er fallinn dómur hjá Héraðs- dómi Reykjaness í máli sem væntan- lega í framtíðinni verður þekkt sem „fótboltadómurinn“. Þessi dómur kemur að sviði refsi- og skaðabótaréttar sem fjallar um áhættutöku tjónþola. Það er viður- kennt að háttsemi tjónvalds geti verið honum refsilaust eða án skaða- bótaábyrgðar þar sem tjónþoli hafi samþykkt ákveðna háttsemi fyrirfram jafnvel þótt hann verði fyrir alvarlegu tjóni. Iþróttaleikir eru eitt gleggsta dæmið um slíka áhættutöku. í íþrótt- um taka leikmenn þátt eftir ákveðnum leikreglum og taka sjálfir áhættuna af tjóni því sem hlýst af þátttökunni í leiknum. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni og sem dæmið má nefna að í Grágás og Jónsbók, sem eru lögbækur sem fommenn sömdu og fóm eftir, vom ákvæði þar sem tekið var fram að leikmenn tækju sjálfir áhættuna af meiðslum í leikjum. I Jónsbók segir: „Nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af.“ I fótboltadóminum var ákært fyrir brot gegn 218. gr. almennra hegn- ingarlaga. Sú lagagrein tekur á meiriháttar líkamsárás af ásetningi. 218. gr. er t.d. notuð ef maður lemur annan mann til óbóta eða t.d. stingur mann með hníf án þess að þó að sá sem stunginn er deyi. Þannig að það er ekkert léttvægt að vera ákærður fyrir brot gegn 218. gr. alm. hegningarlaga. Mál vegna líkamsmeiðinga í íþróttaleik hafa ekki komið áður fyrir íslenska dómstóla þ.e. spumingin um það hvort leikmaður hafi farið út fyrir mörk eðlilegs leiks. Menn hafa verið dæmdir á Islandi og erlendis fyrir líkamsáras á leikvelli eða rétt eftir leik en þá hefur háttsemin ekkert átt skylt við leikinn, s.s. hefur maður verið kýldur eftir leik eða í leik án þess að það hafi nokkuð verið í tengslum við leikinn sem slíkan. Slík hegðan er að sjálfsögðu líkamsárás og er í engum tengslum við íþróttina sem slíka. Hins vegar hefur aldrei verið ákært á íslandi eða í Evrópu yfirleitt fyrir háttsemi sem tæklingu í leik. I Danmörku kom 1948 til slíks máls sem skaðabótamáls þar sem tæklað var aftanfrá með þeim afleiðingum að leikmaður tvíbrotnaði. Hæstiréttur Danmerkur var skipaður 9 dómumm í því máli (tveimur dómurum fleiri en í Vatneyrarmálinu) og komust 7 dóm- arar af þeim að þeirri niðurstöðu að sýkna þæri tjónvald en 2 vildu dæma sekt. I því máli var leitað umsagnar KSI þeirra Dana um málið og var niðurstaðan sú að tæklingin hefði verið hættuleg og alvarleg en samt sem áður í tengslum við leikinn. Nokkuð var rætt um að tæklingin hefði verið gerð aftanfrá og því minni möguleikar fyrir tjónþola að sjá hana fyrir en ef hún hefði komið að framanverðu. Engu að síður var sýkn- að í þessu máli og hafa slík mál ekki aftur komið fyrir danska dómstóla. Þegar að ákært er í slíku máli sem þessu þá veltir maður fyrir sér hvort hér sé á ferðinni stefnubreyting af hálfu ákæruvalds, þ.e. að búast megi við því að fleiri ákærur fylgi í kjölfarið. Ég tel að svo sé ekki. Það er margt sem bendir til þess að útgáfa ákæru í máli þessu hafi verið van- hugsuð af hálfu ákæruvaldsins. Málið var ekki vel rannsakað, t.d. voru aldrei teknar neinar lögregluskýrslur í málinu af dómurum leiksins og þjálfara HK heldur látið nægja að styðjast við skýrslur þær sem þessir aðilar sendu til aganefndar KSI. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og í raun brot á lögum um meðferð opinberra mála. Það var mjög fróðlegt að vera viðstaddur vitnisburði í máli þessu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Ég átti von á því að vitni myndi greina á um brotið sjálft, þ.e. með hvaða hætti brotið átti sér stað nákvæmlega. Og vissulega gerðu vitni það. En vitnin greindi á um nánast allt annað. Vitnin greindi á um hvar brotið átti sér stað svo munaði allt að 10 metrum, hlaupa- leið tjónþola rétt fyrir brotið, fram- kvæmd brotsins, stöðuna í leiknum og jafnvel vissi eitt vitnið ekki hvar það hefði verið statt þegar brotið átti sér stað. Það var auðvitað liðið töluvert frá því leikurinn átti sér stað eða rúmlega eitt ár en samt sem áður voru vitnin ótrúlega missaga. Maður fór að velta því fyrir sér í alvörunni hvort raunveruleikinn væri ekki einn heldur sæju menn hann misjöfnum augum. Þetta er líklega verkefni heimspek- innar og fjalla ég ekki frekar um það hér og nú. Dómaramir báðu ákæruvaldið og verjanda að fjalla um málið einnig frá 219 gr. alm. hgl. sem fjallar um meiriháttar líkamsárás af gáleysi. Þetta er í raun í hnotskum um það sem málið fjallar. Það er auðvitað allt vaðandi í gáleysi í íþróttum eins og knattspymu og t.d. handbolta sem em snertiíþróttir. Alls konar brot eiga sér stað sem mörg hver geta auðveldlega skaðað leikmann alvarlega og jafnvel valdið dauða. Alvarlegar líkams- meiðingar hafa oft gerst í þessum íþróttum og jafnvel hafa leikmenn dáið. En það em ekki afleiðingamar sem segja til um það hvort líkamsárás hafi verið um að ræða í íþróttum heldur brotið sjálft. Þetta er annað sjónarmið en almennt er í líkams- árásarmálum þar sem afleiðingamar ráða alvarleika brotsins. Þetta er vegna þess að slagsmál em ólögleg en íþróttir em löglegar, a.m.k. ennþá. Gunnar Bergur hefur verið sýkn- aður í máli þessu eins og nánttr er farið í gegnum í annarri grein hér í blaðinu. Ég tel í raun að það sé lítið hægt að læra af þessu máli þar sem í mínum huga var aldrei nálægt því að um líkamsárás væri að ræða. Sams konar leikbrot og sáust í þessum knatt- spymuleik munu sjást oft í leikjum eftir þennan dóm. Fyrst og fremst er hægt að læra af þessu máli að fara eigi miklu varlegar í ákæm í svona málum og leita fljótlega eftir áliti hlutlauss aðila, s.s. KSÍ í þessu tilviki þar sem það er enginn akkur þeirra sem koma að íþróttamálum að raunvemlegt ofbeldi eigi sér stað í íþróttum. Jóhann Pétursson hdl. Margir þættir íslenska hagkerfisins em mjög jákvæðir um þessar mundir s.s. mikill hagvöxtur, góð afkoma atvinnugreina og hátt raungengi krónunnar, þótt aðeins hafi þrengl að sumum greinum. Mikil þensla hefur einkennt þjóðarbúskapinn síðastliðin ár og hefur Seðlabankinn gripið til aðhaldssamra aðgerða í peningamál- um til að stemma stigu við verðbólgu. Hann spáir nú 3,8% verðbólgu frá upphafi til loka ársins 2000 en það er tvöfalt meiri verðbólga en í helstu viðskiptalöndum íslands. Þrátt fyrir vaxtahækkanir varð verð- bólga meiri á árinu 1999 en áætlað var. Hagvöxtur hefur verið á bilinu 5 til 6% síðustu ár og spáir Seðla- bankinn að hann verði um 3% í ár. Búist er við 5% viðskiptahalla af landsframleiðslu á árinu þriðja árið í röð sem kallar á aukið fjármagns- innstreymi. Auk þess em lífeyrissjóðir að auka við íjárfestingar sínar erlendis sem einnig kallar á aukið fjármagns- innstreymi. Almennt hefur afkoma fyrirtækja verið góð og er hátt raungengi krón- unnar ein skýring á því (hátt gengi krónunnar hefur þó dregið niður afkomu í einstökum greinum). Sé horft á V/H hlutföll fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði em þau nokkuð há í samanburði við erlend hlutabréf. Erfitt er þó að segja til um hvenær verð er orðið of hátt enda byggist verð hlutabréfa að miklu leyti á væntum framtíðarhagnaði fyrir- tækjanna. Standist spár um þróun efnahagslífsins á árinu má vænta þess Að gefnu tilefni sér undirritaður ástæðu til að stinga niður penna vegna ákvörðunar íslandsflugs að leggja niðurflug til Eyja. Frá þeim tímapunkti, þegar Islands- flug hóf að fljúga hingað til Eyja hafa menn orðið varir við lægri fargjöld og greinilegt er að Islandsflug með sínum Domier-flugvélum eiga þess miklu frekar kost að fljúga hingað heldur en Flugfélagið þegar veður er umhleyp- ingasamt. Sést það best af með- fylgjandi grein í Morgunblaðinu. Flugsamgöngur ganga brösulega: „Flugsamgöngur hafa gengið brösu- lega síðustu þrjá daga samkvæmt upplýsingum hjá Flugféþagi íslands og íslandsflugi. Flugfélag íslands hefur ekkert flogið til Vestmannaeyja síð- ustu tvo daga og þá hefur flug til Grænlands legið niðri frá því á föstudaginn. Hjá íslandsflugi var hins vegar flogið tvisvar til Eyja á sunnu- daginn og í gær var flogið þangað allt þar til seinnipart dags, er flugi var aflýst vegna veðurs.“ Það er von mín að þetta mál verði tekið til endurskoðunar svo hindra megi afturhvarf til fortíðar og lakari samgangna. Höfundur starfar hjcí ísfélaginu. að afkoma félaganna geti orðið góð á árinu. Ahugi fjárfesta hefur fram að þessu beinst að félögum í tækni- og Ijár- málageiranum og eru líkur á því að hann eigi eftir að aukast enn frekar og þá sérstaklega eftir tækni- og fjar- skiptafyrirtækjum. Hins vegar þyrstir markaðinn í fleiri fyrirtæki í þessum geirum og sést það t.a.m. af áhuga manna á þeim félögum sem eru á gráa markaðinum eins og OZ, fslandssími og EJS svo einhver séu nefnd. Von er á EJS á markað á árinu auk Kögunar, Atlanta, Taugagreiningar og Teymis. Einnig er mikil umræða um einka- væðingu Landssímans. Líftækniiðnaðurinn hefur laðað marga íjárfesta að og hafa hækkanir á mörgum félögum í þeim geira verið stjamfræðilega háar. Til að mynda hefur vísitala tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hækkað um 50% frá áramótum. Hér heima hefur mest borið á DeCode í þeim geira og hafa mikil viðskipti verið með félagið sl. mánuð en fyrirtækið verður nú skráð á markað í Bandaríkjunum innan skamms. Ljóst er að mörg íslensk fyrirtæki em orðin nokkuð há í samanburði við erlenda valkosti og meiri vinna felst nú í því að finna áhugaverða fjár- festingarkosti sem em þó klárlega fyrir hendi. Bjarki A. Brynjarsson forstöðumaður Kaupþings hf. á Suðurlandi heimild: Greiningardeild Kaupþings hf. HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Siggi Gúmm í gömlu smurstöðina Eins og sagt var frá í síðasta blaði hefur Fjölverk flutt starfsemi sína að Græðisbraut 1, í gömlu smurstöðina, ein meinleg villa slæddist inn í fyrirsögn þar sem sagt var að Græðisbrautin væri á Flötunum, slíkt er að sjálfsögðu reginfirra, þó Flatirnar séu miklar lendur með fjölbreytta atvinnustarfsemi. Siggi Gúmm forstjóri og prímus mótor Fjölverks hélt viðskiptavinum sínum dálitla móttöku sl. fóstudag í nýjum höfuðstöðvum. Fjöldi fólks lagði leið sína til Sigga enda er hann mikill galdramaður þegar viðgerðir á bflum eru annars vegar og annálaður hrókur í slíkum samkvæmum eins og myndin sýnir mæta vel. Svo vel tókst til á föstudag að ákveðið hefur verið að efna til framhaldsmóttöku eins og getið er á öðrum stað í blaðinu í dag. Guðjón Engilbertsson skrifar: Hver er fram- tíðin í fluginu?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.